Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 11 Launamálaráð BHM: Ríkisvaldið verður að sætta sig við úr- skurðinn eins og aðrir „RÍKISSTARFSMENN innan BHM hafa hinKað til orðið að sætta sík við úrskurði Kjaradóms. hversu óhaKstæðir sem þeir hafa verið. Á sama tima telur launamálaráð, að rikið verði að sætta sig við úr- skurði dómsins þó þeir séu ekki alltaf í samræmi við þeirra óskir." Þetta segir launamálaráð Banda- latfs háskólamanna i fréttatilkynn- inttu. sem það gaf út i Kær. FréttatilkynninK launamálaráðs er svohljóðandi: „31. desember sl. kvað Kjaradóm- ur upp úrskurð um laun ríkisstarfs- manna innan BHM, laun nokkurra háttsettra embættismanna og um þingfararkaup. Þessir úrskurðir hafa valdið miklu fjaðrafoki í fjölmiðlum og þá ekki síst launahækkun þingmanna. Hitt er furðulegra að 6% hækkun launa ríkisstarfsmanna innan BHM hefur orðið tilefni þess að ráðherr- ar, forystumenn ASÍ og ýmsir fleiri hafa keppst við að lýsa yfir hneyksl- un sinni. Það er rétt að skjóta því hér inn að laun háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna eru nú (þ.e. eftir úr- skurð Kjaradóms) á bilinu kr. 5.500—10.000 og eru meðallaun þeirra um kr. 7.300. Þessir menn sem hæst hrópa nú um of mikla hækkun til „hálaunamanna" hafa hins vegar a.m.k. tvöföld meðallaun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna og um 50—100% hærri laun en þeir hæst launuðu. Þessum mönnum er einnig fullljóst að þeir hópar á almennum vinnumarkaði, sem höfðu sambærileg laun eða hærri en háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn, fengu miklu meiri hækkun en Kjaradómur dæmdi BHM. Dómurinn hefur nú eins og oft áður sýnt íhaldssemi og aðeins dæmt BHM hluta af þeim hækkun- um sem urðu á almennum vinnu- markaði þrátt fyrir ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna um að Kjaradómur skuli við úrlausnir sínar gæta samræmis við kjör þeirra sem vinna hjá öðrum en ríkinu. Sem dæmi um hækkanir hópa á almennum markaði, sem hafa svip- uð eða hærri laun en háskólamennt- aðir ríkisstarfsmenn má nefna að yfirmenn á farskipum fengu 11% hækkun (laun þeirra eru nú allt að 20 þús. á mán.), verkstjórar~20% hækkun, blaðamenn 9—15% hækk- un, verkfræðingar á almennum markaði 9%, prentarar, bókbindar- ar og mjólkurfræðingar 11% og trésmiðir, múrarar, málarar og veggfóðrarar 16%, hækkun ákvæð- isvinnutaxta var 8—9% og þannig mætti lengi telja. Enginn hefur þó talið ástæðu til að hneykslast á þessum samningum, en þegar há- skólamenntaðir ríkisstarfsmenn fá 6% hækkun, ætlar allt um koll að keyra. Þá vill launamálaráð leiðrétta þann misskilning sem komið hefur fram, bæði í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi að samið hafi verið við BHM eftir samninga BSRB. Þetta er alrangt því þessi 6% iaunahækkun var ákveðin með úrskurðum Kjara- dóms frá 9. nóv. (0,7%) og 31. desember (5,3%). Sérstaklega vekur það furðu að fjármálaráðherra skyldi segja í útvarpi og sjónvarpi að samið hefði verið við BHM og ætti hann þó að vita betur. 1 sama viðtali sagði fjármálaráðherra einn- ig að efri hluti launastiga BSRB hefði litla eða enga hækkun fengið. Þetta er einnig rangt því að efsti launaflokkur BSRB fær á samnings- tímabilinu 7,3% hækkun. Þá er það að skilja á ráðherra að Kjaradómur eigi að fylgja stefnu ríkisstjórnar- innar í launamálum, sú skoðun kom einnig fram í forystugrein Dag- blaðsins 8. jan. sl. Þetta er einnig rangt. Kjaradómur á að vera hlut- laus úrskurðaraðili í kjaradeilum ríkisins og ríkisstarfsmanna. Ríkisstarfsmenn innan BHM hafa hingað til orðið að sætta sig við úrskurði Kjaradóms hversu óhag- stæðir sem þeir hafa verið. Á sama hátt telur launamálaráð að ríkið verði að sætta sig við úrskurði dómsins þó þeir séu ekki alltaf í samræmi við þeirra óskir. Verði samþykkt í ríkisstjórninni að ógilda úrskurð Kjaradóms um laun BHM mun launamálaráð BHM þegar boða til fundar í Kjararáði ríkisstarfsmanna og verður þar lögð fram tillaga um að allir ríkis- starfsmenn í BHM leggi þegar niður vinnu.“ _____D=19,00 I Fundurumjj fcnluuuædiupu Leiðir tölvuvæðingin til atvinnuleysis - styttri vinnutíma - bættra lífskjara. Leysir tölvuvæðingin starfsgreinar af hólmi? FRAMSÖGUERINDI: Magnús L. Sveinsson Pátur H. Blöndal Sigfinnur Sigurðsson Reynir Hugason formaður Vfí. framkv.stj. L/feyriss/. Vfí. hagfræðingur Vfí. verkfræðingur Hótel Saga, Súlnasalur fimmtudaginn 15. janúar 1981, kl. 20.30 Fundurinn er öllum opinn Venlunannannqfelag Rey'kjavíkw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.