Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 15 einfaldri myndbyggingu og leik- ur sér að því að gera dramatiska hluti úr einum ávöxt eða tveim, þremur hlutum, er hann setur í myndflötinn. Fínleiki þessara verka er með ótrúlegu yfirbragði og túlkar viðkvæma sál og sér- stakan skilning á myndbygg- ingu. Ljós og skuggi eiga einnig sinn þátt í áhrifakrafti þessara verka. í sem fæstum orðum sagt: Þetta eru úrvalsverk, gerð af þeirri kunnáttu, er aðeins er handbær hjá meisturum. Það eru 36 verk á þessari sýningu og vart hægt að gera upp á milli einstakra verka, samt bendi ég á nokkrar myndir, sem ég sérlega horfði á: No. 6, 20, 22, 27 og 36. Allt eru þetta verk, sem unnin eru í þurrnál og akvatintu, en það er viðkvæm og vönduð aðferð, sem ekki er á færi hvers manns. Eins og sjá má af þessum línum, var ég sérlega ánægður með þessa sýningu Kaskipuro. Hún er í þeim gæðaflokki, sem er að gera anddyrið og gangana í Norræna húsinu að eins konar musteri grafík-listar, ef svo mætti að orði kveða. Það er mikill sómi fyrir húsið sem menningarstofnun, að slíkar sýningar, sem þær tvær, er ég hef fjallað um í þessu skrifi, skulu hafa komið fyrir sjónir okkar hér í höfuðborg íslands. Þakkir fyrir þessa sýningu. Lelkllsl eftir JÓHANN HJÁLMARSSON inn í hugþekka ævintýraveröld í samvinnu við Guðrúnu Auðunsdótt- ur, en leikmynd, brúður og bún- ingar eru hennar verk. Aðstoðar- maður leikstjóra var Sif Breiðdal, en aðstoð við táknmál veittu Vil- hjálmur G. Vilhjálmsson og Berg- lind Stefánsdóttir. Ljós og hljóð sá Ólafur Örn Thoroddsen um. Tæknilega séð held ég að þetta verk brúi bil milli heyrandi og heyrnarlausra vegna þess að hér geta þeir skemmt sér í sameiningu og táknmál heyrnarlausra verður skiljanlegt. Það eru til dæmis margir hlutir í táknmálinu sem eru í senn upplýsandi og í gamansöm- um anda frá hendi höfundar. Það tókst leikurunum vel að túlka, en mest komu við sögu biðlarnir Al- freð og Vilfreð í höndum þeirra Helgu Thorberg og Önnu S. Einars- dóttur. Sögukona var Ragnheiður A. Arnardóttir og leysti þann vanda ágætlega. Sólveig Halldórs- dóttir í hlutverki kóngsdóttur þurfti að vísu ekki mikið að láta að sér kveða, en gerði hlutverkinu góð skil. Þetta framtak Alþýðuleikhússins verður vonandi metið að verðleik- um. Það er ástæða til að hvetja foreldra til að leyfa börnum sínum að kynnast verki Christinu Ander- son og um leið fá innsýn í það sem heyrnarlausir þurfa við að glíma. Þar eð ég er afskaplega torlæs á spænska tungu treysti ég mér ekki til að segja mikið af viti um þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur utan hvað mér finnst vera gott og eðlilegt mál á bókinni og hnaut ég ekki um nokkurn skapaðan hlut í því efni við lestur hennar. Er það meira en hægt er að segja um margar innlendar ritsmíðar, hvað þá þýðingar. Mér finnst þetta góð bók og skemmtileg aflestrar. Ymsum kann að virðast efni hennar nokkuð fjarlægt og að íslendingum komi lítið við brölt auðhringa upp til fjalla í fjarlægum löndum, en þeim hinum sömu væri hollt að hugleiða um stund aldalanga baráttu eigin forfeðra við erlent vald sem þó beitti ekki jafn grimmdarlegum „stjórnunaraðferðum" og fyrirtæki það sem ber hið sakleysislega nafn, „Cerro de Pasco Corporation", og dafnaði vel á sjötta og sjöunda áratugnum — og gerir sjálfsagt enn. Á myndinni eru frá vinstri: Bjarnveig Bjarnadóttir. forstöðukona Ásgrimssafns, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, Sigrún Guðmundsdóttir, kennari, frænka Ásgrims, Guðmundur Benediktsson, myndhöggvari og Björg Þorsteinsdóttir, listmálari, sem mun fara með stjórn safnsins ásamt Sigrúnu og Guðmundi. Ásgrímssafn tuttugu ára - sérstök afmælissýning opnuð á sunnudag Ásgrimssafn er tuttugu ára um þessar mundir. Af þvi tilefni hefur verið sett upp sérstök afmælissýning í safnhúsinu að Bergstaðastra'ti 74 og verður hún opnuð sunnudaginn 9. nóvember. Á sýningunni er að finna úrval af myndum sem Ásgrímur ánafnaði þjóð sinni árið 1953. en það safn telur na‘r 500 málverk, auk fjölda teikninga, vinnubóka o.fl. Myndir á sýninguna hafa valið þau Björg Þorsteinsdóttir listmálari, sem efir áramótin tekur við forstöðu safnsins. og Guðmundur Benediktsson mynd- höggvari. Á blaðamannafundi, sem boðað var til vegna afmælisins. rakti forstöðukona safnsins, Bjarnveig Bjarnadóttir, sögu safnsins og aðdragandann að stofnun þess, en Bjarnveig hefur veitt safninu forstöðu óslitið frá stofnun þess. Bjarnveigu sagðist svo frá: Hinn 30. mars 1953 skrifaði Ásgrímur Jónsson málari undir gjafabréf sitt til þjóðarinnar, þá rúmliggjandi á sjúkrahúsi. Hann andaðist 5. apríl 1958. Auðnaðist honum að mála nokkrar myndir á þessum árum, þrátt fyrir háan aldur og sjúk- leika sem sótti á hann öðru hverju. Nokkru áður boðaði hann á sinn fund fulltrúa ríkisins, Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra, Valtý Stefánsson ritstjóra, sem þá var formaður Menntamála- ráðs, Ragnar vin sinn Jónsson bókaútgefanda og skyldmenni sín þrjú, þau Jón bróður sinn, Guðlaugu Jónsdóttur hjúkrun- arkonu og mig. Við sátum í heimili Ásgríms yfir kaffibolla þear hann til- kynnti þá ákvörðun sína að ánafna þjóð sinni öll listaverkin, sem staðsett voru í húsinu þá. Einnig húseign sína, heimili og sparifé sitt, sem nota skyldi til viðhalds listaverkunum, og var það meðal annars notað til þess að breyta lélegri kjallara- geymslu í trausta málverka- geymslu. Verk þau er reyndust vera í húsinu eftir andlát Ás- gríms voru nær 500 fullgerðar olíu- og vatnslitamyndir, og nokkur olíumálverk ófullgerð. Auk þess mörg hundruð þjóð- sagnateikningar og fjöldi vinnu- bóka, sem í eru margar fullgerð- ar myndir, sumar þeirra gerðar um og upp úr aldamótum. Ásgrímur ákvað í gjafabréfi sínu að Jón bróðir hans, Guðlaug Jónsdóttir frænka hans og ég yrðum í stjórn væntanlegs Ás- grímssafns, og að ég veitti því forstöðu. Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri hefur alla tíð verið fulltrúi ríkisins í sambandi við gjöf Ásgríms. Brátt hófum við Jón að skrá- setja myndirnar og sjá um innréttingu á málverkageymsl- um í kjallaranum, en flestar myndirnar stóðu í stöflum upp við veggi í vinnustofu Ásgríms. Þetta starf tók okkur Jón hálft annað ár. Strax í upphafi ákváð- um við Jón, að við heimili Ásgríms skyldi ekki hróflað. Það yrði í sömu skorðum eins og það var er hann gekk þaðan út í hinsta sinn, nema að veggina varð að nota, en á þeim voru aldrei fleiri myndir en 2—3 í tíð Ásgríms. Og 5. nóvember 1960 var Ásgrímssafn opnað almenningi. Ákveðið var að sýningar yrðu ætíð 3 á ári hverju, sumar-, haust- og skólasýning, og þá skipt um myndir. Margir hafa lagt leið sína hingað, og erlendir gestir skoðað safnið á sumrin. En stórir erlendir gestahópar koma sjaldan í safnið. Þeir leita Ásgrímssafn uppi, sem áhuga hafa á þessari listgrein. Safnið er kynnt í kynningarbæklingum fyrir erlent ferðafólk, og safnið lætur prenta kynningarplagg á ensku, þýsku og dönsku. Og auðvitað á okkar tungumáli einnig, sem skólafólki er afhent á skólasýningum, sem opnaðar eru eftir hver áramót. Þær eru nú orðnar sextán talsins. Sérsýningar hafa verið haldn- ar öðru hverju á haustin. Til dæmis sýning á vatnslitamynd- um, eingöngu frá Þingvöllum. Einnig sérsýning á hinu svo- kallaða Húsafellstímabili í list Ásgríms, sem segja má að hefj- ist um 1945, en þá byrjar hann að mála hinar litríku myndir sínar. En oft hafði hann dvalið þar áður. Kom þangað í fyrsta sinn árið 1904. Hann var þá á ferðalagi um Borgarfjörð með fólki úr Árnessýslu. Ekki málaði hann þar á því ári, en um 1915 var hann kominn að Húsafelli aftur og málaði þá um tíma þar. Og öðru hverju eftir það, þar til Húsafell varð annað heimili Ás- gríms síðustu áratugi ævi hans. Skömmu eftir að Ásgrímssafn var opnað hóf það útgáfu lista- verkakorta, gerð eftir myndum í eigu safnsins. Prentað er eitt kort á ári fyrir jólin. Jólakortið nú er afmæliskort safnsins prentað eftir vatnslitamynd frá Þingvöllum. Ágóði kortanna hef- ur verið notaður til greiðslu á viðgerð og hreinsun ýmissa verka safnsins, aðallega eldri mynda. Hér lýk ég þessum fátæklegu upplýsingum um þjóðargjöf Ás- gríms Jónssonar málara, og Ás- grímssafn. Þeim, sem hér eru staddir, vil ég tjá, að sunnudag- inn 9. nóvember verður opnuð afmælissýning, sem verður opin alla daga fyrstu vikuna frá kl. 2—6. Aðgangur er ókeypis. Vel hefur verið vandað til þessarar sýningar. Meðal mynd- anna eru fimm gjafamyndir sem vinir safnsins hafa fært því. Ein þeirra er olíumálverk af föður Ásgríms og Jóns, og er hún máluð af Jóni árið 1924. Gaf hann Ásgrímssafni myndina í tilefni af 20 ára afmæli þess. Faðir þeirra bræðra var Jón Guðnason, bóndi í Árnessýslu. Um val mynda og uppheng- ingu þeirra sáu Björg Þorsteins- dóttir listmálari og Guðmundur Benediktsson myndhöggvari. Og að lokum vil ég geta þess, að nú er ég að kveðja safnið eftir rúmlega 20 ára starf. Og ég mun ganga út úr þessu húsi með gleði og þakklæti í huga, því að nú mun ráða hér ríkjum úrvalsfólk, en það eru þau Björg Þorsteins- dóttir listmálari, sem verður eftirmaður minn, og í stjórn með henni eru Guðmundur Bene- diktsson myndhöggvari og Sig- rún Guðmundsdóttir kennari, frænka Ásgríms. Á þessum merkisdegi Ás- grímssafns, 5. nóvember, eruð þið einu gestirnir, sem hingað eru boðnir. Og hér munuð þið augum líta listaverk og heimili þess manns, sem fyrstur allra hér á landi tókst að gera mynd- listina að ævistarfi eingöngu. En til þess að það mætti takast þurfti sjálfsaga og sterkan \ !lja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.