Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 133. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgiinblaðsins. Nýjar arasir r Iraks r á Iran Teheran, 15. júní. Reuter. ÍRANIR sökuðu íraka í dag um að gera nýjar árásir inn á yfir- ráðasvæði sitt og sögðu að menn á þessum slóðum væru þess al- búnir að fara til landamæranna og berjast. íranska útvarpið sagði að frakskar flugvélar hefðu ráðizt á þrjár íranskar landamærastöðv- ar í annað sinn á tæpum hálfum mánuði. íröksku flugvélarnar flugu yfir landamærin suðvestur af Teheran nálægt bænum Mehr- an í héraðinu Ilam. Útvarpið sagði einnig að íraksk- ir landamæraverðir hefðu skotið á sama tíma á íranska verði handap landamæranna, en gat ekki um manntjón. Herlögreglumenn og byltingarverðir voru í flýti ser.dir til landamæranna frá fylkishöfuð- borginni Uam og íröksku verðirnir sáust flýja, sagði útvarpið. Útvarpið sagði að þúsundir manna hefðu gengið um götur Uam í dag og hrópað að þeir væru reiðubúnir að berjast. Héraðið er heimkynni minnihlutahópa Kúrda ogTyrkja. íranir segja að írakskar herþot- ur hafi ráðizt á fjögur Kúrdaþorp 4. júní og sjö hafi beðið bana. Talsmaður Iransstjórnar sagði í dag að ef slíkir atburðir endur- tækju sig mundi stjórnin taka alvarlegar ákvarðanir. Irakar segja að Iranir hafi fengið viðvörun með nægum fyrir- vara um hernaðaraðgerðir með- fram landamærunum. írakar hafa greinilega verið að elta kúrdíska skæruliða. Forsetarnir Jimmy Carter og Leonid Brezhnev hittast í fyrsta sinn í Hofburg-höll í Vín. Sjá miðopnu. 70,000 flóttamenn fluttir út á rúmsjó Kuala Lumpur, 15. júní. Reuter. DATUK Mathathir, varaforsætisráðhcrra Malaysíu, sagði í kvöld, að 70.000 flóttamenn sem hafast við í búðum meðfram strönd landsins yrðu sendir á haf út og að flóttamenn sem reyndu að fara í land yrðu skotnir þegar til þeirra sæist. Ráðherrann sagði fréttamönnum að brottflutningurinn hæfist án tafar og honum yrði fiýtt sem hægt væri meðan smíðaðir væru bátar til að flytja flóttafólkið. Hann sagði að þingið myndi setja lög.um að flóttamenn skyldu skotnir þegar til þcirra sæist eins fljótt og kostur væri. Datuk Mahathir sagði: „Ef þeir reyna að sökkva bátum sínum verð- ur þeim ekki bjargað, þeir munu drukkna. Þeir munu drukkna vegna þess að þeir sökkva bátunum og af engu öðru.“ Hann sagði að öðrum aðildarlönd- um Samtaka Suðaustur-Asíuríkja, Acean, yrði skýrt frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar og jafnframt bauð Thailand til ráðstefnu um flóttamannavandamálið. í Wash- ington sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins að beðið hefði verið um skjóta skýringu Malaysíustjórnar á málinu og Bandaríkjastjórn myndi harma hvers konar aðgerðir sem gætu kostað þúsundir flóttamanna lífið. Viðbrögð Bandaríkjamanna lýstu ugg og vantrú: „Við eigum bágt með að trúa að blöð skýri nákvæmlega rétt frá stefnu Malaysíu," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins. Yfirlýsingu malaysíska ráðherrans laust niður eins og eldingu í Wash- ington. Datuk Mahathir kvað skýringuna á ákvörðuninni þá að ekkert þriðja ríki vildi taka við flóttamönnunum. Hann viðurkenndi að það tæki tíma að afla fjár til smíði báta og til að gera aðrar ráðstafanir til að koma flóttamönnunum burt. Strandgæzla verður einnig aukin og sérstakt herlið sett á stofn til að vísa flóttamannabátum burtu. Viðræður Carters og Brezhnevs byria vel Vín. 15. júní. Reuter — AP CARTER forseti hitti sovézka leiðtogann Leonid Brezhnev í fyrsta sinn í Vín í dag og sagði að stuttur kynningarfundur þeirra hefði veriö góð byrjun á fjögurra daga viðræðum þeirra. Leiðtogarnir heilsuðust í „Rósaherbergi“ keisara- hallarinnar Hofburg, en þeir voru þar ekki eins lengi og ráðgert haíði verið. Þeir áttu að ræðast við í 15 mínútur og aðeins túlkar þeirra áttu að vera viðstaddir, en í staðinn töluðust þeir við í þrjár mfnútur ásamt nokkrum aðstoðarmönnum og fóru síðan til austurríska forsetans Rudolf Kirschschlágers og Bruno Kreiskys kanzlara í annað herbergi. Þeir töluðu um formlega setningu fundar þeirra á morgun og hinn nýja samning um tak- mörkun kjarnorkuvopna (Salt-II) sem þeir munu undirrita þegar viðræðum þeirra lýkur á mánudag. Afturkalla sexDC-10 Róm, 15. júnf. AP. ÍTALSKA flugfélagið Alistalia hcfur afturkallað pöntun á sex DC-10 flugvélum vegna vafa um öryggi vélarinnar að því er stjórnarformaður félagsins skýrði frá í dag. I Zúrich hófst í dag lokaður fundur evrópskra flugmálayfir- valda og 13 evrópskra flugfélaga, sem reka DC-10, um nákvæma skoðun á vélunum með það fyrir augum að koma þeim í loftið. Heilsa Brezhnevs virðist hafa batnað og hann gekk hægum en öruggum skrefum og var fús að gera ljósmyndurum til geðs. Báðir leiðtcgarnir voru hlédrægir og yfirvegaðir og Kreisky kanzlari sagði fréttamönnum á eftir: „Þetta gekk vel miðað við aðstæður". Hann sagði að for- setarnir hefðu verið sammála um að fundur þeirra hefði dregizt alltof lengi. Kirschschláger forseti sagði við heimsleiðtogana: „Það sem þið eruð að vinna að hér skiptir mjög miklu máli. Það gleður okkur að hafa ykkur hér.“ Brezhnev og Carter var fagnað með lófataki þegar þeir komu hvor í sínu lagi tveimur tímum síðar til ríkisóperuhússins að sjá „Brott- námið úr kvennabúrinu" eftir Wolfgang Amadeus Mozart sem var frumflutt 1792. í fylgd með Carter voru Rosalynn kona hans og 11 ára dóttir þeirra Amy. Ný innrás í Nicaragua Managua. 15. júní. AP. Reuter. JULIO Quintana, utanríkisráð- hcrra Nicaragua, sagði í dag að her 300 Sandinista-skæruliða og herbílalest hefðu sótt inn í landið frá Costa Rica. Hann sagði að ný „innrás" hefði verið skipulögð og stjórn Costa Rica bæri ábyrgðina. Rauði Krossinn staðfesti að barizt væri á landamærunum. Hermcnn Nicaraguastjórnar réðust í dag með stuðningi stór- skotaliðs og skriðdreka inn í fátækrahverfi sem eru á valdi Sandinistaskæruliða í Managua. Skæruliðarnir virtust hörfa og þjóðvarðliðar hafa aftur náð ráð- húsinu, sem féll í hendur skærulið- um fyrir nokkrum dögum þegar barizt var hús úr húsi. í borginni Leon beita þjóðvarð- liðar skriðdrekum og stórskotaliði til að reyna að aflétta umsátri skæruliða um aðalstöðvar lögregl- unnar. Þjóðvarðliðar segjast jafnframt hafa bælt niður tilraun skæruliða til að sækja fram meðfram austur- strönd Nicaraguavatns til Managua. Árásum skæruliða var hrundið á þremur stöðum á strjál- býlu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.