Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 + Astkær eiginkona mín, HELLA BRESELOW, fædd 29. september 1919, lézt að heimili sínu, Kuhrstedterstr. 34, Elmlohe, v./Bremerhaven, þ. 9. febrúar sl. Aö ósk hinnar látnu eru hérmeð fluttar kveðjur til allra vina og viöskiptamanna okkar hjóna á Islandi. Heinz Breselow. t Eiginmaður minn og faöir okkar, GUOJON E. JONSSON fyrrv. útibússtjóri, Álfheimum 29, andaöist mánudaginn 11. febrúar. Jensína Jóhannsdóttir og börnin. + Sonur okkar, bróöir og unnusti, PÉTUR KRISTOFER RAGNARSSON Rauöalæk 20, lést af slysförum þann 11. febrúar. Ragnar Ágústsson, Guöný Péturadóttir, Ágúst Ragnarsson, Rafn Ragnarsson, Ragnar Ragnarsson, Kristjana Ólafsdóttir. + Elskulegur maðurinn minn, HJALTI ÞÓRÐARSON, Æsustööum, er latinn. Hlíf Gunnlaugsdóttir. + Móðir okkar, SIGRÍDUR HJALTESTED frá Vatnsenda, lést aö Hrafnistu þriöjudaginn 12. febrúar. Börnin. + Faöir okkar, JÓNAS SIGUROSSON Laugarnesvegi 45, lézt í Borgarspítalanum aö morgni 12. febrúar. Börnin. + Bróðir okkar, GUÐBERGUR I. GUOMUNDSSON, lést í Elliheimilinu Grund, 11. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Gyða Guðmundsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir. + Konan min og móöir okkar, FJÓLA PÁLSDÓTTIR Flókagötu 2, Hafnarfirði, andaöist í Landspítalanum, sunnudaginn 10. febrúar s.l. Einar Kristjánsson og dætur. Lokað vegna jarðarfarar SIGFÚSAR GUÐFINNSSONAR, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12—4. Verzlunin Herjólfur, Skípholti 70. Margrét Björnsdóttir Hafnarfiröi - Minnina Fædd 1. október 1901. Dáin 6. febrúar 1980. Mjög er það með ýmsum hætti hvernig menn kynnast og hversu löng kynni þurfa að vera svo samhugur og vinátta myndist. Þessi sannindi eru mér vel ljós af kynnum mínum af Margréti Björnsdóttur, sem í dag er kvödd í Hafnarfjarðarkirkju. Þau kynni voru ekki löng, en þau voru þeim mun hlýrri og ljúfari. Sólin skein flestar þær stundir er við áttum saman og svo sem undirstrikaði þá kyrrlátu hlýju, sem frá henni stafaði, þá aldinni að árum og heilsutæpri. Ellin er hógvær og hæglát, umburðarlynd og þolgóð, nægju- söm og þakklát, andstætt því, sem sagt er um æskuna, sem með fyrirgangi, hávaða og berjandi bumbur krefst og heimtar. Og þessi hógværa hægláta kona, með glettnisglampann í augum, var dæmigerður fulltrúi þessa stóra hóps, sem aldrei lærði að berja kröfubumbur, vandist því í harðri lífsbaráttu að beina kröfugerðinni inn á við, að sjálfum sér, barðist sinni hógværu baráttu fyrir þeim sjálfsögðu hlutum sem í dag er lenzka að heimta. Hér fór sú kona, er maður veitti því meiri athygli, sem kynnin urðu meiri. Hreinlynd kona og hispurslaus, prúð í fram- komu og hlýtt og þétt handtak hennar yljaði. Manni leið vel í návist hennar. Margrét Björnsdóttir var fædd í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Höllu Matthías- dóttur og Björns Jónssonar, sem þar bjuggu lengi. I heimahúsum vandist hún öllum algengum störfum er þar voru unnin við búið og stundaði kaupavinnu á sumr- um, svo sem þá var títt. Hún fluttist til Hafnarfjarðar árið 1927 og giftist það sama ár eftirlifandi manni sínum, Gunnari Asgeirssyni, verkstjóra, sem einn- ig var ættaður af Vatnsleysu- ströndinni. Starfsvettvangur Gunnars var fiskverkun og fisk- vinnsla og var hann kunnur verk- + Faðir okkar og tengdafaöir, GUNNAR VIGFUSSON frá Flögu, Árvegi 6, Selfossi, er andaöist í Landakotsspitala 6. febr. s.l., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. febrúar kl. 15. Fyrir hönd barna og barnabarna Karl Jóh. Gunnarsson, Oddný G. Þórðardóttir, Sveinn P. Gunnarsson, Sigrún Gísladóttir. + Faöir okkar og tengdafaöir, GUNNAR VIGFUSSON frá Flögu, Árvegi 6, Selfossi, er andaöist í Landakotsspítala 6. febr. s.l., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. febrúar kl. 15. Fyrir hönd barna og barnabarna, Karl Jóh. Gunnarsson, Oddný G. Þóröardóttir, Sveinn P. Gunnarsson, Sigrún Gísladóttir. + Litli drengurinn okkar og bróöir, ODDUR INGVAR HELGASON, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15 Á. Inga Haraldsdóttir, Helgi Oddsson, Katrín Helgadóttir, Haraldur Helgi Helgason. + Móöir okkar, STEINDÓRA K. ALBERTSDÓTTIR, verður jarösungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. Börnin. + Móöir mín, GRÓA SIGURRÓS SIGURBJÖRNSDÓTTIR Kleppsvegi 66, sem lést að heimili sínu miövikudaginn 6. febrúar, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 3.00. Fyrir hönd barna og annarra aöstandenda, Sigríöur Kristjánsdóttir. stjóri hér í bæ, bæði í hraðfrysti- húsum og við síldarvinnslu. Á meðan síldarævintýrið mikla gerðist norðanlands var hann kunnur verkstjóri í síldarbæjun- um nyrðra, Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og víðar. Margrét fylgdi manni sínum að störfum meðan þrek og kraftar leyfðu og saman unnu þau m.a. um 18 ára skeið á einum vinnustaðnum. Sýnir það ljóslega að hér voru engir flysj- ungar á ferð. Þau Margrét og Gunnar hófu búskap sinn í Hafnarfirði að Krosseyrarvegi 11, í litlu timbur- húsi og var þar heimili þeirra æ síðan, eða í tæp 53 ár. Margt hefur að sjálfsögðu breytzt á þessum langa tíma. Hjónin ungu eltust og húsið með, heilsunni hnignaði og húsið hrörnaði. Húsið mátti bæta með tilkomu nýrra, varanlegra efna og er það í dag sízt lakara en í upphafi, sennilega bæði vand- aðra og betra. En ekki tókst eins vel með bilaða heilsu Margrétar, þótt vissulega hafi læknavísindun- um fleygt fram, því fyrir tæpum sex árum gekkst hún undir höfuð- skurðaðgerð og varð aldrei fullheil síðan og ekki bætti úr skák að hjartað var líka farið að gefa sig. Það er eftir þessi veikindi Margrétar sem ég kynntist henni fyrst, en Gunnari hefði ég fyrr kynnst, enda var hann öllum eldri Hafnfirðingum kunnur af störfum sínum. Þrátt fyrir þessi alvarlegu veikindi Margrétar var viljaþrek hennar óbilað og æðruleysi og einbeitni gérði henni kleift að vinna stundarsigra í veikindunum. En eigi má sköpum renna og nú eru jarðvistardagar hennar taldir. Þau Margrét og Gunnar eignuð- ust tvær dætur, sem báðar eru búsettar hér í Hafnarfirði. Hall- björg er gift Guðna V. Björnssyni, vörubílstjóra, og eiga þau fimm syni og eina dóttur, Erla er gift Guðmundi Jafetssyni, vélstjóra, og eiga þau þrjár dætur. Barna- barnabörnin eru orðin fjögur. Mjög var kært með þeim öllum og sterk þau bönd er tengdu gömlu hjónin og yngra fólkið. Við hjónin sendum Gunnari, dætrum þeirra og öðrum aðstand- endum einlægar samúðarkveðjur. Oliver Steinn. Kveðja: • • OrvarÞor- björnsson Fæddur 17. mars 1977. Dáinn 2. febrúar 1980. Lítill, ljúfur drengur hefur nú kvatt þennan heim. Ekki er hægt að skrifa mikið um æviferil tæp- lega þriggja ára barns. Örvar var hér hjá okkur í Múlaborg í tvö ár. Hann var hvers manns hugljúfi, alltaf glaður og í góðu skapi. Börnin hændust að honum vegna þess hvað hann talaði skýrt og var duglegur í leik þó hann væri heftur af sinni líkamlegu fötlun. Við hér á Múlaborg þökkum Örvari fyrir stutta en skemmti- lega samveru og trúum að honum líði vel þar sem hann er núna. Við biðjum góðan guð að styrkja foreldra hans. Kveðja frá börnum og starfsfólki Múlaborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.