Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 13
MIÐVTKUDAGUR 23. jóní 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR KR gegn Sjálands Að lokinni fyrri umferð 1. deildar keppninnar í knatt- spyrnu hefur maður enga vís- bendingu um það hvaða lið er líklegast til sigurs — og í raun inni heldur enga vísbendingu um hvaða lið fær „reisupassa“ niður í 2. deild, því aðeins 4 stig skilja á milli efsta og neðsta liðs. Tvísýnan í keppn- inni er svo mikil, að fræðilega séð getur neðsta liðið, sem er Fram, unnið íslandsmeistara-, tign á 13 stigum. Og það er jafnframt möguleiki á því, að efsta liðið, Valur, geti fallið niður í 2. deild á t. d. 7 stigum. í byrjun 1. deildar keppninn- ar í ár var rætt um þann mögu leika, að eitt hinna þriggja Reykjavíkurfélaga í deildinni gæti fallið niður — og upp úr, 2. deild kæmi utanbæjarfélag. Þessi möguleiki er fyrir hendi og það myndi þýða, að Reykja- víkurfélögin í 1. deild yrðu að- eins tvö, en utanbæjarfélögin fjögur.t En.ef svo myndi fara, hvaða þýðingu hefur það þá fyrir 1. deildar keppnina fjár- hagslega? Það er fyllsta ástæða til að kryfja þessa spurningu til mergjar, því að fjárhagurinn skiptir alltaf miklu máli. Á síðasta ári, þ. e. 1964, urðu brúttótekjur af 1. deildar keppn inni 830.720.00 kr. — eða tæp- lega 1 millj. kr. — og hafa aldr ei verið meiri af neinni keppni hérlendis fyrr eða síðar. 1964 voru 4 Reykjavíkurfélög í deild inni og 2 utanbæjarlið. Árið þar á.undan, þ. e. 1963, urðu tekjurnar rúmlega hálf millj. kr. eða 522.660.00 kr., en þá voru 3 Reykjavíkurfélög í deild inni og 3 utanbæjarlið. Hvernig stendur á þessari tekjuaukningu? Voru áhorfend ur svona fleiri að leikjunum 1964 eða hækkaði verð að- göngumiða? Þessu er til að svara, að ekki varð nein veru- leg hækkun á verði aðgöngu- miða, en það sem mestu máli skipti, var það, að leikirnir í Reykjavík voru auðvitað fleiri 1964, þegar 4 Reykjavíkurfélög voru í deildinni, 'þannig urðu tekjur af leikjum í Reykjavík 1964 kr. 562.695.00, en voru árið á undan 292.820.00 kr. Sem sé aðsókn að leikjum í Reykjavík er meiri en á leikj- um úti á landi með heiðarleg- um undantekningum þó, sbr. leik Keflavíkur og KR á Njarð- víkurvellinum í fyrra. Þess vegna hlýtur það að verða al- varlegt — fjárhagslega séð — ef Reykjavíkurfélögun- um fækkar í 1. deild. Það er ekki einungis, að færri áhorf- endur sæki leiki úti á landi, en það þýðir minnkandi tekjur, heldur dregst líka frá innkomu aukinn ferðakostnaður. Til gam ans má geta í því sambandi, að ferðakostnaður á síðasta ári var einungis 39 þúsund, en árið þar á undan var hann 134 þús. og það stafar af því, að þá var Akureyri í 1. deild. Það er fróðlegt að velta þessu fyrir sér og gaman verður að vita, hvort næsta 'ársþing Knattspyrnusambands íslands tekur ákvörðun um það að fjölga í 1. deild. Ákvörðun um það myndi setja stórt strik í reikninginn. — Og nú er bara að bíða og sjá hvernig úrslit ráðast í hinni geysispennandi keppni, sem nú stendur yfir. Fyrsti ieikur Þóróifs hér á þessu ári Alf—Reykjavík. — I kvöld, miðvikudagskvöld, fer fram fyrsti leik ur danska úrvalsliðsins frá Sjálandi, sem dvelur hér á vegum KR, og mætir það þá gestgjöfum sínum, sem styrkt hafa lið sitt með Þórólfi Beck. Verður þetta fyrsti leikur Þórólfs hér heima eftir að hann gerðist leikmaður hjá Glasgow Rangers. Hefst leikurinn stund- víslega kl. 20.30 á Laugardalsvellinum. Mikil þátttaka í bikarkeppni KKI Alls hafa 15 lið tilkynnt þátt- töku sína í bikarkeppni K.K.Í., þar af eru 12 lið utan Reykjavíkur. Skipað hefur verið í riðla og fer sú keppni fram í sumar. Loka- keppnin sem I verða fjögur lið mun fara fram í Reykjavík um miðjan september. I. riðill. Umf. Snæfell, Umf. Skallagrímur. II. riðill. Körfuknattleiksfélag ísafjarðar. jlþróttaifélagið Stafnir, Súganda- firði. íþróttafélagið Grettir, Flat- eyri. Sigurvegararnir úr I. og II. riðli keppa síðan um hvor fer í úrslitakeppnina í Reykjavík. III. riðill. íþróttafélagið Þór. Knattspyrnu- félag Akureyrar. Umf. Tindastóll. IV. riðill. íþróttabandalag Hafnarfjarðar. Umf. Laugdæla. Umf. Selfoss. Umf. Hrunamanna. V. riðill. íþróttafélag Reykjavíkur. Glímu félagið Ármann. Knattspyrnufél. Reykjavíkur. Sigurvegararnir úr III., IV. og V. riðli fara í úrslita- keppni í Reykjavík. Fyrstu umferð keppninnar skal vera lokið fyrir 1. ágúst. Annarri umferð skal lokið fyrir 23. ágúst og lokakeppnin (4 lið) mun síðan fara fram um miðjan september. (KKÍ). Bjargar Sigurður Einarsson þarna á linu fyrir Fram? Eftir myndinni a8 dæma, sem tekin var í fyrrakvöld í leik Fram og Keflavfkur, vlrSist SigurSur vera að stöðva knöttinn — en knötturinn fór samt sem áður inn fyrir marklínuna og þar með skoraði Keflavik sitt eina mark (Tfmamynd Kári) Larsen (AB). — Dómari verður Steinn Guðmundsson. Það er ástæða að hvetja fólk til að sjá leikinn. KR-liðið hefur sýnt ágæta leiki að undanförnu og er í öðru sæti í 1. deildar keppn ínni. Þórólfur Béck styrkir liðið án efa og verður áreiðanlega gam an að sjá hann leika. Námskeið í handknattleik Glímufélagið Ármann held ur námskeið í handknatt- leik fyrir stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Kennt verður á félags- svæði Ármanns við Sigtún, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7—8. Hvert námskéið stendur yfir 1 mánuð og kostar kr. 25.00, er greið- ist við innritun. Stúlkurnar eru beðnar að vera í síðbux- um (gallabuxum) og með strigaskó. Allar stúlkur á þessum aldri eru hvattar til að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt og vera með frá byrj un. (Frá Ármanni). DANIR FAGNA Eins og nærri má geta, urðu gífurleg fagnaðarlæti á Idrætts- parken í Kaupmannahöfn s. I. sunnudag eftir að Danir liöfðu sigrað Svía í landsleiknum í knatt- spyrnu, 3:1. Og á myndinni hé-r að ofan, sem er frá Polfoto, sést mannfjöldinn streyma inn á völl- inn, en lögreglumenn fengu ekki við neitt ráðið og gátu ekki stöðv- að „innrásina“. Leikmaðurinn, sem sést á myndinni lengst til hægri, er K. Hansen frá Köge, en til stóð að þessi leikmaður léki á Laugar- .dalsvellinum í kvöld með Sjálands úrvalinu gegn KR. En liann hefur ekki fengið Ieyfi til íslandsfarar í bili, því danska landsliðið á að leika gegn Sovétríkjunum n. k. sunnudag í Moskvu, en að öllum líkindum kemur hann með danska landsliðinu hingað í byrjun næsta mánaðar. — Eins og fyrr hefur verið getið, var þetta fyrsti sigur Dana yfir Svíum í knattspyrnu frá því 1951, en þess má geta, að Danir hafa nokkrum sinnum náð jafntefli gegn þessum „erfðafjend- um“ sínum. Lið KR verður skipað eftirtöld um leikmönnum, talið frá mark verði til vinstri útherja: Heimir Guðjónsson, Kristínn Jónsson, Bjarni Felixson, Sveinn Jónsson, Þorgeir Guðmundsson Ellert Schram, Gunnar Felixson, Guð- mundur Haraldsson, Baldvin Baldvinsson, Þórólfur Beck, Sigur þór Jakobsson. í liði SBU verða Þessir leik menn: Mogens Johansen (Köge), Leif Petersen (Næstved), Kresten Bjerre (AB), Knud Petersen (Köge), Niels Yde (AB), Sören Hansen (Lyngby), Palle Reimer (Roskilde), Jörgen Jörgensen (Holbæk), Arne Dyremose (AB), Ove Andersen (Köge) og Finn Sveinameistaramót íslands í frjáls íþróttum fer fram dagana 26. og 27. júní á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 14 bSða dagana. Sveinar teljast þeir drengir, sem eru 16 ára á keppnistímabilinu. Keppt verður í þessum greinum: Fyrri dagur: ! 80 m og 200&&1 hlaúp, stangar- , stökk, hástökk og kúluvarp. Síðari dagur: 80 m grindahlaup, kringlukast, langstökk, 800 m hlaup og 4x100 m boðhlaup. Þátttaka tilkynnist fyrir n. k. föstudag í síma 14608.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.