Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 Höfðar mál gegn ríkisútvarpinu — fyrir brot á lögum um forgang þeirra, sem notið hafa endurhæfingar ARNÞÓR Helgason, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. hefur ákveðið að höfða mál á hendur Ríkisútvarpinu fyrir að brjóta 3. málsgrein 16. greinar laga um endurhæfingu frá 1970, þar sem kveðið er á um, að þeir, sem notið hafa endurhæfingar, skuli öðru jöfnu eiga forgangsrétt á atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum. Arnþór sótti nýlega um starf dagskrárfulltrúa við útvarpið en starfið var veitt Guðrúnu Guðlaugs- dóttur, sém starfaði í hlutastarfi við dagskrárgerð um nokkurt skeið. Morgunblaðið sneri sér í gær til Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra vegna þessa máls en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig um það, þar eð málið kæmi væntanlega til kasta dómstóla.___________________ Bjöm Theódórs- son f jármála- stjóri Flugleiða Björn Theódórsson viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða. Björn Theodórsson hefur starfað hjá Flugleiðum frá stofnun 1973, en hann vann áður hjá Loft- leiðum. Björn tekur við af Herði Sigurgestssyni núverandi fjármála- stjóra eða framkvæmdastjóra fjár- málasviðs, sem mun 1. júní taka við starfi forstjóra Eimskipafélags ís- lands. Björn Theódórsson hefur und- anfarið gegnt starfi forstöðumanns hagdeildar, sem er ein deild fjár- málasviðs. í bréfi, sem Arnþór ritaði útvarps- stjóra og hann segir að sé upphaf baráttu fyrir að viðurkennd verði lagaleg réttindi öryrkja, kveðst Arn- þór hafa látið fylgja umsókn sinni gögn frá „The Royal National Institute for the Blind" í Bretlandi, þar sem greint sé frá endurhæfingu hans á vegum stofnunarinnar sumarið 1978. Gögn þessi hafi verið endursend sér ásamt fjölrituðu spjaldi frá útvarpinu, þar sem um- sóknin sé þökkuð en frá því skýrt, að starfinu hafi þegar verið ráðstafað. f bréfi sínu segir Arnþór Helgason orðrétt: „Ég vil leyfa mér að vekja athygli á eftirfarandi: Ríkisútvarpinu hlýtur að vera siðferðilega skylt að standa við þau ákvæði, sem æskilegt er talið, að uppfyllt séu í auglýsingum þess. Ef umsóknir frá hæfum aðilum berast hins vegar ekki, hlýtur umsóknar- frestur að verða lengdur (smbr. umsóknir um kennarastöður, presta- köll o.fl.). Forráðamenn útvarpsins hafa í þessu tilviki gersamlega gengið framhjá 3. málsgrein 16. gr. laga um endurhæfingu frá 1. júlí 1970, en hún hljóðar svo: Þeir, sem notið hafa endur- hæfingar, skulu að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum. Eg tel rétt að láta reyna á laga- gildi þessarar greinar og mun því höfða mál á hendur ríkisútvarpinu og leita þannig réttar míns og annarra þeirra, sem öryrkjar eru kallaðir." Starfefólk Grundartanga semur um kaup og kjön Yfirvinna ekki unnin í venju- legum rekstri SAMNINGAR um kaup og kjör starfsmanna við Járnblendiverk- smiðjuna voru undirritaðir á Grundartanga í fyrrakvöld. Samn- ingunum svipar mjög til kjara- samninga starfsmanna íslenzka álfélagsins, enda var lögð á það megináherzla af hálfu fulltrúa starfsmanna, að starfskjör á þess- um vinnustöðum yrðu sambærileg. í samningum þessum eru ýmis ákvæði, sem til nýmæla mega telj- ast. Þar er lýst sem sameiginlegri stefnu samningaaðila, að yfirvinna sé ekki unnin í venjulegum rekstri, og takmarkist við rekstrarstöðvanir af völdum bilana eða annarra tíma- bundinna verkefna. Þá eru ákvæði í Egill. Karl. Skákkappi rangnefndur ÞAU SLÆMU mistök urðu í frétt f blaðinu í gær um góða frammistöðu íslenzks skák- manns á unglingamótum í London, að hann var rang- nefndur, en hins vegar birtist rétt mynd með fréttinni. Hinn ungi skákmaður var sagður heita Karl Þorsteins, en hans rétta nafn er Egill Þor- steins. Karl Þorsteins, yngri bróðir Egils, hefur einnig getið sér gott orð sem skákmaður. Hann varð nýlega skólaskák- meistari Reykjavíkur en varð fyrir því óláni að fótbrotna í skólaferðalagi skömmu áður en Islandsmótið í skólaskák fór fram og gat hann því ekki verið með þar. samningunum, sem auka nýtilegan vinnutíma innan ramma hinnar venjulegu vinnuviku. Viðræður til undirbúnings samningum þessum hafa staðið af og til í hálft ár, en lauk með þriggja daga fundalotu á Grundartanga. Starfsfólk verksmiðjunnar hefur þegar samþykkt samningana fyrir sitt leyti með fyrirvara um sam- þykkt félagsstjórna. Samningarnir gilda með ýmsum fyrirvörum um gengisbreytingar o.fl til 1. júní 1980, en kaupliðir skulu koma til endur- skoðunar með hliðsjón af reynslu við framkvæmd samningsins, fyrir 1. desember 1979. Aðilar að samningunum eru Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélagið Hörður, Hvalfirði, Verslunarmannafélag Akraness, Fé- lag matreiðslumanna, Rafiðnaðar- samband íslands vegna aðildarfé- laga, Landssamband íslenzkra verzl- unarmanna, Málm- og skipasmiða- samband íslands og Verkamanna- samband íslands, auk Járnblendifé- lagsins. Brezkur prédikari í Fíladelfíu Á VEGUM hvítasunnusafnaðanna hér á landi eru komin til landsins hjón, Miriam og Robin Baker, sem dvelja að þessu sinni hér í 3 vikur og ferðast milli safnaðanna og prédika. Þau hjónin komu hingað einnig á síðastliðnu ári. Robin Baker starfar sem skjala- þýðandi fyrir bresku ríkisstjórnina jafnframt því sem hann tekur þátt í kristilegu starfi. Samkomur sem Robin og Miriam taka þátt í verða í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21.30 og annað kvöld á sama tíma. Á laugardag kl. 14 verður æskulýðssamkoma og á sunnudag kl. 20.00 verður almenn samkoma. Allar þessar samkomur verða í Fíladelfíu í Reykjavík. Frá aukafulltrúafundi Stéttarsambands bænda. Aukafulltrúafundur Stéttarsambands bænda: Bændur sammála um að draga úr f ramleiðslu, en greinir á um leidir — segir Arni Jónasson erindreki Aukafulltrúafundur Stéttar- sambands bænda hefur staðið yfir í Reykjavík undanfarna daga og er þar verið að f jalla um tillögur í landbúnaðarmálum. Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráð- herra kynnti í upphafi fundarins frumvarp um framtíðarskipan framleiðsluráðs landbúnaðarins og hafa síðan farið fram umræður og nefndarstörf. Búizt var við að fundinum lyki í gær- kvöldi eða nótt, en hann sitja nærri 50 fulltrúar. Árni Jónasson erindreki Stéttarsambandsins sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, að svo virtist sem skiptar skoðanir væru meðal fulltrúa á frumvarpi land- búnaðarráðherra og væri ekki hægt að segja til um enn hvert álit fundurinn gæfi um frumvarpið. Þá sagði Árni að verið væri að fjalla um setningu reglugerðar vegna breytinga á lögum um framleiðslu- ráð, en samþykktar hafa verið tillögur sem miða að því að draga úr framleiðslu. Er þar um að ræða kvótakerfi, að fullt verð greiðist bændum fyrir framleiðslu sína, upp að ákveðnu marki, en út- flutningsbótaverð fyrir það sem umfram yrði. Árni Jónasson kvað menn sammála um að nauðsyn bæri til þess að dregið yrði úr framleiöslu og sagði að bændur hefðu lengi verið þeirrar skoðunar, en menn greindi á um leiðir að því marki. Sagði Árni að nefnd hefði fjallað um setningu reglugerðar varðandi framleiðsluráð, en eftir ætti að fjalla um nefndarálitið í umræðum og greiða atkvæði. Bcnzínhækkun dregst fram í næstu viku Olíumálið ekki útrætt í ríkisstjórninni í gærmorgun EKKI varð útrætt á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgunn, hvernig farið verður með vanda sjávarútvegsins vegna yfirvofandi olíuverðs- hækkunar, en ákveðinn var aukafundur á mánudagsmorgun, þar sem ganga á frá málinu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tekjuauka ríkissjóðs af benzín- hækkuninni verði nær öllum varið til olíustyrkja vegna húshitunar og er þá reiknað með að þessi tekjuauki verði um einn milljarður króna, sem þýðir að bensínverðið hækkar að minnsta kosti í 258 krónur hver lítri, sem nú kostar 205 krónur. Telja má víst, að olía og benzín hækki í verði í næstu viku. Nokkrir dagar eru liðnir síðan byrjað var að selja af birgðum, sem keyptar voru á hærra verðinu, og þar sem verðið hefur ekki verið hækkað til samræmis við inn- kaupsverðið nemur tapið af olíu- sölunni tæpum 60 milljónum á dag. Er skuld olíufélaganna orðin á annan milljarð króna vegna þessa og hafa olíufélögin þrýst mjög á ríkisstjórnina síðustu daga að flýta því að hækkunin komi til framkvæmda. 85% hátekjuskattur á tekjur yfir milljón FRAM HEFUR verið lagt í neðri deild Alþingis frumvarp fimm þingmanna Alþýðuflokksins til laga um hátekjuskatt. Fyrsti flutningsmaður þess er Árni Gunnarsson og er í frumvarpinu kveðið á um að fari tekjur yfir eina milljón króna á mánuði á ársgrundvelli skuli hann greiða 85% hátekjuskatt af þeim tekjum, sem eru fram yfir 1 milljón króna á mánuði. I greinargerð með frumvarpinu segir að flutningsmenn þess hafi kannað möguleika á lagasetningu um frestun launahækkana í samn- ingum Flugleiða hf. og flugmanna. Sú leið hafi verið talin ófær eða illfær, einkum vegna afturvirkni slíkra laga. Sérstakur hátekju- skattur hafi þá kosti fram yfir aðrar leiðir, að hann nái til þeirra hópa í þjóðfélaginu, sem miklar tekjur hafi. Fyrsta grein frumvarpsins hljóðar svo: „Fari launatekjur einstaklinga fram yfir 12 milljónir króna á ársgrundvelli skal inn- heimta sérstakan hátekjuskatt, sem nemur 85 af hundraði af þeim tekjum, sem eru umfram 1 milljón króna á mánuði." I 2. grein segir: „Þennan sér- staka hátekjuskatt skal innheimta mánaðarlega, þannig að ef tekjur fara yfir 1 milljón króna á mánuði skal vinnuveitanda skylt að halda eftir 85% af hundraði af því, sem er umfram 1 milljón króna og leggja það inn á sérstakan reikn- ing ríkissjóðs. Nái tekjur laun- þega, sem áður hefur greitt þenn- an skatt, ekki einni milljón króna á mánuði síðar á tímabilinu, skal endurgreiða honum af sama reikn- ingi.“ Þá segir í greinargerð frum- varpsins: „Gallinn við þessa aðferð er auðvitað sá, að lögin ná ekki til þeirra einstaklinga í þjóðfélaginu, sem hafa haft aðstæður til að „skammta" sér skatta á löglegan eða ólöglegan hátt.“ Fyrsti flutningsmaður er eins og áður sagði Árni Gunnarsson, en meðflutningsmenn hans Vilmund- ur Gylfason, Bjarni Guðnason, Gunnlaugur Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.