Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 3 Ríkisstjórn- in vill þinghlé til 10. marz „ÞAÐ var ákveðið á ríkisstjórnarf- undi í morgun að vinna að því að þinghlé yrði nú þegar skattafrum- varp og frumvarp um landbúnaðar- bsetur upp á þrjá milljarða eru orðin að lögum, sem verður vonandi á miðvikudag eða fimmtudag og að þinghléið yrði til 10. marz.“ sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, í samtali við Mbl. í gær. Gunnar sagði að þinghlé 3ja til 7unda marz væri sjálfgert vegna Norðurlandaráðsþings, en fundir Al- þingis hefðu alltaf verið felldir niður meðan Norðurlandaráðsþing stæði hér. „Ég hef rætt um þinghléið við formenn þingflokka Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks," sagði Gunnar. „Þeir tóku málinu vel og munu bera það undir þingflokkana. Ég vonast til þess að allsherjarsamstaða náist um þetta.“ Gunnar sagði fordæmi fyrir slíkum þinghléum og nefndi sem dæmi, að þegar viðreisnarstjórnin var mynduð hefði hún tekið sér þinghlé til að undirbúa fjárlög og fleiri mál fyrir þingið. „Þá varð hörkuágreiningur um málið milli stjórnar og stjórnarandstöðu og þinghléið var samþykkt af meirihlut- anum. En ég vona að til slíks komi ekki nú,“ sagði Gunnar. Pétur Sigurðs- son varaforseti í stað Gunnars ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna hefur tilnefnt Pétur Sigurðsson til embættis fyrsta varaforseta Sam- einaðs Alþingis í stað Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, sem óskaði eftir því að verða leystur frá starfinu. Lundúnum 19. febrúar. frá Sverri Þórð- arsvni hlaóamanni MurieunhlaAsins: FJÖRUTÍU blaðamenn frá Norðurlöndum gerðu innrás í dag á Víkingasýninguna í Brit- ish Museum, sem hófst fyrir fáeinum dögum. Blaðamennirn- ir eru gestir norræna flugfélags- ins SAS, sem bauð norrænum fjölmiðlum að senda blaðamenn til London. Hópurinn flaug með nýju flaggskipi „víkingaflota" SAS, sem fór í jómfrúarferðina á leiðinni Kaupmannahöfn- Lond- on í gær, mánudag. Flaggskipið er fyrsta Airbusþotan af átta, sem SAS lætur smíða fyrir sig í Airbus- þotuverksmiðjunum í Frakklandi. í virðingarskyni við sagnaritun Snorra Sturlusonar var hið glæsilega flaggskip látið heita „Viking Snorre“. í jómfrú- arferðinni til London voru innan- borðs rúmlega 240 farþegar. I farþegarýminu er hátt til lofts og leg og með leikmannsaugum virð- ist allt skipulag hennar og upp- setning hafa tekist með miklum ágætum. Kvaðst dr. Wilson hafa haft sérstakan áhuga á þessu verkefni en víkingaöldin er hans sérgrein. Hann kvaðst vilja þakka þeim, sem hlut hafa átt að máli og tryggt fjárhagslega af- komu fyrirtækisins en það voru aðallega stórblaðið The Time og SAS. Þegar blaðamannahópurinn kom út úr safnbyggingunni aftur út í vorblíðuna, sem er hér 4 London, höfðu Bretar raðað sér þúsundum saman í biðraðir við safnhúsið. Töldu sumir að biðröð- in hefði verið a.m.k. kílómetri að lengd. Já, ekki færri en 4—5000 manns hafa komið á sýninguna á hverjum degi síðan drottningin opnaði hana, tjáði dr. Wilson okkur. Bretar eru heimsfrægir fyrir biðraðamenningu og setja það Gífurlegur áhugi á Víkingasýningunni í London: Fólk þúsundum saman í bið röðum við British Museum vítt til veggja og talsmenn SAS telja tilkomu Airbus marka tímamót í sögu flugfélagsins en vélarnar eiga að fljúga á leiðum félagsins í Evrópu. Blaðamannahópurinn heim- sótti Víkingasýninguna í dag, þriðjudag. Þar eru 8 munir frá Þjóðminjasafninu og eru Flatar- tungufjalirnar stærstar þeirra íslenzku muna, sem eru á sýning- unni, sem telur gífurlegan fjölda safngripa víða að. Hefur verið mjög til alls vandað enda sagði forstöðumaður British Museum, dr. David Wilson, sem fylgdi gestunum um sýninguna, að henni væri ætlað að bregða nýju ljósi yfir víkingana, að þeir hefðu ekki aðeins verið ribbaldar í sífelldum víkingi heldur annað og meira. Dr. David Wilson svaraði ýms- um spurningum blaðamannanna. Sagði hann m.a., að hann vonað- ist til þess að sýningin næði tilgangi sínum. Þá sagðist hann vona að aðsókn yrði það mikil að aðgangseyririnn stæði undir kostnaði og að gestir yrðu ekki færri en 500 þúsund áður en henni lýkur í júlí. Þá fer sýningin til New York, þar sem hún verður opnuð í október. Hugmyndin að sýningunni er einmitt þaðan komin en undirbúningurinn hefur tekið þrjú ár. Víkingasýningin er mjög veg- ekki fyrir sig að bíða í löngum biðröðum. En einn góðvin minn úr Reykjavík hitti ég á götu hér í stórborginni. Hann hafði snúið frá þegar hann sá biðröðina. En það hefði verið þess virði fyrir þennan vin minn að bíða í biðröðinni og sjá sýninguna fyrst hann var kominn til London á annað borð því ólíklegt er að önnur eins sýning verði sett upp næstu 100 árin. Þessi sýning er í einu orði sagt stórkostleg. Sprækasti og sparneytnasti sportbíllinn á markaðnum Bíll framtíöarinnar til sölu í dag. Eigum alla liti fyrirliggjandi afgreiðslu strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.