Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 „Eins og Hótel Esja hefði lagst á bakið á mér“ MAÐUR er nefndur Skúli óskarsson, lyftingamaður. Hann vann það frábæra afrek fyrir tæpum hálfum mánuði að hreppa silfurverðlaun í sínum þyngdarflokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Turku í Finnlandi. Mbl. leit við í Jakabóli æfingahúsi KR í Laugardal, rétt fyrir helgina og spjallaði dálítið við Skúla. Fyrst var Skúli spurður þeirrar klassísku spurningar, hvort hann hefði átt von á slíkum árangri Stefndi að 3ja sætinu — Ég stefndi auðvitað að því að komast á pallinn og gerði mér nokkrar vonir um 3. sætið, en í fyrstu greininni, hnébeygjunni féll Bandaríkjamaður Gaugler úr keppninni. Við höfðum talið hann sigurstranglegastan, þannig að nú var kominn möguleiki á a.m.k. öðru sætinu. Nú báðum við Skúla að rekja gang keppninnar í stuttu máli, en þá kom babb í bátinn. Einbeitni Skúla er nefnilega svo gífurleg meðan á keppni stendur, að hann man ekkert hvað fram hefur farið að keppni lokinni. Ólafur Sigur- geirsson formaður Lyftingasam- bandsins var þarna nærstaddur og Skúli brá hart við og sótti hann, enda horfði Ólafur á keppnina og þurfti ekki að einbeita sér eins og Skúli. Ólafur segir nú frá: — Fyrst var keppt í hnébeygju og lyfti Skúli þar fyrst 280 kg. Bretinn Peter Fiore lyfti þá 287,5 kg, en Skúli svaraði þvi með 295 kg lyftu, sem jafnfrmt er Norður- landamet. Þá var komið að bekk- pressunni, en þar stóð Skúli mótherjum sínum nokkuð að baki, lyfti 130 kg á sama tíma og Fiore lyfti 180 kg og Finninn sem hafnaði Í3. sæti lyfti 175 kg. Segja má, að í þessari grein hafi Fiore tryggt sér sigurinn. Bekkpressan eyðilagði Blm. greip fram í og spurði Skúla hvernig stæði á frekar slökum árangri í bekkpressunni. „Gömul meiðsl," sagði Skúli, „þau há mér ennþá, þótt gömul séu, en ég held þó að þetta sé að lagast." Ólafur heldur áfram: — Það voru allir búnir með sínar lyftur þegar Skúli byrjaði í lokagrein- inni, sem réttstöðulyfta. Hann lyfti fyrst 282,5 kg og tryggði þannig örugglega 3. sætið. Finninn Lyftlngar ,Þeir ætla að borga mér stórfé ef ég set heimsmet“ var þá í öðru sætinu, en Skúli vippaði því næst upp 297,5 kg og skaust þar með fram fyrir Finn- ann. Skúli hafði því lyft samtals 722,5 kg og auk þess sem það tryggði honum annað sætið í keppninni er það nýtt Norður- landamet í samanlögðu. Keþpnin var allan tímann jöfn og mjög spennandi enda voru keppendurnir sífellt að skjótast hver fram fyrir Næstum heimsmet Eins og komið hefur fram í fréttum, gerði Skúli aukatilraun við nýtt heimsmet í réttstöðulyftu, 310 kg. Þyngdin fór upp, en tveir af þremur dómurum dæmdu lyft- una ógilda. Hvers vegna? spurði Mbl.: — Ég veit það ekki, dómarar í lyftingum þurfa ekki að greina frá ástæðum sínum. Ætli ég hafi ekki hallað eitthvað undan hlassinu, enda var það mjög þungt svaraði Skúli. Attu von á því Skúli, að heimsmet- ið fari upp löglega á næstunni? — Ég á von á því, já, ég ætla að reyna við það á Evrópumeistara- mótinu í kraftlyftingum, sem fram fer í Svíþjóð í mars næstkomandi. Ef það fer ekki upp, þá er alltaf Norðurlanda mótið i september á næsta ári. Nú ætlar þú að keppa í sjón- varpssal á næstunni, hefurðu ekki hug á að rífa upp nýtt heimsmet við það tækifæri? — Það myndi ekki gilda, því að met sem þessi fást ekki staðfest nema alþjóðlegir dómarar séu fyrir hendi og því er ekki að heilsa hér á Islandi, svona met verður að setja á alþjóðlegum mótum, eigi þau að vera viður- kennd. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, ég er í toppformi nú og ég verð það einnig í Svíþjóð í mars. Með tilboð frá sænsku félagi Blm. breytti nú dálítið um umræðuefni og spurði Skúla hvort hann hefði í hyggju, eða hvort honum hefði boðist að æfa hjá erlendum félögum eins og félagi hans, Gústaf Agnarsson, sem ætlar að keppa fyrir sænskt félag. — Ekki á ég von á því, þó hef ég fengið tilboð frá sænsku félagi um að keppa fyrir hönd þess á móti í október næsta ár. Þeir ætla að —borga mér 250 Bandaríkjadali ef ég set heimsmet. Ætlarðu að fara? „Því ekki „Það var eins og Hótel Esja Myndir. — gg» það?“ svaraði Skúli, „Maður verð- ur að sjá til, en boðið er freist- andi.“ Stálbuxur Skúli vakti athygli síðastliðið vor, þegar hann mætti til keppni í nokkurs konar stálbuxum. Blm. spurði hann hvort fleiri hefðu tekið upp þessa nýjung, sem Skúli hefði riðið á vaðið með, og hvort þeir lyftu þyngri byrðum klæddir brókum þessum. — Jú, það er dálítið léttara að lyfta, og ég er alls ekki sá eini sem nota þennan fatnað, fleiri hafa tekið upp á því. „Þetta er skítlétt“ Til að slá botninn í þetta samtal, spurði blm. Skúla um búkhljóðin sem ganga frá ýmsum lyftinga- mönnum, ekki síst honum sjálfum, þegar verið er að rífa upp lóðin, hvað það hefði að segja fyrir þá, ef einhverra hluta vegna lyftinga- mönnum yrði bannað að vera með háreysti um leið og þeir lyftu. Skúli byrjaði á að segja, að það myndi aldrei eiga sér stað, en þetta væri mörgum mjög mikil- vægt, en þó væri hægt að einbeita sér á annan hátt. Hvernig? — Ég veit það ekki, annars geri ég minna af þessu nú en áður. Þetta gerist meira inn í höfði mér nú og ég tala minna þegar ég er að lyfta. Samt er ég ekki búinn að fullmóta þessa nýju einbeitingu, sbr. að þegar ég var að reyna við heims- metið, tókst mér að einbeita mér svo rækilega, að ég fann varla fyrir þyngdinni til að byrja með. En síðan var eins og öll einbeitnin væri rifin frá mér og þá var eins og Hótel Esja hefði lagst á herðar mér, þá fór ég að kikna undir byrðinni. Það er líklegasta skýr- ingin á því að lyftan var dæmd ógild, sagði Skúli. Og þetta voru lokaorð Skúla, því að hann var farin að iða í skinninu eftir því að byrja að æfa, því að til þess var hann kominn í Jakaból, en ekki til þess að ræða við blaðamann, þó að hann tæki honum vel. Það verður án efa gaman að fylgjast með Skúla í keppni á; næstu mánuðum, hann er svo nærri því að setja heimsmet, að það hlýtur að koma fyrr en seinna. Það verður líka skemmtilegt að fylgjast með Skúla í lyftingamót- inu sem fram fer í sjónvarpssal á næstunni, skemmtilegt vegna þess sem Skúli segir sjálfur, að hann hrópi minna á lóðin þegar hann er að Iyfta, að hann einbeiti sér á annan hátt. — gg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.