Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 i Á fundi Ráðherranefndar Norð- urlanda, þ.e. menntamála- og samgönguráðherranna, sem hald- inn var í Kaupmannahöfn 21. nóvember 1980, var samþykkt að leggja fyrir Norðurlandaráð til umsagnar svofellda tillögu: „1. Ráðherranefnd Norðurlanda bendir á, að á grundvelli ályktana Norðurlandaráðs hafa verið gerð- ar umfangsmiklar kannanir á möguleikum á auknu norrænu samstarfi á sviði hljóðvarps og sjónvarps og að niðurstöður þeirra hafa síðan sætt víðtækri umsagn- armeðferð. 2. Ráðherranefndin er þeirrar skoðunar, að dreifing á hljóð- varps- og sjónvarpsdagskrám hinna einstöku þjóða um öll Norð- urlönd mundi stuðla verulega að gagnkvæmum áhuga og þekkingu á högum norrænu grannþjóðanna. Víðtæk norræn dagskrárdreifing mundi einnig auka möguleika þjóðernislegra og tungumálslegra minnihlutahópa til að njóta menn- ingarefnis og upplýsinga á sínu eigin máli. Ennfremur mundu íbúar landanna fá færi á að velja úr meira og fjölþættara norrænu dagskrárefni. Norræn dagskrár- dreifing mundi skapa skilyrði til aukinnar dagskrársamvinnu út- varpsstöðva og þar með til dag- skrárstarfsemi sem þjóðirnar hver og ein sér hafa ekki tök á. Norræn dagskrárdreifing um Norðurlönd með beinum sending- um um gervitungl gæti gefið færi á mikilsverðum valkostum, þegar svo verður komið, að hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrár annarra þjóða verða í auknum mæli sendar j<ir landamæri ríkja og mál- svæða. 3. Ráðherranefndinni er enn- fremur ljóst, að mikilvæg álitaefni í sambandi við aukið norrænt hljóðvarps- og sjónvarpssamstarf með notkun gervitungla hafa sætt ítarlegri umfjöllum í því könnun- arstarfi sem unnið hefur verið vegna NORDSAT og umsagnar- meðferðinni sem á eftir fór. Enn eru þó atriði sem þarfnast nánara mats og íhugunar. Þetta á m.a. við um fjölda rása og skipt- ingu, auglýsingar og umfang þýð- inga, svo og skiptingu kostnaðar. Áður en gengið yrði frá nokkru norrænu samkomulagi verða að fara fram samningaviðræður milli ríkisstjórnanna um þessi atriði. 4. Að því er hina iðnpólitísku möguleika varðar, er ráðherra- nefndinni Ijóst, að í könnun máls- ins hefur einnig verið vikið að þeim atriðum. Vegna þess hvernig könnunarverkefnið var afmarkað, hafa þau hins vegar ekki sætt neinni rækilegri athugun. Því er ástæða til að bæta við þau gögn, sem lögð verða til grundvallar ákvörðun í málinu, athugun er Birgir Thorlacius: málið á þingi Norðurlandaráðs, sem háð var 2.-6. mars sl. í Kaupmannahöfn. Hnigu umræð- urnar yfirleitt í þá átt að hrinda bæri NORDSAT-málinu í fram- kvæmd. Lýstu fulltrúar þriggja íslenskra stjórnmálaflokka fylgi sínu við málið, þ.e. fulltrúar Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en enginn ís- lenskur fulltrúi mælti gegn NORDSAT. — Ríkisútvarpið skýrði frá því í fréttatíma rétt fyrir Norðurlandaráðsþing, að þrír framangreindir stjórnmála- flokkar hefðu hver um sig fjallað um NORDSAT-málið og samþykkt að styðja framgang þess. Alþýðu- bandalagið mun hinsvegar enga ályktun hafa gert um málið. En hvað er það í raun og veru NORDSAT varpi ljósi á iðnpólitískar forsend- ur og afleiðingar norræns hljóð- varps- og sjónvarpssamstarfs með notkun gervitungla. Þessi viðbót- arathugun á m.a. að beinast að möguleikum á að nýta NORDSAT til norræns samstarfs um fram- kvæmd iðnaðarverkefna. 5. Vinnan að áframhaldandi undirbúningi málsins verður aðal- lega innan marka viðræðna milli fulltrúanefnda hinna einstöku ríkja. Ráðherranefnd Norður- landa ber ábyrgð á samhæfingu starfsins. Markmið þess skal vera að leggja fram endanleg gögn til að ráðherranefndin geti tekið af- stöðu til þess, hvort stofnað skuli til norræns samkomulags um auk- ið norrænt hljóðvarps- og sjón- varpssamstarf með notkun gervi- tungla. Stefnt er að því, að slíka ákvörðun verði unnt að taka fyrir lok ársins 1981. 6. Norræni menningarmála- samningurinn kveður á um, að samstarf Norðurlandaþjóða skuli m.a. taka til hljóðvarps- og sjón- varpsstarfsemi. Ráðherranefndin vill leggja áherslu á mikilvægi þess, að sú samvinna verði efld. Ráðherranefndin hefur ennfremur • hyggju að semja tillögu að viðbót við norræna menningarmála- samninginn í því akyni, að ljóst komi fram sá einhuga vilji að auka beri norrænt samstarf á sviði fjölmiðla, óháð því hvaða tækni þeir styðjast við. Setja ber í samninginn ákvæði, er kveði skýrt á um, að samvinnan um fjölmiðla- mál skuli einnig taka til sviða sem náið tengjast hljóðvarpi og sjón- varpi, t.d. myndbanda, fjartextun- ar og annarrar þess háttar miðl- unartækni." Þessi tillaga varð svo grundvöll- ur að umræðum um NORDSAT- sem framkvæmd NORDSAT- málsins myndi hafa í för með sér? 1) I fyrsta lagi yrði kleift að dreifa sjónvarpsdagskrám norrænu sjónvarpsstöðvanna um öll Norðurlönd, ísland, Færeyjar og Grænland að sjálfsögðu meðtalin. Hver ein- stakur sjónvarpsnotandi á að geta valið hvaða dagskrá eða þætti úr dagskrá þessara landa hann vill horfa á. 2) í öðru lagi myndi vera unnt að endurbæta dreifingu íslensku sjónvarps- og hljóðvarps- dagskránna innanlands með aðstoð gervihnattarins, þannig að allir landsmenn búi við sömu móttökuskilyrði. Vænt- anlega gætu skip á hafinu umhverfis ísland einnig not- fært sér sjónvarp. 3) í þriðja lagi myndi íslensku sjónvarpsefni opnast nýr markaður, og ná til meira en 22ja milljóna manna í stað 220 þúsunda nú. Samstarf norrænu útvarps- og sjónvarpsstöðvanna á sér jafn- langan aldur og stofnanirnar sjálfa. ísland varð síðast Norður- landaríkja til að hefja útvarps- rekstur, en hann hófst á vegum ríkisins 20. desember 1930, og sjónvarp hófst hér 30. september 1966. Norðurlandaráð hefur jafn- an látið sig miklu skipta samstarf á sviði útvarps- og sjónvarps og gert um það margar ályktanir, og hina fyrstu um sjónvarpsmál þeg- ar á árinu 1955. í þessum málum urðu straumhvörf, þegar ljóst varð, að gervihnettir myndu verða teknir í notkun við dreifingu sjónvarps- og útvarpsefnis og að slík tækni gerði kleift, að ísland nyti góðs af sameiginlegum gervi- hnetti fyrir Norðurlönd. I desembermánuði 1975 var þessum málum þannig komið, að menntamálaráðherrar Norður- landa skipuðu svokailaða ráðu- neytisstjóranefnd til þess að kanna möguleika á samstarfi Norðurlandaríkja um gervihnött til dreifingar sjónvarps- og út- varpsefnis. Skyldi könnunin ná til tæknihliðar málsins, dagskrár- þáttarins, laga- og fjárhagsat- riða. Með þessari nefnd störfuðu ýmsir sérfræðingar. Nefndin skilaði ítarlegri álits- gerð á fundi menntamálaráðherr- anna á Húsavík 14. júní 1977, og var álit þetta sent fjölda aðila til umsagnar. Síðan var málið rætt í Menningarmálanefnd Norður- landaráðs, en formaður hennar var þá dr. Gylfi Þ. Gíslason, og var afstaða nefndarinnar sú að halda skyldi málinu áfram og einnig lét Norðurlandaráðsþing þann vilja í ljós, er það fjallaði um málið í febrúar 1978. — Núverandi for- maður menningarmálanefndar- innar, Árni Gunnarsson alþm., hefur reynst mjög skeleggur stuðningsmaður NORDSAT. Fyllri athugun fór nú fram á Gunnar Jökull Hákonarson: •—■— --1 _______ Er grundvöllur fyrir íslensku sjónvarpi? Ein opinber stofnun er það sem virðist ætla að slá öllum öðrum ríkisstofnunum við hvað snertir bruðl á almannafé. Það er nánast furðulegt hversu lengi þetta virð- ist ætla að fá að viðgangast án þess að nokkur lyfti litla fingri til andmælis. Að vísu er kvakað svolítið í fjölmiðlum um að dagskráin sé nú ekki alveg nógu góð og eitthvað álíka í þeim dúr. Það stöðvar samt ekki söluna á rándýrum litsjónvarpstækjum, sem standa sem stofustáss á heimilinu með fjarstýringum og öðru fíniríi, að mestu leyti ónotuð. Gagnrýni á sjónvarp fyrir lélegt efnisval eða önnur gagnrýni í svipuðum dúr, er nærri daglegur viðburður. Það sýnir glögglega, að sjónvarpsnotendur eru engan veg- inn ánægðir með íslenska sjón- varpið, sem ekki er að furða. Ekki hef ég orðið var við gagnrýni á rekstrarhlið sjónvarpsins, sem hlýtur að vera undirstaða þess, að sjónvarpið geti rækt hlutverk sitt betur sem skemmti-, menningar- og fræðslutæki. Eiður Guðnason, fyrrverandi sjónvarpsmaður, gæti þá varið tíma sínum betur í að rannsaka alla hringavitleysuna á Laugavegi 176 en að eyða tíma sínum og annarra þingmanna í gagnslaus frumvörp um að ausa enn meiri peningum í þessa botn- lausu hít. Hann ætti þó að þekkja vel til sem fyrrverandi starfsmað- ur sjónvarps, eða var hann orðinn jafn blindur í allri hringiðunni og hinir, að honum þótti bruðlið orðið eðlilegt? Jú, það er hægt að nefna ótal dæmi, t.d. áramótaskaup. Það kostaði 35 millj. gkr. og segir frá í fréttum, að þeir hafi sparað 10 millj. á verkfalli leikara, sem er náttúrlega grófasta móðgun við leikara að láta slíkt uppi. Samt sem áður er sjónvarpið á hvínandi kúpunni að semja við leikara, að eitt leikrit með íslenskum leikur- um skuli vera á dagskrá í mánuði hverjum, að minnsta kosti. Ára- mótaskaupið var klukkutíma þátt- ur, en þáttur, sem gerður var um Hauk Morthens var aðeins 'Á klst. Þar voru 8 leikarar, sex manna hljómsveit, sem ekki þurfti að spila nótu, Haukur sjálfur, sem ekki þurfti að syngja tón, því allt var þetta spilað af hljómplötu, og eitthvert listasnobb, sem þurfti að kynna hvert lag fyrir sig, svona svipað og þulurnar blessaðar, sem eru ráðnar til að þrílesa hvern dagskrárlið. Það tók leikmynda- gerðarmennina 800 klst. að hanna senuna, sem skreytti þennan um- rædda þátt, en ekki er mér Ijóst, hve langan tíma það hefur tekið fyrir allan þann fjölda, sem starf- ar í sjónvarpssalnum, fyrir utan leikarana 8, að æfa og svo loks taka upp þáttinn á myndband. Á meðan svona bruðl á sér stað í gerð íslenskra þátta er ekki að furða, að sjónvarpið veigri sér við gerð íslensks efnis vegna mikils kostnaðar. Hjá sjónvarpinu eru fastráðnir 120 manns fyrir utan allan þann fjölda manna, sem kemur fram í sjónvarpinu gegn greiðslu, sem er líklega álíka fjöldi Úr upptökusal sjónvarpsins. ef ekki meira. Hvað gerir þessi skari? Við hvað er hópurinn að bardúsa alla vikuna og þar að auki að vinna auka- og eftirvinnu? Trúir því nokkur maður, að allan þennan fjölda þurfi til að klína saman 3ja tíma dagskrá á dag, 6 daga vikunnar, 11 mánuði á ári? Jú, það eru víst flestir orðnir sannfærðir, allavega nú, þegar sjónvarpið hefur sýnt nokkra áróðursþætti, gerða af þeim sjálf- um, að það sé nú svo voðalega flókið að reka sjónvarpsstöð. Ekki furða, þó sjónvarpsmenn vilji kveða niður einstaklingsframtak íbúa nokkurra fjölbýlishúsa, sem reka sínar eigin lokaðar sjón- varpsstöðvar víðsvegar um borg- ina, á eigin kostnað! Mögulegt að gera meira íslenskt efni í auglýstri dagskrá sjónvarps vikuna 16.—20. mars, er ekkert innlent efni nema Þjóðlíf í 50 mín. og þáttur um Nemendahljómsveit Tónlistarskólans í 30 mín., ef frá eru taldir fréttaskýringaþættir, umræðuþáttur og endurtekið efni. Ekki ætti því umrædd vika að vera sjónvarpinu dýr, og ætti því þar að sparast. En íslenskt efni má bara ekki verða blindri sparn- aðarstefnu að bráð. Við eigum í sjónvarpi úrvalslið til að vinna að frekari íslenskri dagskrárgerð, en það þarf að leggja meiri áherslu á sparnað við gerð íslensks efnis. Þannig væri hægt að gera mörg áramótaskaup og marga tónlistar- þætti, enda þarf sjónvarpið ekki að leggja í kostnað vegna hljóð- upptöku, þegar hljómlistin er spil- uð af hljómplötu. Sjónvarpið ætti einmitt að sjá sér leik á borði, þegar íslensk hljómplötugerð er í slíkum blóma eins og nú, að vinna að gerð „ódýrra" sjónvarpsþátta með okkar ágætu listamönnum. Það yrði án nokkurs vafa vinsælt sjónvarpsefni, eins og sölutölur íslensku hljómplatnanna sýna. Og þá ætti þetta 120 manna starfslið, og þá sérstaklega þeir, sem vinna i sjónvarpssalnum, að fá eitthvað að gera. Blindisleikur sjónvarpsins Opinberuð hefur verið sú stefna að stytta dagskrá. Hvað skyldi það spara? Eina milljón nýkr. eða minna? Ekki trúi ég því, að starfsliði verði fækkað, eða hvað? Víkur lista- og íburðarsnobbið fyrir heilbrigðum rekstrarhag- kvæmnissjónarmiðum? Nei, það verður haldið áfram í sömu myrkviðissjónarstefnunni, að flækja þann frumskóg, sem sjón- varpið er þegar í og ekki gerð tilraun til þeirra úrbóta, sem til þarf að grisja frumskóginn. í raun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.