Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 [ atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Oskum eftir að ráða fyrir einn viðskiptavina okkar úti á landi Fyrirtækið er vel staðsett verslunarfyrirtæki. í boöi er staða kjötiðnaðarmanns sem sér um innkaup, vinnslu og afgreiðslu. Góðir tekjumöguleikar. Við leitum að liprum manni meö starfs- reynslu á þessu sviði. Vinsamlegast skilið umsókiium eigi síöar en 20. ágúst 1979 á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar, einnig getum við sent eyðublöð sé þess óskaö. Ath.: Upplýsingar ekki gefnar í síma. Hagvangur hf. Ráöningarþjónusta c/o Haukur Haraldsson, Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83666. Afgreiðslustarf — Vaktavinna Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Tvískiptar vaktir. 2 frídagar í viku sem færast til. Uppl. um nafn, heimilisfang, aldur, menntun og fyrri störf, sendist augl.deild Mbl. fyrir 17. ágúst merkt: „Heiðarleiki — 3101“. Starfskraftur óskast til starfa í sérverzlun frá kl. 1—6, ekki yngri en 20 ára. Tilboð merkt: „V — 192“, sendist Mbl. Atvinna Viljum ráða starfskraft til starfa í tæknideild okkar. Starfiö er aö miklu leyti fólgiö í eftirfarandi: 1. Móttöku viögeröarbeiöna í síma. 2. Móttöku og innritun véla til viðgeröar. 3. Færslu og umsjón á spjaldskrám. Alúðleg framkoma og lipurð nauðsynleg. Kunnátta í vélritun æskileg en ekki skilyrði. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Pétri Aðalsteinssyni. Skrifstofuvélar h.f. Hverfisgötu 33, Pósthólf 377, Reykjavík. Verksmiðjustörf Plastprenst h.f. óskar eftir að ráða fólk til verksmiðjustarfa. Umsækjendur komi til viðtals, mánudaginn 13. ágúst kl. 10—12 og 14—16. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Plastprent h.f. Höföabakka 9. Útgáfustarf Óska eftir áreiöanlegum einstaklingi til starfa við útgáfu um skamman tíma. Umsóknir, sem greinir menntun, reynslu og fyrri störf óskast góðfúslega send Mbl sem fyrst merkt: „Ú — 179“. Matráðskona Matráðskona og aðstoðarstúlka eða hjón óskast í mötuneyti Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar. Uppl. á skrifstofu Harðfrystihússins, sími 94-2518 eða heimasíma 94-2521. Hraðfrystihús Tálknafjarðar, Tálknafiröi. Afgreiðslustörf Viljum ráða starfsfólk bæði konur og karl- menn til afgreiðslustarfa í matvöruverzlunum okkar víðs vegar um borgina. Hér er um framtíöarstörf að ræða. Æskilegt er aö viökomandi hafi einhverja starfs- reynslu. Allar frekari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu félagsins aö Skúlagötu 20. Sláturfélag Suöurlands. Yfirlæknis- staða við Sjúkrahús Selfoss er laus til umsóknar frá og með 1. október 1979. Umsækjandi skal vera sérfræðingur í skurð- lækningum eða hafi kynnt sér skurðlækning- ar sérstaklega. Umsóknarfrestur er til 10. sept. 1979. Umsókn sendist stjórn Sjúkrahúss Selfoss. Upplýsingar um stöðuna eru gefnar á skrif- stofu landlæknis, Arnarhvoli. Stjórn Sjúkrahúss Selfoss. Símavörður Félag íslenzkra iðnrekanda og Útflutnings- miðstöð iðnaðarins óska eftir aö ráöa símavörð frá 1. september n.k. Umsóknir sendist til Morgunblaðsins merkt: „Ú — 3098“ fyrir 20. ágúst. Frumurannsóknir Krabbameinsfélag íslands óskar að sérþjálfa fólk í frumurannsóknum. Æskilegast er að ráða meinatækna og meinatæknanema til þessara starfa, en önnur menntun kemur einnig til greina. Umsækjendur sendi upplýsingar um mennt- un og störf til Krabbameinsfélags íslands Suðurgötu 22, Box 523, fyrir 1. september 1979. Aukavinna Þekkt fyrirtæki í Reykjavík vantar eftirlits- mann. Starfið er fólgið í daglegu eftirliti, símsvörun, og samskiptum við viöskiptamenn. Áætlað starf er um 3 tímar á dag virka daga. Kennari væri ákjósanlegur í starfið. Húsmóð- ir kæmi vel til greina. Nokkur vélritun, en algjört meginatriði að sá, sem tekur viö starfinu, sé röskur og geti unnið sjálfstætt. Tilboð er greini frá menntun og meðmælum ef til eru (gjarnan mynd), sendist Mbl. fyrir miðvikudag, merkt: „Aukavinna — 184“. Hafnarfjörður — Starf Kona óskar eftir skrifstofustarfi í Hafnarfirði. Góð ensku- og vélritunarkunnátta og 18 ára reynsla við almenn skrifstofustörf. Uppl. í síma 54439. Atvinna Þekkt heildsöluyfrirtæki óskar að ráða duglegan starfskraft til sölumennsku og skrifstofustarfa, þarf að geta unniö sjálf- stætt. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Góð laun í boði fyrir réttan starfskraft. Aldur 25—40 ára. Upplýsingar leggist inn á afgr. blaðsins merkt: „Heildsölufyrirtæki — 3097“. Bakari óskast í íslenskt bakarí í Bandaríkjunum. Upplýsingar í síma 71098 eftir kl. 20. Óskum að ráða starfskraft viö tollskýrslugerð og verðút- reikninga, hálfsdagsstarf kemur til greina. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri (ekki í síma). JÖFUR HF Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Atvinna Áreiðanlegur og lipur starfsmaður óskast til lager- og útkeyrslustarfa hjá heildsölufyrir- tæki. Umsóknir sendist Mbl. fyrir miðvikud. 15. ágúst merkt: „Atóm — 3109“. Borgarspítalinn Lausar stöður Staða hjúkrunardeildarstjóra og 1 staöa sjúkraliða viö dagspítalann í Hafnarbúðum eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. september. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Sími 81200 (207) (202). Kennarar Kennara vantar að grunnskóla Njarðvíkur næsta vetur. Aðalkennslugreinar raungreinar og danska. Hægt aö útvega húsnæöi ef þess gerist þörf. Uppl. í síma 92-7584. Skólanefnd. Síldveiðar Traust fyrirtæki óskar eftir síldarbát í viöskipti á komandi hausti. Fyrirgreiðsla stendur til boða. Uppl. í síma 43272. Trésmiðir og verkamenn óskast í mótauppslátt (mælingavinna). Helst smíða- flokkur, mikil vinna framundan. Upplýsingar gefur Jón Sigurðsson í vinnu- síma 77420 eftir kl. 19 í síma 40026 og Sveinn Guðmundsson, Brekkutanga 36, Mosfellssveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.