Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 Sagt upp eftir nær 26 ára starf — í SUMAR var mér tjáð það munnlega, að hugsan- legt væri að starf mitt yrði lagt niður og því dreift á herðar annarra í tengslum við skipulagsbreytingar og nú hefur það orðið úr og á að koma til framkvæmda frá 1. maí, sagði Finnbjörn Þorvaldsson, skrifstofu- stjóri hjá Flugleiðum, en honum hefur verið sagt upp hjá félaginu frá þeim tíma og fékk bréf um það nú fyrir helgina. Finnbjörn Þorvaldsson sagöi, að tekið hefði verið fram í bréfinu, að í millitíðinni yrði athugaður möguleiki á öðrum störfum innan fyrirtækisins. — Um það ríkir algjör óvissa núna og því get ég ekkert sagt um það enn hvað verður, en ég leita að minnsta kosti enn ekki alvarlega að annarri vinnu og það hlýtur eitthvað að gerast í þessu máli mjög fljótt, sagði Finnbjörn ennfremur. Hann hefur verið starfsmaður hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum samtals í tæp 26 ár. Var hann fjármálastjóri Loftleiða og skrifstofustjóri og eftir samein- inguna annaðist hann áfram skrifstofustjórn. Finnbjörn Þorvaldsson kvað þessa uppsögn vera í tengslum við skipulagsbreytingar hjá fé- laginu, en til stæði að samræma störf svonefndra forstöðumanna hinna ýmsu sviða, fjármálasviðs og markaðssviða, innanlands- flugs o.fl. og væri þetta fyrsta starfið af þessum toga sem væri lagt niður. X.; - A} ' ' - ~ Áætlun FÍB: Rekstrarkostn- aður bíls er 2,5 til 3 milljónir kr. Rekstrarkostnaður bifreiðar af gerðinni Cortina 1600 L er nú samkvæmt áætlun Féiags íslenzkra bifreiðaeigenda rösk- ar 2..r> milljónir króna á ári án vaxta, en röskar 3 milljónir króna. ef vextir eru reiknaðir inn í dæmið. Miðað cr við 10 lítra bensíneyðslu á 100 km <>g 16.000 km akstur á ári. Kostn- aður á hvern kílómetra er 158.50 krónur, ef engir vextir eru teknir með. en 198 krónur með vöxtum. Sveinn Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri F.Í.B. sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að þessi áætlun væri miðuð við 19. janúar sl. Samkvæmt henni skiptist rekstrarkostnaðurinn þannig: Af- skriftir 1.147.500 krónur, bensín 592.000 krónur, smurning og olíur 64.140 krónur, hjólbarðar 73.210 krónur, varahlutir 195.000 krón- ur, viðgerðir 240.000 krónur, ábyrgðartrygging (30% bónus) 81.125 krónur, kaskótrygging (20% bónus og 34.000 króna sjálfsábyrgð) 70.750 krónur, bif- reiðaskattur 7.100 krónur og ýms- ir aukahlutir 65.000 krónur. Sam- tals er þetta 2.535.825 krónur og að viðbættum 633.956 krónum í vexti er upphæðin 3.169.781 króna. Kópavogur: U mf erðarslysum fækkar verulega MJÖG jákvæð þróun hefur orðið í umferðarslysatíðni í Kópavogi það sem af er þessu ári að sögn Sæmund- ar Guðmundssonar hjá Kópavogslögreglunni. Það sem af er þessu ári hefur lögreglan haft afskipti af 35 slysum á móti 62 slys- um á sama tíma á s.l. ári, en heildarfjöldi slysa á s.l. ári var 419. Aðspurður um ástæður fyrir þessari jákvæðu þróun sagði Sæmundur, að hin góða tíð að undanförnu ætti þar örugglega stærstan þátt, þótt fleira kæmi til. Sæmundur sagði hins vegar, að það hefði færst mjög í vöxt, að menn væru teknir undir áhrifum áfengis á bílum, sem væri mjög slæmt. V öruskiptajöfnuður óhagstæður um 12 milljarða síðasta ár Góð loðnuveiði MJÖG góð loðnuveiði var s.l. föstudagskvöld og aðfaranótt laugardagsins á miðunum 60—80 sjómílur norður af Skaga. Frá miðnætti til kiukkan 14 í gær tilkynntu 24 bátar afla, samtals 14.770 lestir. Var heildaraflinn þá orðinn um 165 þúsund lestir á vetrarvertíðinni. Frá því á föstudagskvöld til klukkan 14 í gær tilkynntu eftir- taldir bátar afla til loðnunefndar: Örn 580, Magnús 520, Gullberg 590, Fífill 600, Skírnir 300, Óskar Halldórsson 410, Jón Kjartansson 1120, Súlan 750, Hafrún 300, Náttfari 520, Gígja 250,'ísleifur 430, Börkur 1150, Sæbjörg 520, Gísli Árni 600, Sigurfari 870, Faxi 200, Keflvíkingur 500, Júpiter 1300, Stapavík 240, Víkingur 1360, Hrafn 600, Harpa 550, Albert 600, Þórður Jónasson 480, Hilmir 530 lestir. Vöruskiptajöfnuður landsmanna var óhag- stæður á síðasta ári um 12.855 milljónir króna og voru fluttar inn vörur fyrir rúman 291 milljarð, en út- flutningur nam rúmum 278 milljörðum króna. I des- ember var vöruskiptajöfn- uður hagstæður um rúma 4,4 milljarða er út voru fluttar vörur fyrir rúma 36 milljarða króna og inn fyrir rúma 32 milljarða. Á árinu 1978 var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 7,6 milljarða króna, en í desember- mánuði það ár var hann hagstæð- ur um 4,7 milljarða króna. Nam útflutningur yfir 176 milljörðum króna og fluttar voru inn vörur fyrir 183 milljarða króna.' Á síðasta ári nam útflutningur áls og álmelmis 37 milljörðum króna, útflutningur kísiljárns rúmum 3 milljörðum, en innflutningur til Bréf menntamálaráðherra til heimspekideildar: Sérálit formanns dómnefnd- ar „umbúðalaus áróður“ MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því s.l. miðvikudag, að mennta- málaráðherra, Vilmundur Gylfa.son. hefði sent heimspeki- deild Iláskóla íslands bréf, þar sem tilkynnt er, að deildinni sé endurscnt dómnefndarálit um umsækjendur um prófessors- embætti í almennri sögu og deildinni falið „að fjalla á ný um máiið“. Mun deildarfundur þegar hafa verið boðaður n.k. föstudag til að taka afstöðu til bréf menntamálaráðherra. Formaður dómnefndar var dr. Björn Þorsteinsson, prófessor, en umsækjendurnir þrír, sem hér um ræðir, eru dr. Ingi Sigurðsson, dr. Sveinbjörn Rafnsson og dr. Þór Whithead, sem hefur doktorspróf frá Ox- fordháskóla, en Ingi Sigurðsson er doktor frá Edinborg, en Sveinbjörn Rafnsson frá Lundi í Svíþjóð. Bréf menntamálaráðherra, Vilmundar Gylfasonar, til heim- spekideildar fer hér á eftir: „Hr. forseti heimspekideildar Háskóla íslands Alan Boucher. Hinn 26/11 1979 bárust ráðu- neytinu dómnefndarálit um um- sækjendur um prófessorsemb- ætti í almennri sagnfræði og sérálit formanns dómnefndar- innar. Að auki bárust ráðuneyt- inu bréf tveggja umsækjenda Doktorspróf frá Edinborg og Ox- ford ekki talin „full- gild doktorspróf“ þar sem gerðar eru athugasemd- ir við bæði álitin. Ráðuneytið telur brýnustu nauðsyn bera til að háskóla- deildir vandi sem mest þær mega allan málatilbúnað um stöðuveitingar, með því tvennu öðru fremur að yfirvega tilnefn- ingu dómnefndarmanna og hafa síðan vakandi auga með því að dómnefndarálit séu sem vönduð- ust að allri gerð. I heimspeki- deild ber þeim mun brýnni nauðsyn til þessa sem deildina skipa kennarar í ólíkum fræði- greinum og ganga allir til at- kvæða um umsækjéndur um hverja stöðu og greiða þá flestir atkvæði á grundvelli dómnefnd- arálits fyrst og fremst að því er ætla má. I ljósi þessa telur ráðuneytið afgreiðslu heimspekideildar á dómnefnd^ráliti um umsækj- endur um prófessorsembætti í almennri sagnfræði eigi galla- lausa. Kemur þar fyrst til sá höfuðgalli á dómnefndarálitinu að dómnefndin virðist ekki taka nægilegt tillit til þess að emb- ætti það sem um ræðir er kennarastóll í almennri sagn- fræði. I öðru lagi verður ekki séð að sérálit formanns dómnefnd- arinnar, sem virðist hafa ráðið oft-ir þvi a<5 dómnefndin vlrti þá til svars sem fundu afl álitl hennar. Pcqar svo er'á raálum haldlð, sem heimspeVidqild h*fur gert i þessu máli, hljóta þaó aó vera eðlileg vióbrögó «4*ineytisins aó villa athuga þetta raál mjög vandlega. v Heimspekideild eru hér me<5 endursend dómnefndarálit uro umsakjendur um prófessorsembmtti í almennri sagnfræói. Ennfromur er doildinni falió aó fjalla á ný um raálló i ljósi bréfs þessa, og senda ráóuneytinu síóan vandlega rökstudda nióurstuóu sina I málinu. Viróingarfyllst, Vilmundur Gylfason mestu um hvernig atkvæði féllu um umsækjendur í deildinni, eigi neitt skylt við hlutlaust álit fræðimanns, heldur er það um- búðalaus áróður fyrir einum umsækjenda og gegn öðrum. Er svo langt gengið að telja dokt- orspróf frá háskólanum í Edin- borg og Oxford ekki vera fullgild doktorspróf. Við þetta tvennt bætist að eftir að deildinni bárust ítarleg svör tveggja um- sækjenda við dómnefndarálitinu hefur hún hvorki gætt þess, sem þó virðist sjálfsagt, að allir umsækjendur ættu þá kost á að bregðast við álitinu á sama hátt, né heldur gengið eftir því að dómnefndin virti þá til svars sem fundu að áliti hennar. Þegar svo er á málum haldið, sem heimspekideild hefur gert í þessu máli, hljóta það að vera eðlileg viðbrögð ráðuneytisins að vilja athuga þetta mál mjög vandlega. Heimspekideild eru hér með endursend dómnefndarálit um umsækjendur um prófessors- embætti í almennri sagnfræði. Ennfremur er deildinni falið að fjalla á ný um málið í ljósi bréfs þessa, og senda ráðuneytinu síðan vandlega rökstudda niður- stöðu sína í málinu. Virðingarfyllst, Vilmundur Gylfason.“ íslenska járnblendifélagsins á ár- inu nam 3,7 milljörðum króna. Skip voru flutt inn fyrir 9,1 milljarð, flugvélar fyrir 777 millj- ónir og til íslenska álfélagsins var flutt inn fyrir rúma 20 milljarða króna. Verðfall á eggjum: Kílóið selt á kr. 1.075 til 1.560 VERÐ á eggjum hefur talsvert verið á reiki að undanförnu í verzlunum í Reykjavík. Skráð heildsöluverð er nú kr. 1.400 fyrir hvert kg, en verzlanir hafa selt það út á 1.075 og upp í kr. 1.560 kr. kg. Hrafn Bachmann verzlunarstjóri í Kjötmiðstöðinni sagði hvert eggjakíló vera selt hjá sér á 1.150 kr. og hefði þá bæði framleiðandinn og verzlunin tekið á sig kjaraskerð- ingu. Sagði hann eggjasöluna hjá sér hafa fimmfaldazt við þessa verðlækkun. Kvað hann algjört verðfall á eggjum um þessar mund- ir og seldu margar verzlanir eggin nú langt undir heildsöluverði. Sama mætti segja um kjúklinga, þeir væru nú seldir hjá sér á 1.700 kr., kg, en heildsöluverð þeirra er 2.260 kr. Kvað Hrafn þetta dæmi um kosti frjálsrar verðlagningar fyrir neytandann, þarna réðu framboð og eftirspurn verðinu, en hann bjóst við að verðið myndi hækka á næstu mánuðum þegar drægi úr varpi, sem venjulega gerðist með vorinu. Guðjón Guðjónsson verzlunar- stjóri SS í Glæsibæ kvað eggjasölu hjá sér nokkuð stöðuga og ekki hafa minnkað þrátt fyrir að hvert kíló væri selt á kr. 1.560. Sagði Guðjón að af þessum 1.560 krónum fengi framleiðandinn 1.250 þannig að bæði hann og verzlunin seldu eggin á nokkuð lægra verði en leyfilegt væri og hefði verði þessu verið haldið m.a. vegna þess að þeir fengju ákveðinn skammt í viku hverri og hefði salan haldist jöfn síðustu vikurnar. Kvað hann marg- ar verzlanir um þessar mundir bjóða mikla verðlækkvn á eggjum, sem væri m.a. vegna þess að þær ættu miklar birgðir frá því um áramót, og sagðist hann vita til að eggjakílóið væri selt á allt niður í 1.075 krónur út úr búð. Þá sagði Guðjón Guðjónsson að urgur væri í mörgum smærri eggjaframleiðend- um vegna þessa ástands og töluðu jafnvel um að hætta framleiðsl- unni. ’O INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.