Tíminn - 20.07.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.07.1965, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. jwlí 1965 TÍMINN 24 það skipti engu máli, hver rökin voru, sem fram voru færð gegn því að það væri ómögulegt, þeir létu sér ekki segjast. Þeir létu sem þeir vissu ekki, að stéttarskipting innan hers- ins er nauðsynleg til þess að hægt sé að viðhalda aga og reglu, en án slíks gæti enginn her látið sér detta í hug að vinna styrjöld. Þeir gátu ekki skilið, hvers vegna ákveðnir hópar verða að fylgjast með öðrum ákveðnum hópum, þegar um félagslíf var- að ræða, og þótt þetta væri útskýrt á jafn- einfaldan hátt og að benda þeim á herlögin, sem einnig náðu til félagsstarfa hjúkrunarkvennanna, þá létu þeir engan bil- bug á sér finna. Hvað stéttarskiptingu við kom, þá var að- eins um þann möguleika að ræða, að við Rauðakross konum- ar ellefu mættum halda dansleik fyrir þessa tvö hundruð menn. En nú voru allar stúlkurnar orðnar önnum kafnar við það að halda uppi kvöldskemmtunum og því líku á hverju kvöldi í búðunum, og enginn mátti missa sig. Aðrar kvartanir voru: tómstundaaðstaða sjúkraliðanna var fremur bágborinn og þeir höfðu einungis um einn lítinn skála að ræða, er var notaður sem dagstofa fyrir þá, sem einhvern tíma höfðu aflögu fyrir sjálfa sig. Það var sorg- lega ófullnægjandi, og komst ég strax að raun um það fyrsta kvöldið, sem við ætluðum að hafa fjöldasöng og smáskemmti kvöld þar. Tennisborðið, sem við höfðum gefið þeim tók upp mestan hluta skálans, lýsingin var slæm og jvpilaborð- in, stólar og smáborð voru þegar komin í slíkt ástand að réttast hefði verið að taka þetta allt saman og koma þeim fyrir kattarnef strax. Þessi brezki skáli, sem byggður hafi verið fyrir löngu, var orðinn þannig útlítandi, málningin óhrein, loftið lekt og fleira og fleira, að hann var ekki beint upplífgadi sem skemmtistaður. Þegar ég spurðist fyrir um málið var mér sagt að áætlun um byggingu annars skála hefðj, verið á döfinni í lengri tíma„ en bygging sjúkraskála hafði auðvitað orðið að ganga fyrir. Útlit var fyrir, að svo langt væri í land með að mennirnir fengju nýjan tómstundaskála, að réttast væri að mála, skreyta og reyna að bæta eitthvað útlit þessa æfafoma „dagskála.“ Um leið og fréttin barst út um, að okkur hefði verið gefið leyfi tfl þess að lagfæra skálann var skorin upp herör um allt sjúkrahúsið. Klæðskerinn vUdi fá skálann fyrir sig, og sama máli gegndi um rakarann. Billiardspilararnir vildu, að hann yrði einungsi ætlaður bUliard og prestarnir vildu fá að halda í honum messur. Málið leystist að lokum á einfaldan hátt, þegar skálinn var tekinn fyrir bækistöð handa nolckr- um herlögreglumönnum, sem áttu um stundarsakir að starfa við sjúkrahúsið. Þeir sváfu til skiptis, og fengu því sjúkraliðarnir anzi lítið tækifæri til þess að nota skálann, og varð þetta hvorki tU þess að gleðja mig, eða liðsforingjann, sem sjá átti um, að siðferðisþrek og kjarkur hermannanna minnkaði ekki. Áætlanir okkar voru á heljarþröminni þang- að til þessir sísyfjuðu verðir yfirgáfu okkur. Enn einu sinni fóru menn að deUa um yfirráðaréttinn yfir skálanum, og á meðan á deUunum stóð (og útlit var fyrir að klæðskerinn myndir bera sigur úr býtum) komst óvenjulega ótrúleg saga á kreik. Eins og allir vita eru allar sögur, sem ganga í hernum ósennilegar og furðulegar, og fyrir þeim öllum eru bornar áreiðanlegar heimUdir, en áreiðanleikann er aldrei hægt að sanna neitt frekar en hægt er að komast að því, hvar þessar sögur eiga upptök sín. Enda þótt þægilegur orðrómur verði aldrei fyllilega trúað, þá nýtur hann ótrúlegra en skamm- | vinnra vinsælda á geysistóru svæði — það er að segja þang- að til eitthvað annað og betra skýtur upp kollinum. Eftir því sem trúgirni nýliðans minnkar verður hann vandfýsnari í vali sínu á sögum, sem hann vill segja vinum sínum og ætl- ast til að sé trúað. Þegar hann er oröinn gam.all í hettunni er hann orðinn svo þreyttur og uppgefinn á kjaftasögunum, að hann segir nýliðunum einungis þær allraótrúlegustu, eins og þegar maður gefur apa jarðhnetur. Staðreyndir eru ekki í hernum! aðeins skipanir og orðrómur. Tilveran byggist á — trúðu því, þegar þú sérð það. Því var það, að menn trúðu ekki orðrómi, sem allt í einu komst á kreik um að bygging tómstundaheimilis væri í vænd- um, fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar maður sá svo sann- | arlega rifin í allstórum skála, sem Verkfræðingadeildin var | að koma upp. I Því er haldið fram, að reisa megi hermannaskála á einum R degi við eðlilegar aðstæður. En aðstæðurnar á íslandi eru ?| aldrei nógu eðlilegar til þess að hægt sé að framkvæma slíkt. | Til að byrja með er veðrið svo breytilegt, að lýsa má því I með orðtaki, sem eitt sinn var tileinkað Nýja Englandi: | — Geðjist þér ekki að veðrinu, þá bíddu bara í eina mínútu. 5. Styttu biðtímann niður í eina sekúndu, bættu ákaflegum ofsa íí við hverja breytingu, og þá ertu búinn að fá veðrið eins og | það er á íslandi. Veðurbreyting gerir venjulega boð á und- '?• ————■——BMBfiiL—iifiniLi fmsmBmmKimiemaB 7 gert það, Monty, hvíslaði Ray. — Mundi þá ekki allt vera öðru vísi núna — hjá okkur báðum? Hann hristi höfuðið. Áttu við, að við hefðumi byrjað að lifa iðjusömu smáborgaralífi? Æ-nei, Ray, það er meiri vandi en svo að losna við uppeldisvenjurnar. Við hefðum kannske reynt að gera til raun til þess, en sú tilraun hefði vafalaust orðið til þess að drepa ástina! Ég hef hugsað mikið um þetta, trúðu mér! En ég skildi til fulls, að ekki gat orðið um varan- lega sambúð að ræða hjá okkur. Ray sagði ekkert, en hjartað hamaðist. Var allt orðið um sein- an núna? Hann hafði játað, að hann elskaði hana. Hún horfði á hann og hana verkjaði í handlegg- ina af löngun tjl að faðma hann. Hana langaði til að þrýsta ung- legu og þreytulegu andliti hans að sér og kyssa beizkjusvipinn af þvi. — Monty, er það of seint ? hvíslaði hún. Ef hann aðeins snýr sér að mér og faðmar mig, er mér sama um allt annað hugsaði hún ástríðufull með sér. Ég skyldi fara með hon um á heimsenda. Ég skyldi fórna öllu fyrir hann. Ég skyldi sætta mig við sult og neyð ef ég aðeins fengi að vera hjá honum. Monty hafði snúið sér að henni. Eitt andartak hélt hún, að von hennar mundi rætast. Þau horfðu hvort á annað, augnaráðið var fast eins og það mundi aldrei slitna framar. Nú gat allt skeð. Hann tók löngum og grönnum fingrunum um úlnliðinn á henni. Hún beið eftir, að hann kippti henni að sér. En hann gerði það ekki. Hann sleppti henni svo snöggt, að minnstu munaði, að hún dytti. —Nei. Ray, ég skildi það þá, að þetta gæti aldrei orðið. Og nú er enn fjær því, að það geti orð- ið. Ég er ekki sami áhyggjulausi dregurinn, sem þú varst ástfang in af. Ég hef breytzt. Ég held tæplega, að þér mundi líka við mig eins og ég er núna. Ég er minna virði sem manneskja, er ég hræddur um. Bara ég hefði átt peninga, þá . . . Hann strauk hendinni um hárið og allt í einu var eins og hann gerbreyttist. Hann vw?* ungur aft- ur, ungur og bjartsýnn og ástfang- inn. Svo hló hann. — En pen- ingana á ég ekki. Og það eru ekki horfur á, að ég eignist þá nokkurn tíma. Nei, það er ráðlegra, að þú eigir milljónamæringinn þinn. Það eru þín forlög, eins og ég sagði áðan. En hvaða forlög mér eru ætluð — það hef ég enga hug- mynd um. Það var einhver úrskurðartónn í rödd hans, og Ray skildi, að það var árangurslaust að reyna að telja honum hughvarf. Hún hneig niður á bekkinn aft- ur og sat þar í hnipri. Hún fann, að henni var kalt Svo kalt. að henni mundi aldrei hlýna aft- ur. — Þú veizt, að ég elska þig, Monty, sagði hún þreytulega. Titringur fór um hann. Svo sneri hann sér að henni, tók um aðra hönd hennar og kyssti hana. — Þú gerir mig sneyptan og mjög hamingjusaman, sagði hann lágt. Á næsta augnabliki var hann horfinn. Ray sat ein eftir á bekkn- um. Hún dró andann djúpt og skjálfandi. — Hann er horfinn, hugsaði hún með sér. Og henni fannst öll gleði, allur lífstilgang- ur hennar væri horfið með. hon- um. Allt, sem henni hafði verið nokkurs virði . . . Frú Chepstone var heitt, en ánægð var hún. Brúðkaupið var afstaðið og allt hafðj tekizt vel. Hún sat í djúpum hægindastól og tók sér hvíld eftir alla áreynsl- una um daginn. Mágkona henn- ar sat hjá henni og þurrkaði sér um augun með kniplingavasaklút. — Mér fannst enginn hamingju- svipur á henni, snökti hún. — Og U Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. E'igum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) manstu ekki, þegar hun var að klæða sig . . . — Allar brúðir eru meira og minna órólegar, sagði frú Chep- stowe eins og hún vildi eyða þessu tali. — Það þarf ekki annað en svolitla nærgætni — þá róast þær En það var meira en nærgætni, sem þurfti til þess að gera Ray rólega, hugsaði hún með sér og var óánægð. Hún var ekki fyrr komin í brúðarkjólinn, en hún fór að hágráta og sagði, að ‘hún gæti þetta ekki. En frænkan hafði bent henni á, að það væri of seint að iðrast núna. Bíllinn biði við dyrn- ar, ge.’hirnir komnir og öllum brúðargjöfunum hafði verið raðað á borðin í stærstu stofunni. Sem betur fór hafði Ray látið skyn- semina ráða og púðrað yfir um- merkin eftir tárin. Til vonar og vara hafði frænka haldið sig nærri henni allan tímann, svo að hún fengi ekki tækifæri til að gera einhverja flónsku. En allt hafði gengið vel. Ray hafði verið föl, en alveg róleg, er hún stóð við hliðina á Druce við gráturnar. Hún hafði verið eins og engill í hvíta kjólnum og með næfurþunna slæðuna. Snöggv- ast hafði sólin brotizt gegnum ský og stafað skáhöllum geislum inn um gluggann og á brúðhjón- in. Þá hafði hárið á Ray gljáð eins og kopar, þar sem hún stóð lítil og grönn við hliðina á þrek- legum brúðgumanum. Jú, þetta voru myndarleg brúðhjón, ekki var því að neita, hugsaði frú Chepstowe með sér og var hin ánægðasta. Og nú voru brúðhjónin lögð af stað í ferðalag og gestirnir farn- ir, og gott var það. Enginn gat sagt, að frú Chepstowe hefði ekki gert allt, sem hægt var að gera til þess að bróðurdóttir hennar fengi hátíðlegt og veglegt brúð- kaup. — Það er svo undarlegt að hugsa til þess að í kvöld . . . sagði frú Redmond og gat kreyst fram nokkur tár í viðbót. — Nú skaltu ekki hugsa meira um það, Elvira, sagði mágkona hennar hálf ergileg. — Þú lætur eins og Ray væri fyrsta stúlkan í veraldarsögunni, sem fær sér mann! Ray hugsaði hérumbil það sama nokkrum klukkutímum síðar. Þús- undir kvenna upplifa þetta sama á hverju kvöldi, hugsaði hún með sér. Þetta er ekkert einstakt til- felli, þó að þú elskir hann ekki. Hún leit á hvítagullshringinn á fingrinum á >ér. Hún hugsaði um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.