Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 57 Petri, sem er lögfræðingur, hef- ur ekki tekið opinberlega þátt í stjórnmálum áður. Slysið í Harrisburg kjarn- orkuverinu hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og haft víðtæk áhrif á allar umræður um notk- un kjarnorku. Sósíaldemókratar tóku þá ákvörðun að bíða eftir skýrslu bandarísku rannsóknar- nefndarinnar, áður en þeir tækju afstöðu með eða móti kjarnorku. Áður hafði flokkur- inn verið fylgjandi notkun kjarnorku og töldu að ekki þyrfti þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið. Samkvæmt orkulögunum frá 1973 var gert ráð fyrir allt að 12 kjarnorkuverum. Nú þegar eru 6 kjarnorkuver í notkun, en hin eru á mismunandi byggingar- stigum. Hefur staðsetning kjarnorkuveranna vakið deilur og þá sérstaklega Barsebáck, sem er mjög nálægt borgunum Malmö og Kaupmannahöfn. Ibúum þessara borga væri því hætta búin við slys, svipað því sem varð í Harrisburg. Stjórnskipuð nefnd lagði ný- lega fram útreikninga um kostn- aðinn við að hætta notkun kjarnorku í Svíþjóð. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar er heildarkostnaðurinn 70—75 milljarðar sænskra króna, ef gert er ráð fyrir að kjarnorku- verin verði lögð niður eitt af öðru fram til ársins 1990. And- stæðingar kjarnorku telja út- reikningana byggða á röngum forsendum og að stóran hluta þessa kostnaðar verði hægt að lækka með orkusparnaði og með notkun annarra orkugjafa. Vandinn við útreikninga sem þessa er óvissan um annars vegar orkuþörf landsins í fram- tíðinni og hins vegar kostnaðinn við notkun annarra orkugjafa. Skoðanakannanir sýna, að fjöldi þeirra eykst stöðugt, sem eru óákveðnir í afstöðu sinni gagnvart kjarnorku. Mismunur á fjölda þeirra sem eru með og móti er nánast enginn. Það sýndi sig nú, eins og við fyrri kannan- ir, að fleiri karlmenn eru með kjarnorku en konur. Aðeins einn fjórði hluti kvennanna var fylgj- andi kjarnorku en um helmingur karlmannanna. Fyrir árslok þarf ríkisstjórnin að leggja fyrir þing tillögur sínar um, hvernig orða skuli valkosti þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Er ágreiningur um hvort „já-ið“ við kjarnorku þýði 12 kjarnorkuver eða jafnvel enn fleiri. Eins hvort „nei-ið“ þýði alls engin kjarnorkuver, eða aðeins þau 6, sem nú þegar eru í gangi. Ýmsir eru á þeirri skoðun að nauðsynlegt geti verið að hafa valkostina fleiri en tvo. Stokkhólmi, 19. nóvember 1979 Sigrún Gísladóttir. Aðventu- kvöld í Hall- grímskirkju í KVÖLD kl. 20.30 hefst Aðventu- kvöld í Hallgrímskirkju með vandaðri og f jölbreyttri dagskrá. Ræðumaður kvöldsins er dr. Esra Pétursson, læknir. Kór Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar syngur, undir stjórn Sigursveins Magnússonar, og kona hans, Sigrún Gestsdóttir, syngur einsöng, aríu úr Messíasi eftir Hándel. Baldur Pálmason, útvarpsfulltrúi, les ljóð og Anton- io Corveiras, organisti kirkjunnar, leikur einleik á orgel, verk eftir franska tónskáldið Couperin. Auk þessa verður almennur söngur, sem kirkjukór Hallgrímskirkju leiðir, og helgistund. Það er góður siður að fagna komu aðventunnar. Hún hefur sinn sérstaka blæ, sem því miður kafnar allt of oft í jólaumstanginu öllu. Verið hjartanlega velkomin á aðventukvöld í kvöld. Frá Hllgrímskirkju Nýkomið Glæsilegar hátíðargjafir Mikið úrval af handskornum þýskum kristal. Frá Bing & Gröndahl: Jólaplattinn 1979 og Mæðraplattinn 1979 Matar- og kaffistell ásamt ýmsum minni hlutum frá hinu heimsþekkta enska postulínsfyrirtæki Wedgwood Litið við í verslun okkar — Gjafaúrvalið hefur aldrei verið glæsilegra. Postulíns- og kristalsdeildin Verið velkomin til að líta við. RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Kópavogsbúar Jólavörurnar komnar Nærfatnaöur, náttfatnaöur, sokkar á alla fjölskyld- una. Leikföng, gjafavörur, jólaskraut. Alltaf eitthvaö nýtt daglega. Verzlunin Áróra, Þinghólsbraut 19, N»s bílastsöi. Kópavofli. PÍERRE RobERT Beauty Care — Skin Care NÝJU SNYRTIVÖRURNAR FRÁ PIERRE ROBERT. Andlistssnyrtivörur og fullkomlega ofnæmisprófuö húökrem í hæsta gæöaflokki. AKUREYRINGAR Komlö og kynnist þessum frábæru snyrtivörum mánu- daginn 3. og þriðjudaginn 4. des. kl. 1—6 í Vörusölunni Hafnarstræti 104 KOMIÐ, KYNNIST OG SANNFÆRIST. Ragnhildur Björnsson veröur stödd þar, og leiöbeinir um val og notkun Pierre Robert snyrtivara. cMmeriókei » Tunguhálsi 11. R. Sími 82700 SKYRTUR BINDI SOKKAR HANZKAR PEYSUR NÁTTFÖT SLOPPAR SKÓR SNYRTIVÖRUR INNISKÓR FÖT FRAKKAR HATTAR HÚFUR VANDAÐAR nn TREFLAR G0ÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ HERRA DEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.