Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Kvæði er hús sem hreyfist Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján Karlsson: KVÆÐI 81 Skuggsjá 1981. Eiginlega eru kvæði Kristjáns Karlssonar á furðulegum mörk- um. Leiðir þeirra liggja til margra átta. Það er erfitt að greina þau samkvæmt ákveðnum bókmennta- straumum. Þau eru að mörgu leyti akademísk, en geta allt í einu breyst í hálfgildings alþýðu- kveðskap og verða svo jafn skyndi- lega frumleg og nýstárleg. Það einkennir Kristján að hann vill hafa hljóm í kvæðum, vissa hrynj- andi án þess að kvæðin séu um of bundin. Kristján hefur gaman af óvenjuiegum myndum og hug- myndatengslum og er að því leyti líkur ýmsum íslenskum nútíma- skáldum, en rætur hans eru ann- ars staðar en þeirra. Hann sækir mikið til bandarískra og enskra skálda, en án þess að glata sjálf- stæði sínu. Ef nefna ætti íslenskt skáld sem virðist akademískt á sama hátt og Kristján þá er það Jóhann S. Hannesson. Þeir yrkja hvor um annan eða hvor til annars eins og þeirra skálda er siður sem finna til skyldleika. Um skáldskap yrkir Kristján Karlsson í Kvæði er hús sem hreyfist. Í!r rústum og rusli tímans reisum vér kva-ði vor undir di»t;un dúfan kurrar í ufsunum fvrirfram en flýr, stök hugmynd, undan rökvísi vorri sem hreyfir kvæðið; veröldin stendur kyrr kva*ði [n'kkist af því að veriildin stendur í stað gimsteinn undan árbilljóna fargi stendur l)at;urinn bjartur oj; hvass að eilífu. O, mildu daj;ar nætur, nætur og kvæði vor. Að rökvísin hreyfir kvæðið hlýt- ur að vera vísbending um að til- finning ein ræður ekki í skáld- skap. Skynsemi á þar líka heima. Kyrrstaða veraldarinnar og að kvæði þekkist af því að hún stend- ur í stað er leikur að mótsögnum, en ekki veigaminni niðurstaða þrátt fyrir það. í þessu kvæði og mörgum öðrum kvæðum Kristjáns er ekki allt auðskilið, enda ekki gert ráð fyrir því. Kristján hefur varað við að skáldskapur einfald- ist um of og talið þörf á „samsett- ari ljóðagerð en tíðkast". (Sjá Is- lenzkt ljóðasafn, V bindi, for- mála.) ^Augaö er leiö aö hiartanu Pessi írábœru litsjónvarpstœki írá LUXOR haía svo sannarlega sannaö tilverurétt sinn hér á landi, því þaö er komin 15 ára reynsla á þeim. Eí þú ert aö hugsa um litsjónvarpstœki, lítil eöa stór, meö ótrúleg litgœöL enda- lausa endingu, tóngœöi og íallegt útlit þá velur þú þér LUXOR LUXOR gœði, LUXOR þjónusta. Verd frá kr. 9.300. J HLJÓMTÆKJADEILD L UXOR ijp KARNABÆR ^ HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Kristján Karlsson Eitt besta kvæðið í Kvæði 81, ég leyfi mér að kalla það meistara- legt, er Áður í Greenwich Village. Það eru mörg kvæði með efni frá Ameríkuárum Kristjáns í bókinni. Ort er um Vilhjálm Stefánsson og Evelyn konu hans, hvernig dagur- inn líður hjá þeim eftir fimm: t'm klukkan fimm Jx-gar kólnar gengur Vilhjálmur hávaxinn grár aó hriman á Komany Mary’s snöggkla'ddur, ásaml Kvelyn í feldi. Ilinn handkaldi þjónn meó örió ber inn vín, seytt kjöt, rautt krydd rautt vín og brenninetlur; stormur brýtur upp dyrnar kemur bleikur í Ijós. Síðasta erindi þessa kvæðis er persónuleg og sár minning um Vilhjálm Stefánsson, hún dýpkar ljóðið. Einnig er kvæðið skemmti- leg og hnitmiðuð mynd af lífinu í Greenwich Village. New York (úr kvæðaflokki) er sömuleiðis fullt af skýrum og stundum gáskafullum myndum frá stórborginni. Við lestur þess skildi ég hve gífurleg áhrif Edgar Lee Masters hefur haft á ólíkustu skáld með ljóða- flokki sínum Kirkjugarðinum í Skeiðarárþorpi. Kvæði Kristjáns Karlssonar eru sjaldan eða ekki sprottin af einum saman kliði máls eða eftirtektar- verðri mynd. Hann velur sér ákveðin yrkisefni eins og nöfn kvæðanna gefa til kynna: Stefán frá Hvítadal, Eftirmáli um Stein, Afmæliskveðja til Ragnars Jóns- sonar, Við Viðeyjarsund I—VII, W.H. Auden kemur til íslands 1936. Af kvæðunum um menn vil ég sérstaklega benda á Vormorg- unn á Húsavík (Hugsað til Karls Kristjánssonar) þar sem þessi lærdómsríku orð standa: „Um arfahlut vors innra manns/fer eyðing ljósum dögum." Kristján Karlsson iðkar dálítið sérkennilega gamansemi, ekki síst í bálkinum Anecdota pastoralia. Þetta kemur fram í Af Halvorsen á gangi sem „hefir prik, er laglaus, það er haust" og Dögum Ingileifar sem heldur að heiman snemma og „af fót hennar raknar nú fjarg- viðri dagsins". Alvarlegri tónn er í Húsi á Kjalarnesi (Hugsað til Benedikts Magnússonar), en þar er dauðanum lýst svo: „Áhöld smiðsins úti liggja./eitthvað gerð- ist, nú er vetur." Sjálfum þykir mér þetta Ijóð eitt hið besta í Kvæði 81. Að Kristján Karlsson er svolítið veikur fyrir hagmælsku vitnar Við Viðeyjarsund I—VII um og reynd- ar fleiri kvæði. Ég ætla ekki að rekja það allt hér, en þegar best lætur er hagmælskan skáldinu ávinningur. Og hagmælskan tóm verða kvæði Kristjáns aldrei. Mörg kvæða Kristjáns eru í eðli sínu heimspekileg. Stundum tekst honum að gæða þau lífi sem í senn vekur ljóðrænar kenndir hjá les- andanum og kallar á gagnrýni hans. Dæmi er George Washing- ton Bridge þar sem ort er um sveip í vindinum „innhverfur eins og rós“, en endar á ábendingu um „brenglaða hugmynd um brú“. I Austanfjalls er dæmi um hvernig algengar náttúrumyndir verða að engu gagnvart einfaldri vissu eða öðlast líf hennar vegna: llár stclkur vedur bláan læk í brjóst, á botni vísdómsoró, í lofti lni»olfsfjall. sannfa'rir cngan, allt er kyrrt sem fyrr: hciðin, fjallið, Flói jafn fögur marklaus eftir, smábarn í varpa hnikar enj;u heldur, grár bóndi að slætti breytir öllu í tákn. Hér er vitundin um dauðann tengd sláttumanninum. Á fleiri stöðum í Kvæði 81 er fjallað um dauðann. Vindurinn sem þýtur við gluggann í Eintímanir er tákn dauðans. Einnig bleiki stormurinn í Áður í Greenwich Village. Á öðr- um stað er í anda Tómasar talað um „hreinlegt hjartaslag". Austanfjalls minnir okkur á að afstaða skálds til umhverfis og mannlegs lífs þarf ekki alltaf að vera húmanísk í þröngri merkingu orðsins. Rökvísi sakar ekki og hún hefur stundum í för með sér kaldhæðni. Ævisaga Ingrid Bergman á íslenzku BÓKAÚTGÁFAN Rauðskinna hefur sent frá sér bókina „Ingrid Berg- man, ævi leikkonu". Eins og nafnið bcr með sér fjallar bókin um ævi þessarar þekktu leikkonu og er bók- in mikil að vöxtum, 475 blaðsíður og prýdd tugum mynda. Guðni Kol- beinsson sneri á fslenzku. Á bókarkápu segir m.a.: „Ingrid Bergman er ein mesta leikkona okkar tíma. Hún hefur þrívegis hlotið Óskarsverðlaun á ferli sínum auk fjölmargra ann- arra verðlauna og viðurkenninga. Þegar hún hefur leikið á sviði hef- ur hún að jafnaði hlotið einróma lof gagnrýnenda. I lok fimmta áratugarins var Ingrid dáðasta leikkona í Holly- wood. En þrátt fyrir glæsta sigra féll henni ekki stefna kvikmynda- kónganna í Kaliforníu og greip því fegins hendi tækifæri til að leika í raunsærri kvikmynd hjá ítalska leikstjóranum Roberto Rossellini. Það reyndist örlagarík ákvörðun: hún skildi við eiginmann sinn og giftist Roberto. Sú breytni olli reginhneyksli um allan heim; hún var útskúfuð og fyrirlitin. Það liðu Ingrid Bergman sjö ár þar til hún steig fæti á bandaríska grund á ný: sjö ár ást- ar, deilna, vonbrigða og erfiðleika. En öll él birtir upp um síðir og Ingrid Bergman átti eftir að vinna ótalda nýja sigra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.