Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Frumvarp Matthíasar Bjarnasonar: Rekaviður undan- þeginn söluskatti Matthías Bjarnason (S) hefur lajjt fram á Alþingi frumvarp til lajfa þess cfnis, að rekaviður og vinnsla rekaviðar, sem unninn er af ciganda eða rétthafa rekans, sé algerlega undanþegin söluskatti. I ákva>ðum til bráðabirgða er fjármálaráðherra heimilað að endurgreiða álagðan söluskatt árin 1975—1978 að háðum árum meðtöldum á unninn rekavið til eigenda cða rétthafa rekans. I greinargerð segir að allt frá þeim tíma er lög um söluskatt gengu í gildi hafi ekki verið lagður söluskattur á rekavið, hvorki unninn né óunninn, þar til í desember 1975. Þá var a.m.k. í einu skattumdæmi lagður söluskattur á þá sem nytjað höfðu rekavið og náði sú álagning fimm ár aftur í tím- ann. Síðan hefur verið lagður söluskattur á söluandvirði vöru, sem unnin hefur verið úr rekaviði, en það eru að verulegu leyti girðingarstaurar. Þá segir í greinargerð, að þeim fari nú ört fækkandi, sem nýti þessi hlunnindi, og er sízt ástæða til að skattleggja á þennan hátt vinnu þessa fólks, sem er að gera verðmæti úr trjáreka og spara með því gjaldeyri fyrir þjóðina. Bent er á að hey sé undanþegið sölu- skatti, svo og vinna við húsbygg- ingar og aðra mannvirkjagerð o.fl. I greinargerð er og lýsing þriggja bræðra, sem nýtt hafa reka, og fer sú lýsing hér á eftir. „Fyrst er að smala honum saman, af 30 til 40 km strand- lengju við brimasama strönd fyrir opnu hafi. Velta honum eða bera á sjálfum sér til sjávar, binda hann á kaðla og draga á smávélbátum heim að vinnslu- stað. Taka hann þar úr sjónum á land upp, búta hann niður í ákveðnar stærðir, velta honum eða rúlla að söginni, sem er í húsi og er 35 ára gömul, heimasmíðuð, að undanskildu sagarhjóli og aflvél. Þar er timbrið rist niður, og er það eina vinnan við framleiðsluna, sem fer fram undir þaki. Síðan þarf að bera það út, fram á sjávar- kletta, þar sem það bíður útskipunar. Fer hún oftast fram á smábátum um borð í 10 til 15 tonna vélbáta, sem við höfum fengið síðustu ár til þessara flutninga, til Ingólfsfjarðar eða Bolungarvíkur. A þessar hafnir verðum við að koma girðingar- staurunum í tengsl við sam- göngukerfi landsins. Þetta er engin færibandavinna. Manns- höndin ein vinnur hvert verk, að mestu undir beru lofti. Finnst okkur, aö helst megi líkja þessari vinnu við sjósókn. Það er því alveg út í hött að kalla þessa vinnu „verksmiðju- rekstur". Meira er það af gömlum vana og tryggð við heimahagana, sem við nú á gamalsaldri dveljum þarna fyrir norðan, nokkrar vikur á sumri hverju, og dundum við að hagnýta þessi hlunnindi jarða okkar“. Hvers vegna á þessi vinna að vera söluskattsskyld fremur en heyskapur og vinna við mann- virkjagerð, spyr flutnings- maður. Þingfararkaup: Eggert , Ein Haukdal Ágústs» umræðunni, mislangar að vísu. Restina í þessari um- ræðu ráku Eggert Haukdal (S) og Einar Ágústsson (F). Sporið stigið til fulls, án sýndarmennsku Eggert Haukdal (S) sagði við hæfi að stíga það skref til Stígum skrefíð til fulls, án sýndarmennsku —sagði Eggert Haukdal Fyrstu umræðu um frum- varp þess efnis, að Kjaradóm- ur ákvarði laun og kjör alþingismanna, lauk loks sl. miðvikudagskvöld, og höfðu þá 14 ræður verið fluttar alls í fulls, sem tæpt væri á í þessu frumvarpi, þ.e. að Kjaradómur ákvæði launakjör alþingis- manna. Hann boðaði breyting- artillögur við fjórar fyrstu frumvarpsgreinarnar, þess efnis, að niður félli úr þeim öllum orðin „að fengnum tillögum þingfararkaups- nefndar“. Þingmenn ættu ekki áfram að vera með puttana í þessum málum í formi tillögu- gerðar til dómsins, ef á annað borð ætti að flytja þetta ákvörðunarvald frá Alþingi til Kjaradóms, sem í dag ákvarð- ar laun og kjör frá Alþingi Þorvaldur G. Kristjánsson: Vel grunduðu verki seinkað Hér fer á eftir — að meginmáli — síðari ræða Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S) í umræðu á Alþingi um seinkun á fram- kva’md Vesturlínu. Skuldbindingar felast í stofnsamningi. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svar hans, en ég var að sjálfsögðu vonsvikinn og óánægður með efni þess. Það, sem höfuðmáli skiptir, er að hann gerir ráð fyrir að Vesturlínunni verði ekki lokið á næsta ári, heldur á árinu 1980. Ég varð líka fyrir vonbrigðum með annað, sem hæstv. ráðherra sagði. Hann talaði um sök fyrrv. ríkis- stjórnar í þessum efnum: það væri hennar sök mátti skilja, að það er vikið frá ákvörðun þeirrar sömu ríkisstjórnar, að ljúka línunni á árinu 1979. Ég held, að það sé ekki ástæða til þess að hafa slíkt orðaval í umræðu um þetta þýðingarmikið mál. Ég vil að það komi hér skýrt fram, ég hreyfði ekki þessu máli til þess að stofna til illvígra deilna milli stjórnar- liðsins og stjórnarandstöðunnar um það. Ég legg áherslu á, að þaö hefur ekki verið neinn pólitískur ágrein- ingur um stofnun Orkubús Vest- fjarða í landshlutanum eða um mikilvægi þess að koma byggðalín- unni í framkvæmd fyrir árslok 1979. til stórtjóns fyrir Vestfirdinga og þjóðarbúið Það olli mér og vonbrigðum, að hæstv. ráðherra sagði að það hefði verið rasað um ráð fram við stofnun Orkubúsins. Hann færði þessum orðum sínum engan stað. Ég hélt að honum væri kunnugt um, eins og flestum á að vera kunnugt um hér á hv. Alþingi, að það fór fram vandaður undirbún- ingur að stofnun þessa fyrirtækis, m.a. í formi þess að undirbúa löggjöf um þetta efni, sem Alþingi samþykkti á sínum tíma. Og hæstv. ráðherra sagði, að það gæti verið svo, að Vestfirðingar hefðu ekki fengið þau loforð, sem þeir töldu sig vera að fá, þegar Orkubúið var stofnað; þ.e.a.s. það gæti verið, að það séu ekki gild loforð, sem Vestfirðingum voru gefin. En þessi ioforð er fyrst og fremst að finna í stofnsamningi að Orkubúi Vestfjarða, sem er undir- ritaður af öllum stofnendum, bæði sveitarfélögunum á Vestfjörðum og af hálfu ríkisins. Hvers vegna er ekki hægt að treysta þessum loforðum? Ég spyr, hvernig var hægt að ganga betur frá þessum loforðum heldur en fella þau inn í sjálfan stofnsamning að fyrirtæk- inu? Það er ekki hægt, þessi orð ráðherra eiga að sjálfsögðu enga stoð nema það sé ætlun núv. ríkisstjórnar að svíkja þessi lof- orð. Ég vil ekki, hvorki gera hæstv. iðnaðarráðherra né öðrum ráðherrum upp það, að þeir ætli ekki að standa við þau loforð, sem gefin eru með þessum hætti og ég skil raunar ekki hvernig þeir komast hjá því að standa við þau. Vilji var allt sem purfti hjá ríkisstjórninni. Hv. 1. þingmaður Vestfirðinga Matthias Bjarnason tók af mér ómakið að svara þeim köpuryrð- um, að upprifjun þessa máls væri fyrrv. ríkisstjórn ekki síst Vest- firðingum, að fyrrv. ríkisstjórn stóð með miklum sóma að stofnun Orkubús Vestfjarða, miklum heil- indum og með stuðningi Vestfirð- inga almennt án tillits til þess hvar þeir skipa sér í pólitíska flokka. Það hefur verið deilt um það, hvort hægt sé af tæknilegum ástæðum að ljúka lagningu Vesturlínunnar fyrir árslok 1979. Ég vek aðeins athygli á því að þegar ákveðin voru framlög til þessa verks á fjárlögnum var gert ráð fyrir, að ákveðinn hluti af þessu fjármagni færi til pöntunar á því efni, sem þyrfti að hafa mestan fyrirvara á og eins og í sambandi við pöntun á aðveitu- stöðvum, sem hér þarf til. Þessar pantanir fóru fram í apríl á þessu ári. Ég vek athygli á því að þegar fjárlög þessa árs voru samþykkt í des. s.l. var ekki búið að panta neitt til Vesturlínu, en það var samt gert ráð fyrir að vinna á þessu ári? Hvenær var pantað? Það var pantað efni í línuna í marz 1978. Þá voru pantaðir staurar og annað slíkt, sem þurfti, í marz. Þess vegna spyr ég, getur það staðizt, hvað sem sérfræðingar segja og hvað sem RARIK segir um þetta efni, en RARIK hefur ekkert um þetta efni að segja nema sem hver annar verktaki. Það er ekki RARIK, sem á að ákveða neitt um Vesturlínu. En dettur mönnum í hug, að það hafi ekki verið nægilegur tími, hvort sem það var í endaðan ágúst eða endaðan sept,. sem menn hafa nú verið að deila um, að panta efni í staura, víra og annað slíkt sem þurfti, þegar slíkt hið sama var gert í marz á þessu ári. Ég held að það þurfi ekki að ræða um þetta atriði. En spurningin er fjárhags- legs eðlis. Það skil ég ósköp vel, að vandi getur verið á höndum fyrir fjármálastjórn landsins og ríkis- stjórn að standa við það loforð, sem gefið var. Það er allt annað mál. En það verða að vera fjárráð í þessu skyni. í fyrsta lagi er það nauðsynlegt að standa við þau loforð, sem gefin voru og það kostar aukin fjárútlát frá því sem ríkisstjórn hugsar sér nú. I öðru iagi, ef það er ekki gert, þá kostar hinn kosturinn líka fjárútlát, því að ekki verður komist hjá því að bætq Orkubúinu upp þann skaða sem verður, ef ekki verður lokið við línuna fyrir árslok 1979. Og þetta segi ég með stuðningi í beinum ákvæðum í stofnsamningi Orkubúsins. Austurlínan og Vesturlínan Herra forseti. Ég skal Ijúka máli mínu með nokkrum setningum. Talað hefur verið um, að það hafi verið lítið veitt til Vesturlínu á fjárlögum öll þessi ár. Það er rétt, en upphæðin var ekki lækkuð á sl. ári fyrr en það lágu fyrir óyggj- andi upplýsingar um það frá Rafmagnsveitum ríkisins, að þetta væri framkvæmanlegt; og ég gæti sagt margar sögur af því, að það var ekki hlaupið að því að fallast á þessa lækkun fyrr en það lá skýlaust fyrir að það væri hægt að framkvæma verkið á ákveðnum tíma, þ.e. árslok 1979, þrátt fyrir nokkra lækkun fjárveitingar 1978. En hvers vegna m.a. var það, að það var minna fjármagn sett í þessa línu heldur en við hefðum þá viljað? Það var m.a. vegna þess að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.