Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 23 Kjartan T. Ólafsson: Hafa skal það sem sannara reynist Um framboðsmál á Suðurlandi Viðtöl: Fríða Proppé staðið Áætlunin miðaðist við ákveðið mafkmið, þ.e. sjúkrahús- byggingar af heppilegri stærð til að kenna ákveðnum fjölda lækna- nema. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Alls konar þrýsti- hópar hafa risið upp og eru enn að láta á sér kræla, sem hefur tekist að sveigja upphaflegar hugmyndir og áætlanir til og frá eftir pólitísk- um leiðum. Weeks-áætlunin er því alltaf að breytast, en ég var sæmilega ánægður með hana eins og hún leit síðast út á pappírnum. Það er samt ekki nægilegt að gera fallegar og góðar áætlanir ef lítið sem ekkert gengur að framkvæma þær. Að sjálfsögðu eiga allar áætl- anir að vera háðar sífelldri end- urskoðun því kröfurnar vaxa og hugmyndir breytast með aukinni tækni og þekkingu. Hins vegar er bráðnauðsynlegt að halda í ein- hverja grundvallarstefnu og í þessu tilviki er framkvæmdahraðinn sá, að mér virðist það geta tekið áratugi að koma málefnum lækna- deildar og Landspítalans í skaplegt horf.“ Aöstaða barnadeilda nokkuð góð — Hver er að staða barnadeild- anna? „Það má segja, að aðstaða barna- deilda Landspítalans sé nokkuð góð, en þó hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til sérþarfa barna á sjúkrahúsum. Stöðuheimildir hafa ekki fengist í hlutfalli við vaxandi þjónustu. Sem dæmi um hversu þjónustan hefur aukist má nefna, að þegar heilahimnubólgufaraldur- inn gekk hérlendis 1976 tókum við upp sérstaka skyndivakt, þ.e. vakt læknis og hjúkrunarliðs allan sól- arhringinn. Hægt var að leita hingað með börn, sem grunur lék á um að sýkst hefðu. Þetta gafst ágætlega og ég tel að þetta hafi orðið til þess að mörg tilfelli uppgötvuðust í tíma. Við höfum haldið þessari vaktþjónustu áfram, en sökum hemils á stöðuveitingum höfum við orðið að bæta þessari vinnu við Jþá sem fyrir eru á deildinni. Eg tel þjónustu sem þessa bráðnauðsynlega bæði fyrir börn og fullorðna. Raunar höfum við í læknaráði á Landspítalanum gert fyrir nokkru síðan tillögu um það til stjórnarnefndar að slík opin neyðargöngudeild yrði tekin upp við Landspítalann þar sem hægt yrði að taka á móti öllum bráðatil- fellum, öðrum en slysum. Rekstur barnasjúkrahúsa hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Æskilegt er að sem minnst röskun verði á daglegu lífi barna, er þau leggjast inn á sjúkrahús en til þess þarf ýmiss konar aðstaða að vera fyrir hendi á sjúkrahúsinu. Börnin þurfa að hafa stóra og góða leikaðstöðu úti sem inni. Kennslu- aðstaða þarf að vera fyrir hendi fyrir börn á skólaaldri og mikil- vægt að hægt sé að láta börnin taka þátt í alls konar föndurstarf- semi bæði til að dreifa huganum og beinlínis til að örva sköpunarmátt sem getur verið stór þáttur í endurhæfingu. Eitt er það sem ekki hefur verið hugsað fyrir, en það er að foreldrar hafi mun betri aðstöðu til að vera hjá börnum sínum, jafnvel svefn- aðstöðu. Það er mikil nauðsyn að þeir geti verið sem mest hjá börnum sínum og fársjúk börn og jafnvel dauðvona eiga ekki að þurfa að takast á við þjáningar sínar fjarri ástvinum. Foreldrar vilja vera hjá sjúkum börnum sínum og leggja oft mikið á sig í því sambandi. Sjúkrahúsbyggingar eiga að vera þannig hannaðar að þeim sé það unnt. Ég vildi gjarnan sjá nýjan barnaspítala rísa hér á Landspít- alalóðinni og þá helzt í sem nánust- um tengslum við fæðingardeildina. Við þurfum mikið að sinna ný- fæddum börnum, sjúkum eða að einhverju leyti veikluðum. Slíkur barnaspítali yrði þá að öllu leyti hannaður með sérþarfir barna í huga.“ Þegar rætt er um röðun á framboðslista sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi þarf að huga að því sem liðinn tími geymir. Ingólfur Jónsson hefur allar götur frá því að Suður- landskjördæmi varð til sem slíkt — í kjördæmabreytingunni 1959 — og þar til í kosningum 1978 skipað fyrsta sæti listans. Hann var óumdeildur oddviti á fram- boðslistum flokksins. En þegar hann kaus að draga sig í hlé þótti okkur Árnesingum, sem byggjum fjölmennasta hluta kjördæmisins, að Steinþór Gestsson — með 12 ára þingreynslu að baki — ætti að skipa fyrsta sætið. Þegar kjörnefnd sjálfstæð- ismanna í Suðurlandskjördæmi kom saman vorið 1978 varð ljóst að svo yrði ekki. Mynduð höfðu verið samtök, sem réðu röðun listans, gegn atkvæðum Árnes- inga, þann veg, að Steinþór lenti í þriðja sæti. Arnesingar voru ekki ánægðir með þessa skipan mála þó þeir létu kjurt liggja vegna eindreginna tilmæla Steinþórs Gestssonar. Aðeins vegna hans orða sættu menn sig við þessa valdbeitingu. Rétt er að íhuga, hvern veg íbúatala hinna einstöku hluta Suðurlandskjördæmis er; þegar skipan listans er skoðuð. I Árnes- sýslu býr 51% íbúa Suðurlands- kjördæmis, eða rúmur helmingur þeirra. í Vestmannaeyjum 24%. í Rangárvallasýslu 18% og í V-Skaftafellssýslu 7%. Þrátt fyrir þessi íbúahlutföll var full- trúa Árnesinga, Steinþóri Gests- syni, skipað í 3ja sæti listans 1978. Hæfni hans og þingreynslu, sem að sjálfsögðu skipti ekki minna máli, drógu engir í efa. Er gengið var frá framboðslista flokksins nú þótti rétt að Steinþór Gestsson skipaði efsta sæti hans, bæði vegna hæfni hans og ein- dreginna óska Árnesinga. Rangæ- ingar fluttu þó tillögu um óbreytta röðun á listann frá framboði 1978. Sú tillaga var felld. Með þessari tillögu kröfðust þeir í raun þess að þeirra fulltrúi fengi fyrsta sætið en Árnesingar lytu að því þriðja. Fullyrðing um að Árnesingar hafi hafnað prófkjöri er röng, Árnesingar voru fylgjandi próf- kjöri eftir þeim reglum sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði nýlega sett. Rangæingar vildu ekki þess konar prófkjör. Þeir fluttu tillögu um prófkjör eftir sínum einkareglum. Sú til- laga féll á jöfnum atkvæðum. Að lokum langar mig til að spyrja Eggert Haukdal. Er það ekki aðalsmerki ungra manna að axla skipan baráttusæta? Á sama hátt og Ellert Schram brást við í Reykjavík. HVER BYÐUR BETUR? Já, þaö voru margir, sem geröu góö kaup í Glæsibæ í síöustu viku. Við höldum nú áfram tilboði okkar á 10. vinsælustu plötum verzlunarinnar sem eru á 10—20% afslætti. Við vorum að taka upp nýja sendingu af hinum stórkostlegu p-hljómtækjum. Verð 8.750 Okkar verð 7 500 jhtmklú Sendu og svo er það rúsínan í pylsuendanum. Bæjarins beztu kjör Verð 11.750 Okkar verð “9.900 HLJÓMDEILD (IL'ii) KARNABÆR ymmJr GLÆSIBÆ, SÍMI 81915

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.