Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 3 Gunnar Thoroddsen íorsætisráðherra: „Yona að þessi samstjórn reyn- ist farsæl fyrir íslenzka þjóð“ „ÞAÐ, sem mér er efst í huga á þessari stundu er ánægja og þakklæti yfir því, að þessi tilraun skyldi takast,“ sagði Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, er hann hafði tekið við lyklum stjórnarráðsins af Benedikt Gröndal, fráfarandi forsætisráðherra. „Ég er sann- færður um að þessi stjórnar- myndun var eini möguleikinn til að leysa hina langvarandi stjórnarkreppu. Að öðru leyti er mér það að sjálfsögðu ofar- lega í huga, að okkur lánist að leysa þau margvíslegu og miklu vandamál, sem íslenzk þjóð stendur nú frammi fyrir.“ Morgunblaðið spurði Gunnar Thoroddsen, hvað væri hæft í því að Alþingi yrði nú veitt leyfi á meðan ríkisstjórnin ynni að aðkallandi málum. Hann sagði: „Það hefur ekkert verið um það ákveðið. Hins vegar hefur komið upp sú hugmynd að gera 2ja vikna hlé á störfum Alþingis til þess að ríkisstjórnin fengi betra tóm til að undirbúa ýmis aðkall- andi mál fyrir þingið. Ég hefi boðað ríkisstjórnarfund strax í fyrramálið og þar verður m.a. rætt um þessa hugmynd. Slíkt þinghlé hefur stundum verið gert áður, þegar svipað hefur staðið á og það myndi auðvitað greiða fyrir undirbún- ingi ýmissa mála, ef ráðherrar þyrftu ekki um stund að sækja þingfundi og taka þar þátt í umræðu og afgreiðslu mála. En Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í skrifstofu sinni í forsætis- ráðuneytinu. Benedikt Gröndal, fráfarandi forsætisráðherra, afhendir Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra lyklavöld að stjórnarráðinu. Benedikt sagði við þetta tækifæri að hann óskaði Gunnari alls góðs í starfi en lét þess getið, að lyklana hefði hann aldrei þufft að nota þá mánuði, sem hann hefði verið forsætisráðherra. þetta hefur ekki verið rætt eða kannað, þetta er aðeins hug- mynd.“ Hver var erfiðasti hjallinn við myndun þessarar ríkisstjórnar? Gunnar Thoroddsen svaraði: „Þegar stjórnmálamenn úr þremur flokkum með ólík sjón- armið á mörgum sviðum mynda ríkisstjórn, þá eru auðvitað margir erfiðir hjallar á þeirri leið að ná samkomulagi í sam- stjórn. Þar eru margvísleg sjón- armið, sem þarf að samræma og í því efni veltur mjög á því, hvort menn hafa vilja til þess að ná saman og ganga til samninga með því hugarfari að láta þetta lánast." Hvert verður að þínu mati erfiðasta verkefni ríkisstjórnar- innar? „Efnahagsmálin, glíman við verðbólguna hefur reynzt ærið örðug,“ sagði forsætisráð- herra, „við höfum náð samkomu- lagi um ýmsar aðgerðir og stefnumörk á mörgum sviðum, sem við teljum að eigi að leiða til hjöðnunar verðbólgu." Þá sagði Gunnar Thoroddsen: „Ég vil segja það að lokum, að ég hef trú á því, að þessi samstjórn geti látið gott af sér leiða og vona að hún reynist farsæl fyrir íslenzka þjóð.“ SVARIÐvlð orkukreppu COLT er framhjóladrifinn. COLT er sparneytinn (eyðsla 7I./100 km.). COLT er rúmgóður. COJLT er fáanlegur 3 og 5 dyra. Sá bestifráJAPAN Komið, skoðið og reynsluakið COLT 1980 frá MITSUBISHI. Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.