Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Björn Hjaltested — Minningarorð Fæddur 9. desember 1905 Dáinn 20. apríl 1980 Menn og maífuglar eiga eitt sameiginlegt. Hvorttveggja eru ómælanleg smæð í úthafi eilífðar- innar. Annað er þeim og sameigin- legt. Hvorugt skilur né skynjar rök tilverunnar, eður tilgang síns eig- in lífs. Allt um það verða getgátur einar. Eitt veit þó maðurinn, að því er við fávísir hyggjum, að flugan ekki þekki, að kærleikurinn er eitt æðsta boðorðið til sannrar lífshamingju. Því eru þessi orð borin hér á blað, að nú er til moldar hniginn maður, sem öllum vildi gott gera, er bágt áttu, og börn hændust að. Hann átti kærleikann í sál sinni og gaf öðrum óspart af þeim gnægtabrunni. Ekkert mátti hann aumt sjá. Svo barngóður var hann, að fólk, nú vaxið úr grasi, hefur ávallt minnst hans með því mál- fari, málhljóm og tungutaki, sem aðeins góðmennum hlotnast. Björn Hjaltested er látinn. Vini hans setur hljóða. Þá setur ekki hljóða vegna þess, að það komi þeim á óvart. Þvert á móti. En spurningin vaknar, sú sem aldrei verður svarað. Hvers vegna þurfti góður maður og ástvinir hans að líða í hálfan tug ára áður en hann fékk að lokum hinn eilífa frið. Himnafaðirinn einn getur svarað því. En Björn stóð ekki einn í lífsbaráttunni. Hann lifir hin ágæta danskfædda eiginkona hans, Grethe. Vinir þeirra hjóna kalla hana nú hetjuna. Hún og börn þeirra voru stoð hans og styrkur. Gestrisni þeirra átti sér engin takmörk. Nú hljómar ekki lengur hinn glaðværi og smitandi hlátur hans, hnyttin tilsvör, skemmtisögur af atvikum úr lífi hans, en þær léku honum létt á tungu. Bersögli aflaði honum ekki alltaf vinsælda þeirra, er fyrir skotum hans urðu, en ávallt virð- ingar. Við, sem eftir lifum, og eigum ljúfar minningar á hans vegum, þökkum samfylgdina. Blessun drottins fylgi honum og ástvinum öllum. Sveinbjörn Finnsson Vetur var að kveðja og sumar- koman á næsta leiti. Á þessum tímamótum var lífshlaupi góðvin- ar okkar, Björns Hjaltested, að ljúka. Hvíldin hefur verið kær- komin eftir erfiða og vonlitla lífsbaráttu hin síðustu æviár. Björn var fæddur í Reykjavík 9. desember 1905, sonur hjónanna Soffíu Finsen og Georgs Péturs Hjaltested. Hann var vestur- bæingur í orðsins fyllstu merkingu, fæddur í gamla húsinu við Suðurgötu 7, þar sem nú er Gallerí til húsa, og að því er ég bezt veit, bjó hann alla tíð fyrir vestan læk. Þegar kemur að skilnaðarstund, streyma fram minningarnar um þau ánægjulegu kynni, sem við áttum af Birni, eða Bóa eins og við vinirnir kölluðum hann ævinlega í okkar hópi. Það eru nú liðnir um þrír áratugir síðan leiðir okkur lágu fyrst saman. Tilefnið var, að nokkrir kunningjar tóku upp á því að hittast yfir kaffibolla að morgni dags niður í miðbæ og rabba saman stundarkorn og skiptast á skoðunum á hinum margvíslegustu málefnum, og má segja að ekkert hafi verið okkur óviðkomandi. Bói varð snemma leiðtogi þessa hóps eða kaffiklúbbs og jafnan titlaður forseti okkar á meðal. Þótt hann væri einnig aldursforseti okkar, var ekki um neitt kynslóðabil að ræða, þar sem Bói var annars vegar, því hann var alltaf síungur í anda og frá honum streymdi alla tíð ferskur blær. Bói hafði til að bera þá sérstöku frásagnargleði, að komu hans í kaffiklúbbinn var ævinlega beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann átti auðvelt með að leiða fram hinar skoplegu hliðar tilverunnar, enda var ósjaldan hlegið dátt að kímni Bóa, sem hreif viðstadda með sínum sérstæða og skemmti- lega frásagnarhætti. Við félagar hans og vinir minnumst nú hinna fjölmörgu samverustunda, sem við áttum með honum í gegnum árin. Við minnumst þeirra tíma, þegar við gerðum okkur dagamun til að blóta þorra og skvetta úr klaufun- um eina kvöldstund. Þá var Bói eins og endranær hrókur alls fagnaðar. Þessar minningar fyrn- ast seint úr hugum okkar, sem kynntumst sómamanninum Bóa Hjaltested. Vorið 1953 átti ég því láni að fagna að vera samferðamaður þeirra hjónanna, frú Grethe og Björns, í fyrstu hópferð íslendinga til Spánar. Þetta var ógleymanleg ferð í alla staði, og þar komu í ljós hinir sérstöku eiginleikar Björns sem góðs og skemmtilegs félaga. Oft voru rifjaðar upp endurminn- ingar frá þessari brautryðjenda- ferð til Spánar og hlegið dátt að ýmsu spaugilegu, sem fyrir kom á ferðalaginu. Björn var fasmikill í framkomu og yfir honum bragur heimsborg- ara. Hann var léttur í spori, jafnt þótt árin færðust yfir hann, enda stundaði hann mikið fjallgöngur og útilíf á yngri árum. Ekki væri ég hissa á því, þótt vinur minn Bói ætti rætur að rekja til Kelta, svo líkur virtist mér hann stundum þessum ágæta og kjarnmikla þjóð- flokki. Nú, þegar vetur hefur verið kvaddur og náttúran að vakna úr dróma skammdegisins, stöndum við á vegamótum og leiðir skiljast um sinn með vini okkar, Birni Hjaltested. Ég veit, að ég mæli fyrir munn hinna fjölmörgu vina Bóa úr kaffiklúbbnum, þegar hon- um er þökkuð órofa tryggð og ógleymanlegar samverustundir á liðnum árum um leið og góðar óskir fylgja honum á sumargöngu hans til fyrirheitna landsins. Samúðarkveðjur sendum við börnum hans og eftirlifandi eig- inkonu, frú Grethe, sem ætíð stóð við hlið Björns í blíðu og stríðu. Blessuð sé minning góðs drengs. Njáll Símonarson. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ADAM HOFFRITZ, Ártúni 14, Selloaai andaöist í Landsspítalanum 29. apríl. Fyrir hönd aöstandenda, Sigurbjörg Hoffritz. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN OTTÓ RÖGNVALDSSON, blikkamiöur, Nýlendugötu 4, lést í Borgarspítalanum 29. aprfl. Stefanía Siguröardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Móöir okkar ARNHEIOUR GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést 25. apríl veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju laugardag- inn 3. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri. Guörún Þengilsdóttir, Ásta Þengilsdóttir. t Faöir minn, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, ANDRÉS KARLSSON, Strandgötu 1, Patreksfirói, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 2. maí kl. 3 e.h. Þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Slysavarnafélag íslands njóta bess Kristfn Andrósdóttir, Ingimundur Jónsson, Daníel Jónsson, Sigríöur Vilhjálmsdóttir og barnabörn. t Systir mín og mágkona RAGNA BJARNADÓTTIR, Mánagötu 20, verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. maí kl. 3. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Siysavarnafélagiö njóta þess. Anna Nordal, Guömunda S. Kristinsdóttir. t Útför eiginmanns míns, KRISTJÁNS FRIÐRIKSSONAR, iönrekanda, Garöastræti 39, veröur gerö frá Neskirkju mánudaginn 5. maí 1980 kl. 1.30. Oddný Ólafsdóttir. t Faðir okkar, stjúpfaöir og tenpdafaöir MAGNUS JÓNSSON, fré Barði, Skólageröi 3, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þorvaldur Magnússon, Jóhanna ívarsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, María Magnúsdóttir. t Utför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR LÁRUSDÓTTUR, fró Siglufirði, sem andaöist 23. aprtl sl. hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Anna Hallgrímsdóttir, Hreinn Sumarliöason, Guóbjörn Hallgrímsson, Kristfn Guömundsdóttir, Guöfinna Gunnarsdóttir, Baldvin Jónsson, Jóhanna Viggósdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi BJÖRN HJALTESTED, Ásvallagötu 73, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni 2. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, er vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Sundlaugarsjóö Sjálfsbjargar Hátúni 12. Grethe Hjaltested, Walter Hjaltested, Svandfs Guömundsdóttir, Jytta Hjaltested, Gunnar Geirsson, Jens P. Hjaltested, Maríanna Haraldsdóttir, Edda Hjaltested og barnabörn. t Alúöar þakkir sendum viö starfsfólkl Sjúkrahúss Húsavíkur fyrlr alla umönnun í veikindum sonar okkar og bróöur, FRIOFINNS SIGUROSSONAR, Rauöuskriöu. Ennfremur öllum þeim fjölmörgu sem sendu okkur blóm og samúöarkveöjur til minningar um hinn látna. Guö blessi ykkur öll. Hulda Kristjónsdóttir, Siguröur Friöfinnsson og systkini hins lótna. t Viö þökkum samúö og hluttekningu viö fráfall systur okkar og fóstursystur ÁSTU KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, fró Merkisteini, Vestmannaeyjum, Blönduhlíö 29. Ingi Sigurösson, Agnes Sigurðsson, Rósa Siguróardóttir, Valgeir Guömundsson, Bryndfs Jónsdóttir og systkinabörn. Lokað Vegna jaröarfarar BJÖRNS HJALTESTED, forstjóra, veröa skrifstofur ok^r lokaöar 2. maí frá kl. 12.00. Heildv. Ásgeir Sigurósson hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.