Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 20. júní 1965 TÍMINW 19 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. rtitstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson FMlltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrtmur Glslason Ritstj.skrifstofUT t Eddu- búsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastrætl i Af- greiðslusiml 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrtístofur, slmi 18300 Askriftarejald kr 90,00 á mán. tnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stöðvun skólabygginga Hinn 28. maí síðastliðinn eða hálfum mánuði eftir að Alþingi var slitið, gaf ríkisstjórnin út í kyrrþey svohljóð- andi bráðabirgðalög: „Ríkisstjórninni er heimilt að fresta greiðslu fjárveit- inga að einhverju eða öllu leyti til bygginga þeirra skóla- mannvirkja, sem fyrirsjáanlegt er, að hvorki er hægt að ljúka að fullu né að nothæfum áfanga með fjárveitingum Alþingis, sem fyrir hendi eru, og framlögum sveitarfé- laga. Skulu þá slíkar fjárveitingar geymdar í ríkissjóði, en jafnframt heimilt að veita lán af þeim til að hraða byggingu þeirra skólamannvirkja, sem unnið er að til þess að ljúka þeim sem fyrst“. Stjórnarblöðin hafa ekkert sagt frá þessum bráða- birgðalögum, sem eru þó einstök í sinni röð, þar sem kollvarpað er öllum ákvörðunum, er Alþingi hafði tekið við afgreiðslu fjárlaga um fjárveitingu til skólabygginga. Það er algert einsdæmi að ákvæðum fjárlaga skuli þann- ig kollvarpað með bráðabirgðalögum hálfum mánuði eft- ír að þingi lýkur. Þingræðið er vissulega lítils virði, þeg- ar svo er komið. Tilefni þessara bráðabirgðalaga er annars það, að í fjárlögum hafði ríkisstjórnin heimild til að lækka öll framlög til framkvæmda um 20%. Þessa heimild hafði hún ákveðið að nota alllöngu áður en þingi lauk. Við athugun þótti koma í ljós, að erfitt yrði að hefja ýmsar framkvæmdir eftir að framlög til þeirra höfðu verið lækkuð um 20%. Undir þeim kringumstæðum hefði vit- anlega verið sjálfsagt að fela Alþingi að endurskoða fjárveitingar sínar með tilliti til þessa í stáð þess að gera þær að engu með bráðabirgðalögum og ógilda þannig þingviljann með öllu. Jafnframt því, sem Alþingi er hér ómerkt og óvirt, er hér annað mikið alvörumál á ferðinni. Samkvæmt þess- um bráðabirgðalögum munu margar nauðsynlegustu skólabyggingar stöðvast með öllu. Þetta er afleiðing þess, að ríkisstjórnin lækkar heildarfjárveitinguna til skóla- bygginga um 20% og gerbreytir jafnframt öllum ákvörð- unum Alþingis um skiptingu þessa fjár. Víða um land mun þetta valda hinum mestu erfiðleik- um. Ýms héruð hafa alveg dregizt aftur úr og mun nú hlutur sumra þeirra enn versna. í þeim kaupstöðum, þar sem fóJksfjölgunin hefur orðið mest, er skólahúsnæðis- skortur nær óviðráðanlegur. Jafnframt þessu eykst svo húsnæðisþörfin fyrir ýmsa sérskóla. Flestar þjóðir auka nú stórlega skólabyggingar, enda hefur þörfin fyrir þær aldrei vaxið hraðar en seinustu 10 árin. Á þessum sama tima lækkar íslenzka ríkisstjórn- in framlög til skólabygginga um 20% með þeim afleið- ingum að margar skólabyggingar stöðvast alveg. Svo þyk- íst menntamálaráðherra geta haldið því fram, að ríkis- stjórnin sé ekki íhaldsstjórn! Viku fyrirvari Það sýnir bezt, hvernig glundroðaástandið eykst nú í kaupgjaldsmálunum, að samkomulag náðist í kaupdeilu framreiðslumanna á farskipum á þann veg, að það er uppsegjanlegt með sjö daga fyrirvara hvenær sem er. Hingað til hefur það verið talið lágmark áði semja til ars. Nú er hins vegar farið að semja til sjö daga. Slíkt glundroðaástand hefur stjórnarstefnan skapað. r ■ "" ■" r' " -—n«I. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Evrðpumenn vantreysta orðið utanríkisstefnu Bandaríkjanna Þeir telja anda hennar gerbreyttan síSan í tíð Kennedys MÉR er Ijóst, að meðal vissra manna tíðkast mjög að líta með fyrirlitningu á allar alvar- legar áhyggjur út af áliti ann- arra þjóða á okkur. Þetta er svörun við einlægri og oft bamalegri ósk Bandaríkja- manna um að verða aðnjótandi elskusemi allra. En þessi svör- un hefur gengið allt of langt. Ósatt er, að mikið stórveldi, jafnvel eitt hið mesta, geti lát- ið skoðanir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Stórveld- ið getur ekki gert alla gagn- tekna af lotningu, en það verð- ur að eiga vini, sem bera traust til þess, hafa trú á því og treysta, að veldi þess og mætti verði beitt af viti. Ég ber því ekki fram neina r 'sökunarbeiðni þegar ég S-Jri frá, að í Evrópu rís hærra og hærra alda ótta, ágreinings og efasemda um vizku Banda- ríkjamanna og færni í fram- kvæmd utanríkisstefnu sinnar. Þessi fullyrðing er ekki byggð á neinni einka-skoðanakönn- un ferðamanns meðal leigubíl- stjóra og framreiðslustúlkna í veitingahúsum. Hún er óhjá- | kvæmilega niðurstaða hvers og eins, sem er á ferli og talar einslega bæði við ábyrga emb- ættismenn — Bandríkjamenn engu síður en aðra — og reynda biaðamenn og ritstjóra. Mér virðist ekki unnt að neíta því, að utanríkisstefna okkar, eins og hún er nú framkvæmd er hætt að njóta trausts banda manna okkar í Evrópu. Sú skoðun er útbreidd og al- menn, að andi ríkisstjómar Bandaríkjanna hafi gerbreytzt síðan Kennedy féll frá. Þetta kann að vera rangt, en ég heyrði því haldið fram nálega hvarvetna. Ég maldaði í móinn og reyndi að halda fram, að með þessu væru menn að upp- hefja Kennedy og breiða yfir mistök hans. Kennedy hefði verið upphafsmaður aukinna af skipta í Suð-austur Asíu en ekki Johnson og hann hefði einnig gripið til afskipta í Kara biska hafinu. En mér var svar- að um hæl: „Já, en andi banda rískrar utanríkisstefnu hefur tekið hættulegum breytingum síðan hann féll frá.“ ÞEGAR ég bar saman í hug- anum þær skoðanir, sem ég varð var við í vor og álit manna í nóvember í haust, skömmu eftir að Johnson var kjörinn forseti, varð mér ljóst, að Evrópumenn hafa misst traust á stefnu Bandaríkjamanna vegna athafna forsetans síðan hann tók formlega við embætti eftir kosningamar. Evrópu- menn óttuðust Barry Goldwat- er auðvitað allir sem einn og höfðu andúð á honum, en þeir urðu agndofa, þegar Goldwat- er-sinnarnir í Republikana- flokknum fengu ástæðu til að fagna því, að Johnson greip i Vietnam einmitt til þeirra ráð stafana, sem Goldwater hafði mælt með, en hann eindregið hafnað meðan á kosningabar- áttunni stóð. Evrópumenn gefa sér ekki L. B. Jolinson tóm til að spyrja, hvort John- son forseti hafi við ákvarðan- ir sínar beitt meiri hyggni og kænsku en Goldwater hefði gert. Þeir áttu ekki von á, að sigurvegarinn í kosningabárátt unni fylgdi fram í jafn ríkum mæli og raun varð á ábending- um Goldwaters um útfærslu stríðsins, sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hafði hafn að í kosningunum. VART verður fjölmargra til- rauna til að skýra þetta. Hinar fjarstæðukenndari skýringar getum við látið liggja milli hluta. Hitt skiptir megin máli, að þessi afdrifaríku stefnu- hvörf hafa gert menn tor- tryggna á ræður forsetans og dregið til mikilla muna úr trausti manna til ríkisstjórnar hans. Atburðarásin síðan í febr úar hefur haft meiri og meiri niðurrifsáhrif á tiltrú okkar er lendis. Einkum jukust þessi áhrif til muna, þegar afskiptin í Dominikanska lýðveldinu fylgdu í kjölfar aðgerðanna í Vietnam. Vel hefði verið reynandi að fá menn til að fallast á, að forsetinn hefði ekki átt um neitt annað að velja en að taka dýpra i árinni í Vietnam, þar sem valdhafarnir í Hanoi og Peking höfnuðu gersamlega öll um samningaumleitunum. í sannleika sagt tóku banda- menn okkar þessari röksemd ekki alls fjarri og Frakkar léðu henni jafnvel eyru, en þeir bú- ast nú við langvinnu og tví- sýnu stríði þar á landi. Ekki hefði heldur verið með öllu útilokað að halda fram, að Bandaríkjamenn ættu mjög brýnna hagsmuna að gæta í Dominikanska lýðveldinu, sem væri innan áhrifasvæðis þeirra. En hitt er nálega ómögulegt að verja að gripið skuli til al- varlegra afskipta á tveimui stöðum samtimis, sitt í hvorri heimsálfu. Ég vil taka strax fram, að þegar ég segi, að ekki hefði verið útilokað að færa fram rök fyrir afskiptunum, hvorum um sig, á ég einungis við rétt- lætingu hinna fyrstu ákvarð- ana. Evrópumenn hafa hneyksl azt stórlega á því, með hverj- um hætti þessi tvenn afskipti hafa farið fram, og einkum þó á aðförunum í Dóminikanska lýðveldinu. Þeir hafa þó hneykslazt enn meira á tak- markalausum heimsumfeðm- ingi forsetans og áberandi ein- sýni, þegar hann hefur verið að skýra ákvarðanir sínar. Ég þykist ekki ýkja, þegar ég segi, að það veki nokkum ugg, að valdamesta þjóð á jörðu beiti sínum mikla hernaðarmætti án samráðs við aðra og án sam- þykkis bandamanna sinna. Þeg- ar ég hélt því fram, að John- son forseti væri framfaramað- ur og friðarsinni var mér um- svifalaust svarað, að ekkert væri hættulegra en takmarka- laust vald, sem beitt væri per- sónulega og af einsýni. En með þessu er sagan þvi n.iður hvergi nærri öll sögð. Þeirri skoðun er mjög á loftii haldið, að aðfarirnar við per- sónulega og einsýna beitingu valds hafi minnt mjög á leik- mann, sem enga reynslu hafði í meðferð valds. Þeir Evrópu- menn, sem þekkingu hafa á stjórnmálum stórvelda, undr- ast mjög, að ríkisstjórn Banda ríkjanna skuli hafa trúað, að hún næði marki sínu í Indo- Kína með því að gera hæfilega miklar sprengjuárásir á Norð- ur-Vietnam. Þeir hafa sjálfir öðlazt þá reynslu að verða fyr ir loftárásum og telja því ekki fullnægjandi aðfarir að særa óvininn aðeins hæfilega mikið til að reita hann alvarlega til reiði. FRAMFERÐI bandarísku rík isstjórnarinnar síðan í febrúar í vetur hefur því orðið til þess það grafa undan trausti Evrópu manna á vizku Bandaríkja- manna og hæfni til heimsfor- ustu. Framsýnustu vinir okkar erlendis telja framferði okkar síðan í febrúar afleiðingar af breytingarskeiði í áögu banda- rísku þjóðarinnar. Þeir álíta bandarísku þjóðina undirorpna átökum milli gamalla erfða- venja og stolts yfir nýfengnu valdi. En einmitt hjá þeim, sem nýbúinn er að öðlast vald, er hættast við að skiltið yfir því leiði til heimsfrelsaraímynd unar. Þeir álíti sér kleift ein- um síns liðs að gæða umheim- inn sínum eiginn friði og út- breiða sitt eigið frelsi meðal alls mannkyns. Hin innri átök bandarískr ar þjóðarsamvizku geta orðið örlagarík. Þegar ég er bjart- sýnn og vonglaður tel ég sjálf- um mér trú um, að atburðirn- ir síðan í febrúar séu ekki ann að en Svínaflóa-ævintýri Lynd- on Johnsons og mistökin gæði hann vizku eins og fyrirrenn- ara hans. J j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.