Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Slátraraverkíall í Danmörku: Heggur löggjaf- inn á hnútinn? Kaupmannahofn. frá frótta- ritara Mor>funhlaAsins. Ih Bjornbæk. DANSKA þjóðþinKÍð var kvatt saman til aukafundar á mánu- da«. on rétt áóur en þingfundur átti aó hofjast. kom ríkisstjórnin saman á skyndifund til að taka afstoðu til þess hvort löggjafar- valdið ætti að binda endi á kjaradeilu slátrara. Sláturhús í landinu eru lokuð vefjna slátraraverkfallsins og út- flutningur á landbúnaðarvörum hefur að mestu stöðvazt þess vegna. Slátrararnir hafa á fund- um sínum tvívegis hafnað sátta- tillögum, sem trúnaðarmenn þeirra og samninganefnd hafa lagt til að gengið yrði að. Þegar fyrri sáttatillagan kom fram, reyndi stjórnarandstaðan að fá stjórnina til að skipta sér af málinu, en forsætisráðherrann, Anker Jorgensen, lagðist eindreg- ið gegn slíkri málsmeðferð, ekki sízt þar sem óvenjuve! hefur gengið að útkljá kjaradeilur með friðsamlegum hætti í Danmörku íranir tóku bandarískt skip með 19 manna áhöfn að undanförnu. Þegar síðari sátta- tillögunni var hafnað, varð ástandið strax mjög alvarlegt, en að undanförnu hafa svínin hlaðizt upp í hundraðatali hjá bændum. Stjórnin og þingið eru í vanda stödd vegna þessa ástands, ekki sízt vegna þess, að yfirvofandi er verkfall háskólamenntaðra manna í landinu. Ef niðurstaða atkvæða- greiðslu um fyrirliggjandi sátta- tillögu í deilu háskólamanna verð- ur sú, að þeir hafna tilboði hins opinbera, verður afleiðingin sú, að verkfall þeirra skellur á, en það mun hafa mjög víðtækar afleið- ingar. Sonia Sutcliffe, eiginkona kvennamorðingjans, kemur ásamt móður sinni frá réttarhöldunum i Old Baily sl. miðvikudag. Kuwait. 1. maí. — AP. SENDIFIERRA írans í Kuwait skýrði frá þvi i dag að iranskt herskip hefði tekið handariskt olíurannsóknaskip i sina vörzlu með manni og mús, þar sem það hafi verið statt á svæði þar sem styrjaldarástand sé rikjandi, en skipstjórinn hafi þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir daufheyrzt við fyrirskipun um að hverfa af svæðinu. Andar hjálp- arlaust með nýtt hjarta og ný lungu Staníord. Kaliíorníu. 1. mai. AP. MAÐUR, sem nýtt hjarta og lungu voru grædd i i siðustu viku. gat í gær dregið and- ann án hjálpartækja, að þvi er stjórn Stanford University Medical Center skýrði frá í dag. Charles Walker, sem er þrítugur að aldri, gekkst und- ir skurðaðgerðina á föstudag- inn var, en hann var tekinn úr öndunarvélinni daginn eftir. Þótt líðan Walkers sé fram- ar öllum vonum telja læknar að hann sé enn ekki úr lífshættu. Skipið er nú i höfn í Bushehr, sem er við austanverðan Persa- flóa, og að sögn sendiherrans er skipshöfnin öll við beztu heilsu. „Þar sem skipið var á svæði, sem Irakar hafa yfirlýst ófriðar- svæði, gátum við ekki látið skipið afskiptalaust," sagði sendiherr- ann. Hann kvað málið hið flókn- asta, þar sem skipið væri banda- rískt og í þokkabót búið tækjum sem hægt væri að nota til annarr- ar upplýsingaöflunar en vísinda- legra rannsókna. Skipið sem heitir „Western Sea“ hefur að undanförnu leitað olíu og gass undan ströndum Kuwaits og þar í grennd. Það er 247 tonn að stærð og um borð er nítján manna áhöfn. Yfirvöld í Kuwait hafa hafið viðræður við irönsk yfirvöld í því skyni að fá þau til að heimila skipstjóranum að láta úr höfn, en skipið siglir undir panamískum fána. Féll grunur á Sutcliffe 18 mánuðum fyrir handtökima? Peter Sutcliffe Lundúnum. i. maí. AP. THE SUNDAY Times held- ur þvi fram um helgina að átján mánuðum fyrir hand- töku kvennamorðingjans frá Yorkshire hafi ungur leyni- lögreglumaður bent á Peter Sutcliffe og talið sennilegt að hann væri morðinginn, sem leitað var að. Segir blaðið að yfirmenn lögreglumannsins, sem heit- ir Andrew Laptew, hafi látið undir höfuð leggjast að sinna ábendingum hans, með þeim afleiðingum að Sutcliffe hafi tekizt að myrða þrjár konur til viðbótar áður en hann var handtekinn. Sutcliffe hefur játað á sig morð 13 kvenna á fimm árum, en réttarhöldin í máli hans halda áfram á morgun, þriðjudag. Myndin hér að ofan var tekin af Sutcliffe fyrir þremur árum. Sprenging í Kabulháskóla Nýju Delhi. i. maí. AP. AFGIIANSKA ríkisútvarpið sagði í gær, að tveir menn, stúdent og fyrirlesari, hefðu særzt þegar sprengja, sem sagt var að uppreisnarmenn hefðu komið fyrir. sprakk í verkfra*ði- deild Kabul-háskóla á laugardag- inn og olli töluverðu eignatjóni. Mótmælafundur var haldinn í háskólanum í gær með þátttöku Óeirðir í Ósló Frá fróttaritara Moncunhlaósins í Ósló. ÓEIRDIR hlossuðu upp í Ósló aðfaranótt 1. maí, þ<i ckki eins víðtækar og 1. maí í fyrra. Tvö hundruð og þrjátíu ungmenni voru handtekin og 30 úrskuröað- ir í fangelsi fyrir ofbeldi. Rúmlega 300 lögreglumenn voru kallaðir út og mikill liðssafnaður lögreglu var sennilega ástæðan til þess að ekki keyrði um þverbak. Óeirðasamt hefur verið 1. maí í Ósló þrjú ár i röð. Tjón upp á mörg hundruð þúsund norskar krónur varð í fyrra þegar rúður voru brotnar meðfram Karl Jo- han-götu. í ár söfnuðust um 2.000 ung- menni saman í borginni og köst- uðu grjóti og flöskum að lögreglu. Lögreglan dreifði ungmennunum og hrakti þau af aðalgötunum. Tjón á byggingum varð lítið. — I .atirc rektors skólans og Sawar Mangal varamenntamálaráðherra og þar var samþykkt ályktun, þar sem fordæmdar voru „glæpsamlegar aðgerðir" „bandarískra heims- valdasinna og útsendara kín- verskra yfirdrottnunarsinna“. Há- skólastúdentar í Kabul hafa að undanförnu staðið fyrir mótmæl- um gegn nærveru sovézkra og kúbanskra prófessora. Nokkrar kennslustofur eyðilögðust í sprengingu seint í apríl. Jafnframt hefur „sérstakur byltingardómstóll" í Kabul dæmt tvo menn úr uppreisnarsamtökun- um Hezbi-I-Islami í Pakistan til dauða fyrir hryðjuverkastarfsemi og mennirnir hafa verið líflátnir. Samkvæmt fréttum frá Islam- abad hafa sovézkir og afghanskir skriðdrekar hert herkvína um Kandahar, aðra stærstu borg Afghanistans, og nær hún nú til þorpa í 5—10 km fjarlægð. Skothríð heyrist ennþá öðru hverju í Kandahar, mörgum dög- um eftir að skriðdrekar voru sendir út á göturnar og borgin var einangruð frá nálægum þorpum. þar sem margir flokkar skæruliða hafa hreiðrað um sig. Herflugvél- ar og þyrlur hafa flogið lágt yfir borginni í ógnunarskyni. Skæru- liðar höfðu mestalla borgina á valdi sínu í fjóra daga í röð seint í apríl. Afghanskir og sovézkir her- menn hafa leitað í húsum í borginni. Vegna umsátursins er skortur á nauðsynjavörum eins og sykri, matarolíu og hveiti. Alþjóðadómstóll í Stokkhólmi, sem rannsakar meinta glæpi Rússa í Afghanistan, hefur fengið um það upplýsingar frá sjónar- vottum, að sovézkir hermenn hafi fallið í Afghanistan þegar á árinu 1978. Indverskur blaðamaður hefur eftir Babrak Karmal forseta í dag, að hann og aðrir afghanskir stjórnmálamenn, sem voru í ónáð, hafi gert samsærið um byltinguna 27. des. 1979 og beðið um sovézka herliðið, sem steypti Hafizullah heitnum Amin af stóli. Karmal hefur lengi sagt að Amin hafi verið útsendari CIA og ætlað að svíkja málstað marxismans. - ,i - ~ - j — r->r~>—r. ut a ^ukuiuai uui^ui vai vci iu uiscnuall v^l A ccviiXU isamt hefur verið 1. maí í — I-aur<1 einangruð frá nálægum þorpum, svíkja málstað marxismans. jón reif í sig móðnr og þrjú böm e. Zimhahwc. 1. mai. AP. hana á hol líka. Að svo búnu sig komið og því ófært um að vik’unni bárust af því fregnir, að ruddist inn í kofa í þorpi hvarf það aftur til skógar. verða sér úti um æti á þeim Ijónynja hefði grandað fiski- Dande. Zimhahwe. 1. maí. AP. LJÓN ruddist inn í kofa í þorpi í námunda við náttúruvernd- arsva*ði í NA-Zimbabwe í síð- ustu viku og reif í sig þrjú börn, sem þar sátu og biðu móður sinnar. Þegar hún kom á vett- vang síðla kvölds. var ljónið enn að rífa í sig bráð sína. Sneri það sér nú að konunni ug reif hana á hol lika. Að svo búnu hvarf það aftur til skógar. Stofnun sú, sem hefur umsjón með náttúruvernd í landinu,' sendi frá sér orðsendingu um helgina, þar sem sagði, að at- burðir sem þessi væru afar fátíðir og bentu líkur til að það ljón, sem hér hefði verið að verki, væri á einhvern hátt illa á sig komið og því ófært um að verða sér úti um æti á þeim óbyggðu svæðum, þar sem ljón héldu sig aðallega. Mörg ár væru liðin síðan ljón hefði síðast orðið mönnum að bana á þessum slóðum, en nú vildi .svo til, að Ijón hefði tvívegis á tveimur dögum rifið fólk á hol. Fyrr í vik'unni bárust af því fregnir, að Ijónynja hefði grandað fiski- manni þar sem hann var að veiðum í Zambezi-fljóti. Um Ijónið, sem varð konunni og börnunum að bana, er vitað, að það er karlkyns, en tilraunir til að elta það uppi hafa ekki borið árangur. Veöur víöa um heim Akureyri 2 snjóól Amsterdam 13 skýjaó Aþena 24 heiósklrt Barcelona 21 hálfskýjaó Berlín 13 skýjað Brdssel 8 rigning Chicago 25 rigning Dyflinni 12 skýjaó Feneyjar 9 rigning Frankfurt 10 skýjað Færeyjar 4 hólfskýjað Ganf 9 rigning Helsinki 5 heiðskírt Hong Kong 20 skýjað Jerúsalem 24 heiðskírt Jóhannesarborg 18 heíóskírt Kaupmannahöfn i 9 heiðskírt Kairó 32 skýjað Las Palmas 21 hólfskýjað Lissabon 18 heiðskirt London 12 heiðskírt Los Angeles 23 skýjað Madrid 23 heiðskírt Mallorka 20 skýjað Malaga 25 heiðskírt Mexicoborg 27 heíðskírt Míami 24 heiðskírt Moskva 12 heiðskírt Nýja Delhi 41 heiðskírt New York 21 heiðskírt Osló 11 rigning Paris 19 skýjað Beykjavík 4 rigning Ríó de Janeiro 32 skýjað Rómaborg 19 skýjað San Francisco 17 heiðskírt Stokkhólmur 4 snjókoma Sydney vantar Tel Aviv vantar Tókýó vantar Vartcouver vantar Vinarborg vantar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.