Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 1
88 SIÐUR 57. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Prentsmiója Morgunblaðsins. E1 Salvador: 300 drepnir í fimm þorpum San Salvador, Santa ('ruz del Quiche, I3.marz. Al'. Mannréttindanefndin í El Salvador skýrdi frá því á blaðamannafundi í dag, að stjórnarhermenn hefðu drepið .100 karla, konur og böm í fimm þorp- um við borgina Tecolina í San Vin- rente-heráði í janúar. Jafnframt áætlar nefndin, að 32 þúsund manns, flestir óbreyttir borgarar, hafi týnt lífi vegna pólitískra átaka í Kl Salvador frá því núverandi valdhafar komust til valda í október 1979. I fyrstu var talið að 100 manns hefðu verið drepnir í þorpunum fimm, en nefndin segir nýjar upplýs- ingar hafa komið fram í yfirheyrzl- um á fólki er komst undan. Af hálfu yfirvalda hefur enginn dómur verið lagður á fullyrðingar nefndarinnar. Stjórnarhermenn hafa látið til skarar skríða á ný gegn skæruliðum í San Vineente-héraði, og sögðu talsmenn hersins að náðst hefðu margar miðstöðvar skæruliða og þær eyðilagðar. Miklir bardagar ha- fa verið við bæinn Tecoluca, og er stjórnarherinn sagður hafa borgina á valdi sínu. Embættismenn í Santa Cruz í Guatemala sögðu í dag, að fregnir um fjöldamorð á 200 Quiche-indíán- um væru „upplognar" og staðlausar með öllu, og til þess gerðar að sverta ímynd landsstjórnarinnar. Hið sanna væri að fimm menn hefðu fallið í innbyrðis átökum skæruliða. Fundist hefðu spjöld á líkum fimm- menninganna, þar sem þeir voru sakaðir um ótrúnað við eina fjögurra helztu skæruliðahreyfinga vinstri manna, sem reynt hafa að grafa undan stjórn landsins. The Times of London: Nýjar deilur milli ritstjóra og eiganda liondon, 13. mars. AP. MJ(k; er nú stormasamt á ritstjórn- arskrifstofum stórblaðsins The Times of London og skiptast menn í tvær andstæðar fylkingar. Vill önnur, að rit- stjórinn, Harold Kvans, fari frá, en hin, að hann sitji sem fastast, en í gær til- kynnti eigandi blaðsins, blaðakóngur inn Rupert Murdorh, að Evans hefði fallist á að vfirgefa ritstjórastólinn. Því neitar Evans hins vegar staðfastlega. Murdoch sagði í tilkynningu sinni í gær, að hann hefði beðið Evans að láta af störfum sl. þriðjudag og haft til þess samþykki sex óháðra stjórn- enda, sem skipaðir eru af stjórnvöld- um og eiga að tryggja, að blaðið sé frjálst og óháð en ekki sérstök mál- pípa eigendanna. Murdoch segir, að Evans hafi fallist á beiðnina en Ev- ans ber það til baka og segist enn vera ritstjóri Times. „Deilan stendur um grundvallaratriði og þá megin- stefnu blaðsins, sem þingið hefur kveðið á um,“ var haft eftir honum í dag. Anthony Holden, einn aðstoðarrit- stjóra Times, sagði í útvarpsviðtali í gær, að Murdoch vildi bola Evans burt af „pólitískum ástæðum". Murdoch vildi aðeins harðan hægri- mann við stjórnvölinn og jafnframt mann, sem hann gæti stjórnað að vild. „Ég mun ekki vinna undir stjórn einhvers kjölturakka," sagði Holden og kvaðst mundu segja upp ef Evans færi. Oldruð kona gjóar augunum til hcrmanns á götu i Varsjá. Á öllum helstu gatnamótum í pólskum borgum hefur verið hervörður síðan 13. desember sl., þegar herlögum var lýst yfir í landinu. Al>-aím»mynd. Varsjárbandalagið með heræfíngar f Póllandi Litið á þær sem viðvörun til landsmanna Varsjá. 13. mars. AP. SAMEIGINLEGAR heræfingar Frakkland: Helltu eigin víni í ógáti Pirfa, I3.marz. AP. Reiðir franskir vínbændur í suður hluta Krakklands helltu niður um sex milljónum lítra af víni á fimmtu- dag til að mótmæla innflutningi á ódýrum ítölskum vínum. Töldu bændurnir sig vera að hella niður hinu innflutta víni, sem ógnað hefur afkomu þcirra, en það hefur komið á daginn, að það voru allt frönsk vín, sem þeir helltu niður. Talsmaður franskrar vínsam- steypu sagði tjónið af aðgerðum hændanna jafnvirði tveggja millj- óna dollara. Bændurnir, sem voru um 500 talsins, réðust að tankbílum við bæinn Sete á Miðjarðarhafsströnd Frakklands og tæmdu innihald þeirra, svo að flæddi um þjóðveg- inn. Héldu bændurnir síðan til vínfyrirtækisins, tóku tappana úr mörgum stórum ámum, sprengdu tvær þeirra í loft upp og var allt á floti í víni er þeir yfirgáfu verk- smiðjulóðina. Þessi atvik eru síðustu viðburð- irnir í löngu vínstríði Frakka og Itala. Franskir vínbændur eru því reiðir, að ódýr ítölsk vín, sem inni- halda mikið magn vínanda, skuli flutt inn í stórum stíl til blöndun- ar við þeirra framleiðslu, til að auka styrkleika franskra vína. I’ólverja, Sovétmanna og Austur Þjóðverja hófust í NorðvesturPól- landi í dag, þegar réttir þrír mánuðir eru liðnir frá því að herlög voru sett á í landinu. Heræfingarnar ganga undir nafninu „Vinátta ’82„ og fara fram undir stjórn pólsks hershöfð- ingja. Litið er svo á, að með þessu vilji herstjórnin sýna landsfólkinu hverjir fari með völdin í landinu. Pólskir fjölmiðlar skýra ekki frá því hve margir hermenn taka þátt í æfingunum en þeim stjórn- ar Eugeniusz Molczyk, þriggja stjörnu hershöfðingi, varaforseti í herráði Varsjárbandalagsins og aðstoðarvarnarmálaráðherra Póllands. Fréttaskýrendur telja, að meginmarkmið heræfinganna sé að sýna fólki fram á, að til einskis sé að storka herlögunum en í fyrri viku var það haft eftir háttsettum embættismanni í stjórninni, að enn vantaði allnokk- uð á, að komin væri á þjóðfélags- leg kyrrð í Póllandi. I Varsjá hefur verið dreift flugmiðum þar sem fólk er hvatt til að kveikja á kertum í gluggum íbúða sinna í dag og minnast með því valdatöku hersins 13. des. sl. Sams konar flugmiðum var dreift 13. jan. og 13. febrúar sl. Embættismenn bandaríska landbúnaðarráðuneytisins sögðu í gær, að pólska herstjórnin hefði aðeins greitt 153.000 dollara af 71 milljón dollara, sem komst í ein- daga í janúar sl. Bandaríska ríkis- stjórnin hefur ákveðið að ábyrgj- ast þessar greiðslur gagnvart lán- ardrottnunum, sem eru ýmsir bankar í Bandaríkjunum, en sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni margra, sem telja, að með því sé í raun verið að afskrifa skuldirnar. Embættismennirnir svöruðu þess- ari gagnrýni og sögðu, að með því að lýsa Pólverja gjaldþrota fengju þeir pólitíska afsökun fyrir því að hætta öllum endurgreiðslum. Zbzislaw Rurarz, fyrrverandi sendiherra Póllands í Japan, sem flúði til Bandaríkjanna, sagði frammi fyrir þingnefnd í gær, að ekki væri minnsta von um að Pólverjar gætu greitt skuldir sín- ar. Efnahagslífið væri í raun í rúst og úr þvi greiddist seint nema til kæmu verulegar breytingar í inn- anlandsmálum. Á því kvaðst hann hins vegar sjá öll tormerki. Dollar hækkar Ixindon. 12. marz. AP. Gullúnsan féll um allt að tíu doll- ara í dag vegna mikillar gullsölu Rússa og Suður-Afríkumanna, og ýmissa olíuframleiðsluríkja, sem orðnar eru fjárþurfi vegna mikill- ar verðlækkunar á olíu að undan- förnu. Hefur gullverð ekki verið lægra í tvö og hálft ár, kostaði únsan 323,4 dollara í London, 326,5 í París, 324 dollara í Frankfurt og 322,5 í Zúrich.Á sama tíma hækk- aði Bandaríkjadalur i verði, m.a. vegna vaxtahækkana í Bandaríkj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.