Tíminn - 25.06.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.06.1965, Blaðsíða 16
BIRGDASTOÐ ALMANNA- VARNA í REYKJAHLÍÐ? EJ—Reykjavík, fimmtudag. I aða birgðastöð að Reykjahlíð i Almannavarnir Reykjavíkur hafa | Mosfellssveit, en sá staður er tal- sent borgarráði bréf, um fyrirhug Myndin var tekin á Kleifarveginum, og sýnir vel mlsmuninn á hæ3 götunnar og hæð stéttanna sem steyptar hafa verlð á lóðunum. (Tímamynd K.J.) EIGENDUR BORGI LAG FÆRINGARNAR SJÁLFIR KJ—Reykjavík, miðvikudag. Nýlega er lokið við að mal- bika götur í „lækja" og „grunna" hverfunum í Reykjavík ásamt KleifarvegL og hefur komið í ljós að nokkuð mikið misræmi er á mUli hæðar gatnanna og frá- genginna lóða í þessum hverfum. ' Af þessu tilefni sneri blaðið sér til skrifstofu borgarverkfræðings og spurðist fyrir um hvaða aðili Sænski utanríkis- ráðherrann kemur JHM-Reykjavík, fimmtudag. Thorsten L. Nilsson, utanrikis- ráðherra Svíþjóðar, kemur í opin- bera heimsókn til fslands, ásamt konu sinni, dagana 28. júní til 2. júlí n.k. Þau hjónin fara m.a. til Akureyrar og Mývatns meðan þau dvelja hér, auk þess sem þau fara hinn vanalega hring um Þing- völl, Sogið o'g Hvergerði. Þá munu þau hitta helztu ráðamenn þjóð- arinnar og snæða m.a. hádegis- verð á Bessastöðum. Nilsson hefur verið utanríkis-i ráðherra síðan í september 1962, i og setið á þingi síðan 1941. Hanni er fæddur 1905 í Nevishög, sem Framhaid ð 14 siðu i myndi greiða kostnað, sem óhjá- kvæmilega mun verða af lagfær ingum við innkeyrslur og hlið sumra húsanna í hverfunum: Á sumum stöðum munar allt að hálf um metra á götuhæðinni og stétt- um, sem steyptar hafa verið í lóðunum. Ólafur Guðmundsson varð fyrir svörum á skrifstofu borg arverkfræðings, og tjáði hann blaðinu að reglan væri sú að þeg ar götuhæðinni væri breytt við malbikun frá því sem húseigend um væri upphaflega gefið upp, bæri borgin kostnað af þeim breyt ingum við lóðir, sem gera þyrfti, en ef götuhæðinni væri ekki breytt frá því, sem gefið hefði verið upp, yrðu húseigendur sjálf ir að greiða allan kostnað við breytingar á lóðum, stéttum og girðingum. Sagði Ólafur að í umræddu hverfi hefði götuhæð inni ekki verið breytt frá því sem upphaflega var ákveðið, og urðu því íbúarnir sjálfir að standa straum af öllum breytingum. Væri það nokkuð algengt að hús eigendur gengju frá innkeyrslum og girðingum við malargötur án Þess að taka tillit til þess hvort götuhæðin ætti eftir að breytast þegar ráðizt yrði í malbikun gatn anna. inn hentugur sem miðstöð fyrir birgðir þær, sem nú eru til, og sem væntanlega þarf á að halda í framtíðinni. Nú eru þessar birgðir geymdar á ýmsum stöðum í bæn- um. Þessar birgðir eru einkum ýmiss konar sjúkra- og hjúkrunar- tæki, björgunartæki og vara- slökkviliðstæki. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs 22. þ.m. en ákvörðun frestað. Blaðið hafði í dag samband við Jóhann Jakohsson hjá Almanna- vömum,og sagði hann, að Reykja- hlíð í Mosfellssveit væri talinn hentugur geymslustaður fyrir birgðimar. Nú væru þær geymd- ar á ýmsum stöðum í húsnæði, sem væri að ýmsu leyti ófullnægjandi og óhentugt, m.a. í sambandi við viðhald og flokkun birgðanna, en nauðsynlegt væri að hafa hvern hlut skráðan og allt í röð og reglu. Úr þessu þyrfti að bæta og tryggja öryggi birgðanna, en ekki væri gott að geyma þær í þéttbýli, þar sem eldur eða önnur vá gæti eyði- lagt þær eða skemmt, Reykjahlíð væri talin hentugur geymslustað- ur vegna legu sinnar og annarra aðstæðna. Um birgðirnar sagði Jóhann, að SUMARFERÐIN Þeir sem pantað hafa miða í ferðalagið á sunnudaginn þurfa að vitja þeirra í dag og í síðasta lagi fyrir hádegi á morgun, laugar dag., /GUin Farið verður um Þingvöll og Kaldadal og Þrjú skólasetur í Borgarfirðinum heimsótt. Kunnug ir leiðsögumenn verða með í ferð inni og má m.a. nefna Áma Þórð arson, skólastjóra, Jón Þórðarson, kennara, Einar Ágústsson, alþingis mann, Sigurð Ólason hrl., Samúel Eggertsson o. fl. Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 26 kl. 8,30 stundvíslega og ráðgert að koma í bæinn um kl. 11 að kvöldi. Stærsta kappreiðamót landsins í Skógarhólum á sunnudag: Akstur í veðhlaupakerru í fyrsta sinn hér á landi BÞG—Reykjavík, fimmtudag. | sýning, sem 32 beztu gæðingar Á sunnudaginn kemur verður j hinna 8 félaga taka þátt í, þ. e. haldið í Skógarhólum stærsta kapp j fjórir frá hverju félagi. reiðamót landsins. Lokið er að ! Er ekki að efa, að góðhestasýning mestu undirbúningsvinnu, og er' in vekur mikla athygli. búizt við mikilli þátttöku í mótinu. Fyrsta keppnisgreinin er skeið. Verða þar 100 m frjálsir, en síðan 150 m á skeiði, 14 hestar eru Skráðir til leiks í þrem riðlum. Mjög há verðlaun verða veitt í þessari grein, 10 þús. kr. fyrir 1. Framhald á l4 síðu. þær væru að mestu birgðir frá Loftvarnanefnd borgarinnar, og hefði litlu verið bætt við síðan. Þó væri endumýjun að komast í gang nú, einkum í sambandi við ýmis ný slökkvitæki. Thorstein L. Nilsson, utanríkisráðherra 69 hestar eru skráðir til keppni i 14 riðlum. Mjög há peningaverð- Iaun verða veitt, eða alls um 50. 000.00 kr., auk sérstakra verðlauna peninga. Ýmis nýlunda verður á dagskrá, svo sem naglaboðhlaup, hindrunarhlaup og kerruakstur, og er það í fyrsta sinn, að veðhlaupa- kerra sést á hestamannamóti hér- lendis. Forráðamenn mótsins boðuðu blaðamenn á sinn fund í gær og skýrðu frá ýmsu varðandi mótið. Kappreiðamótið á sama stað í fyrra gaf mjög góða raun, og er auðséð, að fólk kann að meta þessa iþrótt. Mótið hefst með því, að 90 félagar koma ríðandi i hóp- fylkingu inn á reiðvöllinn, og verður fánaberinn, Bjarni Bjarna- son á Laugarvatni, í broddi fylk- ingar. Síðan verður mótið sett við dómpallinn og að setningu lok- inni hefur séra Eiríkur J. Eiríks- son stutta helgistund. Fyrsta atriði dagsins er góðhesta DAGBL0Ð UR SORPINU UM- BÚÐIR UTAN UM FISK? KJ-Reykjavík,- fimmtudag. Á miðvikudagskvöldið var eitnn af blaðamönnum Tímans Vitni að því, að fisksali einn í Hlíðunum, ásamt syni sínum, fór í sorptunn- ur, sem standa að húsabaki við aðsetur blaðsins, og hirti þaðan mikið magtn af dagblöðum, sem hent hafði verið í tunnurnar. Þar sem blaðamanninum þótti hér á ferðinni all vítavert athæfi, með tilliti til þess að nota ætti dagblöðin úr sorptunnunum, sem umbúðir utan um fisk, var haft samband við heilbrigðiseftirlitið í borginni, sem brá skjótt við og hóf þegar rannsókn málsins. Fóru tveir fulltrúar heilbrigðis- eftirlitsins í umrædda fiskbúð, og er þangað kom, virtist koma nokk- urt fát á fisksalann, sem seildist undir afgreiðsluborðið, tók þaðan dagblöð, sem hann setti ofan á önnur, er lágu á afgreiðsluborð- inu. Er að var gáð, kom í Ijós að á borðinu lá bunki af blöðum frá deginum áður, sem allar lík- ur benda til að tekin hafi verið Framhaiö a 14. síðu Þórsmerkurferð Framsóknarfélag- anna í Kópavogi Framsóknarfélögin í Kópavogi efna til skemmtiferðar í Þórsmörk um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 9 á laugardagsmorguninn 26. júní frá Framsóknarhúsinu að Neðstutröð 4. Komið verður aftur á sunnndagskvöld. Þátttaka til- kynnist í síma 41590 og 41228 sem allra fyrst. Ferðafólkið verður að hafa með sér nesti og viðleguút- búnað. Farið verður víða um mörk ina með góðri leiðsögn. Jón Skafta son ,alþingismaður, og Ólafur Jens son bæjarfulltrúi, munu verða í förinni og ávarpa ferðafólkið i Þórsmörk. — Fjölmennið í þessa ferð. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Krafízt rannsóknar vegnafrí- merkjastimplunar í Surtsey BÞG—Reykjavík, fimmtudag. Eins og kutnnugt er af frétt- um fór Páll Helgason úr Vest- mannaeyjum út í Surtsey í gær, reisti þar ,,pósthús“ og stimplaði með sínum eigin stimpli hin nýju Surtseyjarfrí merkl, sem komu út í gær. Surtseyjarnefnd hefur nu snúið sér til bæjarfógetaem- bættisins í Vestmannaeyjum og krafizt rannsóknar á þessari ferð Páls, þar sem hann hafi ekki sótt um leyfi til þess að stíga á land í eyjunni. Tíminn hafði tal af Páli í dag og var hann hinn brattasti enda höfðu frímerkjaumslög hans runnið út eins og heitar kleinur og seldust öll með tölu. Páll keypti 4.500 fyrstadags umslög á pósthúsinu í Vest- mannaeyjum og voru þau stimpluð af hálfu pósthússins í gær. Tók hann síðan bátinn Heimi á leigu og hélt út í Surtsey við fimmta mann, þar sem þeir stimpluðu umslögin með þríhyrndum stimpli, með áletruninni: Stimplað á útgáfu degi, 23. júní 1965 í Surtsey, en stimpilinn hafði Páll látið gera sérstaklega í þessum til- gangi. Seldi hann hvert umslag með þessum stiplum á kr. 50 stykk ið^ en sumt gaf hann. í fyrstu mun Póststjórnin Framhald á l4 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.