Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 „Mér finnst þú hafa svoleiðis göngulag aðþú sért etcki alltafað drepast úr leiðindum “ inn gestur við kvöldmatarborðið, því að mamma elskaði músík og Jón spilaði fyrir hana og rabbaði við hana, sagði henni bæjarfréttir, hafði ofan af fyrir henni. Það var notalegt að hlusta á Jón; hann var slíkur kúltúrmaður, enda varð honum tíðrætt um kúltúr og kúltúrleysi og gat verið meinfyndinn, oft alveg óvart. Ein- hverntíma á fjórða áratugnum féll útsending veðurfregna niður um skeið — og það þótti Jóni alveg hábölvað. Það væri ókúltúr að fá ekki veðurfregnir. Eitt sinn sem oftar er hann að fárast yfir þessum ókúltúr við einhvern mann. Og þá verður manninum að orði: Heyrðu Jón. Fyrirgefðu — en hvern fjandann hefur þú að gera við veðurfregnir? Jón horfði hvumsa á þennan kúltúrsnauða viðmælanda sinn og svaraði hvasst: Skilurðu það ekki, maður? Ég kenni suður á Grímsstaðaholti. Jón var til húsa í herbergis- kytru uppá hanabjálka einhvers- staðar í Miðstræti og leigusalinn var kona. Dag einn — þegar nokkuð langt var um liðið síðan húsaleigan féll í gjalddaga — knýr hún dyra hjá Jóni og segir við hann stutt og laggott: Jæja Jón Pálsson. Nú verður þú að borga þínar skuldir eða ég verð að fá annan leigjanda. Jájá, ég skal borga þetta á morgun, svarar Jón. Og í því kemur rukkari frá einhverju dagblaði og tilkynnir að hann skuldi þrjá mánuði og það verði að gera þetta upp. Jájá, ég skal borga þetta á morgun, svarar Jón. Hann hafði verið að spila á píanóið — og meðan hann var að afgreiða leigusalann og rukkarann hafði köttur smogið inní herbergið og hljóp yfir nóturnar á píanóinu og framkallaði hræðilegan há- vaða, ókúltúr. Jón brá hart við, tók í hnakkadrambið á kettinum, setti hann fram á gang og sagði svo hátt að rukkarinn, sem var á leið niður stigann, heyrði: Ég líð nú ekki allt á mínu heimili! Einhverntíma uppúr miðnætti er svo steinvölu hent uppí glugg- ann hjá Jóni og hann fer berlapp- aður niður til að opna. Utan dyra er Steinn Steinarr og spyr hvort hann geti lofað sér að vera. Jón mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum gott gera og svaraði: Það máttu Steinn minn, en við Sigfs og Tómas Guðmundsson í sjónvarpssal. legur gestur á heimili okkar tvö þrjú síðustu árin sem hann lifði. Hann spilaði á óbó, orgel og píanó — og dró fram lífið með kennslu á orgel í heimahúsum og eitthvað smávegis í skólum. Það var sult- arlíf. Jón ánetjaðist áfenginu rétt eins og Einar — og lést með voveiflegum hætti á stríðsárun- um. Jóni var margt til lista lagt; hann var skáldmæltur og drjúgur málamaður, þýddi meðal annars þennan fræga texta Stenka Rasin: Norður breiða Volgu vegu, og nokkrar sögur Gorkis þýddi hann, Vinur minn furstinn o.fl. Pabbi var mikill starfsmaður, vann langt frameftir öll kvöld, þannig að mamma var oft ein með okkur börnunum daginn út og daginn inn. Jón var því kærkom- verðum að læðast upp svo ekki braki í stiganum, því að ég skulda húsaleigu. Þegar þeir eru komnir langleið- ina upp stoppar Jón allt í einu, alveg stjarfur, en gefur ekki frá sér neitt hljóð. Afhverju heldurðu ekki áfram? hvæsti Steinn. Skilurðu það ekki bölvaður asn- inn þinn, þú stendur á löppinni á mér. Steinn var á rosabullum, Jón berlappaður — en svona var hann Jón frá Hlíð mikill kúltúrmaður; hann gaf ekki frá sér hljóð — af því að hann skuldaði húsaleigu. Jón var stoltur; því varð að fara að honum með gát — og það gerðu foreldrar minir. Jóni þóttu vindlar góðir. Eitt aðfangadagskvöld fékkst hann til að vera heima hjá okkur — og við krakkarnir vorum látnir gefa honum vindlakassa, og ar sem ég sat með Steini og fleiri listamönnum á Hressingarskálan- um, hann var auðvitað alltaf svolítið uppá kant við mig. Ég hafði bara gaman af og galt honum í sömu mynt. Eitt sinn sendi hann mér þetta skeyti yfir skyrhræringinn hans Jóns Páls- sonar frá Hlíð: Þetta er nú meiri lummutónlistin hjá þér og honum Þórarni Guðmundssyni og þessum körlum. Já, sagði ég, það er nú eitthvað annað heldur en þessi hressilegi kveðskapur þinn, sem er ekkert annað en afturábakganga inní sjálfan sig. Það var svona sem við töluð- umst við — og skildum hvor annan ágætlega. Ég met ljóð Steins mikils — en ég hef ekki gert lag nema við eitt þeirra. Þau skírskotuðu ekki til mín sem efniviður í lög, þau áttu ekki við mína hörpu. Fötin í klæðaskápinn eignaðist hann aldrei, þoldi enda mátulega velklædda menn. Halldór Laxness gekk í stórköflóttum tvídjökkum og buxum úr gabardíni langt frameftir öldinni að útlendum sið. Það fór ógurlega í taugarnar á Steini. Eitt sinn sátu þeir saman heima hjá Kristni E. Andréssyni — og lengi vel gat Steinn ekki haft augun af klæðnaði Halldórs — uns hann segir: Djöfulli er að sjá þig maður. Þú ert eins og umrenning- ur — í leppúm úr sitthvorri áttinni. Þetta þótti Halldóri yfirgengi- legur dónaskapur — að gera fataburð sessunautar að umtals- efni. Jón Pálsson frá Hlíð, sem hélt uppá Halldór, þó kannski meira sem rithöfund en mann, komst þannig að orði um skáldið: Hann er eins og taflborð — nema það vantar mennina. Meira var það nú ekki. Jón frá Hlíð var umtalsgóður, en eitthvað hafði honum mislíkað við Halldór og þegar hann læddi þessu út úr sér. Jón Pálsson á eftir að koma betur við sögu. Ég man eftir Einari Hjaltested heima. Það er að vísu ekki nema ein heimsókn sem ég man — en hana man ég líka vel, hann hefur vafalaust komið oftar, en ég var á barnsaldri — og það er þessi eina' sem situr í minninu. Það gilti um Einar eins og fleiri Sigfús Halldórsson og Jóhannes Helgi. stórbrotna listamenn að hann var ekki uppi á réttum tíma — og leitaði huggunar í áfengi. Kvöld eitt varð ég vitni að því að móðir mín var að stumra yfir honum, draga af honum blaut sokkaplögg og gefa honum kaffi. Einar var þá hættur að syngja fyrir mörgum árum, en í þakklæti sínu heyrði ég hann segja: Guðrún mín. Ég er löngu hættur að syngja og spila, en nú ætla ég að syngja fyrir þig lag sem ég samdi einu sinni. Mig minnir að textinn hafi verið eftir Gest, þ.e. Guðmund Björns- son landlækni. Og svo spilaði Einar og söng og gerði það þannig að ég gleymi því ekki meðan ég lifi. Ég hef verið átta ára. Og hvílík rödd, maður lifandi. Þetta var ekki löng stund — en svo sterk — svo óhemju sterk — að í rauninni er stundin ekki liðin enn. Ég sá Einar oft á förnum vegi, stundum illa á sig kominn, en það var samt alltaf einhver stórleiki yfir honum. Eitt sinn sagði hann við mig: Lærðu annaðhvort mjög mikið — eða hæfilega lítið. Millivegur- inn er hættulegastur. Einar eignaðist mörg börn — og það er vel. Tíminn hefur verið þeim hliðhollari. Jón Pálsson frá Hlíð galt hins sama og Einar; hann var uppi of snemma á öldinni. Jón var frá Hlíð undir Eyjafjöllum og ætíð kenndur við Hlíð. Hann var dag- Það var mikið um ljóðalestur heima í mínum uppvexti, pabbi og mamma voru mjög ljóðelsk og eins bræður mínir. Sigurður var góður hagyrðingur og á menntaskólaár- um hans komu margir bók- menntasinnaðir skólabræður hans á heimilið. Ég man eftir Stefáni frá Hvítadal og mörgum fleiri listamönnum í heimsókn. Ég varð því góðu heilli mjög snemma handgenginn ljóðum og lista- mönnum. Ég þarf að segja þér frá því hvernig ég kynntist Steini Stein- arr. Eitt sinn sem oftar á Útvegs- bankaárunum er ég á gangi eftir Laufásveginum heim á leið frá vinnu. Þegar ég geng framhjá húsinu nr. 44 er bankað í glugga á neðri hæðinni. 1 glugganum er visinn maður sem segir: Má ekki bjóða þér inn? Ég þekkti ekki þennan mann, en hann var einkennilega viðkunnan- legur þótt visinn væri og vakti forvitni mína. Ég svaraði því að bragði: Jú — þakka þér fyrir. Innbúið gat ekki fátæklegra verið, niðurníddur dívan, einn stóll, borðskrifli — og gríðarlega stór klæðaskápur, opinn og gal- tómur — og maðurinn enn rýrari en hann hafði virst í glugganum. En nærvera mannsins var þægileg og gaman að tala við hann. Mér varð að vonum starsýnt á klæðaskápinn, þessa ógurlegu galtómu mublu, og spurði hvað hann ætlaði að gera við hann. Já — skápurinn, svaraði hann. Ég keypti hann á uppboði, það er svo gott að eiga svona skáp ef ske kynni að maður eignaðist ein- hvern tíma föt. Mér dvaldist þarna og var skemmt og þegar ég sýndi á mér fararsnið skenkti hann mér árit- aða bók sína sem hét Ljóð, það var fyrsta bókin hans. Þegar ég fór spurði ég: Heyrðu. Af hverju varstu að kalla á mig? Jú, svaraði hann. Ég er tiltölu- lega nýfluttur hingað og er búinn að sjá þig ganga hérna framhjá nokkrum sinnum. Og mér leiddist núna — og mér finnst þú hafa svoleiðis göngulag að þú sért ekki alltaf að drepast úr leiðindum. Það var þessvegna sem ég kallaði í þig- Þær urðu svo margar stundirn- „Sigfús Halldórsson opnar hug sinn“ er ein þeirra bóka, sem út kemur um þessar mundir. Höfundur er Jóhannes Helgi, en sá sem frá segir Sigfús Halldórsson tónskáld. „Saga þessi er ekki sagnfræði. Hún er sögð höfundi eins og sögu- maður mundi hana réttasta. Úrvinnslan og stílfærslan er höf- undar og á hans ábyrgð,“ segir Jóhann- es Helgi. Hér er birtur einn kafli bókarinnar, 3. dagur, með leyfi höf- undar: r ,i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.