Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 134. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 17. JUNI1979 Prentsmiðja Morgúnblaðsins. Sprengjur á Korsíku Parfc. 16. júní. Reuter. HRYÐJUVERKAMENN létu til skarar skríða á Korsíku og í París í nótt, tveimur dögum eítir að 21 korsískur skilnaðarsinni var leiddur fyrir rétt ákærður fyrir fjölda slíkra sprengjutil- ræða. Fimmtán sprengjur voru sprengdar í bæjum víðs vegar á Korsíku, aðallega við stjórnar- byggingar. Lögregla segir að mikið tjón hafi orðið á stjórnarbyggingu í suðurhluta Parísar. Ekkert manntjón varð í sprengingunum. Maður sem sagðist fulltrúi Þjóðfrelsisfylkingar Korsíku (FLNC) hringdi í fréttastofu og sagðist bera ábyrgð á sprenging- unum í París. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir sprenging- unum á Korsíku. Brúðarrán sviðsettí Stokkhólmi Stokkhólmi. 16. júní AP ÖRVÆNTINGARFULLUR brúðgumi tilkynnti að barns- hafandi brúði sinni hefði verið rænt í nótt, en lögreglan sagði að þetta hefði verið „hrekkjar- bragð“. Brúðhjónin höfðu haldið upp á brúðkaupið á veitingastað í Djurgarden í Stokkhólmi og biðu eftir strætisvagni. Þegar brúðguminn fór yfir götuna til að kalla á leigubíl heyrði hann allt í einu konu sína hrópa á hjálp. Hann sá að tveir eða þrír ungir menn ýttu konu hans inn í bíl og óku burt á ofsahraða, en gat ekkert að gert. Eiginmaðurinn, margir sjónarvottar og lögreglumenn sannfærðust um að raunveru- legt mannrán hefði átt sér stað. Eftir fjögurra tíma leit ráðlagði lögreglan harmi lostnum eigin- manninum að fara heim til sín og þar fann hann konu sína í fasta svefni. „Grátt garnan", sagði lögreglan. 17. JÚNÍ — Fullorðna fólkið flytur ræðurnar og leggur blómsveigana að minnisvörðunum, en þjóðhátíðardagur okkar íslendinga er allt um það og eins og vera ber dagur yngstu borgaranna. Á bls. 2 segir frá hátíðahöldunum hér í Reykjavik og í grannbæjunum og þar segir líka frá því helzta sem þeir þafa á prjónunum á Akureyri, Neskaupstað, ísafirði og í Vestmannaeyjum. Accra, 16. júní. AP. Reuter, FYRRVERANDI þjóðhöfðingi Ghana, Ignatius Acheampong hershöfðingi, og annar herforingi voru leiddir fyrir aftökusveit í morgun og teknir af lífi. Áður hafði skipaður af stjórninni sem fyrir 13 byltingardómstóll nýju herforingja- tók við völdum dögum dæmt Acheampong og herforingjann sem var líflátinn með honum, E.K. Outuka, til dauða. Outuka hers- höfðingi var fyrrverandi yfirmað- ur landamæravarðliðsins í Ghana. Acheampong hershöfðingja var steypt af stóli í byltingu í júlí 1978 og sá sem fyrir henni stóð var Fred Akkuffo hershöfðingi, sem sjálfum var steypt af stóli í byltingu lágt settra liðsforingja undir forystu Jerry Rawlings flug- liðsforingja 4. júní. Þetta eru fyrstu aftökur nýju stjórnarinnar. Stjórn Akuffos hershöfðingja hafði sleppt Acheampong hers- höfðingja úr haldi í maí. Nýlega sagði útvarpið í Accra að hann hefði lýst yfir stuðningi við þá stefnu nýju stjórnarinnar að bæta lífskjör þjóðarinnar. Sjónarvottar segja að hann hafi brosað og veifað vasaklút þegar ekið var með hann til aftökunnar. Rawlings flugliðsforingi hét því eftir byltinguna á dögunum að standa við loforð Acheampongs hershöfðingja um kosningar í „Góður fundur” V(n. 16. júní. Reuter. AP. FYRSTA fundi æðstu leiðtoga austurs og vesturs lauk í dag hálftima fyrr en ráðgert hafði verið eftir umræður almenns eðlis um heimsmálin. Carter forseti sagði fréttamönn- um að loknum 80 mínútna fundi sínum með sovézka leiðtoganum Leonid Brezhnev í bandaríska sendiráðinu, „þetta var góður fundur." Blaðafulltrúi forsetans, Jody Powll, sagði að leiðtogarnir hefðu fyrst gefið yfirlýsingar um af- stöðu sína og síðan skipzt á skoðunum en ekkert óvænt hefði gerzt. Aðstoðarmenn Brezhnevs studdu hann þegar hann steig upp í bíl sinn og fór frá sovézka sendiráðinu til fundarins og hann var þungbúinn og virtist hrasa. En hann var brosmildari en hingað til þegar Carter tók á móti honum á gangstéttinni fyrir framan banda- ríska sendiráðið. Þeir voru sammála um að minnsta kosti eitt: að þeir ættu að hittast oftar. Seinna um daginn var ráðgerður annar 90 mínútna fundur og á morgun hittast þeir í sovézka sendiráðinu. Fyrrum þjóðhöfðíngí líflátinn þessum mánuði, en nú hefur þeim verið frestað til 1. október. Rawlings lýsti því yfir eftir bylt- inguna að leiðtogum sem yrðu fundnir sekir um spillingu yrði stranglega refsað samkvæmt lög- um. Hann hótaði líka að skjóta alla sem reyndu að hindra valda- tökuna. Fyrsti brandarinn Vín, 16. júní. AP. FYRSTI brandarinn frá fundi Carters og Brezhnevs kom fram í dagsljósið í blaðinu „Arbeiter-Zeitung" í Vín í dag: Carter og Brezhnev eru að lesa dagblað í himnaríki. Brezhnev: Hvað heldurðu, Carter. Bandaríkjamenn hafa kosið fyrsta kommúnistann forseta. Carter: Þú ættir að fletta upp á bls. 2 þar sem segir í fyrirsögn: „Annað landamæra- stríð brýzt út á landamærum Kína og Finnlands." Aftökusveit á eftir keisaranum Teheran, 16. júní. Reuter. SVEIT múhameðskra skæruliða cr á lcið til Mexíkó til þess að ráða fyrrverandi íranskeisara af dögum að því er byltingardómar- inn Ayatokkah Sadeq Khalkhali skýrði frá í dag. „Ég hef kveðið upp dauðadóm yfir keisaranum og sagt Fedayeensveitum skæruliða að refsa keisaranum hvar sem hann er og koma fram hefndum fyrir írönsku þjóðina," sagði dómarinn á fundi með skæruliðum. „Hópur skæruliða ieitar nú að þessum landráðamanni og er far- inn til Bahama-eyja. Þaðan munu þeir fara til Mexíkó til þess að framfylgja dauðadómnum," sagði hann. Hann sagði að Farah keisarafrú og móðir hennar hefðu einnig verið dæmdar til dauða þar sem þær hefðu fyrirskipað fjöldamorð þegar geðheilsa keisarans fór að bila er dró að lokum valdatíma hans eins og hann komst að orði. Ayatollah Khalkhali kveðst hafa kveðið upp flesta þá rúmlega 200 dauðadóma sem hafa verið felldir yfir fyrrverandi stuðnings- mönnum keisarans og segir að hann hafi fyrst gefið skipun sína um að „drepa keisarann“ í síðasta mánuði. Fedayeen-skæruliðar hafa játað að hafa staðið að tilræðum við tvo íranska forsætis- ráðherra. Keisarinn og kona hans eru um þessar mundir í Cuernavaca í Mexíkó. Þau fóru þangað fyrr í þessari viku frá Bahama-eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.