Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 31. ágúst Bls. 33—72 Vvar ég á flokksþingi Demókrata í New York eða var ég þar ekki? Þetta er eitthvað svo ótrúlega lifandi fyrir hugarsjónum mínum. í fyrsta sinn á ævinni var ég á því mikla meginlandi sem menn kalla Norður-Ameríku. Þó þótti mér sem ég væri mjög sunnarlega. Ég var í Miami-borg, nýkominn, og hafði mig lítið í frammi. Sitthvað hafði ég einsett mér í þessu ferðalagi, meðal annars var ég ráðinn í að lesa hvorki né skrifa. Ég var orðinn hálfleiður á bókstöfum, þegar ég fór að heiman og enn hafði ég ekki keypt mér blað eða bók. Gísli Jónsson menntaskólakennari: Horft á sjónvarp í Bandaríkjum Norður-Ameríku Það er sjónvarp í herberginu okkar og allt í einu upplýkst fyrir mér að stórviðburður er að gerast, kannski heimssögulegur. Pólitískur áhugi, sem búið hefur í mér frá barnæsku eins og ódrepandi veira blossar nú upp enn einu sinni. í stað þess að skoða mig um í þessari hlýju og fögru borg ligg ég í makindum uppi í rúmi og horfi á CBS. Þeir kunna sitt verk. Fréttaþjón- ustan frá flokksþinginu í Madison Square Garden er framúrskarandi vönduð og víst tæknilegt afreksverk. ★ Ég kem þar inn í miðju kafi, sem sendinefndir hinna ýmsu ríkja eru að greiða atkvæði og allir eru spenntir. Hvers vegna? Um hvað? Edward Kennedy hafði tapað í forkosningun- um fyrir Carter, að óbreyttum regl- um. Nú höfðu Kennedy-sinnar reynt að fá þessum reglum breytt, hafa svokallað „opið val“ á þinginu. Margir hinna yngri flokksleiðtoga stóðu eink- um fyrir þessu, og óháði frambjóðand- inn, John Anderson, hafði gefið í skyn að hann drægi sig til baka og styddi jjForskot Carters var alltof mikiðéá Kennedy, yrði hann í framboði við forsetakjör. Tölurnar hrönnuðust upp. Tillaga Kennedy-sinna þurfti 1666 atkvæði til þess að hljóta samþykki. En sú summa vildi ekki koma. Forskot Carters var alltof mikið, stundum hafði hann tvöfaldan stuðning á við Kennedy. Einkum voru Suðurríkja- menn daufir í liðveislu sinni við þann síðarnefnda. Tillagan um „opið val“ kolféll. Kennedy lýsti því yfir að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningu, en myndi halda ræðu á þinginu daginn eftir. ★ Og þvílík ræða. Ég held ég gleymi henni seint. Mig rekur ekki minni til að hafa hlustað á annað eins í háa herrans tíð. Ekki var ég þó neinn aðdáandi Kennedys og er jafnvel ekki enn, ef frá er tekin þessi ræða. Menn höfðu haft á orði hversu ómerkilegar ræður Kennedy hafði haldið í upphafi baráttu sinnar fyrir útnefningu. Hrakfarir hans fyrir Carter voru meðal annars kenndar því, svo og hinu illræmda bílslysi á Chappaquiddick- PpMig rekur ekki minni til aö hafa hlus- taö á annaö eins í háa herrans t íöáá eyju. En allt í einu var eins og herfjötur leystist af manninum, ein- mitt þegar hann hafði endanlega tapað fyrir Carter og var ekki lengur hugsanlegur frambjóðandi við for- setakjör. Hann fékk stórkostlegar móttökur. Stuðningsmannahópur hans á þinginu lét mikið á sér bera. Hann ítrekaði að hann væri ekki kominn til þess að sækjast eftir útnefningu, heldur til þess að mæla fyrir tillögum minni hlutans um efnahagsmál, og hann gerði það vissulega, en miklu, miklu meira. Það var eins og herfjötur leystist af manninum og hann talaði við þingfulltrúa, hann talaði við mig og alla sem höfðu sýn og sjónvarp. ★ Ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég á að velja til þess að reyna að auðkenna ræðuna sem ræðu, svo ég læt þau óskrifuð. Hún var í einu orði sagt listaverk. Hann hafði ekki blað, ekki snifsi, ekki punkt, ekki neitt, en hann talaði við fólkið. Bygging ræðunnar virtist þaulhugs- PpEins og herfjötur leystist af manninumíí uð frá upphafi til enda, ekkert út í hött, engin mismæli, engar endur- tekningar, hnig og ris eins og best mátti verða. Kennedy talar svo skýrt, að jafnvel ég skildi næstum hvert orð, og ég held að hann tali mjög fallega ensku. Efni þessarar óviðjafnanlegu ræðu hefur sjálfsagt verið rakið út um allar jarðir, þegar ég brýt eitt af boðorðun- um á næturþeli í Miami, meðan Símon Templar hefur tekið stöðu Kennedys í sjónvarpinu. Ég ætla ekki að endur- segja það, en reyna að lýsa áhrifum ræðunnar svolítið betur. Allir þingfulltrúar lögðu við hlustir. Spennan var mögnuð. Ekkert ráp, engir geispar, ekkert skvaldur. Mér fannst að heyra mætti saumnál detta. En ég var lengi að átta mig á handapati ungu stúlkunnar, sem þýddi ræðuna á fingramál fyrir heyrnardaufa. Kennedy gat allt í þessari ræðu. Hann gat látið fólk hlægja, gráta, gleðjast og reiðast. Og hann gerði allt þetta. SJÁ NÆSTU SÍÐU PpHnig og ris eins og best mátti veröa a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.