Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 25 _* Hvað segja þeir um skipunina i embætti forstjóra BI: Sturla Böðvarsson sveitarstjóri i Stykkishólmi: Þetta rekur endahnútinn á það - alþýðubandalags- menn óhæfir í ríkisstjórn „F'ramkvæmdastjórnin sem er á vegum sveitarfélaganna, er lítilsvirt með mjög grófum hætti (>K ég kann enna skýrinKU aðra en að þarna þurfi að koma að þessum manni <>k það sé svo mikilvægt, að jafnvel samráð- herrar Svavars Gestssonar eru látnir Kjalda þessa og hreinlega lítilsvirtir. Við héldum, þegar þessi rikisstjórn tók við völdum, að það gæti leitt til líóðs að hafa AlþýðubandalaKÍð i rikisstjórn. Þetta rekur endahnútinn á það ok ég tel að þeir Alþýðubanda lagsmenn séu óhæfir til þess,“ sagði Sturla Böðvarsson sveitar- stjóri i Stykkishólmi. Hann sagði einnig: „Það má kannske velta því fyrir sér hvort þarna sé loksins komið tækifæri til þess að ná sér niðri á dóms- málaráðherra, Friðjóni Þórðar- syni, fyrir að hafa staðið fast á sínu í Gervasoni-málinu og svín- beygt Svavar þá. Sá grunur hefur læðst að manni, því þetta er óskiljanleg framkoma og það hljóta að vera mjög annarleg sjónarmið sem þarna eru á ferð- inni. Þessi veiting kemur afskaplega mikið á óvart og ég hefði ekki trúað því að óreyndu að þetta forstjóraembætti yrði notað til þess að staðsetja þar einhverja pólitíska gæðinga úr innsta hring, ekki sízt þar sem mjög hæfir menn úr þessu tryggingafélagi sækja þarna um. Ég lít svo á, að sveitarfélögin hljóti að endurskoða afstöðu sína til þessa fyrirtækis eftir þessa veitingu — hljóti að endurskoða viðskipti sín við þetta fyrirtæki, og ekki sízt vegna þess að ég lít svo á, að Ásgeiri Ólafssyni sé hreinlega sparkað af ráðherra til að hann geti komið að sínum manni í þetta embætti. Sturla Böðvarsson Þá finnst mér fráleitt að ráð- herra skuli hafa einn og alfarið, lagalega, með þetta að gera og þarf að breyta lögum sem gera ráð fyrir því. En þegar gengið er þannig fram hjá framkvæmda- stjórn tryggingafélagsins þá hlýt- ur það að snúa beint að sveitarfé- lögunum að mínu mati. Persónu- lega mun ég endurskoða afstöðu mína til Brunabótafélagsins eftir þetta og við munum fylgjast mjög náið með og skoða þau mál rækileg." Knútur Jónsson Siglufírði: í takt við tímann og fyrri aðgerðir stjórnvalda „ÞESSI gjörð ráðherrans er í takt við tímann og fyrri að- gerðir núverandi stjórnvalda og þetta kom mér ekkert á óvart. En mér finnst af almenn- um fréttum af máli þessu að allt bendi til að bæði stjórn Brunabótafélagsins og fráfar- andi forstjóri hafi haldið hálf óhönduglega á máli þessu," sagði Knútur Jónsson fram- kvæmdastjóri í Siglufirði um skipan Inga R. Helgasonar sem forstjóra félagsins, en Knútur er fulltrúi Siglufjarðar i full- trúaráði Brunabótafélagsins. „Bæði stjórn félagsins og frá- farandi forstjóri máttu vita um ákvæði laganna og þeir gátu búið sig undir þetta. Það hafa þeir ekki gert. Um Inga R. Helgason er það að segja, að hann er hvorki tryggingalærður né nokkuð slíkt. Það má vel vera að hann geti skipað þetta sæti. Ég þekki það ekki. Ég vil síður en svo vera að kasta rýrð á stjórnina eða Knútur Jónsson forstjórann sem verið hefur, en mér finnst að þeir hefðu átt að geta séð að hverju stefndi og haldið öðruvísi á málum,“ sagði hann að lokum. Árni Emilsson sveitarstjórnar- maður i Grundarfirði: Embættisveitingin for- hert og pólitísk - Ómögu- legt að una henni „ÞESSI embættisveiting er svo forhert og pólitisk að það er ómögulegt að una henni. Ég vil senda flokksbræðrum mínum i ríkisstjórn áminningu, nema þeir sjái um að þetta verði dregið til baka. Lýðræðissinnar í sveitar- stjórnum. allir þeir sem ég hefi talað við. eru fjúkandi illir yfir þessu. Menn hafa haft á orði og þar á meðal Morgunblaðið að kommúnistar ráði öllu i þessari ríkisstjórn og ég sem stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar hef nú viljað draga það mjög i efa, en þvf er ekki að neita og verður að segjast eins og er að þessi emb- ættisveiting rennir stoðum undir þá fullyrðingu," sagði Árni Em- ilsson sveitarstjórnarmaður í Grundarfirði í tilefni af for- stjóraveitingunni i Brunabótafé- laginu. góður viðskiptis, góður embættis- maður og sveitarstjórnarmenn al- mennt hafa treyst honum mjög vel. Ég held að við sveitarstjórn- armenn skoðum okkur vel um bekki áður en við höldum viðskipt- um við Brunabótafélagið áfram — það er ég hræddur um. Það eru gífurlegir fjármunir og hagsmunir í höndum stjórnenda fyrirtækis- ins og því mikil nauðsyn að sveitarstjórnarmenn treysti stjórn Brunabótafélagsins og for- stjóra þess. Þegar maður sér þessa óskaplega pólitísku embættisveit- ingu — hún hefur ekkert annað markmið — þá hlýtur maður að hætta að treysta þeim. Ég tel að það sé hverjum manni ljóst.“ Árni sagði í lokin: „Við sjálf- stæðismenn sem styðjum ríkis- Albert K. Sanders bæjarstjóri Njarðvik: Maður er svo gáttaður að það tekur engu tali Árni Emilsson stjórnina erum afskaplega mikið á varðbergi fyrir því að Alþýðu- bandalagið ríði húsum í þessari stjórn. Þeir eru nú einu sinni okkar höfuðandstæðingar í ís- lenzkum stjórnmálum og mér finnst þeir nú vera orðnir heldur lausbeizlaðir." „MAÐIJR er svo gáttaður á þessari afgreiðslu ráðherrans að það tekur engu tali. Ég held að það sé sama sjónar- miðið hjá öllum sveitarstjórn- armönnum og mér finnst ástæða til þess að menn láti í sér heyra. Við eigum ekki að láta þetta þegjandi fram hjá okkur fara.“ sagði Albert K. Sanders bæjarstjóri, en hann situr í fulltrúaráði Bruna- bótafélagsins fyrir Njarðvík. „Mér finnst þetta út í hött að þetta skuli geta átt sér stað. Að það skuli ekki vera talað við stjórn félagsins um ráðningu á þeim mönnum sem til greina koma. Ásgeir hefur staðið sig þannig í þessu starfi að hann Albert K. Sanders bæjarstjóri. Þá sagði Árni: „Auðvitað una sjálfstæðismenn því ekki að liggja undir því að kommúnistar ráði og ég vil að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn verði varir ’ við það. Það er forsenda fyrir stuðningi okkar við ríkisstjórnina að völd kommúnista séu ekki of mikil. Þessi embættisveiting ráðherr- ans er í stíl við aðrar veitingar hjá honum, þær eru allar umdeildar, en mér finnst nú fyrst taka steininn úr. Mér finnst út í hött að svona pólitískur maður eins og Ingi R., yfirlýstur kommúnisti, sé ráðinn í þetta starf og hjá fyrir- tæki sem er í eigu sveitarfélaga landsins og ég tel einnig að aðrir sem sóttu um, fyrst Ásgeir fékk ekki að vera áfram, hefðu verið nær því að fá embættið. Þeir voru ýmist sérstaklega menntaðir til starfans eða með mjög langa reynslu hjá félaginu. Það er ákaflega viðkvæmt hvernig þessi embættisfærsla er rækt og Ásgeir hefur verið mjög Jóhannes Árnason sýslumaður: Sýnir ótvírætt einræðislegar til- hneigingar húsbændanna á þeim bæ „ÞESSI afstaða ráðherra Alþýðu- bandalagsins gagnvart óskum fulltrúa sveitarfélaganna sýnir ótvirætt einræðislegar tilhneig- ingar húsbændanna á þeim bæ, mjög svo i anda hins austræna siðar. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um það við hverju megi búast verði Alþýðu- bandalaginu veitt aukin völd hér. Þá skal gilda einn vilji og afstaða kjörinna fulltrúa sveitarfélag- anna lendir augljóslega utan dyra. Það ber að fordæma vinnu- brögð ráðherrans í þessu máli,“ sagði Jóhannes Árnason sýslu- maður Vestur-Barðastrandar- sýslu, en hann er fulltrúi sýsl- unnar i fulltrúaráði Brunabóta- félagsins. Jóhannes Árnason Þá sagði hann: „Ég harma það að ráðherrann skyldi ekki verða við óskum framkvæmdastjórnar Brunabótafélagsins um að fela Ásgeiri Ólafssyni að gegna áfram starfi forstjóra til ársloka 1982 svo sem hann hafði fallist á, en Ásgeir hefur unnið þessari stofn- un langt og óeigingjarnt starf. Vekja má einnig athygli á því að Brunabótafélag Islands er ekki ríkisfyrirtæki eins og margir virð- ast halda. Brunabótafélagið er gagnkvæmt tryggingafélag í eigu sveitarfélaganna í landinu og því er stjórnað af kjörnum fulltrúum bæjarfélaga og sýslufélaga, en af óskiljanlegum ástæðum er sá háttur á hafður að ráðherra tryggingamála skipi forstjóra þess.“ fær alls staðar hundrað prósent meðmæli og við hefðum talið okkur mikinn akk í því að hann fengi að starfa áfram. Eftir því sem ég veit voru einnig mjög hæfir menn og þar með starfsmenn Brunabótafé- lagsins sem hafa verið þar í áratugi og reynst prýðismenn, sem sóttu um og var ekki einu sinni litið á. Svona vinnubrögð ráðherra, það skiptir ekki máli hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut, hljóta að kalla á mótmæli. Þarna er það eingöngu pólitíkin sem ræður. Maður hélt að svona yfirgangur væri liðinn undir lok en þetta þekktist hér á árum áður. Það er verið að endurtaka „svínaríið" sem áður gilti í þjóðfélaginu og ég held að það sé ekki neitt til að hrópa húrra fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.