Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 13 Hvað er alvöruskáldskapur? Bðkmenntir þeim tilgangi að sjá sér farborða með. Þess vegna eru börn okkar brennimerkt sem varhugaverður þjóðfélagshópur. Þess vegna er- um við stundum kölluð til yfir- heyrslu, rægð og sett í fangelsi. Mörgum finnst verðið, sem við greiðum fyrir örlitla frelsis- kennd og hreina samvisku, of hátt... Svo lengi sem framvinda al- þjóðamála siglir undir fölsku flaggi détente og korn og tækni- aðstoð heldur áfram að streyma í stríðum straumum til Austur- Evrópu frá Vesturlöndum er trúlegt að staða okkar verði óbreytt. Um leið og Vesturlönd segja: „Nú er nóg komið" þarf ekki að öfunda okkur. í staðinn fyrir að veita okkur eftirför munu þeir handtaka okkur og í staðinn fyrir að handtaka okkur munu þeir ekki víla fyrir sér að myrða okkur. Sama er að segja um vini okkar í Ungverjalandi og Póllandi, þar sem vald- stjórnirnar eru enn harðari í horn að taka. Efasemdir um að slíkt geti gerzt í Evrópu á níunda áratugnum eru ekki annað en innantómar blekkingar. Þess vegna ætti það að vera okkur til ótvíræðra hagsbóta að samvinna ríkja haldi áfram að þróast og því ættum við ekki að hafa á móti því að þróunin yrði í sömu átt. Reiði Moskvustjórnar- innar mundi bitna á öllum, sem eru á yfirráðasvæði Sovétríkj- anna. Hún mundi ekki bitna á Frökkum, Hollendingum, Bandaríkjamönnum eða Bretum, heldur okkur. Þó höldum við fast við þá skoðun að lýðræðisríkin eigi ekki að senda þátttakendur á sumarólympíuleikana í Moskvu. Við gerum okkur grein fyrir viðhorfum og tilfinningum íþróttamanna og skiljum yfirlýs- ingar fulltrúa í alþjóða- Ólympíunefndinni. Við vildum gjarnan lifa í heimi þar sem íþróttir væru pólitík óviðkomandi. En í slíkum heimi lifum við ekki. Hver einasti a-evrópskur þátttakandi á Ól- ympíuleikunum er atvinnu- maður og þetta veit allur heim- urinn. Atvinnumaðurinn er fjár- festing af hálfu ríkisins, og arðurinn sem honum er ætlað að gefa af sér miðast einungis við aukinn hróður þjóðar hans á alþjóðavettvangi. Ungmenni, sem léti í ljós skoðun, er væri andstæð yfirlýstri skoðun vald- stjórnar ríkisins, kæmist aldrei í hóp fremstu íþróttamanna. í augum Sovétstjórnarinnar eru Ólympíu-leikarnir fyrst og fremst pólitískt mál, en jafn- framt tækifæri til að komast yfir erlent reiðufé. Og það sem meira er — Sovétríkin gera hjáleiguríkjum sínum að leggja fram ákveðna fjárupphæð til að standa straum af kostnaði við leikana. Við teljum kenninguna um að aðskilja íþróttir og pólitík vera alvarlega og hættulega villu- kenningu. Rökrétt framhald — samkvæmt þeirri kenningu — yrði þá að hægt væri að halda Ólympíuleika hvar sem er — jafnvel í Suður-Afríku eða Víetnam. Móralskar refsiaðgerðir — sem raunar eru vægustu refsiað- gerðirnar — hafa meira gildi en yfirlýsingaflaumur. Þær kæmu í veg fyrir að árásaraðilinn gæti sett upp geislabaug, og þær mundu vekja vonir um að stöðva mætti hættulega þróun. Það væri betra að flytja Ólympíu- leikana til annarrar borgar — jafnvel á síðustu stundu — en að fá yfir sig styrjöld á ári Ólympíuleikanna. Ingimar Júliusson: LEIRFUGLAR, ljóð 84 bls. Mál og menning ’79. Þessi ljóðabók kom mér töluvert á óvart. Fyrst vegna þess að höfundur þessarar frumsmíðar er ekki ungur að árum eins og venjulegast er um bækur af þessu tagi, heldur maður á sjötugsaldri. Enn meiri varð svo undrun mín þegar ég hóf lesturinn og sá að hér var ekki um að ræða gamlar vísur sem hefðu sómt sér prýðilega í upphafi aldarinnar. Ljóðin í bók- inni eru nefnilega flest ort eftir 1973 og bera þess blessunarlega merki. Ingimar yrkir sem sagt ljóð með nútímasniði og um nútímann: af umheimi hæfilega fjarlægum berst oss gnægd sjónvarpsfrétta og önnur dægrastytting þótt enn skorti skæra liti blóós elds og gulls þá er oss jafnan tiltækur sá kostur er oss hentar að rjúfa með einu handtaki ásókn óljúfrar vitneskju svo hugró vorri sé ekki raskað um of vegna fánýtra hluta A stöku stað beitir Ingimar stuðlum og höfuðstofum og rími, en varla nokkurs staðar á þann hvimleiða hátt að setja hugsun sína í bönd og gera ljóðin að snyrtilegum ferhyrningum eins og oft vill verða og minnir undirrit- aðan mest á snoturt veggfóður. í eftirmála höfundar kemur m.a. fram að hann hafi byrjað á þessum yrkingum nánast fyrir tilviljun og að hér sé ekki um „alvöruskáldskap" að ræða og ennfremur að líkja megi þessu við uppákomu sem að líkindum sé nú liðin hjá. Þessi orð eru rituð af eftir SVEINBJORN I. BALDVÍNSSON mikilli hógværð. Reyndar óþarf- lega mikilli að mínum dómi, því hér er um að ræða ljóð sem eru engu ómerkari en mörg þau sem eiga að flokkast undir svokallaðan alvöruskáldskap. í ljóðinu „Vigtarmannsþankar" segir m.a.: nú er loksins farið að rigna eftir langvarandi sólarbreysking og moldryk úr götum því dökknar grámi fjallsins nú enn meir af vætunni enda líður að hausti og allra veðra von innan tiðar og senn tekur forin að slettast upp á rúðurnar þegar bilarnir aka hjá hverra Ijóða er að vænta við slikar uppsprettur? Varðandi þá spurningu sem sett er fram í lok ljóðsins, virðist mér að ef við slíkar uppsprettur sé ekki að vænta alvöruskáldskapar hafi æði margt breyst frá því að Jón úr Vör orti Þorpið. Meint afbrot keisarans könnuð hjá rannsóknarnefnd Nýju Deihi, Indlandi, 24. jan. — AP KURT Waldheim, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, skýrði frá því i Nýju Delhi i dag að i „pakkasamn- ingi“, sem hann hefði gert við yfirvöld i íran i því skyni að fá gislana í bandariska sendiráð- inu i Teheran látna lausa, væri gert ráð fyrir því að skipuð yrði alþjóða rannsóknarnefnd til að kanna meint mannréttindabrot i íran á valdatímum Reza Pahl- evi fyrrum keisara. Waldheim skýrði frá þessu við brottförina frá Nýju Delhi til Pakistans, þar sem hann hefur stutta viðkomu á leið sinni til New York. Sagði hann að sam- komulag um lausn gíslanna þyrfti samþykki fulltrúa í Ör- yggisráði SÞ, og ætlaði hann að ræða við fulitrúann strax við komuna til New York á morgun, fimmtudag. Alþjóða rannsókn- arnefndin yrði skipuð sam- kvæmt ósk yfirvalda í íran, en einnig væri hún tekin til að auðvelda lausn gíslanna, sagði Waldheim. Helzta ágreinings- efnið í því sambandi er að Bandaríkjamenn vilja að gíslun- um verði sleppt strax við skipan nefndarinnar, en írönsk yfirvöld vilja ekki láta þá lausa fyrr en nefndin lýkur störfum. BILASYNING í NÝJA SALNUM VIÐ HAUARMÚIA Laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. kl. 10—17 báða dagana. Kynnum nýja söluaðstöðu bíladeildar og bjóðum viðskiptavinum okkar að skoða allar nýjustu gerðir Chevrolet, svo sem Chevette, Citation 3 dyra og 5 dyra, Malibu Sedan 4 dyra, Malibu ClassicJi dyra, Classic 2 dyra Landau og Classic Station. Ennfremur minnum við á stórkostlega verð-- lækkun á Malibu 1979. Motors CHtVROlET PONTIAC (XDNMOWll BUCK CAOUAC Véladeild Sambandsins Árwúla 3 Reykiavik Strm 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.