Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Einar Rafn Helga María Helgi Inga Rósa Magnús Haraldsson Aðalsteinsdóttir Halldórsson Þórdardóttir Þórdarson l'all l’étursson Ragnar Omar Steinarsson Egilsstaðir: Sameiginlegt prófkjör 20. og 21. febrúar AÐ FRUMKVÆÐI Sjálfstæðis- flokksins hafa eftirtaldir flokkar á Egilsstöðum nú sameinast um próf- kjör helgina 20. og 21. febrúar, vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor: Alþýðubandalag, Framsóknar flokkur og Sjálfstæðisflokkur. Þeir sem gefa kost á sér til prófkjörs á vegum Sjálfstæðis- flokksins eru: 1. Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri, 35 ára. Kvæntur Guðlaugu Ólafsdóttur, húsmóð- ur, og á 5 börn. 2. Helga María Aðalsteinsdóttir, ritari, 39 ára. Hún er gift Magnúsi Ingólfssyni, fulltrúa, og eiga þau 4 börn. 3. Helgi Halldórsson, yfirkennari, 30 ára. Kvæntur Bertu A. Tul- iníus, kennara, og eiga þau 2 börn. 4. Inga Kósa Þórðardóttir, kennari, 27 ára. Hún er gift Guðmundi Steingrímssyni, kennara, og eiga þau 2 börn. 5. Magnús Þórðarson, bókhaldari, 52 ára. Kvæntur Margréti Ein- arsdóttur og eiga þau 4 börn. 6. Páll Pétursson, húsasmíða- meistari, 44 ára. Kvæntur Sig- urlaugu Björnsdóttur, húsmóð- ur, og eiga þau 2 börn. 7. Kagnar Omar Steinarsson, tann- læknir, 35 ára. Kvæntur Emilíu Sigmarsdóttur og eiga þau 3 börn. Björn Bjarnason rektor og Bjarni Eiríksson formaður skólafélagsins við upphaf þorravökunnar. Ljósm. Krisijín. Kristinn Sigmundsson kennari söng einsöng og sést hér í hluta nemenda. Menntaskólinn við Sund: Uppákomur og hóp- vinna á þorravöku ÞORRAVAKA Menntaskólans við Sund hófst í gær, en þá er brugðið út af hefðbundnu fyrirkomulagi við kennslu og nemendur og kennarar vinna ýmis verkefni saraan. Þá verða einnig margs konar uppákomur, en þorravakan stendur fram í næstu viku. Erling Erlingsson tjáði Mbl. að nemendur og kennarar ynnu í hóp- vinnu að ýmsum verkefnum og væri markmiðið að menn kæmust sem best til botns í viðkomandi máli, en ekki væri ætlast til að menn skiluðu greinargerðum. Velja menn það verkefni sem þeir helst hafa áhuga á og sem dæmi nefndi hann að sumir fjölluðu um fíkniefni, aðrir um Grjótaþorpið, geimnýlendur, stríðs- ógn af völdum kjarnorkuvopna og vígbúnað o.fl. Sagði Erling kennara og nemendur starfa þannig hlið við hlið og jafnvel helgasta „vígi" kenn- aranna, kennarastofan, væri nú opin nemendum. Hópvinnan fer fram kl. 9 til 13 og síðan tekur við uppákoma. Á föstu- dag mun t.d. Þórarinn Eldjárn kynna verk sín, Alþýðuleikhúsið kynnir verk Vitu Andersen, en að loknum þessum uppákomum geta menn ráðið tíma sínum. Sagði Erl- ing að í gær hefði t.d. sá hópur er fjallaði um hippatímabilið skoðað myndbandaupptöku af Woodstock- tónleikunum og hægt væri að skoða lánað og heimatilbúið efni í mynd- bandakerfi sem væri nú í skólanum. Þá er kl. 15 dag hvern sýning frá Fjalakettinum. Þriðjudaginn 16. febrúar verður skólinn opinn öllum er vilja kynna sér starfsemi hans og verða gestir leiddir í allan sannleika af sérstökum leiðsögumönnum. Þorravakan hófst í gær með ávarpi Björns Bjarnisonar rektors og Bjarna Eiríkssonar formanns skólafélagsins. Kristinn Sigmunds- son söng einsöng og kór skólans und- ir stjórn Guðmundar Óla Gunnars- sonar. Þorravökunefnd 6 nemenda og 5 kennara hefur skipulagt vök- una. 5- Thermo únúF Glæsibæ, simi 82922. Brunkappinn mikli Franz Klammer skíðar á Blizz- ard. Marie Theresa Nadig vann heimsbikarinn tvö ár í röð á Blizzard. Blizzard Thermo-skíöin fara nú sigurför um heiminn. Til dæmis valdi hiö merka ítalska skíöablaö SKI þau beztu skíöin í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.