Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 Stavfshlaupið varð strax mjög vinsælt KEPPNI í starfsíþróttum eru þær greinar á landsmótum, sem ekki laða að sér eins marga áhorfendur og aðrar greinar. Er það einkum vegna þess. að keppni vill verða nokkuð langdregin og töluverðan ti'ma tekur að fá úrslit. þar sem klukka og sentimetrar ráða ekki úrslitum. heldur þarf að taka margt annað til greina. I dráttarvélaakstri var hinn 30 ára gamli Þingeyingur Vignir Valtýsson, sem sigrað hefur á síðustu 4 landsmótum, hinn öruggi sigurvegari og hlaut 147 stig af 150 mögulegum, eða 10 stigum meira en næsti maður, Einar Bjarnason frá UMSB. Alls voru keppendur 18 og voru Þingeyingar í þrem af 5 efstu sætunum. Keppni var mjög hörð í beitingu, en sigurvegaranum frá landsmót- inu á Akranesi Olafi Axelssyni HSS, vegnaði illa og hafnaði hann í 6.-8. sæti. Hinsvegar kom Gylfi Magnússon frá Ólafsvík á óvart og sigraði eftir harða keppni við þá Harald Benediktsson UMSK og Magnús Hreiðarsson HSÞ, sem urðu jafnir einu stigi á eftir Gylfa. Alls voru keppendur 10. í hestadómum var einnig jöfn keppni og þar urðu tveir efstir og jafnir með 92 stig, þeir Atli Lillendal HSK og Hermann Árna- son USVS. Þá komu þrír jafnir með 91 stig, þeir Baldvin Baldvins- son HSÞ og Hjörleifur Ólafsson og Þorkell Þorkelsson frá HSK. Alls voru 9 keppendur í þessari grein. Það voru 15 karlar og konur, sem kepptu í jurtagreiningu og þar var einnig um jafna og tvísýna keppni að ræða. Stella Guðmunds- dóttir UMSK bar þar sigur úr býtum og hlaut 46 stig, eða einu stigi fleira en Þingeyingurinn Ketill Tryggvason, en fast á hæla hans komu tvær konur, Bóthildur Sveinsdóttir og Margrét Sverris- dóttir. Konur virðast karlmönnum glöggari í þessari grein. Alls tóku 11 keppendur þátt í „lagt á borð“, tveir herrar, er skráðir voru til leiks, mættu ekki, þannig að eingöngu konur tóku þátt í keppninni. Áður en borð- skreytingin hefst þurfa stúlkurnar að svara fimm spurningum skrif- lega og eru svör þeirra tekin með í stigaútreikninginn. Öll voru borðin falleg og hefur eflaust verið erfitt fyrir dóm- nefndina að gera þar upp á milli. Hétu skre.vtingarnar ýmsum nöfn- um, t.d. Afmæli hestamannsins, Vinkonur koma í heimsókn, Vina- fagnaður, Góðir gestir, Trúlofunarboð, Gullbrúðkaup. í stigaveitingu var miðað við að lagt væri á borð í fjallaskála. Heildar- svipur borðsins gaf aðeins 10 stig, vinnubrögð stúlknanna voru mikið metin. Sigurvegari varð Ragnheiður Hafsteinsdóttir HSK, borðskreyt- ing hennar var afmæli hesta- mannsins. Þar gætti mikils hug- myndaflugs, og var borðskreyting Ragnheiðar samansett af ístaði, svipu og skeifu, einkar smekklega unnin. Þá voru öll handbrögð hennar við að leggja á borð mjög vel unnin. Var hún vel að sigri komin í þessari grein. Öll ellefu borðin voru glæsileg á að líta, og vöktu mikla athygli þeirra fjölmörgu sem leið sína lögðu í Selfossbíó til að sjá borðskreytingarnar. Ein grein starfsíþrótta vakti mikla athygli og skemmtun áhorf- enda, það var svokallað starfs- S ta rfsíþ rótti r hlaup, sem ekki hefur verið keppt í á landsmóti til nokkurra ára. Liðlega 20 keppendur hófu keppni og voru einhverjir dæmdir úr leik, þannig að 21 lauk keppni. Sigurvegari varð Arnór Erlings- son HSÞ, rétt á undan hinum kunna íþróttamanni úr Kópavogi, Trausta Sveinbjörnssyni. Eins og nafnið starfshlaup ber með sér, var um annað og meira að ræða en bara að hlaupa, heldur þurftu keppendur að leysa ýmsar þrautir á leiðinni og gekk það misjafnlega. Keppni hófst með því, að hjólað- ir voru fyrstu 70 metrarnir, en þá beið þeirra það verkefni á stöð 1. að greina þrjár tegundir viðar. Þar tóku þeir einnig bréf, sem þeir áttu síðan að skila af sér, síðar. Á næstu stöð var um að ræða, að geta til um þyngd á poka, sjá úr fjarlægð og hæð. Þá kom að því að keppendur þurftu að kafreka 4“ nagla, þræða stoppunál og saga enda af mótatimbri. Á stöð 4 þurftu keppendur að moka hjól- börur fullar af sandi, aka með þær ákveðna vegalengd, sturta síðan sandinum úr og ganga frá hjól- börnunum. Að þessu loknu héldu þeir í mark. Vakti þessi keppni mikla kátínu jafnt hjá keppendum sem áhorf- endum. • Svipmynd frá starfshiaupinu. Jóhanna Ilinriksdóttir úr Grindavík er þarna að baksa með hjólbörurnar og eins og sjá má ultu þær um koll og Jóhanna íékk refsistig fyrir. Heildarúrslit í Landsmótinu llcildarstixafjöldi í Landamótinui HSK 323 7/12 stig UMSK 267 stig HSÞ 192 stig UÍA 127 stig UMFK 93 stig UMSB 80V. stig HSH 78 stig UMSE 65 stig HVf 36% stig UMSS 29 Stig UMFN 27 stig UMFG 18 stig Víkverji 15 stig USÚ 15 stig HSS 13% Stig UNÞ 12 stig USAH 9 Stig usvs 6 5/6 Stig UMFB 4 Btig BLAKt HSK IIMSE HSÞ IIMSK9 IIÍA SKAK. UMSK UÍA USAH HSS UMFB Vfkverji STARFSÍÞRÓTTIR, 1. HSÞ 4814 2. HSK 21 5/6 3. UMSK 19 4. -5. UMSB ok UÍA 8 6. HSH 7. UMSE 8. HSS 9. HVf KNATTLEIKIR. UMSK 65 HSK 37V. HSÞ 36 HSH 30 UMFN 27 UÍA 22 UMFG 18 llMSE 15 UMFK 11 UMSB 9% UMSS 9 8tig 8ti|{ stig stig ÚRSLIT í KÖRFU. UMFN HSH UMSK UMSS UMFG HSK fipoi IT HANDKNATTLEIK. HSÞ UMSK UMFG UMFN UÍA UMFK ÚRSLIT í BORÐTENNIS. UMFK 16% stig UMSK 11 stig UMSB 9% stig HSK 4% stig STIGAHÆSTU EIN- STAKLINGAR í FRJÁLS- UM ÍRÞÓTTUM, Karlar. sjK Ágúst Þorsteinss. UMSB 15 Konur stjg Bergþóra Benónýsd. HSÞ 18 ÚRSLIT í GLÍMU, HSÞ 21 HSK 21 Víkverji 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.