Morgunblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979 13 Steinþór Ingibjörg Sigurður Líndal Árni „Að sjá heiminn í gegn um fiskiauga” • „Ýmsir hlutir á þessari ráðstefnu hafa komið mér á óvart, sem betur fer, og einmitt þess vegna hefur ráðstefnan verið bæði gagnleg og lærdómsrík," sagði Sigurður Blöndal skógræktarstjóri í samtali við Mbl. „Ég held að ráðstefnan sé rétt hönnuð á þann veg að tengja mannlífið og umhverfið, samhengið þar á milli og það er höfuðárangur- inn af henni. Mönnum ætti að vera ljósar en áður hve samhengið er nauðsynlegt og að það ber að skoða þetta allt saman sem eina heild. Að því leyti undirstrikar ráðstefnan með þessu verkefnavali það sem mörgum hefur verið að verða ljóst á árunum eftir 1970, að við vorum komin út í allt of mikla sérfræði, misstum heildarsýnina. Sérfræðing- arnir voru sokknir í djúpan farveg og sáu heiminn í gegn um aðdráttarlinsu með þröngum geira. Ráðstefna sem þessi lyftir mönnum upp úr slíkri gjá og stuðlar að því að við skiljum að við þurfum að sjá heiminn í gegn um stærra gat en skráargat, við þurfum minnst að sjá hann í gegn um fiskiauga, 180 gráður." „Hugsar málið frá nýjum sjónarhóli” • „Mér finnst þessti ráðstefna vera þó nokkuð nýstárleg fyrir mig, því það er tekið öðruvísi á málum en venja er til. Umhverfið er miklu víðara svið en löngum hefur verið fjallað um í sambandi við mannvistina og á það er m.a. lögð áherzla í verkefnavali þessarar ráðstefnu," sagði Steinþór Gestsson á Hæli, en hann sat ráðstefnuna sem fulltrúi Stéttarsambands bænda. „Þó svo ég sé ekki sammála öllu sem fram kemur í þessum erindum, sem varla er að vænta, þá þykja mér hafa komið þar fram mjög athyglisverðir hlutir sem valda því að maður hugsar málið stundum frá nýjum sjónarhóli. Á ráðstefnum sem byggðar eru upp með þessum hætti, mörgum mjög stuttum erindum, má ætla að viðhorf ræðumanna geti misskilist og skilgreining þeirra virst stangast á við staðfesta reynslu manna. Því er sennilega nauðsynlegt að ræða ýmsa þessa þætti nánar á sérstökum ráðstefnum." „Að opna fyrir lífið sjálft í skólakerfinu” • „Ég hef mikinn áhuga á sumum þáttum sem teknir hafa verið fyrir á þessari ráðstefnu, minni á öðrum, en í heild er þessi ráðstefna óvenjuleg og forvitnileg," sagði Ingibjörg Kjartansdóttir ncmandi í Menntaskólanum í Reykjavík í samtali við Mbl. „Það er viss kostur að hafa erindin stutt, því þá þreytist maður síður þrátt fyrir mergð erinda. Það sem ég hef mestan áhuga á er skipulag borgar og húsa og umhverfi byggðarinnar fremur en ýmsir þættir landverndarmála. Mér finnst það alvarlegt íhugunarefni að skólar okkar koma nær ekkert inn á þessi mál, en byggingarlist sem valgrein í MR vakti áhugann hjá mér. Mér finnst að það ætti að opna meira fyrir þessa þætti í skólakerfinu, opna fyrir lífið sjálft og ég vona að þetta félag hafi góð áhrif í þá átt.“ „Ótvírætt gildi að ræða þessi mál” • „Ég hef lítinn samanburð á þessari ráðstefnu og öðrum," sagði Sigurður Líndal prófessor í samtali við Mbl., „því að ég sit nær aldrei ráðstefnur. Hins vegar er það svo að á þessari ráðstefnu er rætt um manninn og umhverfið frá ákaflega mörgum sjónarmiðum, þ.e. ekki einasta viðskipti hans við náttúruna og hið byggða umhverfi, heldur einnig þjóðfélagið í heild. Þetta hefur mér vitanlega ekki verið gert áður hér og ég tel það hafa ótvírætt gildi að ræða um þessi mál þannig þó að hins vegar sé nauðsynlegt að fara nánar í einstaka þætti og ræða þá betur eins og mér skilst að markmiðið sé. Ég get ekki sagt að neitt hafi komið mér sérstaklega á óvart, fremur heildaráhrifin, en líklega á manni eftir að koma á óvart þegar nánar verður fjallað um einstaka þætti. Hér hafa málin verið rædd af meira jafnvægi en ég hygg á ýmsum slíkum ráðstefnum pólitískum og hér h’efur ekki borið á þeim ofsa og þeirri taugaveiklun sem oft einkennir málflutning í þessum efnum. Ég tel það mikinn kost að jafnvægi hugans skuli ráða, en ekki taugaveiklun eins og oft vill brenna við.“ „Skólakerfið komið fjarri mannlega þættinum og landinu” • „Hingað til hafa umhverfismál og umræður um þau aðallega verið uppsláttarmál fyrir ákveðna pólitíkusa,“ sagði Árni Sigfússon nemandi í Kennaraháskóla íslands. „Þessi mál hafa ekki verið ígrunduð á opinberum vettvangi af almenningi, en hér gefst loksins tækifæri til þess. Ráðstefnur eins og þessi hljóta að auka áhuga manna á umhverfinu og vonandi á sá áhugi eftir að aukast. Undirstaða þess markmiðs að bæta umhverfi okkar er að skilja umhverfið, takmörk þess og möguleika. Skólakerfi okkar er komið svo fjarri mannlega þættinum og landinu að umhverfið sjáum við helzt í einhverjum eðlisfræðiþáttum, en ekki vistrænu samhengi. Ungt fólk kemur til með að móta umhverfið og þess vegna hlýtur það að vera skylda þeirra sem í dag láta sér annt um þessi mál að berjast fyrir aukinni þátttöku skóla- og fræðslustofnana á þessu sviði." UTSALAN mikla heldur áfram í Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg. Verðin eru hreint ótrúlega góð og allir gera stórkostleg kaup. o HÉR ERU NOKKUR DÆMI: Dömujakkar ............. frá kr. 3.000,- Kakhi buxur ............ frá kr. 2.000- Flauelsbuxur ........... frá kr. 4.400.- Herra og dömu teryleneföt ............ frá kr. 3.800.- Blazerjakkar ............... kr. 15.000.- Sjóliðajakkar ............. kr. 11.200,- Punk teryleneföt ........... kr. 22.500.- Dömufínflauelsdragtir ...... kr. 15.900.- Peysur ..................... kr. 1.500.- Kjólar ..................... kr. 4.500.- Barnaúlpur ............. frá kr. 2.900,- Anórakkar .................. kr. 1.700.- Plötur innlendar .... frá kr. 800—2.700.- Erlendar plötur ..: frá kr. 1.900—2.700,- Allskonar fataefni. Tryggiö ykkur úrvalsvörur á spreng- hlægilegu verði! Saumastofa Karnabæjar — Belgjagerðin — Karnabær — Björn Pétursson heildverzlun - Steinar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.