Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 19 tveir fundir í samráðsnefndinni. Hann spurði í því sambandi for- sætisráðherra, hver væri afstaða vinnuveitenda til frumvarpsins? Afstaða stjórnar- flokkanna þriggja Geir Hallgrímsson vék að óraun- hæfri afstöðu ríkisstjórnarinnar til atvinnuveganna í landinu. Sú af- staða ætti rætur í þeim kenningum Alþýðubandalagsins, að ekki skipti höfuðmáli hvort þeir bæru sig eða ekki. Ekki væri um það hugsað að búa þann veg að atvinnuvegunum að þeir gætu endurnýjað sig og tækni- vætt, þann veg að þeir gætu aukið framleiðni og verðmætasköpun í landinu, er lífskjör þjóðarinnar grundvölluðust á. Ef kreppt væri um of að atvinnuvegunum væri um leið dregið úr sóknarmætti þjóðarinnar til betri lífskjara, þegar horft væri fram á veginn. Breytt afstaða verkalýðsfélaga til viðnáms gegn verðbólgu væri góðra gjalda verð, þó að fyrr hefði mátt vera á ferð. Framsóknarflokkurinn beið nokk- urn ósigur í síðustu kosningum, sagði G.H., rétt eins og Sjálfstæðis- flokkurinn. Hins vegar hefur ósigur- inn haft þau áhrif á forystu Framsóknarflokksins að hann hefur hengt hatt sinn á snaga Alþýðu- bandalagsins í ríkara mæli en vel er, málefnalega séð. „Yfirráðherrann" í ríkisstjórninni ræður ferðinni. Hins vegar getur Framsóknarflokkurinn verið raunsærri í betri félagsskap. Alþýðubandalagið gengur í gegn um sjálft sig, allt frá bráðabirgða- lögunum í september til þessa frumvarps. Orð þess og gjörðir hafa ekki farið saman, utan það að mætast í þeirri sjónhverfingu, sem bráðabirgðaráðstafanir þessarar ríkisstjórnar hafa reynst vera. Alþýðuflokkurinn, flokkur stórra orða og stórs sigurs, hefur hins vegar orðið bandingi samstarfs- flokka sinna. Talsmenn hans hafa verið með nöldur og neikvæða afstöðu í orði, út í gjörðir ríkis- stjórnarinnar, en fylgt þeim öllum eftir engu að síður. Bragi Sigurjóns- son, forseti efri deildar, sýndi að vísu eftirtektarverðan kjark í mótmælum sínum, er sagði af sér forsetastarfi í efri deild. Bragi sagði umrætt stjórnarfrumvarp „bitlaust og rangsleitið". Tekjuskipt- ingarvand- inn og tor- tryggnin . Þjóðfélagsgerðin í lokaorðum sagði Geir Hallgríms- son að hér væri ekki tekið á vandanum eins og þyrfti. Hér væru enn á ferð bráðabirgðaráðstafanir. Ríkisstjórnin hefði enn ekki lagt fram nein úrræði er til frambúðar horfðu. Að því leyti hefðu stjórnar- flokkarnir gengið á gefin heit. Framsóknarflokkurinn væri nú í því hlutverki að veita fyrri stjórnarand- stöðuflokkum skálkaskjól, til að hylma yfir kosningasvikin. Allt benti til að þessi stjórnarsamvinna væri dæmd til að mistakast. Þessi ríkisstjórn muni ekki leysa neinn vanda. Eðlilegast er að hún leysist upp og þjóðin fái tækifæri til að dæma um frammistöðu hennar. Flokkarnir, sem hafa lofað öllum öllu; að enginn þurfi að taka tillit til annars eða staðreynda þjóðarbú- skaparins eða viðskiptakjara þjóðar- innar út á við, hafa villt um fyrir fólki. Við þurfum að laga okkur að ytri aðstæðum, skipta því réttilega, sem aflað er og við leggjum ekki til hliðar til að tryggja framtíðina. Það er þessi tekjuskiptingarvandi, sem við höfum ekki getað leyst, vegna þess að ákveðin þjóðfélagsöfl hafa sáð fræjum tortryggni meðal okkar. Þau þjóðfélagsöfl, sem vilja núverandi þjóðskipulag okkar feigt; það þjóð- skipulag sem hvarvetna hefur bezt reynst, tryggt hin beztu lífskjör, sem þekkjast í heiminum, mest frelsi hvers einstaklings og farsælustu þroskamöguleika. Olafur Jóhannesson forsætisráðherra; 14% launahækkun hefði fylgt verðbólguskriða — ef hleypt hef ði verið út í hagkerfið ólafur Jóhannesson forsætisráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um „tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu“ í neðri deild Alþingis. Frumvarpið felur í sér að á tímabilinu 1. desember 1978 til 28. febrúar 1979 skuli greiða verðbætur á laun samkvæmt verðbótavísitölu 151 stig, eða m.ö.o., að 8% af 14% ráðgerðum verðbótum á laun 1. desember nk. komi ekki fram í kaupi. Hins vegar gerir frumvarpið ráð fyrir niðurgreiðslum vöruverðs, lækkun skatta á lágtekjufólk og félagslegum umbótum, verðbóta á laun. Hér fer efnisþráður úr framsögu Jóhannessonar. ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði framkomið frum- varp um viðnám gegn verðbólgu fjalla um tímabundnar ráðstafan- ir, sem fyrst og fremst væri ætlað að koma í veg fyrir þá verðbólgu- skriðu, sem óhjákvæmilega hefði fylgt í kjölfar 14% launahækkunar 1. desember nk., ef óheftri hefði verið hleypt út í hagkerfið. Jafn- framt beri að líta á þetta frv. sem lið í þeirri viðleitni, sem stefni á varanlegar breytingar og umbæt- ur í efnahagsmálum þegar á næsta ári. Rétt er að árétta, sagði forsætisráðherra, að árangur þess- arar viðleitni veltur á gagnkvæm- um skilningi milli stjórnvalda annars vegar og aðila vinnumark- aðarins hins vegar. Þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin greip til á fyrstu starfs- dögum sínum (í september sl.), fólu í sér tilraun til að rjúfa vítahring verðlags og launahækk- ana, sem hagkerfið hafði festst í. Dregið var úr verðbólgu með auknum niðurgreiðslum og lækkun söluskatts af nauðsynjum. Ljóst var þá þegar að þessar ráðstafanir einar sér leystu ekki allan vanda, enda í sjónmáli verulegar launa- og verðhækkanir 1. desember nk. Raunar hefur framvinda efna- hagsmála orðið enn óhagstæðari en búizt var við þegar bráða- birgðalögin voru sett. Innflutn- ingsverðlag hefur t.d. hækkað meir en ráð var fyrir gert en útflutningsverð staðið í stað. Viðskiptakjör hafa því versnað og vandinn vaxið, sem við er að glíma. Ríkisstjórnin er sammála um, að brýnasta verkefni hennar sé að móta samræmda stefnu um aðgerðir á öllum sviðum efnahags- mála — til hamla gegn verðbólgu næstu misseri. En aðhaldsstefnu í launamálum þarf að fylgja aðhaldsstefna í ríkisfjármálum, peningamálum, fjárfestingarmál- um og skattamálum. Því er m.a. stefnt að: 1) Að peningalaun og verðlag hækki ekki meir en 5% 1. marz nk. 2) Að svipuð markmið gildi fyrir er mæta eigi skerðingu á eftir lauslega rakinn forsætisráðherra, ólafs ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. önnur verðbótatímabil 1979 — þann veg að verðbólgan náist niður fyrir 30% fyrir árslok 1979. 3) Vísitöluviðmiðun launa verði breytt fyrir 1. marz nk. að höfðu samráði við launafólk. Visitölu- nefnd skili áliti þar um fyrir 15. febr. nk. M.a. verður athuguð viðmiðun við viðskiptakjör o.fl. 4) Tekjuöflun, sem fyrirsjáanleg er, verði m.a. athuguð með hátekju- skatti, veltuskatti á rekstur, fjár- festingarskatti og eignaskatti. Þá þarf að endurskoða allan ríkisrekstur með sparnað í huga. Ennfremur þarf að endurskoða skattalög þann veg, að skattlagn- ing verði réttlátari. Beinir skattar, t.d. tekjuskattur og sjúkratrygg- ingargjald, verða lækkaðir á næsta ári. Unnið er að frumvörpum, sem miða að því að draga úr landbún- aðarframleiðslu í áföngum og lækkun útflutningsbóta. Fyrsta frv. hér um er væntanlegt fyrir áramót. Þá er stefnt að því að heildar- fjárfesting 1979 verði ekki umfram 24—25% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Stefnumörkun á sviði fjárfestingarmála er í undirbún- ingi, sem m.a. felur í sér að beina fjárfestingu frá verzlunar- og skrifstofubyggingum. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lagasetningu um ýmsar félagslegar úrbætur, sem í kjara- bótum jafngildi 3% af verðbóta- vísitölu. Nefndi forsætisráðherra: öryggismál, húsnæðismál, leigj- endavernd, málefni lífeyrissjóða og eftirlaun aldraðra, fæðingaror- lof, fræðslumál samtaka launa- fólks, dagvistunarmál, veikinda- og slysabætur sem og uppsagnar- ákvæði launafólks, forfallaþjón- ustu í landbúnaði, ávöxtun orlofs- fjár og sérstök réttindamál opin- sambandi íslands. Þar segir m.a. „Fundurinn er þeirrar skoðunar að fyrsta skilyrði til þess að ná raunhæfum árangri til aukins kaupmáttar launa verkafólks sé að takast megi að draga svo að um munar úr hinni geigvænlegu dýr- tíð í landinu. Fundurinn lýsjr því stuðningi við efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar 1. september sl. og fyrirhugaðar ráðstafanir 1. desember n.k. — en leggur í því sambandi sérstaka áherzlu á félagsleg réttindamál, sem gert er ráð fyrir að lögfest verði á næstu vikum. Framangreindar ráðstaf- anir eu bráðabirgðaráðstafanir, en fundurinn telur óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin fái starfsfrið til þess að ná árangri í baráttunni við verðbólguna og vill Verkamanna- samband Islands veita henni lið í því efni.“ Eg er mjög þakklátur fyrir þessa ályktun og verður hún Framsaga með st jórn- arfrumvarpi um við- nám gegn verðbólgu berra starfsmanna. Fór hann nokkrum orðum um þessa þætti flesta. Sagði stefnt að löggjöf um leigjendavernd á þessum vetri. Þá væri og stefnt að nýrri löggjöf um verkamannabústaði. Stefnt er að ströngu verðlagseft- irliti. I því sambandi munu reglur verðlagseftirlitsins um hámarks- álagningu verða endurskoðaðar og fleiri vörutegundir en nú eru settar undir hámarksákvæði. Ríkisstjórnin hefur og ákveðið að þær verðhækkanir, sem heimilað- ar verði eftir 1. desember, miðist við 4—4,5% kauphækkun hið mesta. Þetta þýðir að atvinnurek- endur verða að taka á sig 2% í kauphækkun án þess að fá það til baka í verðhækkun. Það verður framlag þeirra til viðnáms gegn verðbólgu. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um niðurgreiðslur vöruverðs, lækkun skatta lágtekjufólks, félagslegar umbætur og verðbóta- vísitölu. Gert er ráð fyrir að niðurgreiðslur verði auknar frá því sem nú er. Þetta þýðir að 8% fyrirhugaðra verðbóta koma fram með öðrum hætti en beinum launahækkunum. Annar kafli þess tryggir kjör lífeyrisþega, hækkun lífeyrisbóta og tekjutryggingar. Er hér var komið las forsætis- ráðherra bréf frá Verkamanna- ríkisstjórninni hvati til að standa við orð sín, sagði forsætisráðherra. Ef önnur hagsmunasamtök sýna samsvarandi skilning verður róðurinn léttari. Forsætisráðherra vék í lok ræðu sinnar að nauðsyn samræmdra aðgerða í viðnámi gegn verðbólgu. Stefna yrði að settu marki í áföngum. Frumvarp þetta væri spor í rétta átt, að vísu stutt skref — en í rétta átt. Ekki er heppilegt að reyna að stökkva yfir læk, sem er svo breiður, að ekki er hægt að ná yfir á bakkan hinum megin. Það getur verið að við verðum á næstunni að láta okkur nægja hin stuttu skrefin í varnaraðgerðum gegn verðbólgu. En mestu skiptir að skrefin séu í rétta átt. Það getur verið gott að tala um kjark, en kjarkur kemur því aðeins að gagni að hann byggist á skynsemi. Heljarstökk er ekki við hæfi nú. Laða þarf fólk og stéttir til samstarfs, Með því móti einu verður árangur tryggður, sagði forsætisráðherra. Loks minnti Ólafur á nauðsyn þess að frumvarp þetta næði fram að ganga fyrir n.k. mánaðamót. Vænti hann þess að þingmenn tefðu ekki gang þess og að fjárhags- og viðskiptanefndir beggja þingdeilda fjölluðu um málið saman til að hraða af- greiðslu þess. Mikill afli til Fáskrúðsfjarðar Aðvörun send út vegna flóðahættu Fáskrúðsfirði. 27. nóvember. MJÖG mikill aíli heíur borizt hér á land í Fáskrúðsíirði undaníarna daga. í gær og dag hefur verið saltað úr Guðmundi Kristni SU, sem kom í gær með 1500 tunnur af síld. í dag kom Þorri SU með 9.5 tonn að landi en hann hefur róið með línu og fengið 40 lestir 'í 5 róðrum, og er meginpartur aflans þorskur. Þá er Sólborg SU að hefja róðra með línu en þessir bátar leggja allir upp hjá Pólar- síld hf. Annar skuttogari Hraðfrysti- húss Fáskrúðsfjarðar Hoffell SU landar í dag 75 lestum. Þá hafa þrír minni bátár róið með línu og fengið góðan afla, þegar gefur fyrir þá allt upp í tvær lestir í róðri. Fréttaritari Gamah Ifj fólk gengurJy. hcegar ALMANNAVARNIR ríkis- ins sendu í gærkvöldi út aðvaranir til almanna- varnanefnda á suður- og vesturlandi vegna flóða- hættu í kjölfar hitaskilanna sem gengu norðausturyfir landið í gærkvöldi og nótt. „Það er ört hlýnandi veður á landinu öllu,“ ságði Markús Á. Einarsson veður- fræðingur í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Nú er ástandið þannig að það er kominn 5—8 stiga hiti á Suður- og Vesturlandi meðan enn er allt að 4 stiga frost fyrir norðan. Það sem gerist í nótt er að hitaskilin ganga norðaustur yfir landið með rigningu og súld sunnan- lands og vestan en væntan- lega verður þurrt á Norð- austurlandi. Það má því vænta talsverðs vatns- gangs, þar sem snjórinn er mikill fyrir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.