Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 15 Carter má skammta benzínið Washington. 2. ágúst, Reuter FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti ( dag að veita Carter forseta heimild til þess að skammta benzín ef skortur gerði vart við sig. Skömmtunarfrumvarp- ið var samþykkt með 263 atkvæðum gegn 159 og sent öidungadeildinni til afgreiðslu. Fáum klukkustundum eftir sam- þykkt fulltrúadeildarinnar gaf Hvíta húsið út tilkynningu þar sem sagði að breyta þyrfti frumvarpinu örlítið til batnaðar áður en forsetinn skrif- aði undir það. Það væri ekki nógu afdráttarlaust ef það ætti að koma að b einum notum í viðleitni forset- ans til að sporna við erfiðleikum sem hljótast af benzínskorti. Samþykkt- inni var þó fagnað sem spori í rétta átt. Veður víða um heim Akureyri 10 alskýjað Amsterdam 22 bjart Apena 37 bjart Barcelona 28 léttskýjað Berlin 25 rigning Brússel 18 skýjað Chicago 21 skýjaö Denpasar, Bali 32 bjart Feneyjar 29 heiðrtkt Frankfurt 25 skúrir Genf 28 mistur Helainki 19 bjart Hong Kong 27 hvirfilbylur Jerúsalem 29 bjart Jóhannesarb. 18 bjart Kairó 35 bjart Kaupmannah. 21 bjart Las Palmas 23 lóttskýjað Lissabon 28 skýjaö London 22 skúrir Los Angeles 26 bjart Madrid 31 bjart Majorka 30 heiðríkt Malaga 30 heiðrt'kt Míami 32 bjart Montreal 27 skýjað Moskva 24 skýjað Nýja Delhi 35 skýjað New York 34 bjart Ósló 19 rigning París 21 bjart Reykjavík 11 alskýjað Rio de Janeiro 30 bjart Rómaborg 34 skýjaö San Francisco 19 bjart Stokkhólmur 20 skýjað Sydney 15 bjart Greip bam- ið í fallinu Marwilje, Frakkl. 2. ágÚHt. Reuter. SAUTJÁN mánaða stúlkubarn datt út um glugga á þriðju hæð í Marseille, en í þá sömu mund gekk einn nágrannanna hjá og tókst honum að grípa barnið og slasaðist það ekki. Litla stúlkan var að leika sér uppi hjá sér, en móðir hennar brá sér frá til að hengja upp þvott. Telpukrílið klifraði síðan að glugganum og tókst að opna hann. Maðurinn var að stíga út úr bíl sínum fyrir framan húsið. Hann sá blómapott skella á stéttina, leit upp og sá barnið detta, brá við og greip það snarlega. Nixon og Pat óvel- komin í nýju íbúðina New York 2. ágúst. Reuter. ÍBÚAR í glæsilegri íbúðarbygg- ingu í New York hafa lagzt gegn því að Richard Nixon forseti og kona hans flytjist inn í húsið en þau munu hafa fest kaup á íbúð þar fyrir 750 þúsund dollara eða sem svarar 270 milljón ísl. króna. Jane nokkur Maynard, einn þessara íbúa, sem leizt ekki á nýja sambýlisfólkið, lét íbúa greiða atkvæði og þar kom í ljós, að rösklega helmingur 34 eig- enda íbúða í húsinu vill ekki sjá að Nixon og kona hans flytjist þangað. Óttast íbúarnir meðal annars hvers konar óþægindi, öryggisvandamál og átroðning af öllu tagi. Nixon hefur í huga að flytjast þarna inn á haust- nóttum. Níu manna húsráð fellst á að selja forsetanum fyrrver- andi, en nú er sagt frá því hafi ekki verið endanlega gengið og mun ráðið endurskoða málið með hliðsjón að þeirri afstöðu sem íbúarnir hafa tekið til piálsins. Kreisky gagnrýn- ir framkomu við / Iranskeisara Amsterdam 2. ágúst. Reuter BRUNO Kreisky, kanzlari Aust- urrikis, gagnrýndi harðlega for- ystumenn á Vesturlöndum fyrir að vilja ekki bjóða íranskeisara og fjölskyldu hans neins staðar hæli í Evrópu. Kreisky sagði í viðtali við holl- enzkt blað, Trouw, að hann hefði .gagnrýnt keisarann fyrir að láta handtaka menn af pólitískum ástæðum meðan hann var við völd. „Ég veit ekki hvort við getum boðið honum það öryggi sem hann þarfnast en ég vísa því eindregið á bug að loka hann út í kuldanum eins og allir hinir, sem hér áður voru óðir og uppvægir í að hitta hann, og vildu þá allir láta sem þeir væru hans vinir. Nú er annað hljóð komið í strokkinn og það finnst mér lágkúrulegt og fyrirlit- legt.“ I viðtali við Trouw sl. haust vakti Kreisky hið mesta uppnám og diplómatísk vandræði milli Austurríkis og ísraels með því að viðhafa heldur ógætileg orð um Begin forsætisráðherra. Kreisky Víetnamar reiðir vegna b jörgunar Málmþynna olli slysinu? Bangkok. 2. á«úst. AP. í FRÉTTUM AP-fréttastofunnar síðdegis á fimmtudag sagði, að Víetnamstjórn hefði krafizt þess að bandarisk herskip hættu samstundis að vera sífellt að bjarga flóttamiinnum frá Indóki'na. sem væru á smábátum úti í Suður-Kínahafi. Fellibylur fer nú yfir á þessum slóðum og er trúlegt að hann grandi öllum þeim smábátum. sem kunna að vera á þessu hafsva'ði. Chicago. 2.áKÚHl, Reutrr Yfirverkfræðingur American Air- lines tjáði rannsóknarnefnd í gær að næfurþunn málmþynna, sem komið var fyrir á hreyfilfestingum DC-10 þotunnar er fórst í maí við Chicago, hefði að öllum líkindum átt sinn þátt í slysinu. Verkfræð- ingurinn sagði að tilraunir bentu til þess að þynnan, sem nefnd er „Shim“ og stundum notuð af vél- virkjum til að þétta rifur, kynni að hafa orðið þess valdandi að sprunga í hreyfilfestingunni gliðn- aði. Verkfræðingurinn, William Hannan, sagði að flugvirkjar fé- lagsins hefðu ekki komið málm- þynnunni fyrir í hreyfilfestingunni. Hennar væri heldur ekki getið í leiðbeiningum er fylgt hefðu vélinni frá McDonnel Douglas verksmiðj- unum. Sérfræðingar bandarískra flugyf- irvalda komust að þeirri niðurstöðu að sprunga í hreyfilfestingunni olli slysinu, sem varð er einn hreyfill þotunnar brotnaði af í flugtaki. Ekki hefði verið farið eftir leiðbein- ingum um viðhald vélarinnar og sprungan myndast þar sem hreyfl- ár og festingar þeirra hefðu verið teknir af vélunum í einu lagi og lyftarar verið notaðir. Hannan sagði að flugvirkjar félagsins hefðu útfært aðferð til að taka hreyfla og festingar af í einu lagi og hefðu flugvirkjarnir lýst því að aldrei hefðu þeir orðið varir við skemmdir á hreyfilfestingum af þessum sök- pm. I orðsendingu stjórnarinnar sagði að þessar björgunaraðgerðir Bandaríkjamanna vásru til þess eins fallnar að ýta undir frekari ólöglegan landflótta og gerðu að engu viðleitni til að leysa vanda- mál flóttamannanna eins og samið hefði verið um á Genfarráðstefn- unni. Á ráðstefnunni var talið að um fjögur hundruð þúsund flótta- menn frá Indókina væru nú víðs vegar í löndum í Suðaustur-Asíu og að 200 þúsund að minnsta kosti hefðu farizt á hafi úti. Fimm bátar með 478 Víetnama komu til Hong Kong rétt áður en stormurinn skall á í dögun á fimmtudag. Frá Kuala Lumpur bárust þær fregnir, að bátar með um 200 víetnömskum flóttamönnum hefðu verið reknir út á Suður— Kínahaf í morgun þegar stormur- inn var að komast í hámark og er það í samræmi við þá stefnu stjórnar Malasíu að veita flótta- mönnum ekki frekari aðstoð. Vit- að er að einhverjum þessara flóttamanna var síðan bjargað um borð í ítölsk skip. Þetta gerðist Fleiri f elldir á N or ður-í rlandi Belfast — 2. ítcúst — Reuter ÍRSKIR skæruliðar drápu í dag 300. brezka hermanninn á Norð- ur-írlandi sfðan átökin þar hóí- ust 1969. Nokkru síðar ók her- jeppi yfir sprengju sem skærulið- ar höfðu komið fyrir og lézt þá einn hermaöur til viðbótar. Gerðist þetta í landamærahér- aðinu Armagh. í Belfast var lög- reglumaður skotinn til bana hvar hann var við skyldustörf á götum borgarinnar. Hann er áttundi lögreglumaðurinn sem fellur fyrir skotum írskra skæruliða það sem af er árinu. 1975 — 188 fórust með leiguflug- vél við Agadir, Marokkó. 1972 — Neyðarástandi lýst yfir í Bretlandi á sjöunda degi verk- falls hafnarverkamanna — öldungadeildin staðfestir samn- ing við Rússa um takmörkun varnareldflauga. 1%3 — Dean Rusk heimsækir Sovétríkin fyrstur bandarískra utanríkisráðherra. 1962 — Ben Bella fagnað í Álgeirsborg eftir sigur í mánaðarlangri valdatogstreitu. 1%0 — Níger fær sjálfstæði. 1958 — Kjarnorkukafbáturinn „Nautilus" siglir fyrstur undir Norður-pólinn. 1949 — Evrópuráðið tekur til starfa. 1945 — Þjóðverjar og Ungverjar í Tékkóslóvakíu svíptir borgar- rétti. 1943 — Mótmælaaðgerðir gegn bjóðverjum í Mílanó, Genúa og fleir borgum á Norður-Ítalíu. 1940 — Lettland verður sovézkt lýðveldi. 1914 — Þjóðverjar segja Frökkum stríð á hendur og gera innrás í Belgíu. 1%7 — Vilhjálmur II Þýzka- landskeisari og Nikulás II Rússakeisari halda fund um Bagdad-járnbrautina. 1882 — Brezkir landgönguliðar hertaka Súez. 1858 — John Speke finnur upptök Nílar. 1830 — Júlí-byltingunni í Frakklandi lýkur. 1803 — Annað Mahratha-stríðið gegn furstanum í Gwallior hefst. 1767 — Burmaherlið gerir ínnrás i Síam. 1742 — Brezki flotinn hindrar að Napolimenn og Spánverjar taki Langbarðaland. 1675 — Frakkar sigra hollenzkan og spænskan flota í Palermo-flóa og taka Sikiley. 1670 — Frakkar hertaka Lothringen. 1645 — Bromsebro-friður Svía og Dana sem missa mikið land. 1609 — Leopold erkihertogi af Austurríki sezt um virkið í hertogadæminu Julich. 1589 — Hinrik af Navarre verður Hinrik IV Frakkakon- ungur. 1571 — Tyrkir taka Famagusta, Kýpur, eftir 11 mánaða umsátur og myrða marga borgarbúa. 1553 — .María I af Englandi heldur innreið sína í London og kaþólsk messa sungin við hirð- ina. 1500 — Alfonso af Napoli, eiginmaður Lucretia Borgia, myrtur. 1492 — Kristófer Kólumbus fer frá Spáni í ferðina sem leiddi til fundar Ameríku. Afmæli. James Wyatt, enskur arkitekt (1749—1813) — Stenley Baldwin, brezkur stjórnmála- leiðtogi (1867-1847) - Hákon VII Noregskonungur (1872-1957) Andlát. Hinrik V Englandskon- ungur 1422 — Jakob II Skotakonungur 1460 — Sir Riger Casement, þjóðernisleiðtogi, 1916 — Joseph Conrad, rithöf- undur 1924 — Mobarios erkibiskup, forseti Kýpur, 1977. Innlent. Stiklastaðarorrusta (Þormóður Kolbrúnarskáld) 1030 — Vígður Jón biskup Arason 1524 — Gos í Öræfajökli 1727 — Ríkisarfi Hollands sækir ísland heim 1856 — Kristján IX í ferð austur um sveitir og að Geysi 1874 — Gengisfelling (13,2%) 1961 — f. Sigurgeir Sigurðsson biskup 1890 — Brynjólfur Jóhannesson 1896 — Agnar Kofoed Hansen 1915. Orð dagsins. Hræsni er virðing- ín sem lestir sýna dyggðunum — La Rochrfoucauld, franskur rit- höfundur (1613-1680).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.