Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 Þorsteinn Bjarnason, oddviti Guðmundur Magnússon. fra'úslustjóri Sr. Þorleifur K. Kristmundsson Jón Úlfarsson, oddviti Ilelgi Seljan, alþingismaður Vilhjálmur Hjálmarsson, al- þingismaður Albert Kemp byggingarstjóri afhendir Einari Georg Einarssyni skólastjóra lyklana að nýja skólahúsinu. Framhlið skólans og fannhvítt Hoffellið ( baksýn. * „ÞÁTTASKIL hafa orðið í skóla- málum Fáskrúðsfirðinga með tilkomu þessa nýja skólahúss. í hartnær hálfa öld hefur vcrið kennt í þriingu og ófullkomnu hráðahirgðahúsnæði. en með til- komu þessa húss er búið að kennurum og nemendum eins og bezt gerist. Það má segja að hægt sé að koma gamla skólanum fyrir í öðrum enda þcssa nýja húss.“ l>annig mælti Albert Kemp for- maður skólanefndar Búðahrepps og hyggingarstjóri hins nýja skólahúss Fáskrúðsfirðinga í viðtali við Mhl. á Búðum á sunnudag. Samdægurs var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sett- ur við hátiðlega vígsluathöfn hins nýja skólahúss Fáskrúðs- firðinga á Búðum. — Það var hátíðisdagur í Fá- skrúðsfirði þennan dag, eins og einn ræðumanna, Guðmundur Magnússon fræðslustjóri Austur- lands, komst að orði. Fáskrúðs- firðingar, ungir sem gamlir, fl.vkktust til athafnarinnar sem fram fór á sal skólans. Stendur hið nýja hús vestast í bænum, ofar- lega, og er mest áberandi allra bygginga á Búðum þegar horft er frá syðri hlíðum fjarðarins. — Einar Georg Einarsson skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar stjórnaði vígsluáthöfninni og þegar Albert Kemp hafði afhent Einari lyklana að húsinu setti Einar skólann. I ræðu sinni fjallaði Einar Georg um skólann í dag og þær aðstæður sem við er að búa. Einnig ræddi Einar um hlutverk kennara, nemenda og segir Albert Kemp um nýtt skólahús sem vígt var á Búðum á sunnudag foreldra í skólastarfinu, og líkti hann skólanum við garð og skólastarfinu við garðyrkju sem á sitt undir því komið hvernig veður skipast. — Séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson prestur á Kol- freyjustað sté fyrstur í pontu við vigsluathöfnina og flutti skólan- um, kennurum, nemendum og foreldrum hugvekju. Að því búnu flutti Helgi Seljan alþingismaður kveðjur menntamálaráðherra sem ekki gat komið því við að vera viðstaddur, sendi Helga sem fulltrúa sinn í staðinn. I ávarpi sínu minntist Helgi þess að 19 ára gamall hóf hann feril sinn sem kennari í barnaskóianum á Búð- um. — Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra talaði næstur og óskaði Fáskrúðs- firðingum til hamingju með nýja skólahúsið, en í ræðu sinni þakkaði Albert Kemp Vilhjálmi sérstaklega þann stuðning sem Vilhjálmur sýndi Fáskrúðsfirð- ingum í ráðherratíð sinni. Vil- Skólahúsið séð ofan úr hlfðinni. hjálmur ræddi nokkuð breyttar þarfir og kröfur sem gerðar væru í skólamálum miðað við það sem verið hefði á uppvaxtarárum hans. Hann gat þess að mörg byggðarlög hefðu gert stórátök í skólamálum á síðustu árum, og nefndi Fá- skrúðsfirðinga sérstaklega í þeim efnum. — Næstur talaði Guðmundur Magnússon fræðslustjóri og að máli hans loknu tóku til máls þeir Þorsteinn Bjarnason oddviti Búðahrepps og Jón Úlfarsson oddvigi Fáskrúðsfjarðarhrepps. Þorsteinn rakti nokkuð aðdrag- andann að byggingu skólahússins' og framkvæmdirnar á síðustu árum, en hann sagði að skriður hefði ekki komist á framkvæmdir fyrr en Albert Kemp hefði verið skipaður byggingastjóri hússins á árínu 1977. Jón fjalláði aftur á móti nokkuð um þá breytingu sem orðið hefur á skólamálum barna úr sveitinni í kringum Búðir en með tilkomu nýja hússins á Búðum var kleift að sameina skólahverfi Grunnskólans á Búð- um og heimavistarskólans í Tunguholti í eitt skólahverfi. — Albert Kemp sagði að nú væri brugðið út af hefðbundnum vana með skólasetningu, enda væri ærin ástæða til þar sem verið væri að flytja inn í nýtt skólahús og sameining tveggja skólahverfa hefði átt sér stað. Hann sagði að sá áfangi skólans sem nú væri tekinn í notkun væri fjórar almennar kennslustofur, lesstofa, hópherbergi og eðlis- og náttúru- fræðistofur, auk þess sem lokið hefði verið við aðstöðu fyrir kennara og skólastjóra. Sagði Albert að hátt væri til lofts og vítt til veggja í nýja skólahúsinu og væri það von skólanefndar að innan veggja hússins mætti blómgast og dafna það menning- ar- og fræðslustarf sem húsinu væri ætlað að þjóna. Albert sagði að uppbygging skólahúss á Búðum mætti rekja allt aftur til ársins 1929 þegar þáverandi skólahús brann til kaldra kola í byrjun skólaárs. Eftir það óhapp var kennt í þrjá vetur í húsi Franska spítalans, eða þar til lokið var við að reisa bráðabirgðahúsnæði það sem nú er að jafnaði kallað gamli skólinn. Sagði Albert að þetta bráða- birgðahús hefði þjónað í hartnær hálfa öld og hefði fyrir löngu reynst ófullnægjandi. Það er svo í kringum árið 1965 að ráðist er í að' láta teikna nýtt skólahús, en eftir þeirri teikningu var aldrei byggt. Árið 1970 teiknaði svo Bárður Daníelsson í Reykjavík það skólahús sem nú er risið á Búðum. Húsið er 1400 fermetrar að gólffleti og kennslu- rými er 3650 rúmmetrar. Fram- kvæmdir við húsið hófust 1972 og komst austurálman undir þak árið 1973, að sögn Alberts. Síðan gengur verkið frekar hægt eða þar til að hreppsnefnd ákveður seinni part ársins 1977 að setja kraft í verkið. Sagði Albert að óunnar væru í húsinu þrjár kennslustofur, mötuneytisaðstaða og aðstaða fyrir handavinnu drengja. Hann sagði að heildarkostnaður hússins væri orðinn um 90 milljónir króna en brunabótamat þess væri um 195 milljónir króna. Hefur kostn- aður við framkvæmdir frá því í fyrrahaust verið um 65 milljónir. Albert sagði það von heima- manna að framkvæmdum við skólahúsið yrði að fullu lokið á næstu tveimúr árum. I lok máls síns las Albert upp skeyti sem borist hafði frá Sverri Hermanns- syni alþingismanni sem óskaði Fáskrúðsfirðingum til hamingju með skólahúsið. Trésmiðja Austurlands hefur verið aðalverktaki hússins frá upphafi og yfirsmiður Páll Gunn- arsson. Raflagnir eru teiknaðar af Ágústi Karlssyni en unnar af Guðmundi Hallgrímssyni rafverk- taka. Hita- og vatnslögn er hönnuð af Fjarhitun hf. í Reykja- vík, en unnar af Sverri Sigurðs- syni pípulagningarmeistara í Reykjavík. Tréverk er unnið af Trésmiðju Austurlands og Þor- steini Bjarnasyni, múrverk af Stefáni Jónssyni, Lars Gunnars- syni og fleirum, og málningar- vinna, dúklagningar og uppsetn- ing hljóðeinangrunar af Þráni Þórarinssyni og mönnum hans. —ágás. MikiII fjöldi Fáskrúðsfirðinga sótti vígsluathöfnina. ljósm. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.