Morgunblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981 fltoingflsstWifrfefö Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið. Ríkisstjómin og Blanda Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, skýrði frá því í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum, að ljóst væri, að Blönduvirkjun yrði næsta stórvirkjun íslendinga, þar sem hún væri hagkvæmasti kosturinn að því tilskildu, að samkomulag tækist heima fyrir. Þessi yfirlýsing Pálma Jónssonar hefur valdið nokkrum úlfaþyt innan ríkisstjórnarinnar og utan en þó má telja víst, að samkomulag sé orðið um það milli stjórnarflokk- anna að gera tillögu um Blönduvirkjun, þegar Alþingi kem- ur saman. Samkomulag hefur hins vegar ekki tekizt heima fyrir enn og ráðherrar hafa jafnan talað um virkjun Blöndu með því skilyrði, að friður ríkti um málið heima fyrir og hafa þar með kastað boltanum í fang heimamanna. Nú kemur hins vegar í ljós, að frá sjónarmiði heima- manna er þessu öfugt farið. Frá þeirra sjónarhóli séð er það skilyrði fyrir samkomulagi norðanlands, að ríkisstjórnin gefi yfirlýsingu um, að Blanda verði fyrsta virkjunin. Heimamenn segjast bíða eftir yfirlýsingu um afstöðu ríkis- stjórnarinnar, þar sem enga þýðingu hafi að samþykkja eitthvað, sem ekki komi síðan til framkvæmda. Boltinn er sem sagt ekki í fangi heimamanna eins og ráðherrar hafa haldið fram, heldur er hann í fangi ráðherranna sjálfra. Hversu lengi ætla þeir að draga ákvörðun í virkjunarmál- unum? Saumastofurnar loka Að undanförnu hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins, að saumastofur víðs vegar um landið eiga við mikla rekstrarerfiðleika að etja og í sumum tilfell- um hefur þeim þegar verið lokað og rekstri þeirra hætt. Yfirleitt er hér um lítil fyrirtæki að ræða, sem hafa hins vegar umtalsverða þýðingu fyrir fámenn byggðarlög. Rekstrarerfiðleikar saumastofanna eru af sama toga og iðnfyrirtækja almennt. Stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum er ekki miðuð við að atvinnufyrirtækin geti búið við viðunandi starfsskilyrði heldur er markmið hennar að ríkisstjórnin geti sýnt eina ákveðna tölu í verðbólgu- dæminu um áramót. Til þess er öllu fórnað, jafnvel atvinnu fólks víða um land í smáum byggðarlögum sem stórum. Korchnoi og Karpov og f jölskyldur þeirra Ígær hófst heimsmeistaraeinvígið í skák. Að þessu sinni eins og raunar í síðasta heimsmeistaraeinvígi beinist athygli umheimsins ekki síður að fjölskyldumálum skák- mannanna en viðureign þeirra við skákborðið. A sama tíma og heimsmeistarinn Karpov gengur til leiks með eiginkonu sína við hlið sér verður áskorandinn Korchnoi að sæta því, að syni hans sé haldið föngnum í þrælkunarbúðum og konu hans bannað að fara úr landi í Sovétríkjunum. í frétt í Morgunblaðinu í gær er frá því skýrt, að áskor- andinn Korchnoi hafi verið miður sín eftir símtal við eig- inkonu sína, þar sem hún lýsti ástandi sonar þeirra í fanga- búðunum. Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, hefur komið fram með mikilli reisn í þessu máli og þess er að vænta, að Sovétmenn standi við þau loforð sem þeir hafa gefið honum um að sleppa móður og syni frá Sovétríkjunum, þótt þau loforð hafi ekki verið bundin við það, að þau yrðu gefin laus fyrir einvígið. Hver og einn getur gert sér í hugarlund við hvers konar aðstæður Viktor Korchnoi teflir þessa dagana á Italíu. Mál Korchnois og fjölskyldu hans er eitt skýrasta dæmið, sem umheimurinn hefur fengið í langan tíma um það hvers konar grimmdarþjóðfélag hefur verið byggt upp í Sovét- ríkjunum í nafni sósíalismans. Þau eru mörg grimmdar- verkin, sem framin hafa verið í nafni sósíalismans. Hið nýja húsnæði Múlalundar að Hátúni lOc. (Mynd Mbl. ói.k.m.) Öryrkjavinnustofur SÍBS að Múlalundi: Flytja í nýtt og betra húsnæði Byggingin tilbúin í mars ’82 „Tilsangur þessa blaða- mannafundar er aðailega tví- þa‘ttur.“ sajíði Kjartan Guðna- sun, formaður SÍBS. á fundi með blaðamönnum. „Okkur langar að kynna fjölmiðlum núverandi vinnuaðstöðu okkar. en húsnæð- ið hér er fyrir löngu orðið of lít- ið. þrengsli veruleg og skapa töluverðan vanda. Þá langar okkur að kynna nýtt húsnæði að Hátúni lOc. sem nú er fokhelt og verður væntanlega tilbúið í mars á næsta ári.“ Múlalundur er stærsta ör- yrkjavinnustofa landsins og er nú til húsa að Ármúla 34. Fyrirtækið er í eigu SÍBS og hófst starfsemin árið 1959. Vinnustofurnar í Ár- múla eru á þrem hæðum, sem er mjög óhentugt fyrir þá starfsemi sem þar er, en í dag vinna 52 einstaklingar hjá fyrirtækinu, þar af 46 öryrkjar. Múlalundur hefur sérhæft sig í framleiðslu á plastvörum, svo sem ýmiskonar möppum, bréfa- bindum, lausblaðabókum, hlífð- arkápum á bækur og ýmislegu fleira sem notað er á skrifstofum og í skólastarfi í dag. Frá árinu 1976 hefur Endurhæfingarráð haft með alla ráðningu að gera á Slátur- salan hafin Á ÞRIÐJUDAG hófst hin árvissa slátursala í Reykja- vík á vegum Sláturféiags Suðurlands. Slátrið er nú selt í neytendaumbúðum úr plasti í kjörbúðum og bið- raðir fólks með þvottabala og aðrar kirnur í fanginu því liðin tíð. Slátrið er selt á tveimur stöðum í Reykjavík, í Glæsibæ og í Austurveri. í húsi SS við Lindargötu fer nú aðeins fram pökkun og frágangur á því margháttaða hráefni sem þarf til slátur- gerðar, en engin slátursala! Eins og jafnan áður þegar slátursala er hafin að hausti var verulegur handagangur í öskjunni á útsölustöðunum í gær og mátti þá sjá á götum Reykjavíkur óvenju mikið af fólki sem kjagaði um með þungar klyfjar í stórum plastpokum. Voru þar á ferð hagsýnar húsmæður og heimilisfeður færandi þenn- an árstíðabundna varning heim. Þessi dugnaðarlegi hópur sér um að pakka slátrinu hjá Sláturfé- laginu. (LjóHm. Mbi. ói.k.M.) Starfsmaður aðstoðar sláturkaupendur i Austurveri í gær. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.