Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 29 Jóhann Pétur Guðjónsson, 7 ára, Reykjavík. SNJÓR eftir E.P. Mikið snjóaði. Allir krakkarnir voru úti að leika sér nema Margrét litla. Hún var veik og mátti ekki fara út. Hún sat úti við gluggann í rúminu sínu og horfði á krakkana leika sér. Allt í einu kom mamma hennar inn. Margrét spurði, hvort hún vildi ekki lesa fyrir sig sögu. Mamma henn- ar sagðist skyldu segja henni sögu eftir smá stund. Meðan mamma hennar þvoði upp eftir matinn, horfði Margrét út um gluggann. En mamma hennar sagði henni eftirfarandi sögui Þegar ég var lítil fóru pabbi minn og mamma einu sinni með mig á skiði upp í Hveradal. Þau fóru með skíði, en ég var svo lítil, að ég var höfð á sleða. Við fórum með rútunni frá Bif- reiðastöð íslands. í fyrstu brekkunni datt pabbi fimm sinnum og mamma fór að hlæja. Þegar hann kom niður, sagði húni „Ef við hefðum haft kúst og gulrót, gætum við stillt þér upp og haft þig fyrir snjó- karl!“ En þegar við ætluðum svo heim, kom dálftið óvænt fyrir. Mamma og pabbi gleymdu mér á sleðanum, og allir í rútunni fóru að leita að mér. Loksins fann bíl- stjórinn mig, og mikuð urðu pabbi og mamma fegin, þegar hann spurði þau, hvort ég væri barnið, sem væri verið að leita að. Svo rétti pabbi bílstjóranum 5000 krónur, og ég hugsaði með mér, að ég mætti ekki týnast oft, því að þá yrði pabbi svo fátækur. En nú, sagði mamma hennar Margrétar, að sagan væri á enda og pabbi hennar væri bráðum að koma heim. Krakkarnir úti voru að ljúka við snjókarlinn og bróðir hennar Margrétar kom inn og spurði mömmu sína, hvort hann mætti fá gulrót til að hafa fyrir nef, og brauðmola til þess að gefa snjótittlingunum, sem væru svo svangir. Og mamma gaf honum hvort tveggja. I Jesú nafni í Jesú nafni áfram enn með &ri nýju. kristnir menn. Það nafn um árs- ok ævispor sé æðsta gleði og blessun vor. ( nafni hans æ nýtt er ár, því nafni er (træðir öll vor sár. 1 nafni hans fá börnin blfð Guðs blcssun fyrst á ævitíð. 1 nafni hans, þótt haust sé kalt, vér horfum glaðir fram á allt. ( nafni hans, er þróttur þver, vér þráum líf, sem betra er. Á hverri árs- og ævitfð er allt að breytast fyrr og síð. Þótt breytist allt, þó einn er jafn um eilffð ber hann Jesú nafn. Valdimar Briem. Völund arhús Byrjaðu efst í vinstra horni, þegar þú ferð gegnum þetta flókna völundarhús. Notaðu blýant, svo að þú getir strokað út, ef þú skyldir lenda í blindgötum. Tak- markið er reiturinn með þríhyrningunum þremur neðst til hægri. Nafn höf- undar vantaði Þau leiðu mistök urðu í þriðju- dagsblaðinu, að í sögunni um Ána og Mundu kom ekki fram nafn höfundar. En höfundur teikni- myndasögunnar er Ingibjörg Bald- ursdóttir, 13 ára. Þórhildur frá Kross- dal — Áttrœð í dag Ég kynntist þeim í bernsku, systkinunum frá Krossdal í Keldu- hverfi; Guðrúnu, sem giftist Kristjáni Eggertssyni í Grímsey, Þórarni bónda í Krossdal og Þórhildi, sem fjöldi manns í landi okkar heiðrar í dag, áttræða að aldri og byggist sá heiður og hennar ástsæld, sem hún fær nú að njóta, á merku, kærleiksríku en hljóðlátu ævistarfi, sem á rætur í ástríku og fórnfúsu eðli, sem hún fékk úr ágætum ættstofnum í Norður-Þingeyjasýslu ásamt handleiðslu Drottins. Þórhjldur Björg Jóhannesdótt- ir, en svo heitir hún fullu nafni, fæddist að Víkingavatni 20. janúar 1899. Faðir hennar var Jóhannes Sæmundsson, seinna bóndi í Krossdal, bróðir Friðriks bónda á Efri-Hólum og voru þeir af Gottskálksætt, sem margir bók- mennta- og gáfumenn eru af komnir, og má þar nefna m.a. Benedikt Björnsson, skólastjóra á Húsavík (Björn austræna), Bene- dikt Sveinsson, landsbókavörð og alþingismann og fl. Móðir Þórhild- ar var Sigríður Þórarinsdóttir frá Víkingavatni, en hún var systir Björns á Vikingavatni, föður Þórarins skólameistara á Akur- eyri; Jónínu móður Björns kaup- félagsstjóra og alþingismanns á Kópaskeri og Ástu seinni konu afa míns, Benedikts prófasts Kristjánssonar á Grenjaðarstað. Afi minn hóf prestskap á Skinna- stað í Axarfirði og kynntist hann þá Norður-Þingeyingum allýtar- lega og tengdist fjölskylda hans og föður míns traustum vináttubönd- um við fjölda heimila í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, og var þetta ágæta fólk frá mörgum heimilin- um „fyrir norðan" tíðir gestir á heimili foreldra minna á Húsavík, en nánast var frændfólkið frá Víkingavatn, Kópaskeri og Kross- dal. Ég minnist sérstaklega systr- anna Guðrúnar og Þórhildar. Ég minnist þess, er ég í bernsku minni ruddist um heimili foreldra minna eins og rostungur og Þórhildur var á heimilinu, þá bifaðist hún eins og óttasleginn fugl yfir þessum látum, var sýnilega óvön slíku brambolti meðal háttprúðra ættingja sinna á Víkingavatni og í Krossdal. Hún nálgaðist mig eins og góður tamningamaður nálgast baldinn folann. Hún leitaði lags að skilja mig og skynja og beina orkunni til náms eða nytsamlegra viðfangs- efna. Sömu uppeldisáhrifa fékk ég sem barn að njóta hjá frænda hennar, Benedikts, bróður Þórar- ins. skólameistara, sem dvaldi lengi ' heima vegna lömunarveiki, er hann fékk á æskuárum sínum. I þessu fólki öllu bjó sama ljúf- mennskan, sami skilningurinn, sama þolinmæðin og friðurinn, — gestir á stóru heimili, sem ætíð er gott að minnast. Það er um 1930, sem Þórhildur kynnist manni sínum á Kristnesi í Eyjafirði, Ásmundi Eiríkssyni frá Reykjahóli í Fljótum, gáfuðum, skagfirzkum sveitamanni og bú- fræðingi frá Hólum í Hjaltadal. Ásmundur stefndi sjálfur til búfræðilegs framhaldsnáms og til forystustarfa í landbúnaði, en það sést glöggt á lestri ævisögu hans að Drottinn ætlaði honum annan hlut á Islandi, hafði handa honum annan akur að erja og rækta. Ásmundur hlýddi nauðugur viljug- ur kalli Drottins, gerðist fyrst forstöðumaður safnaðar Hvíta- sunnumanna í Vestmannaeyjum og seinna Fíladelfíu í Reykjavík, en sá Hvítasunnusöfnuður var ekki stofnaður fyrr en 18. maí 1936 og var Þórhildur einn af stofnend- um hans. Ásmundur og Þórhildur voru gefin saman 12. des. 1932, og frá þeim tíma voru þau ötulustu liðsmenn þessa heimatrúboðs, sem Hvítasunnumenn hafa stundað í landi hér síðan á þessum árum. Það byggist á hinu tæra og hreina Guðs Orði, sem er okkur gefið í Heilagri ritningu, og er varðveitt af heilagri vernd í þúsundir ára, ómengað og kröftugt, og gildi þessarar bókar á enga hliðstæðu í öðrum rituðum verkum, hvorki af mætti og kraft Orðsins né krafti og mætti þessarar verndar, guðlegu verndar, því að bækur hafa verið ritaðar, geymdar og varðveittar í þúsundatali á öllum öldum frá ritun fyrstu Mósebókar, en þær eru glataðar og horfnar flestar hverjar. Guð hefur ætíð verndað sitt Orð og hann hefur ætíð sjálfur valið og telft fram boðberum Orðsins. Slíkir boðberar voru þau Ásmundur og Þórhildur. Meðan Hvítasunnumenn áttu kirkju sína og félagsheimiii ,í timburhúsinu við Hverfisgötu áttu Ásmundur og Þórhildur þar heim- ili. Það var líka gestkvæmt, eins og á heimili foreldra minna, en annars konar gestir en háttprúðir Norður-Þingeyingar og háfleygir SuðurÞingeyingar í anda sínum. Þegar útigöngumenn höfuðborgar- innar áttu í eymd sinni og kulda vetrar aðeins athvörf í brotnum bátum, á lögreglustöð eða í heimili Þórhildar, þá kom oft fyrir, að Þórhildur fékk næturgesti. Að þessu fólki hlúði Þórhildur af einstakri alúð og kærleika. Það var ekki spurt um nafn. Hver sem leið af bágindum átti þar athvarf. Sagt er, að ekki hafi ætíð allir hlutir verið á sínum stað í heimilinu eftir slíkar næturgistingar og aðhlynn- ingu. Það skipti engu máli. Þór- hildur var nógu rík af þeim gæðum og eignum, sem hvorki mölur eða ryð fær grandað. Allir auðgast af því að eiga að vini og gestgjafa slíka konu sem Þórhildur frá Krossdal er. Vinum og trúarsystkinum Þór- hildar er boðið til kaffidrykkju með afmælisbarninu á sunnudag- inn kemur (21. jan.) kl. 3. e.h. í Hátúni 1. Gunnar Bjarnason. Mánudags- myndin eftir F assbinder NÆSTA mánudagsmynd Há- skólabíós verður Víxlspor (Wild- wechsel á frummálinu) en þá mynd gerði Rainer Werner Fass- binder árið 1972. Fassbinder er einn af jöfrum þýzkrar kvik- myndagerðar nú eftir endurreisn- ina en hann hefur lítið verið kynntur hér á landi utan mánu- dagssýninga. í þeim hópi má nefna myndirnar Ávaxtasalinn, Effi Briest og óttinn tortímir sálinni. Víxlspor er byggt á samnefndu leikriti eftir Franz Kroetz og fjallar myndin um ástarævintýri milli 14 ára stúlku og 19 ára pilts, en hann lendir í fangelsi eftir að upp kemst um samband hans við stúlkuna, þar sem hún er undir lögaldri. Hann sleppur þó fljótlega og tekur aftur upp samband sitt við stúlkuna, sem nú verður ófrísk af hans völdum og leiðir það til örlagaríkra atburða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.