Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 29 Þakkir til Péturs og allra hinna þulanna: Þrýstimælar Allar stærðir og gerðir ■kcLiv SöauiHlmiigjiuiir Vesturgötu 16, sími 13280 SflMlíflðMUlgJILOir J®in)®©®ini & Vesturgötu 16, sími 13280. „Aðeins það bezta er fluttu Þeir sem byrja daginn með því að fylgjast með morjíunbæn út- varpsins, leikfimi Valdimars og svo syngja og jafnvel dansa eftir hinni frábæru og dillandi tónlist Péturs — þeir þurfa svo sannar- lega ekki á rándýrri meðferð að halda á hinum alltof mörgu af- slöppunarstofnunum hér, sem virðast helst hafa það til síns ágætis að plata fjármuni útúr auðtrúa fólki og beita jafnvel til þess trúaráróðri (jóga, Indónesíu- ferðir o.fl.). Ég fullyrði að tón- smekkur Péturs er með eindæm- um frábær. Það er sama hver tegund tónlistar er, aðeins það besta er flutt. Sama er að segja um flutning hins talaða orðs. Þar er móðurmálið íslenska svo sann- arlega „klárt og kvitt". Það er næstum hrollvekjandi tilhugsun, hvað tekur við þegar hinir ágætu útvarpsþulir hætta störfum. En meðan svona úrvalsfólk er að störfum í fjölmiðlum er þó ekki vonlaust að hið „ástkæra ylhýra" móðurmál megi hljóma óspillt landshorna á milli um ókomna framtíð. Eitt hið ljótasta stjórnmála- hneyksli og afturhaldsvesaldómur íslenskra stjórnvalda var neitun við þeirri sjálfsögðu ráðstöfun að byKRja stærra yfir útvarpið í upphafi. Þarna er á ferðinni ná- kvæmlega sami vesaldómurinn og átt hefur sér stað í virkjunarmál- um. Værum við nú búnir að virkja, segjum um helming vatnsorku okkar, þá væri svo sannarlega bjartara um að litast í efnahags- málum okkar. Og ef fyrirhugað útvarpshús hefði verið byggt stærra eða byggt hefði verið þokkalega yfir útvarpið skömmu eftir að það tók til starfa, þá væri húsið mörgum sinnum borgað upp og fjárhagur útvarpsins glæsi- legur. Það er svo sannarlega ömurlegt að horfa upp á það hvernig afturhaldsöflum þjóðar- innar líðst að draga þjóðina út í efnahagslegt forað. Ingjaldur Tómasson Eiturlyfjamál: „Eiturlyf jasölum sleppt hér jafnóðum og til þeirra næst“ Mikið veður hefur verið gert út af handtöku og fangelsun íslendings nokkurs í Marokkó. Hann var tekinn þar með 550 grömm af hassi. Síðan varð uppi fótur og fit, til að bjarga honum frá verðskuldaðri frels- issviptingu. Svo virðist sem Marokkóbúar framkvæmi dóma sína tafar- laust, en annað virðist vera uppi á teningnum hjá íslensku rétt- arfari, jafnvel þótt um stór- glæpi sé að ræða eins og eiturlyfjasölu. Menn eru hér ekki teknir úr umferð fyrr en seint og síðar meir. Islendingurinn umræddi hef- ur áður komist í kast við íslensk yfirvöld vegna eiturlyfjasölu og hefur verið dæmt í einu slíku máli, en annað sambærilegt er í rannsókn (sjá Mbl. 7.8. 1981). Svo virðist því sem eiturlyfja- sölum sé sleppt hér jafnóðum og til þeirra næst, svo að þeir geti Höfnum rógburði og óheilindum: „Að lyfta kommúnistum upp í ráðherrastóla“ sem glæstustum sigri Geirs Hall- grímssonar. Allir sem einn; fram til sigurs! Olafur Eyjólfsson, Selfossi Sjálfstæðismenn! Höfnum rógburði og óheilindum en styðjum heiðarleika og drengskap. Ég vil taka undir með Gísla Jónssyni menntaskólakenn- ara, að við sjálfstæðismenn styðj- um eindregið til endurkjörs einn mikilhæfasta og drengilegasta stjórnmálamann, sem við eigum í dag: formann okkar Geir Hall- grímsson. Það er flokksnauðsyn; þjóðarnauðsyn að Geir Hall- grímsson nái endurkjöri. Persónulega fordæmi ég óheil- indi við myndun núverandi ríkis- stjórnar og harma þau vinnubrögð þeirra sjálfstæðismanna, sem að því stóðu að lyfta kommúnistum upp í ráðherrastóla. Það er hlut- verk okkar að berjast gegn slíkum öflum en ekki öfugt. Sjálfstæðismenn um land allt. Hefjum ótrauðir baráttu fyrir haldið áfram þessari þokkaiðju ótruflaðir. Hvað getur kallast glæpur, ef ekki það, að eyðileggja líf fjölda manna og oftast eru það ungl- ingar, sem fyrir slíku verða. Þar með er framtíð þeirra lögð í rúst. Sala og dreifing eiturlyfja, einkum hinna sterkari tegunda, hljóta í rauninni að vera engu minni glæpur en mannsmorð, og verri þó, ef grannt er skoðað. Svo hryllilegar eru afleiðingar eiturneyslunnar. Hvernig verður hér tekið á móti íslendingnum, ef fljótlega tekst að losa hann úr fangelsinu í Marokkó, eins og nokkrar horfur virðast vera á? Verður hann lokaður hér inni í öryggisskyni eða verður hon- um fagnað sem þjóðhetju og leyft að fara frjáls ferða sinna, til þess að taka upp sitt fyrra athæfi? Korri Til sölu matvöruverslun í austurborginni, góö velta, góö tæki. Upplýsingar í síma 75265, á kvöldin. Stálvaskar og blöndunartæki BADVOHl KN AR FRÁ BAÐSTOKIÍNNI \Zd2r7 ARABIfl hq HREINL/ETISTÆKI JILOADSTOFA n ÁRMÍIIJK Z1 - SlMl 31810. Blaðburðarfólk óskast VESTURBÆR AUSTURBÆR Tjarnargata 3—40 Tjarnargata 39 og uppúr ÚTHVERFI Austurbrún Karfavogur Snorrabraut, Miöbær Laugavegur 101 —171 Lindargata Skólavörðustígur w4 MitiMaMfo: Hringið í síms&j 35408 SIG6A V/öGA 2 TiLVERAN VfAÖCJf? r/ÆWOST VPbTflŒ iMWti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.