Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 Anders Hansen: Engin stjórnarað- ild Sjálfstæðis- flokksins án kosninga VARLA mun um það mikill ágreiningur innan raða sjálf- stæðismanna. að nú komi ekki til greina að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í myndun ríkisstjórnar án undangenginna kosninga. bað kemur ekki til greina að Sjálf- stæðisflokkurinn taki að sér stjórn þessa lands án þess að kjósendur kveði fyrst upp sinn dóm yfir þeim herrum sem nú hafa þótzt stjórna landinu f röska sex mánuði. Erfitt er að finna þau rök sem mæla þessari skoðun í mót. Hvað vakir fyrir dagblaðinu Vísi? En því er þetta mál rætt hér, að á miðvikudaginn birtist í dagblað- inu Vísi forystugrein, þar sem þeirri skoðun er haldið fram, að nú ríði á að lýðræðisflokkarnir myndi saman stjórn og einangri þannig Alþýðubandalagið. Segir greinar- höfundurinn að stjórn Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sé nú líklegust til að geta leyst úr aðsteðjandi vandamálum, og að slík stjórn muni geta komið efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl til fram- búðar. Því sé það ekkert kappsmál að boða til kosninga nú, enda skipti það engu höfuðmáli hvoru megin við 20% atkvæðamarkið Alþýðubandalagið liggi! Það er að vísu rétt hjá Vísi, að - tvöfalda - einangrunargler GLER LOFTRUM ALLISTI MILLIBIL ÞETTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLIM GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sltt f framleiöslu einangrunarglers á fslandi, með endurbótum f framleiöslu og fram- leiðslutækni. Með tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæðu f fram- leiðslunni getum við nú f dag boðið betri fram- leiðslugæöi, sem eru fólgin f tvöfaldri llmingu f stað einfaldrar. í grundvallaratriðum eru báöar aðferóirnar eins. Sú breyting sem á sér stað i tvöfaldri Ifmingu er sú, að þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verió skornir f nákvæm mál fyrir hverja rúðu, fylltir með rakaeyðandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt f gegn um vél sem sprautar „butyl" Ifmi á báðar hliðar listans. Lfm þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúöunnar. (taþsmm'iM Helstu kostir þessarar aöferðar eru: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiöni, þar sem rúður og loftrúmslisti liggja ekki saman. 3. Meira þol gagnvart vindálagi. Af sérfræöingum sem stundað hafa rannsóknir á einangrunargleri er tvöföld Ifming besta framleiöslu- aðferð sem fáanleg er f heiminum i dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, I það sem hún núær. Aóferðin sameinar kosti þeirra afla sem ekki hefur verið hægt að sameina f einfaldri Ifmingu, en það er þéttleiki, viðloðun og teygjanleiki. Yfirlimi er sprautað slöast inn á milli glerja og yfir álrammann, með þvf fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf að hafa til þess aó þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga. Hid fullkomna DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333 A sennilega munu kosningar ekki hafa neinar afgerandi breytingar í för með sér hvaö snertir fylgi Alþýðubandalagsins, kjósendur þess hafa áður sýnt það og sannað að þeir kalla ekki allt ömmu sína og þeir munu vafalítið horfa í gegnum fingur við ráðherra og þingmenn Alþýðubandalagsins nú, þrátt fyrir samfellda óstjórn síðan flokkurinn komst í ríkisstjórn. En hitt er miklu alvarlegra, þegar sjálfstæðismenn halda því fram að ekki skipti máli hvort styrkurinn sé hjá Sjálfstæðis- flokknum eða einhverjum hinna lýðræðisflokkanna. Aðalatriðið sé að þessir flokkar starfi saman í stjórn, en ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn sé óumdeilt forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Ekki er auðvelt að skilja hvað vakir fyrir höfundi umræddrar forystugrein- ar Vísis með því að viðra hug- myndir af þessu tagi. Víst er að það er ekki gert í þágu Sjálf- stæðisflokksins eða fylgjenda frjálshyggjunnar í landinu. En vera kann að tilgangurinn hafi verið sá að reyna að skapa Vísi einhverja sérstöðu með þessum einkennilega hætti, og þá er til- ganginum sennilega náð. Sjálfstæðisflokkinn eða aðra flokka Reynslan hefur sýnt sjálfstæðis- mönnum það svo ótvírætt á und- anförnum árum og áratugum, að þeir geta ekki treyst á neitt nema sinn eigin styrk þegar á reynir. Þó Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn eigi vissulega margt sameigin- legt, þá fer því fjarri að stuðning- ur frjálslyndra manna við fram- sóknarmenn eða krata jafngiidi stuðningi þeirra við Sjálfstæðis- flokkinn. Framsóknarflokkurinn er einn helsti vettvangur afturhaldsafl- Patreksfjörður: Skólaskák Patreksfirði NÝLEGA fór fram í Tálknafirði sýslumót skólanna í skák undir stjórn Sigurðar Daníelssonar. Sýslumeistarar urðu í flokki 7 — 12 ára Jón Grétar Jónsson Patreksfirði og í flokki 13—15 ára Jökull Kristjánsson Patreksfirði. Aðalfundur Kvennadeildar slysavarnafélagsins Unnar var haldinn sl. sunnudag. Á annað hundrað konur eru í félaginu. Var ákveðið að færa björgunarsveit staðarins kr. 500 þús. að gjöf. Sú nýbreytni hefur verið tekinn upp að formaður situr aðeins í 2 ár. Formaður var kjörinn nú Heba A. Ólafsson, sem tók við af Ernu Aradóttur. Þess má geta að um nokkur undanfarin ár hefur sá siður verið á að slysavarnakonur ganga allar til messu áður en aðalfundur hefst. Er þetta góður siður, sem fleiri mættu gjarnan taka upp. Páli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.