Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 23 Jarðfræði — og jökla- rannsóknir í vísinda- tímaritinu Jökli NÝLEGA eru út komnir tveir árxangar af timaritinu Jökull, sem nú er gefið út sameÍKÍnleKa af Jöklarannsóknafélaginu ok JarófræóafélaKÍnu. betta eru 28. oíí 29. árgangur tímaritsins, fyrir árin 1978 og 1979. FélöRÍn hafa átt í fjárhagslegum erfið- leikum við að koma þessu tíma- riti út síðustu árin, en úr rættist í fyrra vegna skilnings stjórn- valda á nauðsyn þess, að í þessu gósenlandi jarðvísinda sé gefið út visindalegt tímarit i jarðfræði, sem Kjaldgengt sé á alþjóðavett- vangi, enda kostnaður við það ekki mikill miðað við það fjár- magn. sem raunverulega er veitt hér til jarðfræðirannsókna ár hvert. Jökull er að miklu leyti á erlendum málum, aðallega ensku, en útdrættir úr greinunum á íslensku og nokkuð er alltaf af greinum alþýðlegs efnis á ís- lensku. • Hörfun jökla Aðalritstjóri 28. árgangs var Helgi Björnsson, jöklafræðingur. Meðal efnis í þeim árgangi er ritgerð eftir Skúla Víkingsson, jarðfræðing, um hörfun jökuls síðasta jökulskeiðs af suðurhluta Skagafjarðarhéraðs og ritgerð eft- ir konu hans, Ingu Kaldal jarð- fræðing um hörfun jökulsins af hálendinu norður af Hofsjökli. Einnig má nefna grein eftir Kjart- an Thors jarðfræðing um botn- gerð í sunnanverðum Faxaflóa og grein eftir tvo erlenda jarðvís- indamenn, G. Schönharting og K. Strand Pedersen, um segulmæl- ingar á gabbrói í Geitafelli í Hornafirði. sigurjón Rist birtir að vanda töflu yfir lengdarbreytingar ís- lenskra jökla, en hann hefur haft yfirumsjón með þeim síðan Jón Eyþórsson leið. Helgi Björnsson birtir fróðlega töflu um flatar- málsrýrnun íslenskra jökla síðan um 1940 samkvæmt mælingum á gervitunglamyndum, en mæling- arnar framkvæmdi Richard S. Williams, amerískur sérfræðingur í fjarkönnun, sem sérstaklega hefur lagt sig eftir könnun á íslandi. Magnús Hallgrímsson verk- fræðingur sér um íslenskt efni í Jökli og er í þessu hefti m.a. frásögn af skíðaferð suður yfir Sprengisand veturinn 1925, eftir L.H. Múller, frásögur af jöklaferð- um og varúðarreglur vegna snjó- flóða. • Nýjungar um jarð- íræði Islands Árgangurinn 1979 hefur nokkra sérstöðu. Svo er mál með vexti, að sumarið 1980 var haldið í París alþjóðaþing jarðfræðinga, sem kemur saman fjórða hvert ár. I sambandi við þetta þing ákváðu Frakkar að efna til fræðsluferða til allra landa í Vestur-Evrópu. Var farið fram á það við íslenska jarðvísindamenn, að þeir skipu- legðu og stjórnuðu tveimur ferð- um um Island og semdu að auki yfirlitsrit um jarðfræði landsins, er tillit tæki til allra nýjustu rannsókna á því sviði, en þekking á jarðfræði Islands hefur stórauk- ist og skoðanir á myndun þess gjörbreytst síðan hliðstætt yfirlit var tekið saman í sambandi við alþjóðaþing jarðfræðinga í Kaup- mannahöfn 1960. Varð úr, að þetta nýja yfirlitsrit yrði árgangur Jök- uls, prentaður í talsvert stærra upplagi en venjulega, og að Frakk- arnir fengju filmu af ritinu í offset til sinna afnota. Ritstjóri þessa árgangs Jökuls var Kristján Sæmundsson jarðfræðingur. Full- yrða má, að þetta rit sé besta yfirlitsritið, sem nú er völ á um nýjungar í jarðfræði íslands. Það er samið af mörgum úr hópi færustu jarðvísindamanna lands- ins, og borist hafa fregnir af því, að það hafi þótt bera af flestum þeim yfirlitsritum um önnur lönd Vestur-Evrópu, sem fram voru lögð á þinginu í París. Ritið er á ensku og sumt af efninu e.t.v. nokkuð strembið fyrir leikmenn, en í Jökli eru allítarlegir útdrættir úr hverri grein á íslensku, sem auðskildir eiga að vera áhugafólki og er þegar farið að nota þessa útdrætti við jarðfræðikennslu í menntaskólum. Eftirfarandi skrá yfir greinar og höfunda þessa heftis gefur hugmynd um efni þess: Leó Kristjánsson: Landgrunnið kringum ísland. Kristján Sæ- mundsson: Yfirlit um jarðfræði Islands. Sigurður Þórarinsson og Kristján Sæmundsson: Eldvirkni síðan sögur hófust. Sigurður Þór- arinsson: Gjóskutímatal og beit- ing þess á íslandi. Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson: Jarð- skjálftar á íslandi. Leifur A. Símonarson: Um loftslagsbreyt- ingar á íslandi. Ingvar Birgir Friðleifsson: Jarðhiti á íslandi. Sveinn Jakobsson: Um bergfræði íslands. Helgi Björnsson: Jöklar á íslandi. Þetta sérhefti er hægt að kaupa (eins og raunar aðra þá árganga Jökuls, sem ekki eru uppseldir) í Bókabúð Snæbjarnar í Hafnar- stræti 4. (Frótt frá stjórn JoklarannsóknafólaKs tslands) Ný bók frá Erni og Örlygi: Kólumbus og sigurinn á hinu ósigranlega KÓLUMBUS og sigurinn á hinu ósigranlega, nefnist nýútkomin bók frá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs. Bók þessi er i bókaflokki er fjallar um frömuði landafunda og frömuði sögunnar. Ilafa áður komið út sex bækur í þeim flokki um þá Francis Drake, Living- stone, Lewis og Clarke, kaptein Scott, Magellan og Nelson. Bókin um Kólumbus er eftir Felipe Fernández Armesto, en ritstjóri bókaflokksins er sir Vivian Fuchs, og ritar hann inngang bókarinn- ar. I bókaforlagskynningu segir svo um hina nýútkomnu bók: Bókin um Kólumbus fjallar um eitt mesta landkönnunarafrek sög- unnar, og er í bókinni rakið hversu Kólumbus leitaði bakhjarls kon- unga við hirðir Portúgals og Spán- ar, sagt frá siglingum hans, m.a. til Islands, en hingað mun Kólumbus hafa komið árið 1477. Greint er frá fjórum siglingum hans yfir Atl- antshafið og háskum þeim er slíkum siglingum fylgdu. Einnig er greint frá hversu andstaða manna og skilningsleysi knúðu hann vit- firringu nær og hvernig hann fann létti i nýjum dáðum eða með því að loka sig inni í hugarheimi dul- hyggju og eigin þráhyggju. Bókin um Kólumbus er prýdd fjölda mynda, bæði litmynda og svarthvítra, en kápumynd bókar- innar er þekkt andlitsmynd af Kólumbusi, eftir málverki sem er í Uffizi listasafninu í Flórens. Þýðing bókarinnar er eftir Krist- ínu R. Thorlacius, en umsjón með íslensku útgáfunni hafði Örnólfur Thorlacius. Bókin er sett og filmu- unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar, en offsettprentun texta og mynda er unnin hjá Fakenham Press Limited, Fakenham, Norfolk. Söngskólinn í Reykjavík MIÐNÆTURSKEMMTUN Söngskólans í Reykjavík Hvað er svo glatt sem „góðra vina fundur" í Háskólabíói í kvöld 21. 11. kl. 23.15 ________SÍÐASTA SINN________ Einsöngvarar, píanóleikarar og Kór Söngskólans í Reykjavík ásamt Hljómsveit Björns R. Einars- sonar. Sviösetning Sigríöur Þorvaldsdóttir. Kynnir Guömundur Jónsson. Miöasala í dag frá kl. 4 í Háskólabíói PEYSOTQT1 tlRVAT J •'MMOI LAUGAVEGI 47 SÍM117575 6.154

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.