Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 ___________________________________97° „ Ó, FyR/RSEFÐU. ÉG> 'ATTl \(ST AÐ BERA þETTA A ÖRJDSTlPlA f>ÉR." ást er... ... aö koma henni ekki á óvart meö frví aö tilkynna aÖ þú komir meö hús- bónda þinn í mat. StroBanoff — ef þú vilt vita það. HÖGNI HREKKVÍSI 6ETURÐU ALLS EKKI &EÐIÐ ?“ Kratarnir og hin sósíalíska forsjón Á.N. skrifar, 18. maí: „Kaeri Velvakandi. Miklar umræður hafa gengið undanfarið í dálkum þínum um notkun bílbelta, hvort lögleiða eigi þau eða láta einstaklinginn um það að ákveða hverju sinni um notkun þeirra. Orkar oít tvímælis Ég virði sjónarmið beggja aðila og rök þeirra með og móti, en ég vil leyfa mér að láta í ljósi álit mitt á þessu máli og mótast það fyrst og fremst af andúð minni á hvers konar lögskipan og reglugerðum, til þess oft á tíðum að hefta einstaklinginn til að ákvarða sjálfstætt um þetta eða hitt. Löggjafinn okkar hefur verið furðu iðinn við að setja lög og reglugerðir og apar þá því miður æði oft eftir skandinav- ísku þjóðunum, sem sumir kalla frændur okkar, og um margt eru ágætar og um annað afleitar, þannig að það orkar oft tvímælis hvort það sem þær eru að setja reglugerðir um eigi við íslenska staðhætti eða ekki, hvað þá íslenskan hugsunarhátt. Ekki verið gefið upp svo ég viti „Höpp og slys bera dularlíki," segir Einar Ben. — Hvers vegna? Hver getur staðhæft hvort viðkomandi hefði slasast meira eða minna á því að vera í belti eða ekki? Kringumstæð- urnar skapa slysahættu, t.d. slæmir vegir, gífurleg aukning á bílaeign landsmanna og þar af leiðandi fleiri vanhæfir bílstjór- ar. Það hefur ekki verið gefið upp, svo ég viti, hvaða aldurs- flokkar það eru sem oftast lenda í og valda umferðaróhöppum, og á ég þá við alvarlega árekstra. Bann við barnaþrældómi Ég get ekki leynt því, að tildrög þess að ég sting niður penna, sem ég helst nenni ekki að gera, eru þau, að þegar ég sá og las greinina hans Eiðs Guðnasonar fékk ég köllun. Kratar eru alltaf samir við sig Dæmi úr mannlífinu og hina sósíalísku forsjón þess opinbera. Hann er því miður þingmaður með litla köllun í þessu tilviki. Magnús Magnús- son, krati, samþykkti sem ráð- herra að banna reykingar í leigubílum eftir ósk leigubíl- stjóra að sjálfsögðu, ekki þeirra sem borguðu bílferðina. Bene- dikt Gröndal las einhvern tím- ann sögu iðnbyltingarinnar og þar var m.a. greint frá því að börn hefðu verið notuð við námugröft. Hann hljóp niður í Alþingi, útbjó frumvarp sem varð að lögum að sjálfsögðu, um bann við „barnaþrældómi", þ.e. unglingar innan 16 ára aldurs mega ekki á vinnumarkað koma nema þá alfarið, eins og kratar orða það, á ábyrgð atvinnurek- andans. Hver er svo reynslan, og hver er staðreyndin? Landburð- ur af fiski, allir sem vettlingi geta valdið í aðgerð, skólum lokað á Húsavík vegna útskipun- ar o.s.frv. Þetta er að vísu útúrdúr frá sjálfu beltinu en sannar áráttu ýmissa aðila til reglugerða um hitt og þetta, en hvort mögulegt sé eða vilji fyrir hendi að framfylgja þeim er annað mál. Segjum svo að bílbeltin verði lögboðin og gefum okkur dæmi úr mannlífinu: Alltaf farið í taugarnar á Jóhönnu og Sighvati Guðmundur á ágætan bíl og hann er heiðarlegur þegn þessa lands og má ekki vamm sitt vita. Hann ekur alltaf í vinnuna og úr. Bíllinn er mjög nýiegur með alls konar öryggisbúnaði, m.a. beltum. Guðmundur er nokkuð þykkvaxinn og hann notar ekki beltin, því að honum finnast þau óþægileg. Er hann þó búinn að eiga bíl í yfir 30 ár. Nú skeður það að hið háa Alþingi staðfestir lög um almenna skyldunotkun bílbelta að viðlögðum sektum ef út af er brugðið. Guðmundur hefur alltaf farið í taugarnar á Jóhönnu og Sighvati sem búa í næsta húsi án þess að hann hafi haft hugmvnd um. Nýju lögin um notkun bílbelta hafa verið staðfest, Guðmundur ýmist gleymir að spenna á sig beltin en oftar stafar það af því að honum finnst hann þvingaður af þeim. Fannst ekki taka því Jóhanna í næsta húsi hefur orð á því við Sighvat sinn að Guðmundur aki alltaf heiman að frá sér óspenntur. Einn góðan veðurdag er hringt á lögreglu- varðstofuna: Já, bíllinn er grár og númerið þetta. Guðmundur er langleiðina kominn á vinnustað- inn þegar lögreglubíll rennir sér fram fyrir hann. Út stíga tveir lögregluþjónar og biðja um öku- skírteinið. Jú, Guðmundur er alltaf með það í veskinu. „En heyrðu, þú spenntir ekki beltin, þér er víst ekki kunnugt um lög sem kveða á um notkun þeirra?“ Guðmundur maldar í móinn. Lögregluþjónninn: „Finnst þér ekki taka því?“ Skrifar upp nafn Guðmundar J. Guðmundssonar og númer bílsins. Beiskur maður Allan starfsdaginn var Guð- mundur einhvern veginn ómögu- legur og ónógur í vinnunni. Hann hafði aldrei mátt vamm sitt vita og aldrei komist á sakaskrá. Jóhanna í næsta húsi segir við Sighvat sinn: „Jæja, Guðmundur spennir bara alltaf á sig beltið nú orðið." En hún vissi ekki að heimilislífið hjá Guðmundi hafði breyst, þar sat heima á kvöldin beiskur maður. Ég er viss um að hið háa Alþingi samþykkir notkun bíl- belta, og ég er líka viss um að hið háa Alþingi synjar um frjálsan útvarpsrekstur, því það getur verið svo hættulegt menning- unni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.