Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 79 „Rautt í sárið - nýtt sagnasafn eftir Jón Helgason ÚT ER komiA hjá SkuKKsjá nýtt saKnasafn eítir Jón Ilclgason, ok bcr það hcitirð „Rautt í sárið". í bókinni eru nokkrar sögur um Ingvar Ingvarsson og dætur hans; Bjögga í Folaldinu og brúar- mennina í Árvogum; frúna í Miklagerði og leiðina í Munaðar- nes; konuna, Sem beið eftir bréfi frá Boston; litlu stúlkuna, sem fékk púpu í sálina; postulíns- koppinn í Flatey og slysa- tilburðinn í Kaupmannahöfn; Sigvalda garðmeistara, dásemdina rauðhærðu og austanstrákinn. Skuggsjá hefur áður gefið út eftir Jón Helgason sagnasöfnin „Maðkar í mysunni", „Steinar í brauðinu" og „Orðspor á götu“. „Rautt í sárið“ er því fjórða sagnasafn hans. Bókin er 172 blaðsíður. Bókin um John Travolta komin út Komin er út Bókin um John Travolta, en þar er ævi þessarar vinsælu poppstörnu kynnt í máli og miklum fjölda mynda. Inni í bókinni er stórt litprentað plak- at. Aftan á bókarkápu segir m.a.: „John Travolta var fyrir skömmu óþekktur aukaleikari í söngleikjum á Broadway. Hann varð svo á örskömmum tíma frægur um öll Bandaríkin af framhaldsþáttum í sjónvarpi. Nú er hann heimsþekktur úr kvikmyndum eins og Saturday Night Fever og Grease." Þýðendur bókarinnar eru Arn- grímur og Lárus Thorlacíus, og útgefandi er Setberg. Umsjón HF ... aö hægt er aö fjörefna- bæta hafragrautinn meö því að setja nokkra dropa af sítrónu út í eöa rífa niöur gulrót og blanda saman við grautin. bezta til aö hreinsa kopar- hluti meö. Ef komnir eru sérlega slæmir blettir á aö nudda olíunni vel á blett- ina og láta pá standa pannig í 1—2 daga áöur en maöur pússar yfir meö venjulegum hreinsilegi. ... aö krepefni missir ekki eiginleika sinn þegar þaö er straujað, ef maöur leggur flíkina milli venju- legs hvíts pappírs og straujar þannig. að setja flíkina í frysti. Þá molnar tyggjóiö og auðvelt er aö eiga við þaö. ... aö hægt er aö fjarlægja bletti af hvítum marmara meö sítrónusafa. En muniö aö fjarlægja safann, því annars getur komiö blettur undan safanum. ... aö hægt er aö gera gömul, Ijót gúmmístígvél næstum eins og ný meó því aö pússa stígvélin með skósvertu í sama lit. ... aö hægt er aö ná tyggjói úr fötum meö því ... aö hægt er aó ná lýsisblettum úr fötum meö því aö mylja niöur fatakrít og blanda síóan meö vatni, þannig að eins konar gips eöa kítti myndist. Látiö þorna og nuddiö vel á blettinn, sem síöan er þveginn á venjulegan hátt. ... aó eldhúsáhöld úr tré þarfnast öðru hvoru hressingar viö. Gott er aö nudda hlutina með sítrónu og láta þá standa þannig í V2 klst. Síðan eru þeir sól- eða loftþurrkaöir og aö lokum þvegnir meö sápu. ákveðnari er settur vax- litur (eins og börn litá með) út í kertaafgang- ana. Þið sjáið fljótlega hvað þarf mikið af hverj- um lit. Þegar búið er að hella kertavaxinu í dósina er ágætt að binda garniö við prjón, sem er settur þvert ofan á dósina til að halda þræðinum beinum. Þegar vaxið er farið að þorna, myndast hola í miðjunni og má fylla hana upp með blautu kertavaxi. Til að byrja meö er auðveldast aö hafa kertin einlit. En þegar smá æfing er komin má fara að raða saman litum. Það er að visu dálítið erfiðara, því að það þarf að gæta þess að kertavaxið sé ekki alveg þornað, en að sjálfsögðu má það alls ekki.vera blautt, því þá blandast litirnir saman. Hellið sem sagt fyrsta litnum í og látið þorna að mestu. Bezt er að láta ílátið standa í köldu vatni, í fyrsta iagi þornar vaxið fyrr og í öðru lagi kemur fallegri glans á kertið. — Síðan er næsta lit hellt saman við og e.t.v. þeim þriðja á sama hátt. Stearinkerti eru ekki eins algeng og vaxkerti og þau eru eínnig yfirleitt mun dýrari. Vaxkerti fást aftur á móti yfirleitt í fleiri litum og gerðum en stearin- kertin. En ókosturinn við þau er sá að þau renna út um allt, og erfitt er aö ná litnum úr dúkum o.þ.h. el það rennur niður á hann. Hefurðu nokkurn tíma reynt aö búa til þín eigin kerti? Það er kannski ekki eins mikill vandi og þú heldur. Sankið að ykkur jógúrtdósum, skyrdósum og öðrum dósum, s.s. undan frosnu Tropikana. Búiö til lítið gat með stoppunál í miðri dósinni og þræöiö bómullargarn í gegnum gatið (jafnvel bezt að flétta 3 þræði saman) ef ekki er hægt að útvega kertaþráð, og bindið hnút. Síðan eru kertaafgangar skornir niður í plastdós, t.d. stærstu tegund af majonesdós, og hún sett ofan í pott með vatni, sem er látið smásjóöa. Til að fá fallegri lit og Ymislegt um kerti • Engin kerti þola að standa í dragsúgi, þá brenna þau hraðar, verða skökk, sóta frá sér og vaxið rennur niður um allt. • Öll lituö kerti dofna, ef þau standa í sól. • Kertin brenna falleg- ast, ef þráöurinn er u.þ.b. 1 sm á lengd. • Haldið alltaf hendinni bak við logann þegac slökkt er á kertinu, þá kemur engin kertalykt og engir dropar fljúga á borðið. • Ef kertið er aöeins of stórt í kertastjakann, dýfið því þá í heitt vatn, þá getur það passaö. Stearinkerti og vaxkerti Til eru tvenns konar kerti, stearinkerti (100% stearin) og raffiner-vax- kerti (25% stearin og 75% fullunnið vax). Stearinkertin brenna hægar, m.a. vegna þess að vökvinn í þeim er betri og þykkari. Stearinið rennur ekki og sótar ekki nema það standi í drag- súg. Einnig er auðveldara að ná stearininu úr dúk- um o.þ.h. en vaxinu. Tillitssemi kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.