Morgunblaðið - 05.11.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 05.11.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 15 LISTDANS eftir IRMY TOFT Þjóðleikhúsiði Listdanssýning Danshöfundar ug stjórnendur Anton Dolin InKÍhjörK Björnsdóttir Islenski dansflokkurinn Islenski dansflokkurinn efndi til danssýningar á fimmtudags- kvöldið s.l. A efnisskránni voru þrír ballettar. Tveir þeirra, Sæmundur Klemensson og Pas de Quatre voru framlag Þjóð- leikhússins og dansflokksins til listahátíðar sumarið 1978. Nýi ballettinn nefnist „Rokk- ballett 1955“ og var hér um frumflutning að ræða. Sýningin hófst með róman- tíska ballettinum Pas de Quatre sem hinn frægi ballettmeistari Anton Dolin samdi við tónlist eftir Cesare Pugni. Ég sá þennan ballett dansað- an s.l. sumar og var þá yfir mig hrifin og hlakkaði því mjög mikið til að sjá þennan dans aftur. En þvílík vonbrigði. í sumar svifu,þessar dansmeyjar um sviðið og manni fannst þær varla snerta gólfið. Nú var þessi léttleiki og yndisþokki að mestu leyti horfinn. Asdís Magnús- dóttir var sú eina sem átti eitthvað eftir af þeim lífsanda sem meistari Dolin hafði blásið í þær í vor þegar hann sviðsetti þennan ballett hér. Ekki bætti það úr skák að tónbandið með hinni fögru tónlist Pugnis var svo slitið og illa farið að hörmung var á að hlýða. Annað atriðið á efnisskránni var ný dans sem fékk nafnið „Rokkballett 1955“. Þetta er syrpa af dönsum við lög sem sóma. Ingibjörg á mikinn heiður skilið fyrir þetta framlag sltt t>g vonandi heldur hún áfram á sörnu braut. Að þessu sinni vor dansararn- ir í essinu sínu og stóðu sig mjög. vel. Helga Bernhard dansaði alveg prýðilega og einnig Orn Guðmundsson. Asdís Magnús- dóttir gerði hlutverki sínu mjög góð skil að venju. Sömuleiðis var Nanna Ólafsdóttir alveg prýði- leg. Ekki má gleyma að minnast á tvær ungar og upprennandi dansmeyjar, þær Helenu Jóhannsdóttur og Láru Stefáns- dóttur sem eru enn nemendur listdansskólans. Dönsuðu þær stöllur af stakri prýði og verður gaman að fylgjast með ferli þeirra í framtíðinni. *■ Þursaflokkurinn sá um tón- listina og flutti á eftirminnileg- an hátt. Ég saknaði þess að sjá ekki Ólafíu Bjarnleifsdóttur og Birgittu Heide meðal dansar- anna. Vonandi hafa þær ekki y.firgefið dansflokkinn. Hann hefði svo sannarlega ekki efni á því. Björn G. Björnsson sá um leikmynd og búninga af sinni alkunnu smekkvísi. Ahorfendur tóku dönsurunum mjög vel og kölluðu þá fram hvað eftir annað. nokkurs konar minningargrein um hann. Þessi ballett er forkunnar vel saipinn og sviðsetningin til Helga Bernhard og Örn Guðmundsson dansa i „Sæmundi Klemenssyni“ Elvis Presley gerði fræg á sínum tíma. Danshönnuðir eru með- limir íslenska dansflokksins. Núverandi ballettmeistari Þjóð- leikhússins, Karen Morell, leið- beindi við samningu dansanna. Hugmyndin að þessu atriði er mjög góð en hún er ekki nægilega vel útfærð. Möguleik- arnir eru óteljandi og dansar- arnir hefðu getað nýtt þjálfun sína miklu betur. Víst voru nokkrir ljósir punktar í dansin- um, t.d. atriðið við lagið Fever sem allir þekkja og Ásdís Magnúsdóttir dansaði af mikilli snilld. Einnig var Teddy Bear atriðið mjög gott sem þau Nanna Ólafsdóttir og Björn Sveinsson dönsuðu. Mér virtust dansarnir, fyrir utan þau Ásdísi og Björn, eiga í erfiðleikum með að finna hinn rétta rokktakt og var hópurinn áberandi ósam- taka. Kannski hafa skruðning- arnir í hátalarákerfinu haft slæm áhrif á þá og ruglað þá í ríminu. Síðasta atriðið á efnis- skránni var ballettinn Sæmund- ur Klemensson sem Ingibjörg Björnsdóttir samdi við tónlist eftir Þursaflokkinn. Þessi ballett var frumfluttur í júní s.l. á listahátíð. Hugmyndin að ballettinum er sótt í lagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar „Grafskrift" og „Stóðum tvö úti í túni.“ Ballettinn sýnir ætt- ingja og vini Sæmundar Klemenssonar samankomna við útför hans. Fólkið rifjar upp fyrir sér atburði um ævi Sæmundar. Ballettinn er því .,..v ■ . . . -.v:^ (Jr „Rokkballettinum 1955“. dansa. Nanna Ólafsdóttir og ■ Björn Sveinsson antík og á svidi Leikhússins söngur loksins útgefinn á Alfreð Andrésson syngur: Ó, vertu ein svona sorró — M-listinn og Útvarpsvísur. Brynjólfur Jóhannesson syngur: Hvers er hvurs — Hvaö er um aö tala og Ástandiö. Lárus Ingólfsson syngur: Syrpa Óla í Fitjakoti — Eftirhermuvísur og Daninn á íslandi. Nína Sveinsdóttir syngur: Kerlingavísur — Jónsvísur og Þegar Kanarnir komu í Keflavík. Þessar gömlu og skemmtilegu revíuvísur eiga vafalaust eftir aö rifja upp Ijúfar endurminningar hjá mörgum. Höfundar eru Haraldur Á. Sigurösson, Bjarni Guömundsson, Tómas Guömundsson og fleiri og fleiri. Verö á plötu eða kassettu aðeins kr. 4.900.- SG.-hljómplötur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.