Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 19 Hræðsla eða áhugaleysi? Stórmeistarinn N ajdorf; Gæti bezt trú- að að skákirn- ar yrðu 2000 Það var svo sannarlega eng- inn heimgmeistaraeinvígisbrag- ur á fjórðu einvígisskák þeirra Karpovs og Korchnois. Skákin varð jafntefi í 19 leikjum eftir að keppendur höfðu þráleikið og má með sanni segja að leitun sé á lágkúrulegri skák í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Karpov, sem hafði hvítt, gerði ekki einu sinni tilraun til að stýra mönn- um sínum til sigurs og Korchnoi sætti sig að sjálfsögðu við jafntefli með svörtu. Ilvítti Anatoly Karpov Svarti Viktor Korchnoi Spænski leikurinn I. e4 — e5, (Korchnoi heldur sig enn við spænska leikinn, en sem kunnugt er hefur frönsk vörn lengi verið aðalsvar hans við 1. e4) 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Rxe4, (Aftur Opna afbrigðið eins og í annarri skákinni. Þetta verður að teljast snjallt sálfræðilegt herbragð af Korchnoi, því að Karpov hefur gengið illa að vinna á afbrigðinu að undanförnu) 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Bc5,10. Rbd2 - 0-0,11. Bc2 - Bf5, (Þessi leikur hefur notið mestra vinsælda í stöðunni upp á síðkastið, en áður var hér oftast leikið 11... f5. II. .. Rxf2!? kemur reyndar einnig til greina. Framhaldið í skák þeirra Smyslovs og Botvinniks í Moskvu 1944 varð þannig: 12. Hxf2 — f6, 13. exf6 - Dxf6, 14. Dfl - Bg4, 15. Khl?! - Bxf2,16. Dxf2 - Hae8, 17. Dg3 — Re5 og svartur stendur vel) 12. Rb3 — Bg4,13. Rxc5 — Rxc5, 14. Hel — (Hvítur getur að sjálfsögöu ekki unnið peö hér með 14. Bxh7+? vegna 14... Kxh7, 15. Rg5+ — Dxg5!) Bh5!?, (í annarri skák- inni lék Korchnoi hér 14... d4!? í tveimur skákum þeirra Karpovs og Smyslovs á síðasta ári lék sá síðarnefndi hér 14... He8 og lauk báðum skák- unum með jafntefli eftir hat- ramma baráttu). 15. h3?! — (Þessi veiklulegi leikur á ekki heima í stöðunni. Eina skýringin á honum virðist vera sú að Karpov hafi lifað í Skák Margeir Pétursson skrifar um fjórðu einvígisskákina þeirri broslegu von að Korchnoi léki 15... d4, en þá væri komin upp sama staða og í annarri skákinni og Karpov vafalaust með endurbót á prjónunum. Góð tilraun í stöðunni er t.d. 15. Bg5!? Framhaldið í skák þeirra Bronsteins og Flohrs í Moskvu 1944 varð þannig: 15... Bxf3?, 16. Dxf3 — Dxg5, 17. Dxd5 og hvítur verður peði yfir. Svartur getur hins vegar leikið 15... Dd7! og staðan er tvísýn. 15. Bf4 kom einnig sterklega til greina, en eftir 15... He8 er komin upp sama staða og í áðurnefndum skákum Karpovs og Smyslovs og heimsmeistar- inn virðist ekki hafa verið alls kostar sáttur við það. í saman- burði við þær virkar 15. h3 hins vegar eins og tímatap og Korchnoi veitist nú auðvelt að ná mótspili) He8, 16. Bf4 — Re6. 17. Bd2 - (Nú gekk 17. Bg3 ekki, því að svartur á sterkt svar, 17... Rg5!) Rc5,18. Bf4 — Re6. 19. Bd2. Jafntefli. Keppendur eru því jafnnær því að vinna sex skákir og í upphafi. Það er gott dæmi um tilgangsleysi fjórðu skákarinnar að á hana eyddi Karpov 50 mínútum og Korchnoi 41 mínútu. Ahorfendur á einvíginu eru að vonum orðnir langþreytt- ir á þessari sýndarmennsku. Vonandi byrja þeir Karpov og Korchnoi nú að tefla „alvöru- skákir" í stað þess að eyða tímanum í barnalegt rifrildi um jógúrt, sem gerir þá og skák- íþróttina aðeins hlægilega í augum almennings. Baguio. Filippseyjum. 25. júlí, — Rcuter. Fjórðu skák þeirra Karpovs og Korchnois um heimsmeistaratitilinn lauk eins og þeim fyrri með jafntefli eftir aðeins 90 mínútur og 19 leiki. Svo snöggir voru skák- mennirnir að ljúka sér af, að heimsmeistaranum gafst ekki tækifæri til að snæða „jógúrtið* sitt, sem hafði þó tekið fimm daga þref að fá samþykkt að mætti færa honum. Schmid yfirdómari einvígisins hafði fyrr um daginn ákveðið, að einka- matreiðslumaður Karpovs mætti útbúa „fjólublátt jógúrt" sem þjónn átti síðan að afhenda meistar- anum á ákveðnum tíma. Þetta er þó háð þeim skilyrðum að ekki má gera breytingar á hveitiinni- haldi jógúrtsins né litnum. Stórmeistarinn argen- tínski, Najdorf, sagði hálf- brosandi eftir skákina, „ég gæti bezt trúað að skákirn- ar yrðu 2000 áður en yfir lýkur". — Stórmeistararn- ir, Byrne frá Bandaríkjun- um og Keene frá Englandi, sögðu skákina algera endurtekningu á annarri skákinni, sem tefld var í síðustu viku. — Skattskráin Framhald af bls. 32 Starfsmaður á skattstofunni, sem Morgunblaðið átti tal við í gær, sagði, að það væri ekki undarlegt þó að skattar hækk- uðu verulega, þar sem tekjur hefðu hækkað um allt að 100% á ári. Hann benti á að menn yrðu verr fyrir barðinu á skattahækkuninni vegna þess, að 70% fyrirframgreiðsla hefur ekki verið nægileg til að mæta greiðsluþunga síðari hluta árs- ins. Ennfremur var bent á að samkvæmt sérlögum fyrir 1978 hafi skattvísitalan hækkað mun minna heldur en sem svaraði meðaltalshækkun tekna milli ára. , t T — Ráðstafanir ríkisstjórnar og Seðlabanka Framhald af bls. 32 hafa,“ sagði Geir Hallgrímsson. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, sagði, að hækkun afurða- iána næði til freðfisklána, sem nú hækkuðu um 13%. „Eru þessi afurðalán mjög svipað hlutfall af skilaverði og var fyrir 1. júní s.l.,“ sagði hann. „Þessi ábyrgð, sem þýðir að Verðjöfnunarsjóður getur staðið við skuldbindingar sínar til loka ágúst, hækkun útlána á fram- leiðsluna og afnám útflutnings- banns, mun hafa þau áhrif að ýmsir, sem ekki sáu fram á annað úrræði en lokun, geta nú haldið áfram rekstri næsta mánuð," sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. „Hins vegar er ljóst að 11% greiðslan úr Verðjöfnunarsjóði er of lág til þess að afkoma frystihús- anna sé viðunandi auk þess sem fjárhagsstaða margra þeirra er vonlaus vegna tapreksturs undan- farið, verðbólgu og mikilla birgða. Þess vegna má búast við að einhver þeirra neyðist til að loka. Þessi ábyrgð gildir til ágústloka, en frá 1. september eru fyrirsjáan- legar miklar hækkanir vinnu- launa, vegna vísitölu- og áfanga- hækkana. Þá verður að taka viðmiðunarverð Verðjöfnunar- sjóðs til endurskoðunar ef ekki eiga fleiri frystihús að stöðvast," sagði Eyjólfur ennfre.nur. „Þær aðgerðir, sem nú hafa verið gerðar, eru algjörar frumað- geröir og nauðsynlegar ef komast á hjá stöðvun frystihúsanna næstu daga og vona ég að þau stöðvist ekki vegna greiðsluerfiðleika. Þá hlýtur maður að draga þá ályktun af þessum aðgerðum, að það sé skilningur á vandanum í öllum stjórnmálaflokkum," sagði Sigurð- ur Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Sigurður bætti því við, að sér hefði létt mikið við að þessar ákvarðanir voru teknar í gær. - Ingvar Gíslason Framhald af bls. 3. Eg gerði m.a. að umtalsefni þá ábyrgðarlausu frétta- mennsku — í víðtækum skiln- ingi orðsins r+ ;, sem vaxið hefur svo yfir höfuð öllum menningar- legum rekstri fjölmiðla, að ísland er v.err statt á því sviði en flest önnur siðmenningar- lönd, og er þó ekki úr háum söðli að detta hvað þau snertir í þeim efnum. AS' vísu veit ég að viðleitni ráðámanna og flestra starfsmanna blaða og ríkisfjöl- miðla til þess að halda starfsemi sinni á þokkalegu menningar- og siðgæðispiani vegur talsvert upp á mót'i ásókn fréttamafí- unnaf. En meðan hún leikur svo til lausum hala í ríkisfjölmiðl- um er dæmalaus skinhelgi í því fólgin að vísa til 3. gr. útvarps- laga um óhlutdrægni ríkisút- varpsins. Sannleikurinn er sá að þessi lagaregla er þverbrotin æ ofan í æ, ekki af því góða fólki, sem ráðið er til forstöðu fyrir einstókum deildum útvarps og sjónvarps, ellegar föstu starfs- liði yfirleitt, að ég ætla, heldur því ásóknar- og ofsóknarliði, sem ég kalla fréttamafíu, og virðir ekki 3. gr. útvarpslaga fremur en fjandinn 10 boðorð guðs. En þetta „fréttamafíumál" er sérstaks eðlis og þarf að ræða betur við annað tækifæri. Ég vona einlæglega að ég fái frið og málfrelsi til þess að fjalla nánar um það efni á síðum Tímans, en ekki á sakamannabekk frammi fyrir dómsvaldinu, eins og fréttastjóri útvarpsins er að bjóða mér upp á.“ Grein sinni lýkur Ingvar Gíslason með því að vekja athygli á því að Vilmundur Gylfason vill ekki gefa upp heimildir sínar: „Það liggur nú fyrir að Vilmundur hefur neitað að gefa mér þessar upplýsingar. Hann svarar engu um heimildarmenn sína. A meðan svo er hef ég hann grunaðan um að hann hafi haft heimildir sínar milliliðalít- ið frá glæpalýðnum sjálfum." — Jarðstöð á næsta ári Framhald af bls. 3. og um uppsögn samstarfs eftir árslok 1985. Formaður nefndar- innar var dr. Gaukur Jörundsson, prófessor. Ríkisstjórnin féllst á samningadrög nefndarinnar og undirritaði samgönguráðherra, Halldór E. Sigurðsson samning milli ríkisstjórnar íslands. og Mikla norræna 18. mars 1977, varðandi fjarskipti við útlönd. Ennfremur voru samþykkt lög á Alþingi ura skattfr-elsi jarðstöðvar til fjarskiptasambands við um- heiminn. Samkvæmt ákvæðum í nefndum samningi skipaði samgönguráð- herra þrjá menn í byggingarnefnd jarðstöðvar, ólaf Tómasson yfir- verkfræðing, sem var formaður, Gústaf Arnar yfirverkfræðing og Jón Kr. Valdimarsson deildar- tæknifræðing, og Mikla norræna skipaði tvo menn. Þessi byggingar- nefnd vann útboðslýsingar og voru tilboðin sem bárust opnuð 15. apríl 1978. Tekið var tilboði bandarísks fyrirtækis en ístak h.f. mun annast byggingu loftnetshúss. Heildarkostnaður við jarðstöðina er um 1.350 millj. kr. og mun Seðlabanki Islands annast allar lánafyrirgreiðslur. Grímur Norð- dahl bóndi að Úlfarsfelli seldi pósti og síma um 9 ha. spildu jarðarinnar fyrir jarðstöðina. Ráðgert er að stöðin taki til starfa undir lok næsta árs, fyrir öll venjuleg símaviðskipti við Evrópu. Ennfremur verður stöðin búin tækjum fyrir móttöku og sendingu sjónvarpsefnis en það er á valdi Ríkisútvarpsins að panta slíka fyrirgreiðslu hverju sinni eins og tíðkast í INTELESAT-kerfinu. — Bæjarfógetinn neitar lögreglu- rannsókn Framhald af bls. 32 stjóri helur í^fjarveru rannsókn- arlögreglustjora óskað eftir því að öll meðferð wtofnunarinnar á íjárreiðum verði tekin til athug- unar og þá í tengslum ið þetta mál. Ríkissaksóknari og dóms- málaráðuneytið höfðu í gær ekki ákveðið hverjum þau fadu rann- sókn málsins á lögreglustigi. Ríkissaksóknari hafði á mánu- dag falið bæjarfógetaembættinu í Kópavogi að annast rannsókn málsins á lögreglustigi en rann- sóknarlögregla ríkisins hafði ósk- að eftir því að skipaður yrði sérstakur rannsóknaraðili til að halda áfram rannsókn málsins í samræmi við ákvæði laga um rannsóknarlögregluna. Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti í Kópavogi sagði að embætti hans hefði af eðlilegum ástæðum og sem dóm- stóll orðið við þeirri ósk ríkissak- sóknara að taka til meðferðar kröfu um gæsluvarðhald yfir skrifstofustjóranum, þar sem hann væri búsettur í Kópavogi. Við teljum okkur hins vegar ekki hafa heimild til að fara með lögreglurannsókn málsins, því með lögunum um rannsóknarlögreglu ríkisins frá 1976 er kveðið svo á að hún annist rannsókn brotamála í tilteknum byggðarlögum, s.s. í Kópavogi, og þetta mál fellur ekki undir þær sérstöku rannsóknar- deildir, sem eiga að starfa undir stjórn lögreglustjóranna á hverj- um stað. Það er því álit okkar að ráðuneytið verði að skipa sérstak- an rannsóknaraðila utan bæjar- fógetaembættisins til. að sinna lögreglurannsókn málsins sagði Sigurgeir. Þórður Björnsson ríkissaksókn- ari sagði að hér væri um mjög sérstakt tilfelli að ræða. Lögin gerðu ráð fyrir því að rannsóknar- lögregla ríkisins annaðist rann- sókn sakamála á lögreglustigi en nú horfði þetta mál þannig við að um væri að ræða sakarefni, sem gerist innan veggja stofnunarinn- ar og stofnunin hefði óskað eftir því að öðrum aðila yrði falin rannsókn þess. Sagði Þórður að málið hefði þá komið til sín og hann sent það til þess umdæmis, þar sem viðkomandi ætti heimilis- varnarþing, eða til Kópavogs. Þar hefði verið kveðinn upp gæzlu- varðhaldsúrskurður en ba’jar- fógetinn teldi sig ekki hafa heimild til að annast lögreglu- rannsókn málsins þar sem hér væri um alvarlegt sakamál að ræða, sem rannsóknarlögreglan ætti að annast. Því þyrfti nú að fá til sérstakan rannsóknaraðila og það mál væri nú í höndum dómsmálaráðuneytisins. Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði í gær, að dómsmálaráöu- neytið hefði ekki skipað aðila lil að annast rannsókn málsins á lög- reglustigi. Sagði Baldur aö það væri sjálfgefið að fela yrði liig- lærðum manni þessa rannsókn, því hann þyrfti jafnframt að vera rannsóknarlögreglustjóri í þessu ákveðna máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.