Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 ✓ Kjaramálaályktun ASÍ-þings: Skattar verði lækkaðir — vaxtafrádráttur rýmkaður Baráttan snýst um kaupmátt en ekki krónur Hér fer á eftir í heild kjara- málaályktun sú, sem samþykkt var á ASÍ-þingi í síðustu viku: Þegar 33. þing ASÍ var haldið síðla árs 1976 var kaupmáttur launafólks í lágmarki og hafði farið nær óslitið þverrandi frá fyrri hluta ársins 1974. í ályktun þingsins um kjara- og efnahags- mál er lögð áhersla á að snúa verði vörn í sókn og þar segir m.a.: „33. þing Alþýðusambands ís- lands lýsir yfir því, að nú sé lokið því tímabili 'varnarbaráttu í kjaramálum sem staðið hefur nú rösklega í tvö ár. Þingið telur nú svo komið launamálum verka- fólks, að með engu móti verði lengur þolað, ef ekki á að verða varanlegur háski fyrir alla alþýðu manna og þjóðina í heild.“ í ályktuninni er sett fram krafa um 100 þ. kr. lágmarkslaun á mánuði, sem verði að fullu verð- bætt í samræmi við breytingar framfærslukostnaðar og krafist ýmsra aðgerða til þess að ná auknu jafnrétti í þjóðfélaginu. Þá er í ályktuninni hvatt til þess, að verkalýðsfélögin komi fram sem ein heild gagnvart atvinnurekend- um og stjórnvöldum varðandi þær meginkröfur, sem snerta alla fé- laga verkalýðshreyfingarinnar. Ný lög um skertar verðbætur Með sólstöðusamningunum 1977 var öfugþróun undangenginna ára snúið við, kaupmáttur hækkaði verulega og verðbótakerfið varð taustara en áður. Með samningun- um var stefnt að því að jafna launin, bæði með því að almennar kauphækkanir voru í sömu krónu- tölu til allra og eins voru verðbæt- ur í sömu krónutölu í tvo áfanga. Þó ríkisstjórnin hefði við undir- skrift samninganna staðfest, að þeir væru innan hins efnahagslega ramma þjóðfélagsins, snéri hún þegar í febrúar 1978 við blaðinu og hafði forgöngu um lagasetningu, sem skar verðbætur niður um helming. Verkalýðssamtökin snér- ust af hörku gegn þessari órétt- látu lagasetningu enda fyrirsjáan- legt, að yrði henni ekki hrundið væri þess skammt að bíða, að kaupgeta félli aftur niður á það stig, sem var fyrir sólstöðusamn- ingana. Með nýjum lögum í maí var slakað á skerðingunni á dag- vinnukaupi, en henni haldið á yfirvinnu svo auðsætt var að innan tíðar yrði yfirvinnuálögum eytt. Eftir kosningar 1978 voru samn- ingar settir í gildi á ný samhliða miklum niðurfærsluaðgerðum. I desember það ár var hins vega enn gripið til aðgerða með lagaboði, sem skertu verðbætur, en á móti komu yfirlýsingar um félagslegar aðgerðir og lækkun skatta auk niðurgreiðslna. I maí 1979 tóku gildi ný lög um skertar verðbætur, svonefnd Ólafslög, þannig að miðað við óbreytt viðskiptakjör hækkar kaup innan við 9% þegar verðlag hækkar um 10% og við þetta skerta verðbótakerfi búum við enn. Samningunum var sagt upp vorið 1978 vegna afskipta stjórn- valda, en er þeir tóku gildi á ný um haustið, var á sameiginlegum fundi miðstjórnar ASÍ og stjórna landssambanda innan þess mælt með framlengingu kjarasamn- inganna til 1. desember 1979. I júní 1979 voru samningar síðan framlengdir til ársloka 1979 jafnframt því, sem samið var um 3% grunnkaupshækkun. Sú grunnkaupshækkun megnaði þó ekki að viðhalda kaupmætti, sem féll vegna skertra verðbóta og mikillar verðbólgu og varð stöðug rýrnun þar til nýir samningar tókust í lok október 1980 eftir margra mánaða samningaþóf. Varað við hug- myndum um skert- an kaupmátt „Nýgerðir kjarasamningar hafa að meginmarkmiði að bæta kjör þeirra lægra launuðu. Þótt ekki tækist að knýja fram kröfur um „hólf“ í vísitölukerfið fékkst jafn- virði „gólfs" í tvö tímabil reiknað inn í grunnkaupshækkunina. Hinu er þó ekki að leyna, að enn vantar mikið á, að lágtekufólk búi við viðunandi launakjör. Auk barátt- unnar gegn skerðingu kaupmáttar launa verður verkalýðshreyfingin að hefja á loft kröfuna um afnám vinnuþrælkunar. Óhóflegur vinnu- tími er bein lífskjaraskerðing og því marki verður að ná að kaup fyrir dagvinnu nægi til fram- færslu. I komandi samningum verður því enn að leggja megin- áherslu á að bæta kjör þeirra lægra launuðu, bæði í kaupi og með félagslegum aðgerðum. Nú þegar þarf að lækka skatta af almennum launatekjum og hverfa verður frá þeirri stefnu í skattlagningu sem nú er fylgt, og leiðir rakleiðis til sköttunar brúttótekna. Einkum er því mót- mælt að í einni svipan verði afnuminn almennur vaxtafrá- dráttur, og ákvæðin um frádrátt vaxta af lánum vegna byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði, verð- ur að rýmka stórlega. Miðað við reynslu undanfarinna ára gera verkalýðssamtökin sér það ljóst, að þau verða stöðugt að vera undir það búin að mæta skerðingaráformum stjórnvalda. Núverandi ríkisstjórn hefur gefið yfirlýsingar um ýmis mikilvæg félagsleg atriði og stuðlaði hún þannig að lausn kjarasamn- inganna, þó töluvert vantaði á, að komið væri til móts við kröfur samtakanna svo sem varðandi lífeyrismál og skattamál. 34. þing ASI varar alvarlega við öllum hugmyndum sem stefna að skerð- ingu kaupmáttar. Slíkum aðgerð- um yrði mætt af fullri hörku. Ótryggt at- vinnuástand — fiskiskipa- flotinn of stór — gegndar lausar út- flutningsbætur Brottflutningur á f jórða þúsund Á undanförnum árum hefur atvinnuleysi verið helsta vanda- mál í flestum nágrannalöndum okkar og á þessu ári eru yfir 20 milljónir manna atvinnulausir í þróuðum iðnríkjum. Á íslandi hefur ekki verið almennt atvinnu- leysi undanfarin ár. 34. þing ASí minnir hins vegar á að á síðast- liðnum fjórum árum fluttust á fjórða þúsund manns af landi brott umfram þá sem fluttust til landsins. Því er ljóst að ísienskt atvinnulíf hefur ekki boðið upp á þau skilyrði sem fólk gerir tilkall til. Nauðsynlegt er að samræma atvinnuuppbyggingu í landinu, svo vaxandi mannfjöldi fái allur störf við sitt hæfi. Stöðug atvinna fyrir alla verður ávallt að vera megin- markmið í stefnu ríkisvaldsins í atvinnumálum. Til þess að þetta markmið náist þarf að vinna eftir samræmdri atvinnustefnu, sem hvílir á heilbrigðu efnahagslífi. Atvinnuástand er nú eins og oft áður ótryggt á einstökum sviðum og má í því sambandi minni á, að sl. sumar bjó fólk í fiskiðnaði við mikið öryggisleysi. Brýnt er að setja atvinnurekendum þrengri skorður um uppsagnir vegna hrá- efnisskorts og skipuleggja rekstur í sjávarútvegi svo atvinna verði jafnari og traustari. Nú er nánast um vinnuþrælkun að ræða sum tímabil, en á öðrum eru fisk- vinnslustöðvar lokaðar. Fiskveið- ar og fiskvinnsla eru meginstoðir íslensks efnahagslífs og aðalat- vinnugreinar í flestum byggðar- lögum landsins og ljóst er að um f.vrirsjáanlega framtíð munu þess- ar atvinnugreinar verða undir- staða þess þjóðfélags, sem við búum við. Skipulag rekstrar og nýting auðlinda skipta því sköpum fyrir komandi tið og þess verður að krefjast, að stjórnvöld leiti samráðs við verkalýðssamtökin um alla stefnumótun. Miðað við stærð fiskistofna er ljóst, að fiskiskipafloti landsmanna er of stór. Fjölgun fiskiskipa síðustu mánuði bendir ekki til raunhæfra aðgerða stjórnvalda í fiskveiði stjórnun. Þingið skorar því á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir frekari fjölgun fiskiskipa umfram eðlilega endurnýjun.* Landbúnaður hefur verið og mun verða einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs. Tryggja þarf, að á hverjum tíma fullnægi innlend framleiðsla þörfum ís- lendinga fyrir þær landbúnaðar- vörur, sem hægt er að framleiða hér á landi. Af öryggis og byggða- sjónarmiðum er réttlætanlegt að kosta nokkru til svo þessi mark- mið náist. Þingið telur hins vegar ekki koma til mála að halda áfram þeim gengdarlausu útflutnings- bótum, sem viðgengist hafa á undanförnum árum og stefna beri að því með kerfisbundnum hætti, að einungis sé framleitt fyrir íslenskan markað. Nauðsynlegt er að renna fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Iðnaðarframleiðsla ýmiskonar, bæði fyrir innlendan og erlendan markað verður að aukast og inn- flutningi verður að setja skorður svo innlendri framleiðslu sé ekki stefnt í hættu á mikilvægum sviðum. Með samstarfi fyrirtækja, tækniþróun og hagræðingu verður að þoka afköstum íslensks heima- markaðs iðnaðar það fram, að honum sé mögulegt að standast fyllilega samkeppnina við inn- flutning. Á sama hátt verður að efla ýmsar geinar til útflutnings. Verkmenntun þjóðarinnar og tækniþekking gera okkur kleift að takast á við hin margvíslegustu verkefni í iðnaðarframleiðslu auk þess sem orkuauðlindir landsins opna ný svið. Atvinnuuppbygging landsins verður að vera með skipulögðum hætti svo fjárfestingar nýtist til famleiðsluaukningar, en á undan- förnum árum hafa fjárfestingar um of einkennst af verðbólgu- braski. Þegar fjárfestingaráætl- * skipasmíðar innlendar Mramkv. anir eru gerðar verður jafnan að taka tillit til mannaflaþarfar og atvinnuástands svo sem mestur stöðugleiki verði í hverju byggð- arlagi. Vísitölukerfið er vörn launafólks Barátta verkalýðshreyfingar- innar fyrir aukinni velmegun snýst ekki um krónur og aura, heldur aukinn kaupmátt. Verbólg- an knýr þins vegar á um miklar kauphækkanir því augljóst er, að í 50% verðbólgu verður kaup að hækka um 50% til þess eins að halda óskertum kaupmætti. Visi- tölukerfið er vörn launafólks gegn verðbólgunni og samtökin hljóta í næstu kjarasamningum að leggja áherslu á að bæta kerfið svo umsaminn kaupmáttur verði bet- ur tryggður. Draga verður úr víxlhækkunum verðlags og launa með raunhæfum aðgerðum í verð- lagsmálum. — Takist að draga úr verðhækkunum dregur jafnharð- an úr verðbótahækkunum launa, því bætur reiknast aðeins fyrir þegar áorðnar verðhækkanir. Verðbætur eru því afleiðing en ekki orsök verðbólgunnar. 34. þing ASÍ minnir á, að við óbreytt skert vísitölukerfi mun kaupmáttur fyrirsjáanlega falla um 1—2% á ársfjórðungi á samn- ingstímanum. Því skorar 34. þing ASI á Alþingi að afnema þau ákvæði laga nr. 13/1979, (Ólafs- laga) sem kveða á um skerðingu verðbóta á laun samkvæmt kjara- samningum frá 22. júní 1977. Brýnt er að nýir kjarasamn- ingar taki gildi 1. nóv. 1981 og til að fylgja því eftir mun verkalýðs- hreyfingin leggja mikinn þunga og áherslu á kröfuna um afturvirkni samninganna ef síðar takast. Sú krafa miðar að því að koma í veg fyrir að atvinnurekendur geti hagnast á því að tefja samninga með endalausu þófi og undan- brögðum, líkt og í síðustu samn- ingagerð. Þingið leggur áherslu á, að öllum undirbúningi verði hrað- að, þannig að fullmótuð kröfugerð liggi fyrir þegar í september ásamt ákvörðun um það, hvernig staðið skuli að samningum. Þingið felur miðstjórn að gangast fyrir formannsráðstefnu í mars, þar sem meginlínur verði lagðar, bæði hvað snertir kröfugerð og hver vera skuli verkefnaskipting heild- arsamtakanna og einstakra lands- sambanda og félaga. 34. þing ASI leggur áherslu á að réttindi farandverkafólks verði aukin og kannað ítarlega með hvaða hætti megi tryggja þeim betur en nú er félagsréttindi í verkalýðsfélögum og skorar jafn- framt á verkalýðsfélögin að sjá til þess að réttindi farandverkafólks verði ekki fyrir borð borin. 34. þing ASÍ ítrekar að við samningsgerð og almennt í starf- semi samtakanna er mikilvægt að auka og efla tengslin við hinn almenna félaga. Upplýsingamiðl- un, fræðsla og fundahöld og þá vinnustaðafundir sérstaklega verða að vera virkari þættir í starfsemi samtakanna. Styrkur verkalýðsstéttarinnar í samskipt- um við atvinnurekendur og stjórn- völd felast í vel upplýstri og virkri hreyfingu launafólks. Aðeins virk og öflug verkalýðshreyfing getur náð fram umtalsverðum kjarabót- um við þær aðstæður sem við búum við í dag, en þær einkennast af alþjóðlegri og innlendri kreppu- þróun og herskárri harðlínustefnu atvinnurekenda. 34. þing ASÍ ítrekar að verka- lýðssamtökin sækja fram til auk- innar velsældar og fegurra mann- lífs. Megináherslu verður því að leggja á kröfur samtakanna um styttingu vinnutíma, aukna verk- menntun og fullorðinsfræðslu, bættan aðbúnað á vinnustað, auk- ið öryggi í veikinda- og slysafor- föllum, bætta dagvistunarþjón- ustu, lækkun skatta á lágtekju- fólki, úrbætur í lífeyrismálum og aðrar félagslegar umbætur. Verkalýðshreyfingin hlýtur að taka sérstakt tillit til þeirra, sem búa við skerta starfsgetu og beita sér fyrir framgangi þeirra krafna, sem settar hafa verið fram hér á landi í tilefni alþjóðaárs fatlaðra. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.