Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 40
V Síminná QQflQQ afgreiðslunni er OOUOO regtttsMftMft J Sími á ritstjórn -ffHflfl og skrifstofu: IUIUU JJlt»tíjunI>Taíiiti ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Guðmundur Hallvarðsson: Stöndum höllum fæti miðað við sjómenn víða á landinu „Ekkert sem réttlætir verkfall í Reykjavík“ segir Kristján Ragnarsson ALÞINGI kemur saman til fyrsta fundar síns að loknu jólaleyfi þingmanna á morg- un, miðvikudaginn 20. janú- ar. Alþingismenn hafa verið í jólaleyfi frá því skömmu fyrir jól, að Alþingi var frestað fram til 20. janúar að lokinni afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1982. KÍKISSÁTTASEMJARI, Guðlaug- ur 1‘orvaldsson, mun að öllum lík- indum boða fulllrúa samninga- nefndar Landssambands ísl. út- vegsmanna annarsvegar og hins- vegar fulltrúa Sjómannalelags Keykjavíkur og fulltrúa sjómanna á stóru togurunum í Hafnarfirði á sinn fund í dag. Verkfalli á fiski- Steingrímur Hermannsson: „Það verður staðið við öll loforð sem ég gef ‘ „l>AÐ verður staðið við öll loforð sem ég gef. Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi, hvernig það verður gert,“ sagði Steingrímur Hermannsson, er Mbl. spurði hann hvort hann myndi standa við gefin fyrirheit við fiskkaupendur með því að standa að frekari geng- isfellingu. Steingrímur var einnig spurð- ur, hvernig og hvort unnt yrði að standa við þetta fyrirheit hans á annan hátt en með geng- isfellingu, en hann vildi ekki svara spurningunni. Tómas Árnason, bankamálaráðherra, var einnig spurður í gær, hvort hann hefði vitneskju um að gef- ið hefði verið loforð um gengis- fellingu. Hann svaraði: „Eg veit ekki um neitt slíkt og hef ekki lofað neinu." Hann var þá spurður hvernig hann myndi taka beiðni um slíkt. „Gengis- breytingar eiga að byggja á efnahagslegum forsendum, en ekki samningum úti í bæ,“ sagði hann og bætti við í lokin, að Steingrímur Hermannsson hefði ekki minnst einu orði á gengismál við sig. skipum er nú allstaðar lokið, nema í Reykjavík og á stóru togurunum í Ilafnarfirði. Islenzki fiskiskipaflot- inn er því að mestu kominn á veíð- ar og vinna mun hefjast í mörgum frystihúsum á landinu í dag, það er þar sem eru dagróðrabátar, og víða við saltfi.sk- og skreiðarverkun. „Það er ekkert, sem réttlaetir að sjómenn í Reykjavík haldi áfram verkfalli, þeir hafa enga sérstöðu í þessu máli,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands ísl. útvegs- manna í gær. „Það er venjulega svo, að þegar aðilar gera með sér kjarasamning að þá treysta menn á, að með undirskrift við- komandi sé verið að mæla með samningi. Eg dreg í efa að samn- ingarnir hafi verið kynntir með þeim hætti í Reykjavík," sagði hann ennfremur. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, sagði að menn hefðu allan tím- ann allt eins átt von á, að samn- ingar vegna stóru togaranna yrðu felldir. „Störf á þeim eru illa launuð, og útgerðarmenn þeirra skipa viðurkenna það.“ Óskar sagði ennfremur, að sjó- menn ættu enn töluvert eftir til að ná fram svipuðum kjarabót- um og fólk í landi hefði fengið á síðustu árum. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir, að ein ástæð- an fyrir því að samningar hafi verið felldir í Reykjavík sé hve mjög sjómenn frá Reykjavík standi höllum fæti borið saman við kjör og ýmissra annarra sjó- manna. Einnig bendir hann á hve lítill munur sé orðinn á slægðum og óslægðum fiski. Mun meira verk sé að slægja fiskinn og ganga frá honum þannig, „en nú er mönnum ekki lengur borgað fyrir að koma með góða vöru að landi," sagði hann. — Sjá viðtöl á miðopnu. Sementsverksmiðja rfkisins: Rekstrarhallinn um 7 milljónir króna 1981 „ENDANLEGT uppgjör fyrir árið 1981 liggur ennþá ekki fyrir, en sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri verður rekstrarhallinn á fyrirtækinu í nám- unda við 7 milljónir króna," sagði Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, í sam- tali við Mbl. — Sá halli er að verulegum hluta til kominn vegna ástandsins á fyrri hluta ársins, þegar við fengum ekki eðlilegar hækkanir á framleiðslu okkar. Við fengum fyrst hækkun um miðjan maí, þeg- ar mikil sala var um garð gengin. Verðið á framleiðslunni var því orðið mjög skakkt. Á seinni hluta ársins höfum við hins vegar fengið eðlilegar hækk- anir, þannig að ástandið hefur Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Veit ekki hvað Steingrímur á við Ekki sagt að það væri fullt samkomulag um málið, ef svo væri þá væri það afgreitt færzt verulega í rétta átt. Við von- um hins vegar, að við fáum leið- réttingu á þessum málum fyrir vorið, þannig að við getum staðið réttu megin við strikið í vor, þegar aðalsölutíminn fer í hönd, sagði Gylfi Þórðarson. Gylfi sagði, að þegar hefði verið lagt inn erindi um hækkun til handa fyrirtækinu hjá Verðlags- stofnun. Þar hefði ekki verið farið fram á ákveðna prósentutölu, en hins vegar hefði rekstraráætlun fyrirtækisins fylgt, en hún er mið- uð við áætlað verðlag seinnipart- inn í febrúar. — í dag þyrftum við að fá 12—13% hækkun til að kom- ast á réttan kjöl, en í næsta mán- uði verður þörfin sjálfsagt komin upp í um 16%, sagði Gylfi Þórð- arson. „ÉG VEIT ekki hvað hann á við með þessum orðum,“ sagði Kagnar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbl. bar undir hann ummæli Steingríms Hermannssonar í Tímanum sl. laugardag, en Steingrímur lýsir þar yfir undrun sinni yfir „pakka" þeim, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram og visar Steingrímur í ummæli Kagnars í Þjóðviljanum sl. föstudag. Kagnar sagði einnig í þessu tilefni að tillögum sínum í þessu efni hefði verið ágætlega tekið. Hann var þá spurður hvort Steingrímur hefði einnig tekið þeim vel og játti hann því. Mikið var fundað meðal stjórnarliða um helgina um „efnahagspakkann" og virðist nokkuð hafa miðað í samkomulagsátt. Enn er þó ágreiningur um verðbæturnar, en samkvæmt heimildum Mbl. verður reynt til þrautar að ná samkomulagi þar um á ríkisstjórnarfundi árdegis í dag. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, var að því spurður í gær, hvort ekki hefði verið ágreining- ur um ýmsa þætti þessa máls, og var sérstaklega tilgreind tillaga Alþýðubandalagsins um skatt á innflutningsverzlun í því sam- bandi en sjálfstæðis- og framsóknarmenn voru henni mjög andvígir. Hann svaraði: „Eg hef ekki sagt, að það væri fullt samkomulag um málið. Ef svo væri þá væri það hið sama og málið hefði verið afgreitt, en sú undirbúningsvinna sem átt hef- ur sér stað, hefur gengið ágæt- lega og þó að skiptar skoðanir séu um eitt og annað, þá þarf aðeins að samræma sjónarmið- in.“ — Getið þið alþýðubandalags- menn fellt ykkur við einhverja skerðingu á vísitölubótum? „Nei, það kom nú einmitt fram í þessu viðtali við Þjóðviljann og var reyndar tilefnið, að við erum að tala um niðurfærslu verðlags en ekki skerðingu á verðbótum." Það er fjöldamargt sem er gott samkomulag um, og ég held að það sé orðin almenn afstaða að það sé rétt að fara í niður- færslur verðlags. Ég fer ekki að öðru leyti út í þetta. Ég get það ekki, en þetta er allt á réttri leið.“ F'ramsóknarmenn og alþýðu- bandalagsmenn greinir enn mjög á hvað varðar meðferð verðbótavísitölunnar, sam- kvæmt heimildum Mbl. Fram- sókn vill lækka þær eitthvað, draga frá þeim annað hvort viðskiptakjör eða innlendan orkukostnað, eða hvort tveggja, en Alþýðubandalagið segir, að ekki komi til greina að skerða þa?r á neinn hátt. Alþýðubanda- lagsmenn munu hafa dregið til- lögur sínar um skattlagningu á innflutningsverzlun til baka um helgina, en samkomulag virðist hafa náðst um smávægilega auk- ið frelsi í verðmyndun. Aðspurður, sagði Gylfi, að skriður væri að komast á rann- sóknir fyrirtækisins á hagkvæmni brennslu með kolum. — Það eru komin öll tilskilin leyfi og hönnun er byrjuð, þannig að frá pöntunum verður gengið á næstunni. Sementsverksmiðjan framleiddi og seldi um 120 þúsund tonn á síð- asta ári, en Gylfi Þórðarson sagð- ist gera ráð fyrir einhverjum sam- drætti á þessu ári. Þar kæmi til, að engar verulegar virkjana- framkvæmdir yrðu á þessu ári, eins og því síðasta, aðeins yrði unnið við gerð Sultartangastíflu. — Það má sennilega reikna með eitthvað í kringum 5 þúsund tonna minnkun á framleiðslu á þessu ári, sagði Gylfi Þórðarson. Hjá fyrir- tækinu starfa í dag um 180 menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.