Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 Hrauneyjafossvirkjun 1 DAG leggur forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hornsteininn í nýja stöðvarhúsið við Hrauneyjafossvirkjun við hátíðlega athöfn og dr. Jóhannes Nordal. stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra. flytja ávörp. Fyrsta vél verður svo gangsett 1. nóvember og sendir þá rafmagn inn á iínuna gegn um Sigölduvirkjun. A þessari ioftmynd, sem ljósm. blaðsins, Kristján, tók, sést hvar Tungnaá er stífluð og veitt í skurð hálfum öðrum kílómetra ofan við Ilrauneyjafoss og vatnið leitt i kílómetralöngum aðskurði að steyptu inntaksvirki. Þaðan liggja 3 stálpípur niður hlíðina að stöðvarhúsi, en fallhæð er 88 m. Fráskurðurinn, sem vatnið rennur um frá hverflunum sést neðst, en hann endar í Sporðöldukvísl og rennur áfram í Tungnaá. Leituðu í 3 tíma að vinnuvélunum sínum í kófinu Á FERÐ við Hrauneyjafossvirkj- un í sl. viku hittum við Aðalstein Hallgrímsson, verkfræðing hjá verktakanum Hraunvirki hf., sem hefur á hendi jarðvinnu, stíflur og vatnsvegi á staðnum. Um 140 manns voru þar í vikunni við vinnu hjá verktakanum, hafa farið í 200. Hann sagði að verkin hefðu gengið vel, aðeins tafist í vor vegna þess að seinkun varð á að veita Tungnaá framhjá. Frá- rennslisskurðinn grófu Hraun- virkismenn í vetur, sem hefur sína kosti, að því er Aðalsteinn sagði, því í frosti er friður fyrir vatninu. Vinna að vetri á hálendinu er samt ekkert grín. Veður oft erfið. Einn daginn lögðu Hraunvirkis- menn af Stað úr mötuneyti sínu kl. 7 að morgni, og fundu fyrstu vinnuvéiina sína í hríðarkófinu kl. 10. Þeir voru á jeppum að þvælast um og leita í hríðinni. Aðalsteinn viðurkenndi að glæfralegt gæti verið að vinna úti við slíkar aðstæður. I frosthörku færi venjulega einhver á undan til að setja vélarnar í gang, og svo væri þeim haldið í gangi í matar- og kaffitímum. En sumarið á Islandi er stutt, aðeins hægt að vinna við stíflufyllingar í 4 mán- ihéi t" I I .iHMf lA Aðalsteinn Hallgrímsson uði á hálendinu, þegar komið er fram á haust verður að rífa upp uppfyllingarefnið og þýða það. — En erfiðara verður það við Aust- urlandsvirkjun, sagði hann. Hún er 200 metrum hærra í fjöllum og upp undir jökli. Við hittum Aðalstein í mötu- neyti þeirra Hraunvirkismanna, þar sem menn voru að ljúka kaffitíma. Hann sagði að þarna væri viss kjarni manna, sem hefur unnið við virkjanir og sækir á fjöllin. Sjálfur hafði hann verið staðarverkfræðingur við Mjólkárvirkjun og unnið við framkvæmdir í Búrfelli og við Valafell. Hvað dregur? — Ætli Hjúkrunarkonur á hálendinu Þessar stúlkur hittu fréttamenn Mbl. uppi á hálendinu við Hrauneyjafossvirkjun. Þær heita Jórunn Sigurjónsdóttir og María Ásgeirsdóttir og eru hjúkrunarkonur. Þarna upp frá vinna 550 manns og ýmislegt bjátar á. Engin stórslys þó, sem betur fer, þótt oft hefði getað farið verr, sögðu þær. Þær hafa viðtalstíma. En í júní leituðu menn til þeirra 227 sinnum, svo nóg er að gera. Önnur er alltaf á vakt, ef eitthvað kemur fyrir. Og sjúkrabíll er til taks staðnum, ef flytja þarf menn til læknis. Þá fara þær méð sjúklingnum. það sé ekki frekar þéttbýlið sem hrindir frá, svaraði Aðalsteinn. Maður verður þreyttur á að sitja á rassinum í bænum, og vill komst í verkefni, sem er dálítið ögrandi. Virkjanir eru spennandi verkefni. Og svo sér maður mikið eftir sig. Nú og svo losnar maður frá þessu — og það er líka gaman. Þarna er unnið nótt og dag. Næturvaktafólkið er þarna farið að spila billiard i skálanum, og þar eru fullkomin upptökutæki, svo hægt er að taka sjónvarpsefn- ið upp á myndsegulband að kvöld- inu og sýna næturvaktinni á daginn. Og einnig myndir meðan sjónvarp er í fríi. E.Pá. Hér myndast góður íélagsskapur Örn Björnsson, járnsmiður, var að vinna í stöðvarhúsinu við frágang á aflvélunum, þegar fréttamenn Mbl. komu að Hraun- eyjafossi. Hann er hjá Rafafl, sem er undirverktaki frá ASEA. Örn er einn af þeim mönnum, sem mikið hafa unnið við virkj- unarframkvæmdir á hálendinu, var í 4 ár við Sigöldu og einnig eitt sumar við Búrfellsvirkjun. — Hér er þægilegt að vera, sagði hann. Það er vel búið að manni. Sami mannskapur vinnur gjarnan á þessum stöðum. Menn kynnast og myndast góður félags- skapur. Aðbúnaður starfsfólks lagast með hverri virkjunar- framkvæmd. Hvað við gerum eftir vinnu? Sjónvarp sést vel, maður spilar og kvikmyndir eru sýndar tvisvar sinnum í viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.