Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 Ný framhaldssaga ÖIl þekkjum við hlustunarpípu læknisinsi 2 gúmíslöngur í eyrun og í enda þeirra kaldur hlunkur. sem settur cr á brjóstið, þegar læknirinn ætlar að hlusta á lungun. Fyrsta hlustunarpípan var fundin upp i Frakklandi. og átti franski læknirinn dr. René Lannec heiðurinn af því árið 1816. Hann gerði fyrst tilraunir með pappahólka. en notaði að lokum 30—40 cm sívalning, gerðan úr beyki-viði. Fyrsta hlustunarpípan TÖFRAR © PIB C0PINHA6IN Höfundur myndarinnar er Stefán Karl, Kleppsvegi 58. Eins og sjá má, er kennarinn hress í bragði og líf og fjör í kennslunni. Við vonum, að víðar sé þetta svona en á teikningu Stefáns Karls. Getið þið kannski fleiri sent okkur myndir úr skólalífinu hjá ykkur, krakkar? Þú sýnir áhorfendum bláa blöðru og tilkynnir, að með nokkrum vel völd- um orðum munir þú geta ^"breytt henni í RAUÐA blöðru. Samstundis stingur þú nál í blöðruna — BANG — og hún er orðin rauð. Eins og gefur að skilja, voru blöðrurnar tvær, önn- ur blá, hin rauð. Undirbún- ingur undir töfrabragðið er sá, að rauðu blöðrunni hefur verið stungið inn í þá bláu áður en blásið var upp. Þetta er auðveldast á þann hátt að vefja upp rauðu blöðrunni á langveg- inn og „skrúfa“ hana inn í þá bláu. Þær eru síðan blásnar upp báðar til skipt- is. Innri blaðran þarf að vera aðeins minni en sú ytri og báðum er lokað með hnút. Ef þú velur aðra liti skaltu sjá til þess að ljósari blaðran sé fyrir innan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.