Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Leikrit í kvöld kl. 21.05: KRISTALSSTÚLKAN ef tir Edith Ranum í kvöld, fimmtudags- kvöld klukkan 21.05, verður flutt í útvarpi leikritið „Kristalsstúlk- an“ eftir Edith Ranum. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri er Herdís Þorvaldsdóttir. Með hlutverkin tvö fara Margrét Ólafsdóttir og Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Flutningur leiks- ins tekur röskar 50 mínútur. Nina Weide, „kristals- stúlkan", hefur verið fræg leikkona. En nú er hún ekki lengur ung og falleg og þar að auki á góðri leið með að verða drykkjusjúklingur. Móð- irin hefur boðið fyrrver- Herdís Þorvaldsdóttir. Margret Ólafsdóttir. andi kærasta Nínu, sem nú er frægur leikstjóri, til miðdegisverðar, í von um að dóttir hennar geti tekið þráðinn upp að nýju. En oft fer sitthvað á annan veg en menn ætla. Edith Ranum er þekkt fyrir barnaleikrit sín í útvarpi, bæði í heima- landi sínu, Noregi, og annars staðar á Norður- löndum. Hún hefur einn- ig skrifað sakamálaleikr- it og nokkrar skáldsögur í þeim dúr. Árið 1975 hlaut hún 1. verðlaun í leikritasamkeppni fyrir „Kettlinginn", en það var jafnframt fyrsta út- varpsleikrit hennar. Lýsing á leik ís- lendinga og Norð- manna Landslið íslendinga er þessa dagana í Baltic- bikarkeppninni í Vest- ur-Þýskalandi, og klukk- an 19.55 í kvöld lýsir Hermann Gunnarsson leik íslendinga og Norð- manna. Leikurinn fer fram í bænum Verden, og vonandi gengur betur í kvöld en í fyrrakvöld, er landarnir töpuðu stórt fyrir A-Þjóðverjum. V Útvarp Reykjavík FIM41TUDIkGUR 10. janúar MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Málfríður Gunnarsdóttir heldur áfram lestri sögunn- ar „Vorið kemur“ eftir Jó- hönnu Guðmundsdóttur (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar. Henry Szeryng, Wilhelm Kempff og Pierre Fournier leika Til- brigði f G—dúr fyrir fiðlu, píanó og selló eftir Beet- hoven um stef eftir Wenzel Múller / Han de Vries og Fílharmoníusveitin i Amst- erdam leika Inngang, stef og tilbrigði fyrir óbó og hljóm- sveit op. 102 eftir Hummel; Anton Kersjer stjórnar. 11.00 Iðnaðarmál. _ Umsjónar- menn: Sigmar Ármannsson og Sveinn Hannesson. Rætt við Benedikt Davíðsson formann Sambands bygg- ingarmanna og Sigurð Krist- insson forseta Landssam- bands iðnaðarmanna. 11.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. SÍDDEGID 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Léttklassísk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 14.45 Til umhugsunar. Karl Helgason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjalla um áfengismál. 15.00 Popp. Páll Pálsson kynn- ir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartimi barnanna Egill Friðleifsson sér um timann. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „ÓIi prammi“ eftir Gunnar M. Magnúss. Árni Blandon les (4). 17.00 Síðdegistónleikar. Lazar Berman leikur á píanó Spænska rapsódíu eftir Franz Liszt / Blásarasveit úr Sinfóniuhljómsveit lslands leikur Divertimento fyrir blásara og pákur eftir Pál P. Pálsson; höfundur stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID______________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böð- varsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 19.55 Baltic-bikarkeppnin i handknattleik í Vestur- Þýszkalandi Hermann Gunn- arsson lýsir síðari hálfleik í keppni Islendinga og Norð- manna i bænum Verden. 20.30 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar íslands í Há- skólabiói; — fyrri hluta efn- isskrár útvarpað beint. Stjórnandi: Janos Furst. Ein- leikari: Gyðrqy Pauk — báð- ir frá Ungverjalandi. a. Dansasvíta eftir Béla Bart- ók. b. Fiðlukonsert í a-moll op. 53. eftir Antonin Dvorák. 21.25 Leikrit: „Kristalsstúlk- an“ eftir Edith Ranum. Þýð- andi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Herdis Þorvalds- dóttir . Persónur og leikend- ur: Frú Weide / Margrét Ólafs- dóttir Nína, dóttir hennar / Þór- unn Magnea Magnúsdóttir. 22.20 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.40 Reykjavíkurpistill. Egg- ert Jónsson borgarhagfræð- ingur talar um þarfirnar 23.00 Frá tónleikum Tón- listarfélagsins i Háskólabiói í janúar í fyrra. Alfons og Aloys Kontarsky leika á tvö píanó:sönötu i C-dúr op. posth. 120 eftir Schubert. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 11. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dag- skrá 20.40 Skonrok(k) Þorgeir Ástvaldsson kynn- ir ný dægurlög. 21.10 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson fréttamaður. 22.10 Santee Bandarískur „vestri“ frá árinu 1973. Aðalhlutverk Glenn Ford, Michael Burns og Dana Wynter. Santee hefur atvinnu af því að elta uppi eftirlýsta af- brotamenn og afhenda þá réttvisinni, lífs eða liðna. Unglingspiltur verður vitni að því er Santee fellir föður hans, illræmdan bófa, og heitir því að koma fram hefndum. Þýðandi Jón Thor Har- aldsson. 23.40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.