Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 45 kolefni og súrefni inni- í helíum- kjarnanum. Þessi kjarni dregst einnig saman, hitnar og eykur hraða helíumbrennslunnar (og vetnisbrennslunnar þar fyrir utan). Orkan sem þannig myndast leiðir til þess að sólin þenst enn frekar út; allt út að og sennilega út fyrir jarðbrautina. Hugsanlegt er að sólin myndi enn þyngri frumefni í kjarna sínum, þó ekki þyngri en járn. Öll þróun sólar, og annarra sólstjarna, er fremur óljós þegar hér er komið sögu, en meginatriðin varðandi sólu virð- ast þó þessi: Þegar síðara risastig- inu er náð þeytir sólin burt ystu lögum sínum og þau mynda plán- etuþoku eða hringþoku. Aðeins lítill hluti af massa sólar fer í að mynda plánetuþokuna, en það sem eftir verður hrynur saman í hvít- an dverg. Löngu áður en þessu stigi er náð verður allt líf á jörðu útdautt. Ég minntist á það hér á undan, að sólin yrði sífellt heitari og bjart- ari. Við það eykst útfjólubláa geislunin sem á jörðu fellur, og hún ein sér gæti eytt lífinu. En að auki mun hitastigið á jörðu vaxa að mun, með þeim afleiðingum að vötn og höf munu sjóða á heitustu stöðum. Lofthjúpurinn verður þá Myndun sólar. Geimskýió, sem sólin (og plánetukerfiö) varó til úr, brotnaöi nióur í smserri og smærri hnoðra, þar til efnismagn þeirra var oröið áþekkt massa sólar. mun þykkari og loftþrýstingur hærri, en í heild munu aðstæður hér minna meir og meir á þær sem ríkja á reikistjörnunni Venus. Þegar sólin svo fer yfir á risastigið mun hún fyrst bræða Merkúr, en á síðara risastiginu þenst hún alveg út að jarðbrautinni eða lengra, og þá munu Venus og jörð gufa upp. Það verður því ekki um neitt líf að ræða á jörðu, þar sem jörðin verður þá ekki lengur til! Líklega munu sömu örlög bíða Mars, sem er næsta reikistjarna utan við jörð, þegar sólin þeytir glóandi heitu gasi sínu út í geiminn sem plánetuþoku. DAUÐI SÓLAR Eftir að sólin hefur þeytt burtu ystu lögum sínum, hefur hún ekki lengur neinar orkulindir í kjarn- anum til að vega upp á móti þyngdarkraftinum og hrynur saman í hvítglóandi dvergstjörnu. Hvíti dvergurinn verður álíka stór og jörðin er nú, en efnismagn hans litlu minna en efnismagn núver- andi sólar. Þegar svo miklu efni er þjappað saman í þetta lítinn hnött, verður þyngdarkrafturinná yfirborði hnattarins gífurlegur. Til dæmis myndi maður, sem stæði á yfirborði hvíta dvergsins, vega um 300 þúsund sinnum meira en hann vegur á yfirborði jarðar. Hvíti dvergurinn, sem fyrst er glóandi heitur og því hvítur, kólnar síðar niður á milljörðum ára, þar til ekki er annað eftir af sólu en ljóslaus, svartur dvergur. Ytri reikistjörnurnar verða enn á sveimi, en þær verða ljóslausar eins og sólin, því þær endurkasta aðeins sólarljósi, sem nú er með öllu slokknað. Níræðisafmæli: Jórunn Jónsdóttir frá Smiðjuhóli Níræð verður á morgun, 13. apríl, Jórunn Jónsdóttir frá Smiðjuhóli í Álftaneshreppi í Mýrasýslu. Hún var næstyngst fimm systra og tveggja bræðra, dóttir hjónanna Ólafar Péturs- dóttur og Jóns Hallssonar, hrepp- stjóra og oddvita á Smiðjuhóli. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1917 með fjölskyldu sinni, eftir andlát föður síns. Var hún um 50 ára skeið fatasaumakona hjá þeim Árna og Bjarna, sem ráku herra- fataverslun að Bankastræti 9. Jórunn mun hafa verið meðal stofnenda verkalýðsfélagsins Skjaldborgar, er gætti réttar launþega í fatasaumi, á þeim tímum. Jórunn er hress og fylgist vel með innlendum sem erlendum fréttum og viðburðum. Hún er hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Munu margir hugsa hlýtt til hennar á þessum merku tímamót- um fóstru minnar. — Heimili hennar er að Hverfisgötu 28, annarri hæð, hér í Reykjavík. Ég og fjölskylda min óskum fóstru minni Guðs blessunar og góðs ævikvölds og henni þakkir færðar. Þorsteinn Sveinsson MYNDAMÓT HF. PRINTMYNDAGERÐ AÐALSTRCTI • SÍMAR: 17152-17355 Góð gjöí handa góðu barni Nú eru tímamót í lífi margra barna, þ.e.a.s fermingin, Það þarf ekki að trekkja vélina. Um leið og búið er að smella af, trekkir hún sig sjáifkrafa. Það þarf ekki að eyða tima i að fókusa. Vélin er með innbyggt Auto Focus System sem fókuserar jafnt í birtu sem myrkri. Það þarf ekki að snúa filmu til baka, ýtt er á takka og þá vindur vélin filmuna aftur i fiimuhyikið. Innbyggt flass er i vélinni og þegar notkun fer fram er ýtt á takka og þá kemur flassið upp. Engar áhyggjur þarf að hafa af stillingu á ljósopi. Vélin er með innbyggðan Ijósmæli, sem ákvarðar Ijósopið fyrir þig. Ef þú vilt gleðja fermingar- barnið með góðri gjöf, þá gefðu Canon ÆF35M með AUTO FOCUS Góð gjof gleður, Vélin er með seif-timer og þá er ýtt á takka óg vélin tekur mynd eftir 10 sek. Mjög sniðugt, ef þú vilt hafa sjálfan þig með á myndunum. Linsa 38 mm / stærsta Ijósop 2,8. Þyngt 405 gr. Focus System infrarauðir geislar. sem endurvarpast frá vélinni. Flass: geislinn varir innan við 1/100 sek. Ljósnæmisskali: 25 ASA — 400 ASA. Ath: Viö seljum einnig hinar óvenjulogu Polaroid myndavélar. Sérverzlun með ljósmyndavörur, Austurstræti 7, sími 10966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.