Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 + Systir okkar, GUDRUN J. L. EIRÍKSDÓTTIR WALTON, lést aö heimili sínu 26. júlí. Guöbjörg Eiríksdóttir, J6n Eiríksson. + Eiginmaöur minn, og faöir okkar, TÓMAS ÓLAFSSON, vélsmiöur, Þinghólsbraut 56, Kópavogi, andaðist 27. júlí. Jaröarförin fer fram priöjudaginn 5. ágúst kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Krabbameinsfélag fslands eöa aörar líknarstofnanir njóta þess. Sigurvaldís Lérusdóttir og dætur. + Bróöir minn, BALDUR SIGURLÁSSON, sem lézt í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. júlí, veröur jarösunginn frá Landakirkju, þriðjudaginn 5. ágúst kl. 2 e.h. Fyrir hönd sonar, fööur og systkina hins látna, Hulda Sigurlásdóttir. + Eiginmaöur minn, SÉRA SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Drápuhlíó 8, Reykjavík, fyrrverandi sóknarprestur é ísafiröi, sem lést 26. júlf, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Hagalínsdóttir. í Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Melgeröi 17, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju miövikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Aöstandendur. + Þökkum auösýnda samúö og vinsemd viö fráfall og útför, SVÖVU EINARSDÓTTUR, Aöalstræti 120, Patreksfiröi. Óskar Markússon, Guöríöur Óskarsdóttir, Kristjén Adólfsson, Ágústa Markrún Óskarsdóttir, Jóhann Jónsson, Guörún Ása Þorsteinsdóttir, Jón G. Guöbjörnsson, Eva Siguröardóttir, Hreióar Pélmarsson og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR, elliheimilinu Hraunbúöum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki elliheimilisins Hraunbúöa og Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Ólafur Stefénsson, Sigríóur Stefénsdóttir, örn Stefénsson, Stefén G. Stefénsson, Anna F. Stefénsdóttir, Jón Stefénsson, Brynjar K. Stefénsson, Árni Stefénsson, Auöur Stefénsdóttir, Mathea Arnþórsdóttir, Einar Hjartarson, Jóna Jónsdóttir, Erla Þóroddsdóttir, Jón Þorgilsson, Ásta Hallvarósdóttir, Ester Óskarsdóttir, Kristrún Eiríksdóttir, Ágúst Marinósson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Brynjólfur Sveinsson fyrrum hreppstjóri, Efstalandskoti Margar sveitir á íslandi eru inn til dala. Fyrir ofan ána eru sléttir bakkar, þá taka túnin við, sem fyrr voru venjulega þýfð og ill yfirferðar en stundum grösug. Efst er fjallið, bratt og grasbal- arnir teygja sig inn á milli kletta- belta og hamraveggja. Á sumrin leitar sauðkindin hærra, teygir sig til efstu grastónna og á veturna þegar áin er í klakaböndum og tún og engi hulin hjarni, þá standa grastopparnir milli kletta og steina ennþá upp úr gaddinum og seðja búsmalann. Úti fyrir dais- mynninu er sléttlendi og síðan fjörðurinn eða hafið. Þar stendur kaupstaðurinn, fyrst húsaþyrping sem síðar varð að kauptúni eða bæ, þar sem býr fólk af öðrum stéttum og dalabóndinn sækir þangað nauðsynjar sínar. í sveit- unum áttu margir stólpar alda- mótakynslóðarinnar uppruna sinn. Sumir háðu lífsbaráttuna í heimahögunum en fyrir öðrum átti að liggja að flytjast í þéttbýl- ið, á mölina eins og það var gjarnan kallað. Þeir sem í átthög- unum ílengdust hlutu það við- fangsefni að breyta aldagömlum búskaparháttum og færa til nýrri tíma. í hugum meirihluta lands- manna er sveitin ekki lengur vettvangur hinnar lifandi lífsbar- áttu heldur landslag, breyting frá götum, byggingum og umferðarnið borgarlífsins, ævintýraheimur kaupstaðarbarnsins. Þeim er tekið að fækka alda- mótamönnunum á meðal okkar. Fleiri og fleiri renna lífsskeið sitt á enda og hverfa á vit eilífðarinn- ar. í dag kveðjum við Brynjólf Sveinsson í Efstalandskoti, sem lést 25. júlí sl. á nítugasta og þriðja aldursári. Löngum degi er lokið. Sólin sem á ævimorgninum kom upp yfir austurfjöllunum hefur nú sest bakvið Hraun- dranga. Það húmaði hægt að, að lokum fjaraði dagurinn út og næturkyrrðin ríkir eins og hún getur dýpst orðið í logni í fram- dalnum. Einn stólpi er fallinn. Það er eins og það sé einum hraun- dranganum færra, þessum sér- kennilegu náttúrufyrirbærum Öxnadalsins. Svo sterk voru bönd Brynjólfs við sveit sína. Þannig geta maður og umhverfi myndað eina heild í hugum manns. Brynj- ólfur Sveinsson var fæddur á Vöglum á Þelamörk, 17. júní 1888. Foreldrar hans voru Sveinn Björnsson og Soffía Björnsdóttir. Brynjólfur ólst upp í foreldrahús- um á ýmsum bæjum á Þelamörk. Þann 10. ágúst 1910 kvæntist hann Laufeyju Jóhannesdóttur frá Flugumýri í Skagafirði, en hún átti ættir í Eyjafjörð. Árið 1911 flytjast þau að Steinstöðum í Öxnadal og hefja þar búskap, en búa síðar í Efstalandskoti. Við upphaf búskaparins á Stein- stöðum hefst hin eiginlega saga manns og dals. Laufeyju og Brynj- ólfi varð alls 15 barna auðið. Þau eru: Stefanía, giftist Tryggva Bogasyni sem er látinn, býr á Akureyri. Sveinbjörg, giftist Eð- vald Eðvaldssyni, sem er látinn, giftist síðar eftirlifandi manni sínum Ingólfi Árnasyni, bjó á Akureyri, lést 1976. Árni, ókvænt- ur, lést ungur. Ingimar, kvæntur Elínu Sigríði Axelsdóttur, býr á Ásláksstöðum í Eyjafirði. Anna, giftist Halli Benediktssyni, sem er látinn, býr á Akureyri. Björn, kvæntur Bíbí Blöndal, býr á Akur- eyri. Gunnar, kvæntur Þyrí Sigur- björnsdóttur, býr á Akureyri. Sveinn, kvæntur Kristrúnu Jóns- dóttur, býr á Akureyri. Helga, lést barn að aldri. Helga, gift Einari Eggertssyni, býr á Akureyri. Kristín, gift Ingólfi Péturssyni, býr á Neðri Rauðalæk á Þelmörk. Árni, kvæntur Báru Magnúsdótt- ur, tók við búi af föður sínum, býr á Steinstöðum II. Öxnadal. Þor- björg, ógift, bjó á Akureyri, lést 1976. Alls mun afkomendahópur- inn telja um 180 manns. Laufey lést 15. janúar 1950. Á krepputímum þegar þröngt er um aðdrætti og fátt til bjargar þá er það erfitt og áhyggjusamt af leiða stóran barnahóp til fullorð- ins. Hver munnur krafðist máls af morgni og sjálfsagt hefur óttinn læðst á næsta leiti að ekki væri nóg fyrir alla. Þá var ekki til annars að taka en treysta á sjálfan sig og aðlaga lífsviðhorf sitt þeim aðstæðum sem skópust hverju sinni. Ætla má að hver einstaklingur hafi sitt sérstaka lífsviðhorf. Tilveran birtist engum tveimur sálum á sama hátt. Þess vegna á hver maður í raun og veru sinn heim, sína veröld. Hún skipt- ir litum, tekur breytingum eftir skini og skúrum. Eitt lítið atvik getur skipt sköpum eins manns án þess að það snerti annan sam- ferðanaut hans. Eg hygg að þau hjón Laufey og Brynjólfur hafi þannig hvort átt sinn heim, en í traustri samstöðu og trú á tilver- una og það góða í manninum gengu þau samhent sinn veg, tóku vandamálum hversdagsins og leystu úr. Þótt Brynjólfur hafi kosið sér hlutskipti bóndans, þá hygg ég að ytri aðstæður hafi þar frekar ráðið um, heldur en eld- heitur áhugi þótt löng lífsleið og umbótastörf hafi tengt hann heimasveitinni sterkum böndum. Brynjólfur var maður fróðleiks og mannlegra samskipta. Þau voru honum í blóð borin. Vegna fram- sýni hans og ekki síður greiðvikni varð hann vinsæll meðal sveit- unga sinna og samferðamanna og félagsmál og trúnaðarstörf færð- ust á hendur hans. Þar naut hann sin best og vera má að greiðviknin í náungans garð hafi stundum komið niður á fjölskyldunni en þá naut hann trausts og styrks lífs- förunautar sem skynjaði veröld hans, fann hvernig samskiptin við annað fólk fylltu hann krafti og að geta gert náungagreiða færði hon- um lífshamingju. Við settumst stundum niður, yfir kaffibolla, stundum hjá hon- um í Efstalandskoti, stundum á kaffihúsi, stundum heima hjá börnum hans þar sem hann dvaldi eða var gestkomandi. Það voru ætíð ánægjulegar samræður. Þótt þar mættust tvær kynslóðir sem kalla mætti hinn nýja og gamla tíma, var alltaf tóm fyrir umræðu. Hversdagsmál, þjóðmál, jafnvel dýpri þankagangur fengu umfjöll- un en nærtækust voru honum þó alltaf málefni sveitarinnar og hér- aðsins. Hann var ungur í anda og það var eins og kynslóðabilið margumtalaða týndist í samræð- unum þrátt fyrir að sex áratugir, mesta breytingaskeið í sögu þjóð- arinnar aðskildu viðmælendurna. Saga sveitarinnar átti djúpar ræt- ur í huga Brynjólfs. Þegar árunum fjölgaði og tóm gafst frá hinni daglegu önn leitaði hugurinn til liðinna stunda, manna og athafna. Hlédrægni hélt honum frá því að flíka hugleiðingum sínum á þessu sviði. Þó liggur eftir hann prentuð grein um heimasveit sína, Öxna- dalinn í bókinni Byggðir Eyja- fjarðar, þar sem hann lýsir með glöggu auga náttúru hins norð- lenska dals og rekur sögu búskap- ar og mannlífs. Með Brynjólfi er genginn einn af síðustu aldamótamönnunum. Einn stólpi er fallinn. Eftir stend- ur skarð í hugum samferðamanna, vina og vandamanna, þeirra sem til þekktu. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og úttör eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞORSTEINS AXELS HELGASONAR, Langholtsvegí 106. Anna Siguröardóttir, Siguröur Þorsteinsson, Sæunn Þorsteinsdóttir, María Þorsteinsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Björk Þorsteinsdóttir, Sigriöur Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Ólafsson, Guömundur Guömundsson, Sverrir Vilbergsson, Magnús G. Arneson og barnabörn. + Þökkum auösýnda vináttu viö fráfall bróöur okkar, STEINGRÍMS S. WELDING. Elfn Snorradóttir, Þorvaldur Snorrason, Snorri S. Welding, Ágúst Snorrason, Friörik S. Welding. Þórður Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.