Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Svikið loforð Þegar Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, gerði grein fyrir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar í áramótaræðu sinni sagði hann m.a.: „... skattar verða lækkaðir, sem svarar einu og hálfu prósenti í kaupmætti lægri launa og meðallauna." Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, gerði síðan grein fyrir þessum skattalækkunum í ræðu á Alþingi í síðustu viku og sagði, að sjúkratryggingagjald yrði fellt niður á tekjum allt að 6,5 milljónum gkr., ennfremur yrði persónufrádráttur hækkað- ur, svo og tryggingabætur. Sagði fjármálaráðherra, að þetta þýddi 1,5% aukningu kaupmáttar á lægri laun og meðallaun, sem ætti að mæta vísitöluskerðingunni, sem kom til fram- kvæmda nú um síðustu mánaðamót. Þessar ákvarðanir eru teknar að höfðu samráði við verkalýðshreyfinguna. Það tekjumark, sem ríkisstjórnin miðar við í þessum útreikningum sínum er 780 þúsund gkr. á mánuði eftir 1. marz en samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér má gera ráð fyrir, að meðallaun verkamanna í marz séu um 930 þúsund gkr. og iðnaðarmanna um 1 milljón gkr. á mánuði. Þetta þýðir, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar þýða ekki 1,5% aukningu kaupmátt- ar á meðallaun heldur einungis 0,8% kaupmáttaraukningu á meðaltekjur verkamanna. Af þessum tölum verður því ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna um ráðstafanir til þess að mæta 7% vísitöluskerðingunni en það hlýtur að vekja athygli, að svo virðist sem Alþýðusamband íslands hafi lagt blessun sína yfir þessi svik á gefnum loforðum. Fleiri svikin loforð * Iáramótaræðu sinni lýsti Gunnar Thoroddsen yfir því, að húsbyggjendum yrði gefinn kostur á því að breyta skammtímaskuldum í föst löng lán og jafnframt upplýsti hann, að vextir yrðu lækkaðir hinn 1. marz. Nú hefur verið skýrt frá því, að vextir hafi verið lækkaðir og jafnframt, að ríkisstjórnin hafi til meðferðar tillögur um framkvæmd á skuldbreytingum. Það segir nokkra sögu um núverandi ríkisstjórn hvernig staðið er að framkvæmd þessara loforða. Þegar forsætisráðherra lýsti yfir fyrirhugaðri vaxtalækkun hefur það eflaust vakið fögnuð hjá húsbyggjendum. En jafnframt lækkun útlánsvaxta hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka upp verðtryggða reikninga í bönkum til sex mánaða. Þetta þýðir, að bankarnir munu í vaxandi mæli beina útlánum sínum í verðtryggð lán. Við núverandi verðbólgustig þýða verðtryggð lán ekki vaxtalækkun heldur stórfellda vaxtahækkun. Þegar húsbyggjendur koma í banka og sparisjóði til þess að leita eftir lánum með lægri vöxtum verður þeim boðið upp á verðtryggð lán, sem í raun þýða lán með mjög háum vöxtum. Þannig stendur ríkisstjórnin við loforðið um vaxtalækkun 1. marz. Hún stendur við það í orði en ekki á borði. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um skuldabreytinguna. Vafalaust hafa flestir talið, þegar forsætis- ráðherra skýrði frá þessum áformum um áramótin, að ríkisstjórnin hygðist útvega sérstakt fjármagn í þessu skyni. í ljós kemur hins vegar, að ríkisstjórnin ætlar að fyrirskipa bönkum og sparisjóðum að breyta skammtímaskuldum við- skiptavina þeirra í föst lán til lengri tíma. Fólk hlýtur þá að spyrja: hvað um þá, sem nú eru að leita eftir nýjum lánum? Hvers eiga þeir að gjalda að eiga ekki kost á löngum lánum, eins og hinir, sem hafa safnað skammtímalánum? Og hafa þeir möguleika á lánum, þegar búið er að binda fé sparisjóða og banka til langs tíma? Það má líka spyrja, eins og Baldvin Tryggvason, formaður sparisjóðasambandsins: hvaða vit er í því, að stjórnskipuð nefnd taki ákvarðanir um útlánastefnu sparisjóða og viðskiptabanka og hvaða rétt hefur ríkisstjórnin yfirleitt til þess að blanda sér í útlánamál sparisjóða og einkabanka? Snorri Hjartarson við móttöku bókmenntaverð- launa Norður- landaráðs: SNORRA Hjartarsyni voru í gær veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs við hátiðlega athöfn í Kaupmannahöfn, þar sem þing Norðurlandaráðs fer fram. Við það tækifæri flutti Snorri ávarp sem Morgunblaðið birtir hér í heild: Virðulega samkoma! Þegar mér var tilkynnt að ég hefði hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni varð ég að sjálfsögðu harla glaður og þakklátur, glaður yfir því að ljóð mín skyldu talin verðug þess að standa undir slíkri viðurkenningu. Og glaður vegna þjóðar minnar og ís- lenzkrar ljóðlistar, sem löngum hefur verið einangruð frá bók- menntum annarra þjóða, af því að mál vort skilja aðeins örfáir Þar sem ljóð eru ort eiga þau ein- hvern hljómgrunn menn utan Íslands, já af því að vér einir höfum varðveitt þá tiginbornu tungu sem næst stendur máli Norðurlandaþjóða allra til forna. Ég tel mér trú um að þessi verðlaunaveiting geti orðið yngri skáldbræðrum mín- um nokkur hvatning til dáða og að íslenzkri ljóðlist verði meiri gaumur gefinn en verið hefur fram að þessu, en það á hún vissulega skilið. Ferill ljóðsins er órofinn gegnum aldir íslenzkrar sögu, frá fyrsta skáldinu og mesta, Agli Skallagrímssyni, til þessa dags, þótt bragur og við- fangsefni hafi að sjálfsögðu breytzt með breyttum tímum. Enn lifir ljóðið á íslandi og ber fagran blóma. Já, enn lifir ljóðið, þetta er mér fögnuður að geta fullyrt, á Norðurlöndum og annars staðar. Og þar sem ljóð eru ort eiga þau einhvern hljómgrunn, þau spretta ekki á berangrinum tóm- um og naumast væru þau gefin út ef enginn læsi þau og nyti þeirra. Vera má að lesendahópur þeirra sé ekki ýkja stór. Hlut- verk skálda er annað nú en áður var, og verður mér þá fyrst hugsað til nítjándu aldarinnar þegar skáld voru viða í fylk- ingarbrjósti þar sem barist var fyrir frelsi, auknum lýðréttind- um og þjóðlegri endurreisn, voru í einu þjóðskáld og þjóðhetjur. En þó nú sé öldin önnur og kvæði geti fáu breytt, hafa skáld ærið hlutverk að leysa af hendi: vekja samkennd og samúð, opna augu fólks fyrir því sem fagurt er og gott, og þá vissulega einnig hinu sem illt er og rangsnúið, túlka tilfinningar sínar og viðhorf á þann hátt sem ljóðið eitt fær gert. Og það getur verið styrkur í baráttunni fyrir rótgróinni menningu hinna smærri þjóða, sem nú á í vök að verjast gegn innrás alþjóðlegra fjölmiðla. Nú má hver og einn lá mér þó mér sé dimmt fyrir sjónum þegar ég litast um í heiminum í dag. Jörðin stynur undan verk- um barna sinna, hinna voldugu og fámennu drottna auðmagns og þegna. Mengunin, einn mesti bölvaldur vorra tíma, færist í aukana án afláts. Skógum er eytt, hin söng- og sögufrægu fljót sem fyrr runnu blá og silfurtær til sjávar orðin að mórauðum skolpræsum þar sem ekkert kvikt getur þrifist, voldug úthöfin þakin olíu, menguð eit- urefnum, og hvað um lofthjúp jarðar, hvernig er ástatt um hann? Jörð, haf og himinn, allt er eyðingu undirorpið, svo að löngu er mál að linni. Og ótalin er skelfingin rr.esta, eyðingin algera, sem vofað getur yfir, en sem ég ætla ekki að fara orðum um, get reyndar ekki hugsað til enda. Er þá ekkert til bjargar, ríkir vonleysið eitt um framtíð lífs og jarðar? Nei, svo getur ekki verið, vissulega ölum vér með oss von um fegri heim og betri, án vonar ekkert líf. Og þó oss virðist einatt hin hvítu öfl tilverunnar, fegurð og góðvild, lítilsmegnug i baráttunni við hin myrku öfl, illsku og græðgi, getur svo farið á einhvern hátt og þrátt fyrir allt, að öfl ljóss og lífs beri sigur af hólmi. Því fögnum vér öllu sem glætt getur og styrkt þá von í brjóstum vorum. Og það verði síðustu orð þessa örstutta ávarps, ósk mín og bæn, að hið fagra og góða, sem er eitt og hið sama, megi lýsa oss leiðina fram. Lise Östergaard menntamálaráðherra Dana: Mælir ákaft með Nordsat Frá Elinu Pálmadóttur, Kaupmannahoín LISE Östergaard, menningar- málaráðherra Dana og sá ráð- herra, sem fer með málefni Norð- urlandaráðs mælir í grein i Berl- ingi í morgun ákaft með hinum mikið umdeilda sjónvarps- og útvarpsgervihnetti Nordsat, eins og hún gerði í ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs i gær. En stjórnirnar hafa ákveðið að fyrir lok þessa árs eigi stjórnvöld í löndunum að hafa tekið endanlega afstöðu til þátttöku. Því skiptir svo miklu máli hvernig þing Norð- urlandaráðs, sem er ráðgefandi, afgreiðir málið nú til stjórnanna og því eru umræður svo miklar. Gro Brundtland, forsætisráðherra Noregs mælti í sinni ræðu mjög með Nordsat, enda Norðmenn af landfræðilegum ástæðum (fjalla- landslag sem teygir sig svo langt í norður) ákafir talsmenn Nordsat. En í Svíþjóð hafa þau menningar- pólitísku sjónarmið, sem mæla með samnorræna gervihnettinum, ekki meirihluta á þingi. Mörgum Svíum þykir fyrirtækið of dýrt og iðnrekendur og einkafyrirtæki, sem ekki þurfa slíka meirihluta- samþykkt, hafa þegar farið af stað með annan gervihnött, tele-x, sem á 2—3 rásum annast rannsóknir í háloftum, upplýsingaöflun og svo sjónvarpsútsendingar. Finnski forsætisráðherrann kom í sinni ræðu ekki inn á Nordsat-málið, enda Finnar ekki með mjög ákveðna stefnu þótt nokkuð já- kvæð sé. Finnarnir vilja að hin stóra kolonía þeirra í Svíþjóð fái aðgang að finnskum prógrömm- um, sem þeir gætu sennilega líka náð samkomulagi um við Svía um tele-x. Lise Östergaard leggur áherslu á að Nordsat kosti ekki nema 5 og 1/2 milljarð d. kr. á 20 árum, sem sé ekki meira en 40 kr. á hvern sjónvarpsnotanda á Norðurlönd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.